Morgunblaðið - 22.02.2011, Síða 19
UMRÆÐAN 19
Bréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2011
Umhverfismál er
málaflokkur sem okk-
ur öllum kemur við.
Mikið hefur verið rætt
um díoxin-mengunina
bæði frá sorp-
brennslustöðinni Funa
og frá öðrum sorp-
brennslustöðvum und-
anfarið og vonandi er
sú umræða ekki búin.
Hér hefur nefnilega
enn eitt umhverfisslysið átt sér
stað, og það með vitund mjög
margra aðila, aðallega sveit-
arstjórnarmanna og heilbrigð-
isfulltrúum sveitarfélaga. Það hlýt-
ur að vera mjög alvarlegt mál
þegar fólk vísvitandi er að menga
fyrir samferðafólki sínu. Öllu alvar-
legra er að það skuli aldrei vera
tekið á þessum málum af neinni
festu.
Íslendingar eru mjög aftarlega á
merinni þegar kemur að endur-
vinnslu og sjálfbærni og hvatinn er
svo lítill til að „vera umhverf-
isvænn“. Þegar ég kaupi mér eitt-
hvað sem ég þarfnast á ég þann
hlut. Ef ég hef ekki lengur þörf
fyrir hlutinn þá vil ég selja hann
aftur til endurvinnslu. Hver á að
kaupa hann af mér? Umhverf-
isverndarsjóður Íslands. Hlutverk
hans er að sjá til þess að allt sem
er notað til daglegrar notkunar fari
í endurvinnslu og þannig verður
stuðlað að bættri sjálfbærni.
Hvernig á að fjármagna þennan
sjóð. Til að byrja með ætti hann að
fá 1-2% af virðisaukanum sem er á
nánast öllum hlutum. Þessi sjóður
styður svo við sveitarfélögin sem
öll vilja núna verða sjálfbær sam-
félög. Þessi ráðstöfun á 1-2% af
virðisaukanum gæti skapað fjölda
manns atvinnu við að flokka sorp,
útbúa moltugerð, fegra landið sitt,
bæta ímynd landsins, auka gæði
jarðarinnar o.s.frv. Í stað þess að
borga til sveitarfélagsins fyrir það
að losna við það sem ég ekki lengur
þarf á að halda, ætti ég að fá borg-
að fyrir það að vilja vera sjálfbær
og „umhverfisvænn“ samborgari.
Ég tek þannig þátt í því að bæta
ímynd landsins, ég rækta skyldu
mína gagnvart jörðinni („think glo-
bally – act locally“) og ég gef kom-
andi kynslóðum betra
umhverfi.
Núna er kjörið
tækifæri til að end-
urnýta allt og innleiða
sjálfbærni á öllu land-
inu, komandi kynslóðir
munu meta það sem
bestu gjöfina sína frá
okkur. Nýlega var
frétt um það að
strendur landsins
væru að sögn „til-
tölulega hreinar“ og
ekki væri þörf að að-
hafast neitt sérstaklega vegna
mengunar af völdum ruslsins sem á
strendurnar rekur. Enn og aftur
vitlaust tekið á málum.
Greinarhöfundur hefur barist
fyrir hreinsunarverkefnum, m.a. að
hreinsa strendur landsins og hefur
hreinsað hundruð tonna af rusli á
Reykjanesinu einu sér og nóg eftir.
