Morgunblaðið - 22.02.2011, Page 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2011
–– Meira fyrir lesendur
PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Föstudaginn 4. mars kemur
út hið árlega Fermingarblað
Morgunblaðsins.
Fermingarblaðið hefur verið eitt
af vinsælustu sérblöðum
Morgunblaðsins í gegnum árin
og verður blaðið í ár
sérstaklega glæsilegt.
MEÐAL EFNIS:
Veitingar í veisluna.
Mismunandi fermingar.
Fermingartíska.
Hárgreiðslan.
Myndatakan.
Fermingargjafir.
Fermingar erlendis.
Hvað þýðir fermingin?
Viðtöl við fermingarbörn.
Nöfn fermingarbarna.
Fermingarskeytin.
Boðskort.
Ásamt fullt af
spennandi efni.
FERMI GAR
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 28. febrúar.
Ferm
ing
S
É
R
B
L
A
Ð
Í viðtali við Ástu Sý-
rusdóttur, fram-
kvæmdastjóra Purity
Herbs, sem birtist í
blaðinu „Akureyri“ 2.
desember sl. undir fyr-
irsögninni „Vottun er oft
sjónhverfing“ eru
nokkrar meinlegar
rangfærslur sem þörf er
á að leiðrétta. Þar heldur
hún því fram að vottun
sé blekkingarleikur og að vörur sem
hlotið hafa lífræna vottun geti innihald-
ið skaðleg kemísk efni. Með þessu er
gerð tilraun til að varpa rýrð á það
mikilvæga þróunarstarf sem framleið-
endur vottaðra lífrænna afurða hafa
unnið á liðnum áratugum, ekki síst í
þágu íslenskra neytenda. Þá er með
þessu sömuleiðis gert lítið úr vottun líf-
rænna afurða sem Vottunarstofan Tún
annast hér á landi. Hafa ber í huga að
Tún er faggildur vottunaraðili sem
fylgir alþjóðlegum stöðlum í sínu vott-
unarstarfi og á samstarf við virta vott-
unaraðila í öðrum löndum, m.a. Soil
Association í Bretlandi. Þær vörur sem
hljóta vottun Túns þurfa að uppfylla
strangar kröfur í samræmi við ítarlegt
regluverk IFOAM (sem er alþjóðleg
hreyfing fagaðila á þessu sviði) og ESB
um lífræna framleiðslu. Vottun líf-
rænna snyrti- og heilsuvara byggist á
fjölþjóðlegu samstarfi leiðandi vott-
unarstofa í Evrópu.
Með ósk um vottun er óháðum aðila
falið að ganga úr skugga um að viðkom-
andi framleiðandi vinni í samræmi við
opinberlega skilgreindar aðferðir. Á
grundvelli vottunar fær framleiðandinn
heimild til að merkja afurð sína með
vottunarmerki. Hin leiðin er að fyrir-
tæki votti sjálf eigin verðleika, en
sjálfsvottun býður heim hættunni á
sjónhverfingum og skrumi sem kann
að skaða hagsmuni þeirra sem raun-
verulega vinna eftir líf-
rænum aðferðum. Af
þeim sökum er vottun
óháðs aðila nú lögbundin
fyrir lífræna landbún-
aðarframleiðslu og kraf-
an um vottun breiðist ört
út til iðngreina sem
byggja á lífrænum hrá-
efnum.
Í umræddri grein er
m.a. haft eftir Ástu að
„ekki fari á milli mála að
jurtirnar sem notaðar
eru í t.d. krem frá Purity
Herbs séu eins hreinar og kraftmiklar
og kostur er. Þær jurtir sem tíndar séu
innan girðingar á vottuðum svæðum
hafi ekki neina yfirburði yfir þær
fersku jurtir sem fyrirtækið nýtir sér
og bæti engu við gæði varanna.“ Hér
gætir misskilnings á því hver tilgangur
vottunar er. Vottunin felur ekki í sér
flóknar efnagreiningar á efnasamsetn-
ingu jurtanna. Með vottun er gengið úr
skugga um að jurtunum sé safnað á
landi sem framleiðandinn hefur eftirlit
með og ábyrgist að hvorki fái tilbúinn
áburð né eiturefni, hvort sem það er af-
girt eða ekki, og að nýtingin sé sjálfbær
þannig að ekki sé gengið of nærri nátt-
úrulegu gróðurjafnvægi svæðisins. Án
vottunar hefur neytandinn enga trygg-
ingu gegn því að jurtunum sé safnað úr
vegköntum eða öðrum eftirlitslausum
svæðum. Vottun snýst um neyt-
endavernd; að tryggja það að lífrænum
aðferðum hafi raunverulega verið beitt
við gerð vöru sem sögð er vera lífræn.
Þá segir Ásta ennfremur í umræddu
viðtali: „Ég er talsmaður þess að engin
leyndarmál fylgi framleiðslu á snyrti-
vörum, ekki frekar en t.d. í mat-
vælaframleiðslu, en það hefur því miður
borið á því að neytendur séu blekktir.
Sumir telja að sé vara vottuð þýði það
að allt innihald hennar sé lífrænt rækt-
að, en svo er ekki. Það kemur fyrir að
bara jurtirnar séu vottaðar en svo er
ýmsum efnum bætt við og jafnvel er
leyfilegt að nota ákveðið hlutfall af
kemískum og óæskilegum efnum í
vottaðri vöru.“
Hér fullyrðir Ásta meir en hófi
gegnir, og skal henni bent á að kynna
sér reglur um vinnslu lífrænna afurða
sem eru afdráttarlausar í kröfum til
samsetningar og merkinga. Ef sam-
sett vara er kynnt sem lífræn verða
minnst 95% landbúnaðarefna hennar
að vera vottuð lífræn. Í almennum
matvæla- og snyrtivöruiðnaði eru
leyfð hundruð aukefna. En í lífrænni
framleiðslu er einungis lítill hluti
þeirra leyfður og notkun þeirra jafnan
háð ströngum skilyrðum sem tilgreind
eru í stöðlum, eftir að gengið hefur
verið úr skugga um að efnin séu ekki
skaðleg. Þannig eru t.d. parabenar,
sodium lauryl sulfate og fleiri umdeild
efni sem finnast í flestum hefð-
bundnum snyrtivörum ekki leyfð í líf-
rænum vörum.
Því miður kemur fyrir að neytendur
eru blekktir, t.d. með því að vörur séu
merktar lífrænar án þess að þær hafi
hlotið til þess vottun. Því þurfa neyt-
endur að sýna árvekni og leita eftir
vottunarmerki á þeim vörum sem
sagðar eru lífrænar. Ef vottunarmerki
vantar er engin vissa fyrir því að var-
an uppfylli þær ströngu kröfur sem
gerðar eru til lífrænnar framleiðslu.
Staðlar og vottun eru trygging fyrir
gegnsæi og trausti á markaði – and-
hverfa sjónhverfinga og blekkinga.
Vottun í stað sjónhverfinga
Eftir Rannveigu
Guðleifsdóttur » Án vottunar er engin
vissa fyrir því að
vara sem sögð er lífræn
uppfylli í raun þær
ströngu kröfur sem
gerðar eru til lífrænnar
framleiðslu.
Rannveig Guðleifsdóttir
Höfundur er lyfjafræðingur
og verkefnastjóri.
Í Silfri Egils 8.
febrúar 2011 átti Egill
Helgason viðtal við
prófessor Stefán Arn-
órsson um ýmislegt
sem lýtur að jarð-
hitaauðlindinni. Í máli
Stefáns komu fram
fullyrðingar og álykt-
anir sem við teljum
villandi. Í þessari
grein bendum við á nokkrar þeirra.
Fyllri röksemdir má sjá í lengri út-
gáfu af greininni á vefjum Mbl og
ÍSOR (http://www.isor.is/efni/
greinar-um-orkumal).
Endurnýjanleiki jarðhita
Í viðtalinu greinir Stefán ekki á
milli hugtakanna „endurnýjanleika“
og „sjálfbærni“. Ef þau hugtök eru
ekki á hreinu verður öll umræða
um jarðhitann torskilin og villandi.
Meginatriðið er að endurnýjanleiki
er eiginleiki auðlindar en sjálf-
bærni lýsir nýtingu hennar. Það er
venja að flokka orkulindir sem end-
urnýjanlegar eða endanlegar. Í við-
talinu fullyrðir Stefán að það liggi
ljóst fyrir að jarðhitaauðlindin sé
endanleg og líkir henni við náma-
vinnslu. Þetta stenst ekki. Jarðhit-
inn er alþjóðlega flokkaður sem
endurnýjanleg orkulind og um það
er samstaða, þó að einstaka menn
hafi á því aðra skoðun. Vissulega er
það svo að við hefðbundna nýtingu
er varmi numinn hraðar úr jörðu
en hann streymir að, en öfugt við
endanlegar orkulindir er varma-
forði jarðskorpunnar svo mikill að
við gætum fullnægt núverandi
orkuþörf mannkynsins í um 10.000
ár með því að nota aðeins 0,1%
hans. Því telja menn almennt að
jarðhitinn sé mun nær því að vera
endurnýjanleg orkulind en end-
anleg.
Stórfelld umhverfisógn stafar af
orkuvinnslu með jarðefnaeldsneyti
og hraðvaxandi orkuþörf mann-
kyns. Til að lágmarka skaðann þarf
að auka nýtingu orkulinda sem
ekki gefa frá sér koldíoxíð, þ.e.
kjarnorku og endurnýjanlegra
orkulinda. Jarðhitinn er sú orku-
lind sem er stærst þeirra ef leiðir
finnast til að beisla hann víðar en
nú er unnt.