Svo segir einhver spekingur að
þetta sé ekkert vandamál. Ef ég
tæki mig nú til og sneri svona at-
hugasemdum við. Skrifaði t.d.
greinar í erlend tímarit, fengi
blaðamenn og umhverfisvernd-
arsinna til landsins og sýndi þeim
hvernig við Íslendingar hugsuðum í
raun og veru um landið okkar. Ég
gæti sýnt þeim hvar Funi væri og
að það væri búið að senda mengað
kjöt til útlanda frá nærliggjandi
sveitabæ. Ég gæti sýnt þeim hvar
skólabörn á Klaustri leika sér inn-
an um eiturskýin frá sorpbrennslu
bæjarins, ég gæti sýnt þeim mynd-
ir af rafgeymum á hafsbotni, fleiri
hundruð í öllum höfnum landsins,
ég gæti sýnt þeim hvernig almenn-
ingur hendir rusli út um bílrúður á
rúntinum, hvernig landinn fer
krókaleiðir fram hjá mót-
tökustöðum sorps og hendir rusli á
almannafæri, sýnt þeim skýrslur
um saurgerlamengun í Faxaflóan-
um og víðar (hreint haf – hagur Ís-
lands) og svona get ég talið upp
endalaus umhverfisslys út um allt
land, svo ekki sé minnst á fráveit-
umálin okkar. Ef það væri hins
vegar hvatning til að vera „um-
hverfisvænn“ væri staðan allt öðru-
vísi. Allir tækju þátt í því að vera
boðberar nýrrar ímyndar okkar í
umhverfismálum. Verkefnið Hreint
land – Fagurt land yrði endurræst,
allir sem vildu fara út í náttúruna
að þrífa rusl fengju úthlutuð svæði,
allir sem vildu leggja það á sig að
vera „umhverfisvænir“ gætu tekið
þátt og þannig gætum við snúið
ómynd Íslands í umhverfismálum
við í bættari ímynd landsins í um-
hverfismálum á skömmum tíma.
Auðvitað yrði þetta svo auglýst
sem hreinasta land í heimi og allt
það bla bla bla. Þangað til höfum
við ekki efni á því að opna kjaftinn
á okkur og monta okkur af því að
við séum með hreinasta loftið, haf-
ið, vatnið, landið, náttúru o.s.fr.
Þegar öllu er á botninn hvolft er-
um við með buxurnar á hælunum á
svo mörgum sviðum í umhverf-
ismálum að það yrði algjör skandall
og við yrðum að athlægi út um all-
an heim ef hingað kæmu aðilar sem
vildu sýna umheiminum hvernig við
blekkjum allt og alla í okkar um-
hverfismálum. Það myndi enginn
kaupa okkar kjötafurðir af því að
þær væru mengaðar, fiskurinn okk-
ar synti innan um eintóma raf-
geyma, skólabörnin okkar lékju sér
innan um svifryksmengun frá
nagladekkjum, dioxini o.s.frv.
Snúum blaðinu við. Háttvirtur
umhverfisráðherra, virkjaðu þá
sem geta, vilja og þora í þetta
verkefni, vertu hugrökk og snúðu
þér að því sem við ættum að hafa
gert fyrir áratugum en umhverf-
ismálin voru og eru svo léttvægur
málaflokkur að það tekur því ekki
að vera að rífa sig neitt. Ef við vilj-
um láta sem þetta sé eitthvað létt-
vægt þá skulum við bara byrja á
morgun að auglýsa ástandið eins og
það er. Ekki vildi ég vera sá sem
fyrstur embættismanna tók við
skýrslunni um mengunina frá
Funa. Kæra þjóð, tökum okkur tak
og snúum menguninni við til að
bjarga okkur.
Vitlaust gefið
í umhverfismálum
Eftir Tómas J.
Knútsson »Núna er kjörið tæki-
færi til að endurnýta
allt og innleiða sjálf-
bærni á öllu landinu,
komandi kynslóðir
munu meta það sem
bestu gjöfina sína frá
okkur.
Tómas J. Knútsson
Höfundur er kafari og
er formaður Bláa hersins.
Þegar Sir Edmund
Allenby hershöfðingi,
stjórnandi bresku her-
sveitanna, náði yfirráð-
um í Palestínu 1917-18
bjuggu þar aðeins
nokkur þúsund mús-
limskir arabar. Flestir
arabarnir þar voru
kristnir og flestir músl-
imarnir þar voru ann-
aðhvort komnir frá
Tyrklandi Ottómana-
veldisins eða voru afkomendur gyð-
inga og kristinna manna, sem mús-
limskir sigurvegarar höfðu með valdi
snúið til Íslam. Þessir múslimsku
íbúar voru ekki af arabískum upp-
runa. Flestar tilvísanir og heimildir
um araba í Palestínu fyrir árið 1917
eiga við kristna araba en ekki músl-
ima.
Fjöldi ferðalanga og stjórnarer-
indreka til Landsins helga hefur í
meira en þúsund ár skráð athuganir
sínar á landinu og íbúum þess. Árið
985 segir ritarinn Muqadassi: „Það
eru engir tilbiðjendur í moskunni…
gyðingar eru meirihluti íbúa Jerúsal-
em“(4)
Á árunum 1695-1696 ritaði hol-
lenski kortagerð-
armaðurinn Adriaan
Reland skýrslur um
heimsóknir til Lands-
ins helga. Hann var al-
talandi (lesandi) á
hebresku og arabísku.
Hann ritar: „Nöfn
byggðanna voru að-
allega hebresk, grísk
og rómversk. Engin
byggð bar múslimsk-
arabískt heiti með
sögulegar rætur á
staðnum. Mestallt
landið var autt og yf-
irgefið og fáir íbúar, sem aðallega
bjuggu í Jerúsalem, Acco, Tzfat,
Jaffa, Tiberius og Gaza. Flestir íbú-
arnir voru gyðingar og hinir kristnir.
Arabarnir voru að langstærstum
hluta kristnir og örlítill minni-
hlutahópur múslima. Í Jerúsalem
bjuggu u.þ.b 5000 manns, mest gyð-
ingar og nokkrir kristnir. Í Nazareth
bjuggu u.þ.b 700 manns – allir
kristnir. Á Gaza voru u.þ.b 550
manns – helmingur þeirra gyðingar
og helmingurinn kristnir. Eina und-
antekningin var Nablus með 120
múslima úr Natsja- fjölskyldunni og
70 shomroníta.“(6)
Breski konsúllinn í Palestínu,
James Finn, gaf eftirfarandi skýrslu
1857: „Landið er að miklum hluta
mannlaust og því er brýnasta þörf
þess að fjölga íbúum.“(9)
Allir gestir Landsins helga bæði
seint og snemma staðfesta fræga
lýsingu Mark Twain frá 1867 um
eymd og íbúaskort landsins.
Þjóðflutningar araba
Er Bretar tóku Landið helga af
Ottómönum lauk þar íslamskri
stjórn. Í kjölfar þeirrar yfirtöku hófu
múslima-arabar mikla fólksflutninga
inn í landið, í og með til að uppfylla
þær trúarlegu skyldur sínar að ná
aftur „íslömsku“ landi. Ýmsir vöktu
athygli á þessum miklu fólksflutn-
ingum þeirra eftir 1918 og landstjóri
sýrlenska héraðsins Houran, Tewfik
Bey El Hurani viðurkenndi 1934 að á
einu stuttu tímabili hefðu meira en
30.000 Sýrlendingar frá Houran flutt
til Palestínu.
Meðan landinu var stýrt af Ottó-
mönnum voru, þrátt fyrir stórar inn-
flytjendabylgjur zíonista-gyðinga,
bókstaflega engin átök milli þeirra
og hinna fáu innfæddu araba. Gyð-
ingar og innfæddir (kristnir) arabar
bjuggu friðsamlega saman fram-
undir 1918. Það voru hinir landnæð-
islausu múslimsku arabar sem fluttu
til landsins eftir 1918 sem hófu átök-
in en ekki zíonista-gyðingahreyf-
ingin á árunum 1881-1914, enda var
það 35 ára friðsælt tímabil. Hebron-
fjöldamorðin árið 1929 á gyðingum
staðarins voru framin af útlendum
aröbum en ekki af innfæddum arab-
ískum fjölskyldum, sem bjuggu þar
og reyndu jafnvel að verja gyð-
ingana.