Hart er barist um það fé sem í
boði er alþjóðlega til orkurann-
sókna og jarðhitinn hefur farið
frekar halloka í þeirri baráttu. Með
því að vega að viðurkenndri flokk-
un jarðhitans sem endurnýj-
anlegrar orkulindar er unnið gegn
því að fé sé varið til jarðhitarann-
sókna og lagður steinn í götu
þeirra sem vilja draga úr umhverf-
isáhrifum orkuvinnslu.
Getur jarðhitinn klárast?
Í viðtalinu spurði Egill hvort
hætta væri á að gengið væri þann-
ig á jarðhitasvæðin að þau klár-
uðust á fáum áratugum. Þessu
svaraði Stefán játandi og að mögu-
legt væri að þurrausa sum svæði.
Venjulegur hlustandi komst vart
hjá því að álykta að verulegar líkur
væru á að þessar „jarðhitanámur“
kláruðust á skömmum tíma, sem er
fráleitt. Í jarðhitakerfum er bundin
gríðarmikil varmaorka, sem nánast
óhugsandi er að klára. Til að ná
henni upp þarf vatn sem streymir
um kerfin og oftast takmarkar
vatnið hve mikla orku má vinna á
sjálfbæran hátt, ekki orkumagnið.
Við því má t.d. bregðast með nið-
urdælingu.
Stefán nefndi frægt dæmi frá
Geysissvæðinu í BNA. Í lengri út-
gáfu greinarinnar fjöllum við um
dæmi um vatnsskort á íslensku
jarðhitasvæði sem þó verður hægt
að nýta um langa framtíð vegna
þess að óverulega hefur gengið á
varmaforða þess.
Í viðtalinu kemur fram að Stefán
hafi metið endurnýjun jarðhitaforð-
ans á Reykjanesi og að hann sé
einungis um 0,03% af virkjun þess.
Ekki þekkjum við forsendurnar, en
niðurstaðan er ótrúverðug, eins og
við sýnum fram á í lengri útgáfu
greinarinnar. Fróðlegt væri að
Stefán birti forsendurnar svo aðrir
gætu metið reikninga hans.
Stefán fer frjálslega með stað-
reyndir þegar hann segir að nýting
lághitans hafi nánast alltaf gengið
vel, en að hlutir hafi farið úr bönd-
um þegar stórir aðilar hófu nýtingu
háhitans og með tilkomu raf-
orkulaganna frá 2003. Virkjanir á
Nesjavöllum og í Svartsengi eru
þvert á móti dæmi um vel heppn-
aðar virkjanir byggðar af stórum
aðilum. Þá má benda á að nýting
lághita hefur gengið mjög vel hjá
einu stærsta orkufyrirtækinu,
Orkuveitu Reykjavíkur. Því miður
er það ekki rétt að nýting lághitans
hafi alltaf gengið vel, þótt að end-
ingu hafi víðast hvar náðst góður
árangur. Ef menn telja að eitthvað
hafi farið úrskeiðis við virkjun há-
hitans, umfram það sem búast má
við, þarf að leita djúpstæðari skýr-
inga. Við teljum að þeirra sé frem-
ur að leita í almennu viðhorfi Ís-
lendinga til rannsókna. Okkur
skortir þolinmæði til að vanda verk
okkar, viljum bara láta slag standa
og vona að allt reddist. Þetta end-
urspeglast m.a. í þjóðfélagsumræðu
um orkumál, sem oft er byggð á
vanþekkingu og sleggjudómum, en
lítið gefið fyrir niðurstöður rann-
sókna.
Gætni í uppbyggingu
Nú skyldi enginn skilja okkur
þannig að við værum á öndverðum
meiði um allt sem fram kom í við-
talinu við Stefán. Við erum fyrst og
fremst að gagnrýna hæpnar full-
yrðingar og þá villandi mynd sem
þær leiða af sér. Í þá áratugi sem
við höfum sinnt jarðhitarann-
sóknum hefur gætni í uppbyggingu
alltaf verið þunginn í okkar ráðgjöf.
Eftir því hefur stundum verið farið
og stundum ekki. Við ráðleggjum
t.d. eindregið að jarðgufuvirkjanir
séu byggðar upp í hóflega stórum
áföngum. Þá er það sannfæring
okkar að nýting jarðhita til orku-
framleiðslu sé einn fárra, raun-
hæfra kosta sem völ er á til að
sporna við þeirri umhverfisvá sem
heimurinn stendur frammi fyrir.
Meira: mbl.is/greinar
Villandi um-
fjöllun um jarð-
hitaauðlindina
Eftir Ólaf G.
Flóvenz og Guðna
Axelsson
Ólafur G. Flóvenz
»Með því að vega að
viðurkenndri flokk-
un jarðhitans sem end-
urnýjanlegrar orkulind-
ar er grafið undan þeim
sem vilja minnka um-
hverfisáhrif orku-
vinnslu.
Höfundar eru jarðhitasérfræðingar
hjá ÍSOR og hafa verið gesta-
prófessorar við Háskóla Íslands.
Guðni Axelsson