Áróðursmeistarar múslima-araba
fullyrða að þjóðflutningar þeirra eft-
ir 1918 séu hrein goðsögn. En þeir
geta illa útskýrt fjölskyldunöfn eins
og: Masri (frá Egyptalandi),Iraqi
(frá Írak),Tarabulsi (frá Tarabulus-
Tripoli), Hourani (frá Houran í Sýr-
landi), Hussaini (frá Jórdaníu) og
Saudi (frá Saudi-Arabíu). Hvers-
vegna er líka svo erfitt fyrir mús-
limska palestínuaraba að benda á afa
eða ömmur sem fædd eru í landinu?
Í áróðri sínum krefjast Palest-
ínuarabar þess stöðugt að Ísrael og
umheimurinn viðurkenni „fyr-
ir-1948“ réttindi þeirra. Það eru
u.þ.b. 60 ár aftur í tímann. Þótt und-
arlegt sé eru þeir aldrei fáanlegir til
að bæta 60 árum í viðbót við „sögu-
legt“ tilkall sitt til landsins. Þeir vita
vel að það myndi senda flesta þeirra
beina leið aftur á þá staði, sem þeir
komu frá: Jórdaníu, Sýrland,
Egyptaland, Líbanon, Kúvæt, Saudi-
Arabíu og Íraks. Í einni samn-
ingalotunni fyrir mörgum árum
stakk ísraelskur samningamaður
uppá því að þeir færðu þessa „sögu-
legu kröfu um sérstök réttindi sín frá
því fyrir 1948“ aftur til ársins 1917.
Þá kárnaði gamanið og „Palest-
ínumennirnir“ þverneituðu! Við vit-
um hvers vegna!
Hið raunverulega vandamál pal-
estínsku flóttamannanna í dag er
ekki skortur á heimalandi, enda eiga
þeir þau fjölmörg! Söguleg rót
vandamála þeirra og heiftar er að af
pólitískum, en ekki síður trúarlegum
ástæðum hafa löndin sem þeir komu
frá ekki samþykkt að taka við flótta-
mönnum úr sínu eigin árásarstríði
gegn Ísrael.
Alþjóðasamfélagið hefur látið sér
sæma að firra hinar árásargjörnu
múslimaþjóðir sem telja hundruð
milljóna íbúa, allri ábyrgð á afleið-
ingum gjörða sinna og leggja hana
heldur með ofurþunga á herðar sex
milljóna gyðinga í Ísrael. Stórmann-
legt eða hitt þó heldur! En alþjóða-
risar hafa víst stundum pínu-litla sál!
Ísrael - Land gyðinga eða araba?
Eftir Hreiðar Þór
Sæmundsson »Hið raunverulega
vandamál palest-
ínsku flóttamannanna í
dag er ekki skortur á
heimalandi, enda eiga
þeir þau fjölmörg.
Hreiðar Þór
Sæmundsson
Höfundur er kaupmaður.
Í grein sem Sigurður Líndal skrif-
ar í Fréttablaðið þann 31. jan.
leggst hann á sveif með þeim, sem
halda því fram
að orðið þjóð-
areign sé merk-
ingarlaust í lög-
fræðilegum
skilningi.
Hann segir:
„Nú eru lendur
og lóðir margar í
einkaeign, einnig
eru víðlend svæði
eign ríkis og
sveitarfélaga.
Auðlindir sem þar er að finna eru
eign eigandans, hvort heldur einka-
aðila, ríkisins eða sveitarfélagsins.“
Nú vita allir að einkaeign er bund-
in við eina persónu, sameign (t.d.
eignarhlutur í hlutafélagi) við
margar persónur. Hvað er þá eign
sem ríkið eða sveitarfélag hefur
umráð og umsjón með? T.d. vegir,
skólar, mennta- og menning-
arstofnanir o.fl. o.fl., sem hafa verið
byggð fyrir skattpeninga þjóð-
arinnar? Á enginn þessi verðmæti
og eignir? Guð? Eða einhver óskil-
greindur aðili sem enginn veit hver
er? Slík fullyrðing er bull. Það
hlýtur að vera eign sérhvers ein-
staklings, þ.e. persónu sem hefur
verið, er og verður skattgreiðandi
til ríkisins í því hlutfalli sem fram-
lag þess einstaklings hefur verið til
þessara eigna.
Á Íslandi hafa allir Íslendingar
lagt fram fé til fyrrnefndra eigna
og allir Íslendingar eru íslenska
þjóðin, því hljóta fyrrnefndar eignir
að vera þjóðareign. Meðferð og
umsjá þessara eigna er á hendi Al-
þingis og ríkisstjórna á hverjum
tíma, sem kosnar eru af þjóðinni í
lýðræðislegum kostningum til
ákveðins tíma.
Eignir ríkis og sveitarfélaga, t.d.
þjóðlendur þar sem vatnsorka er
nýtt, t.d. Landsvirkjun og Orku-
veita Reykjavíkur, eru við-
urkenndar sem þjóðareign.
Einnig segir í greininni: „Með
veiðireynslu öfluðu menn sér upp-
haflega veiðiréttinda með námi eða
töku á eigendalausum verðmætum
– fiski – sem síðar voru nánar af-
mörkuð með lögum þegar nauðsyn-
legt reyndist að takmarka sókn í
nytjastofnana.“
Hvernig ber að skilja þetta? Ég
er með veiðireynslu eftir 17 ár á
sjó og nám úr Stýrimannaskóla Ís-
lands 1951, hef ég þá ekki veiði-
réttindi eins og þúsundir annarra
Íslendinga sem um aldir hafa
stundað fiskiveiðar? Nei, með lög-
um frá 1984 var þessu breytt og
þúsundir Íslendinga voru sviptir
þeim rétti að veiða eigendalausan
fisk, en ákveðnir aðilar, útgerð-
armenn á þeim tíma, sem sumir
hverjir höfðu enga veiðireynslu eða
nám, fengu afhent þetta „eigenda-
lausa verðmæti“ – fisk – til einka-
afnota.
Og áfram heldur prófessorinn:
„Þessi réttindi njóta verndar eign-
arréttarákvæðis stjórnarskrárinnar
a.m.k., sem atvinnuréttindi, jafn-
vel bein eignarréttindi.“
Þessi túlkun gengur gegn jafn-
réttisákvæðum stjórnarskrár lands-
ins og hefur verið véfengd af
mannréttindadómstól Evrópusam-
bandsins.
Ennfremur, ef atvinna við að
veiða fisk, sem ótölulegur fjöldi Ís-
lendinga hefur gert um aldir getur
skapað „atvinnuréttindi, jafnvel
bein eignarréttindi“ á eig-
endalausum fiski, þá hljóta allir Ís-
landingar að eiga þennan rétt, því
eignarréttur erfist.
Ég held svei mér þá að prófess-
orinn sé að verða elliær. Hártog-
unarþvæla lögfræðinga er öfgar og
komin út fyrir þolanleg mörk. Ég
ætla að leyfa mér að segja prófess-
ornum hvað þjóðareign þýðir hjá
alþýðufólki.
Þjóðareign er: Að hver íslenskur
ríkisborgari er eigandi, á ævi sinni
frá fæðingu til dánardægurs, að
einum hlut af heildarfjölda þjóð-
arinnar á hverjum tíma, í hverri
þeirri náttúruauðlind í lofti, láði
sem legi, sem íslensk lögsaga nær
yfir.
HAFSTEINN
SIGURBJÖRNSSON,
eldri borgari.
Þjóðareign
Frá Hafsteini Sigurbjörnssyni
Hafsteinn
Sigurbjörnsson
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn