Morgunblaðið - 22.02.2011, Síða 20

Morgunblaðið - 22.02.2011, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2011 ✝ Guðrún Sím-onardóttir fæddist á Stokks- eyri 10. sept- ember 1914. Hún lést á Landspít- alanum Fossvogi 12. febrúar 2011. Foreldrar hennar voru Kristgerður Eyrún Gísladóttir húsmóðir og Sím- on Jónsson verka- maður. Guðrún var næstelst fjögurra systkina en þau voru Ólafur Jón Símonarson, lög- regluþjónn í Rvk., Ólöf Ingi- björg Símonardóttir, lengst af framkv.stj. í Danmörku, og Gísli Símonarson lögfræð- ingur, en Gísli lifir nú systkini sín. Guðrún giftist Unndóri Jónssyni frá Hallgilsstöðum í Eyjafirði árið 1940. Unndór var sonur Jóns Stefánssonar Melstað, bónda á Hallgils- stöðum, og Albínu Péturs- dóttur húsmóður. Unndór var elstur sex systkina en hin voru Pétur, Valdimar, Ragna, Stef- lærði kjólasaum og vann við það um tíma bæði á Íslandi og í Danmörku. Árið 1941 fékk hún útgefið meistarabréf í iðn sinni. Upp úr 1960 og fram til 1990 vann Guðrún hálfan dag- inn við afgreiðslustörf í mat- vöruversluninni Bragabúð og síðar Garðarsbúð við Grenimel en áður hafði hún unnið til margra ára í vefnaðarvöru- verslunum, m.a. í Snót og Vík á Laugavegi og síðar Þor- steinsbúð á Snorrabraut, en á þessum stöðum nýttust hæfi- leikar hennar og þekking á efnum og saumaskap mjög vel. Unndór féll frá árið 1973 og eftir það sá Guðrún ein um heimilið, fyrst með sonum sín- um tveimur þar sem systurnar voru uppkomnar og fluttar að heiman en lengst af ein. Guð- rún var vel ern, fylgdist vel með þjóðmálum og fór allra sinna ferða allt fram til síðasta dags. Guðrún verður jarðsungin frá Neskirkju í dag, 22. febr- úar 2011, og hefst athöfnin kl. 13. án, Dýrleif og Egg- ert en Eggert er eini eftirlifandi systkinanna. Guð- rún og Unndór eignuðust fimm börn; þrjár stúlkur og tvo drengi. Elst er Gerður þátta- gerðarmaður, gift Vilhjálmi Ein- arssyni, fyrrv. rekt- or á Egilsstöðum og ólympíumethafa í þrístökki; Albína leikskólastjóri, gift Sig- urði M. Ágústssyni, yfirlög- regluþjóni í Grindavík; Þórdís skrifstofustjóri, gift Jóni Snævari Guðnasyni, fyrrv. framkvæmdastjóra; Jón Egill, viðskipta- og stjórnsýslufræð- ingur, kvæntur Ólöfu Elfu Sig- valdadóttur, BA í ensku og húsmóður; og Símon Reynir, tæknifræðingur og deild- arstjóri, kvæntur Láru Hall- grímsdóttur, MA í ensku og verkefnisstjóra. Eftir gagnfræðapróf frá Flensborg í Hafnarfirði fór Guðrún til Danmerkur og Þegar ég nú minnist móður minnar kemur strax upp í hug- ann hvað það var alltaf notalegt að heimsækja hana. Bæði höfð- um við gaman af ljóðum og ætt- fræði og það var þar fyrir utan alltaf hægt að tala um alla skap- aða hluti við mömmu. Hún var mikill viskubrunnur og mundi vel ljóð og ljóðabálka sem hún hafði lært í æsku og á unglingsárum. Mamma og pabbi deildu þessu áhugamáli með áhuga á ljóðum og ljóðagerð en eftir að pabba naut ekki lengur við einbeitti hún sér að ljóðagerð og ræðu- mennsku og tók yfir hlutverk pabba á því sviði. Ævinlega stóð mamma upp, hvort sem var á vettvangi ætt- arinnar eða hjá öldruðum, og flutti áheyrilegt mál, vísur eftir Hallgrím Pétursson sem var í miklu uppáhaldi hjá henni eða vísur eftir sig sjálfa. Ég verð að játa það að maður var oft stoltur af mömmu sinni þegar hún hafði lokið glæsilegu innleggi sínu og áheyrendur fögnuðu ákaft frammistöðu hennar. Á Hagamelshátíðinni svoköll- uðu, þegar íbúar á Hagamel héldu upp á 60 ára afmæli göt- unnar árið 2006, flutti mamma svokallaða Hagamelsþulu sem hún hafði samið í tilefni afmæl- isins. Þetta frumkvæði mömmu gerði mikla lukku og Vesturgarð- ur, sem er þjónustumiðstöð Vest- urbæjar, tók þetta efni upp og gaf út á USB-lykli á þriggja ára afmæli þjónustumiðstöðvarinnar. Segja má að þarna hafði mamma ærlega slegið í gegn og komin á 93. aldursárið. Andlát mömmu bar brátt að. Reyndar hafði hún ýjað að því síðustu ár að hún gæti farið hve- nær sem er, en mér fannst það alltaf eitthvað svo fjarlægt þar sem hún fór allra sinna ferða og var svo skýr í hugsun og mikill félagi manns og þá ýtir maður slíkum óþægilegum hugsunum frá sér. Svo skyndilega dregur ský fyrir sólu og andlátið ber brátt að og byrjar með blóðtappa við heila sem leiddi hana að lok- um til dauða á innan við viku og við börnin hennar verðum fyrir hálfgerðu sjokki sem við höfum ekki enn unnið úr og jafnað okk- ur á. Þegar maður lítur yfir ævi- skeið mömmu og veltir fyrir sér hver þessi kona var, þá finnst mér að líf hennar hafi haft merk- ingarbæran tilgang fyrir okkur hin sem þurfum að sjá á eftir henni. Það eru nokkur atriði sem standa upp úr að mínu mati. Hún var skarplega vel gefin og stál- minnug, lifði hófstilltu og reglu- sömu lífi, var yfirveguð og geisl- aði af miklum hlýhug, manngæsku og bróðurkærleika. Hún leysti sín lífsverkefni fram- úrskarandi vel og eftir að hún varð ein og tókst á við lífið dugði hún afskaplega vel þegar á henni mæddi. Hún fékkst allt sitt líf við hugsmíð af ýmsu tagi, m.a. við krossgátur, ljóðagerð, skapandi samræður, lestur eða skriftir, og þroskaðist og jók færni sína allt fram á tíræðisaldur. Ég bið Guð almáttugan að blessa minningu elsku hjartans móður minnar og ljæ mömmu orð tengdaföður míns: Leyf mér að gista í garði þínum því ég næ ekki háttum hjá sum- arnóttinni þegar þú vaknar verð ég á braut en skil eftir lága rödd í trjánum (Sigvaldi Hjálmarsson) Þinn sonur, Jón Egill Unndórsson. Það fækkar óðum í þeirri kyn- slóð sem móðir mín, Guðrún Sím- onardóttir, tilheyrði – kynslóð- inni sem ólst upp í fyrri heimsstyrjöldinni, upplifði milli- stríðsárin og seinni heimsstyrj- öldina og tók þátt í uppbygging- unni á Íslandi eftir stríðið. Þetta er sú kynslóð sem við hin sem á eftir komum eigum mikið að þakka. Margt á uppvaxtarárum Guð- rúnar kemur spánskt fyrir sjónir í dag. Hún var t.d. send að heim- an átta ára gömul í vist til Vest- mannaeyja til að passa börn – hverjum myndi detta slíkt í hug í dag? Henni auðnaðist að njóta skólagöngu í Flensborgarskóla á unglingsárum með aðstoð vinnu- veitenda sinna, góðra hjóna í Hafnarfirði, en hún gætti barna þeirra og aðstoðaði við heimilis- störfin í skiptum fyrir fæði og húsnæði. Tækifærin voru fá fyrir unga og fátæka stúlku á þessum tíma og því hélt Guðrún til Dan- merkur á millistríðsárunum til að læra saumaiðn og vinna fyrir sér. En þegar ókyrrast tók í Evrópu undir lok fjórða áratugarins valdi hún að hverfa aftur heim. En það var lítið um atvinnu á Íslandi fyr- ir 25 ára gamlar konur árið 1939. Hún fann þó starf í verslun og stundaði síðan verslunarstörf með hléum um áratuga skeið. En lífskjörin á Íslandi fóru batnandi eftir seinni heimsstyrjöldina, hún eignaðist góðan mann og fimm börn og ef ég man rétt eru af- komendur hennar orðnir 64 tals- ins. Fjölskyldan var henni allt og þar var hún alltaf miðpunktur- inn. Mamma mín var holdgerving- ur alls hins besta úr gamla tím- anum – auðmjúk, nægjusöm og sparsöm. Hún mætti hverju við- fangsefni með æðruleysi. Hún var glaðlynd og sérlega fjölhæf í mannlegum samskiptum. Hún gat verið róandi, hvetjandi, fræð- andi, og hún var góður hlustandi. Aldrei man ég eftir að hún hafi rifist við nokkurn mann. Hún þurfti þess ekki, því að lokum náði hún oftast sínu fram. Guðrún lýsti æviskeiði sínu á eftirfarandi hátt: Ég er fædd þar sem strákarnir stokkuðu upp lóðir og stelpurnar hjálpuðu heilmikið til. Mæðurnar muldu móinn í hlóðir svo maturinn kæmi um hádegisbil, fiskur, rófur og kartöflur nýtt. Körlum og konum í ullarbol hlýtt. Ég hef bundið bagga í sveit, búið fisk undir malarreit. Unnið við sauma hjá Dönum, og afgreitt í búðum – á þönum. Ég lifað hef, hátt í eina öld, annast bú og barnafjöld. Blásið í lúðra til hlýðni, og borið á sárin með blíðni. En nú hefur veröldin vent sér á ný, og við höfum sum ekki brugðist við því, að aðlagast öllu því nýja og hvert áttum við svosem að flýja? – tölvu-öldina nýja. Það vex þó alltaf vorgróður nýr, vöggu-, kerru- og bifreiðagnýr og urmull af meyjum og herrum, við augu saknaðar þerrum. En þótt við nú höfum þerrað tár og þykjumst oft vera býsna klár í eigin ágætis skorðum, þá vaknar þó stundum vonin um það, að verði eitthvað, sem áður var, eitthvað sem forðum. Það er gæfa mín og forréttindi að vera sonur Guðrúnar Símonar- dóttur og að hafa alist upp hjá henni, sem í minningunni er ekki bara móðir mín heldur einn af mínum bestu vinum. Blessuð sé minning hennar. Símon R. Unndórsson. „Það á að ganga rösklega í hálftíma á dag“ sagði amma síð- asta daginn okkar saman á Hagamelnum. Hún tók fram göngugrindina og arkaði eftir ganginum og inn í stofuna á eld- hraða. „Þeir voru að segja þetta í fréttunum.“ Amma missti ekki af fréttunum, horfði á fréttirnar á Stöð 2 og RÚV og hlustaði á fréttir í útvarpi og svo las hún blöðin. „Ef við gerum það, þá fáum við ekki … já, þá fáum við ekki einhvern sjúkdóm sem ég man ekki hver er.“ Þessi minning er svo ljóslifandi í huga mér núna þar sem amma þaut um íbúðina með göngugrindina og fór svo að hanga í dyrakarminum til að teygja á. Amma var 96 ára gömul og bjó ein heima. Hún var með slitgigt svo hana verkjaði í allan skrokk- inn, sem var orðinn ansi lúinn, en hugurinn var skarpur. Það var yndislegt að sitja með henni við eldhúsborðið og drekka kaffi og borða beyglur eða rúgbrauð með mysingi og tala um þjóðlífið, gömlu dagana eða bara það sem okkur datt í hug. Hún hafði líka skemmtilegan húmor og þótt hún byggi ein og það gerðist ekki mikið yfir daginn hjá henni gat hún alltaf sagt mér frá skemmti- legum atvikum sem fékk okkur til að skellihlæja saman. T.d. þegar heimilishjálpin keypti 50 g af kjötfarsi í stað 500 þar sem hún gleymdi að skrifa eitt núll á innkaupalistann. Og þegar hún bað manninn sem kom með mat- inn að sækja kaffikvörnina gömlu upp í efstu hillu af því hana lang- aði svo í kaffi en átti bara baunir. Hún sagði svo skemmtilega frá að jafnan veltumst við um af hlátri. Mér finnst ég ekki bara hafa verið að missa ömmu mína og fyrirmynd heldur finnst mér ég líka hafa verið að missa góða vin- konu því það var svo gott að tala við ömmu um alla hluti og hún gaf af sér svo mikla hlýju. Það er einmanalegt á Hagamelnum í dag en ég finn sterkt fyrir nær- veru hennar. Ég hef jafnvel hugsað nokkrum sinnum „best að kíkja niður á ömmu“ en um leið rennur upp fyrir mér að amma er farin. Ég sakna hennar mikið en ég gleðst yfir að hafa getað haft hana svona lengi og ég gleðst yfir að hafa átt svona margar stundir með henni þetta síðasta eina og hálfa ár sem hún lifði. Ég gleðst líka yfir að hún náði að kveðja flesta og að hún fékk að fara umkringd fólki sem elskaði hana af öllu hjarta. Hvíl í friði elsku amma mín. Sara Bjarney Jónsdóttir. Amma á Hagamel hefur kvatt Vesturbæinn. Hún er eflaust komin á vit nýrra ævintýra. Ást- vinir og vandamenn þurfa samt ekki að örvænta, því eins og hennar var von og vísa mun hún eflaust fylgjast með okkur öllum og halda utan um okkur öll. Hún var 96 ára gömul þegar hún kvaddi okkur en samt fannst mér eins og hún væri miklu yngri. Það var alltaf svo fróðlegt að koma til hennar í kaffi, því ekki bara sagði hún manni góðar sög- ur úr fortíðinni, heldur var hún með allt á hreinu sem var að ger- ast í samfélaginu í dag. Ég dáðist alltaf að því hversu vel hún var að sér í málefnum líðandi stund- ar. Amma mín með æðahnútinn á vörinni, eins og ég kallaði hana fimm ára gamall, var ekki konan sem tróð sínum skoðunum upp á aðra. En sat heldur ekki á þeim þegar hún var spurð. Ömmu fannst alltaf jafngaman að rifja það upp þegar ég kallaði hana fyrst „amma mín með æðahnút- inn á vörinni“. Ég var að tala við hana í síma, staddur á Egilsstöð- um og var þá ekki viss við hvora ömmuna ég var að tala. Ekki veit ég enn þann dag í dag af hverju ég vissi hvað æðahnútur var á þessum aldri og það var ef til vill það sem henni þótti svo skemmtilegt við þessa skilgrein- ingu mína. Þessi setning var stef- ið okkar þegar við hittumst. Ávallt heilsaði ég henni með fjöl- skyldufaðmlaginu og fimm koss- um undir setningunni: elsku besta amma mín með æðahnút- inn á vörinni. Meira að segja dag- inn fyrir andlátið fannst mér ég fá viðbrögð frá henni við kveðju minni. Ég veit að hún heyrði í mér og ég er viss um að henni fannst það jafnskemmtilegt og áður. Fyrir mér var amma mín holdgervingur trygglyndis, heið- arleika og dugnaðar. Hún var sameiningartákn fjölskyldunnar og Hagamelur 25 var höfuðstöðv- ar okkar. Þangað komu allir, þar tengdust allir og þar fengu allir fréttir af fjölskyldunni. Ég á eftir að sakna þess að geta fengið fréttir og fært fréttir á Hagamelinn. Ég á eftir að sakna þess að heyra þig flytja vísur og um leið skýra út hvað þær þýða. Ég á eftir að sakna þess að koma til þín án mikils fyrirvara og færa þér bakkelsi og fá smájarðtengingu við það sem skiptir máli í þessu lífi. Hjá þér fannst mér ég alltaf upplifa hvað það er sem skiptir máli. Fjarri veraldlegum gæðum, hamagangi og framapoti. Þegar þessi orð eru skrifuð er ég eflaust ekki búinn að átta mig á því hversu margs ég á eftir að sakna í þínu fari. En þegar ég hugsa til þín, amma mín, koma eingöngu góðar stundir upp í hugann, enda ekki úr neinu öðru að velja. Ég held að ég geti leyft mér að fullyrða að allir þeir sem til þín þekkja geti ekki annað en rifjað upp góðar, hlýjar og nota- legar stundir með þér. Það er hamingjan amma! Alveg eins og þú leynt og ljóst reyndir að miðla til mín í okkar samtölum. Komdu fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig. Elsku amma mín með æða- hnútinn á vörinni, hvíldu í friði. Sigmar Vilhjálmsson. Elsku amma. Það er svo margt að segja um þig og þína löngu ævi en nú þegar ég skrifa þessi orð hellast yfir mig svo margar sögur og minningar að ég veit hreinlega ekki hvar ég á að byrja. Amma Hagamel er far- in. Amma Hagamel sem var kletturinn í lífi svo margra og sú sem tengdi fjölskylduna stóru saman og allir leituðu til. Þú varst og ert stórkostleg kona. Ég held að á þessari kveðju- stund langi mig helst að þakka þér fyrir svo margt. Þakka fyrir að leyfa mér að kynnast þér og fyrir að leyfa mér að skyggnast inn í þitt líf sem var svo sann- arlega viðburðaríkt. Takk fyrir að segja mér allar sögurnar úr æsku þinni þegar þú varst aldrei almennilega södd og tuggðir hertan þorskhaus á kvöldin bara til að fá eitthvert bragð. Takk fyrir að segja mér frá bíóferðinni sem þið systkinin fóruð í til Eyr- arbakka. Þið voruð búin að suða um að fá að fara í bíó (alvöru- hreyfimynd) en svo þegar þið sáuð hvað langamma þurfti að vinna mikið og selja margar róf- ur til að þið gætuð keypt miðana snerist ferðin upp í andhverfu sína og þið grétuð alla leiðina frá Stokkseyri, í bíóinu og til baka. Og aldrei vissi ég hvaða mynd það var sem þið sáuð. Takk fyrir að segja mér hvernig daglegt amstur og strit var hjá ungum börnum snemma á tuttugustu öldinni því svo sannarlega ölumst við upp öðruvísi í dag. Takk fyrir að segja mér frá því þegar þú fórst ung kona í saumakonunám til Danmerkur og náðir að kom- ast heim fyrir hernám Þjóðverja en Lalla systir þín varð eftir. Takk fyrir að leyfa okkar að búa hjá þér á Hagamelnum þegar við vorum að flytja fyrir svo löngu og takk fyrir að kenna mér æðru- leysið sem þú bjóst yfir alla tíð, bogin og skökk af gigtinni en kvartaðir lítið. Eins og þú sagðir við mömmu um gigtina: „Þetta er vont en það venst.“ Takk fyrir öll ljóðin sem voru í hverju korti frá þér, allar fallegu minningarnar sem ég á um þig og þá hlýju sem ég finn þegar ég nú hugsa til þín. Takk fyrir að leyfa mér að kynna þig fyrir litlu strákunum mínum og eyða með þeim síðustu jólun- um, svo glæsileg og fín sem þú varst. Og sérstaklega takk fyrir að halda Unndóri Karli undir skírn fyrir aðeins tveimur mán- uðum. Þá minningu mun ég alltaf eiga. Ég kveð þig með söknuði elsku amma mín en á sama tíma er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að hafa þig svo lengi hjá mér því líf þitt var öðrum til eft- irbreytni og ég vona að ég fái að líkjast þér þó ekki væri nema agnarögn. Hvíl í friði. Ömmu sinnar alla tíð, Unndór Jónsson. Mig langar að minnast Guð- rúnar ömmu minnar sem nú er nýlátin. Amma var mjög gæfurík og lánsöm kona sem lifði góðu lífi alla tíð. Hún og afi eignuðust fimm börn, nítján barnabörn og ótal barnabarnabörn. Allir þessir afkomendur hafa spjarað sig vel í lífinu og verið ömmu miklir gleði- gjafar í gegnum árin. Amma var ein stórkostlegasta og fallegasta kona sem ég hef kynnst á ævinni. Hún var sjálfstæð, dugleg og alla tíð full af orku og lífi. Það var ætíð margt fólk í kringum ömmu enda laðaði hún alla að sér með góðri og hlýrri nærveru. Amma var mjög skynsöm og fróð kona sem fylgdist vel með öllum mál- efnum og gaf hún sér alltaf tíma til að hlusta á skoðanir annarra af miklum áhuga. Stundirnar á Hagamelnum þar sem við sátum saman, drukkum kaffi eða malt (sem alltaf var til í ísskápnum) og spjölluðum um allt milli himins og jarðar voru ótalmargar. Amma var mjög hagyrt kona og vakti lukku í mörgum veislum með ræðum sem hún flutti af mikilli reisn. Hún samdi ótal ljóð og heilræði sem hún deildi til fjölskyldumeðlima á góðum stundum. Ég var svo lánsöm að fá að umgangast og kynnast ömmu minni vel, enda var hún mikill þátttakandi og partur af mínu lífi. Amma var í öllum veislum, boðum og uppákomum, enda fannst henni fátt skemmti- legra en að hitta fjölskylduna sína. Hún var ekki bara amma mín heldur líka vinkona og ég veit að ég átti stórt pláss í hjarta hennar. Fyrsta heimili okkar hjóna var í risinu hjá ömmu á Hagamel og þar eignuðumst við okkar fyrsta barn. Það var ósköp notalegt að vita af ömmu niðri þegar á þurfti að halda og stund- irnar þegar hún kom upp með kaffibollann sinn í kvöldkaffi til okkar eru alveg ógleymanlegar. Amma var yndisleg kona, traust og trygg og elskuð og virt af öll- um þeim sem kynntust henni. Hún var hefðarkona og mikil fyr- irmynd sem ég vil stolt líkjast. Ég kveð þig núna elsku amma mín. Ég mun alltaf hugsa til þín og á eftir að sakna þín sárt. Sigrún. Elsku hjartans amma mín, þetta bar brátt að og það er mjög óraunverulegt að sitja hér í rökkrinu og skrifa um þig minn- ingargrein. Ótal minningar og mörg ljóslifandi minningabrot flæða um hugann og ógjörningur að ætla að festa það allt niður á blað hér. Ef ég ætti að skilgreina í stórum dráttum lífshlaup þitt þá væri það helst; ást, umhyggja, tryggð og heiðarleiki. Og ekki endilega í þessari röð heldur í þeirri röð sem best átti við hverju sinni. Þú hefur verið hryggjarstykkið í ættinni og Hagamelurinn hefur alltaf verið ein allsherjar miðstöð ættarinnar og allir boðnir velkomnir með kossi og hlýju faðmlagi. Haga- melurinn er ekki bara æsku- heimili móður minnar og systk- ina hennar, heldur einnig í raun annað heimili okkar allra barna- barnanna sem höfum flest með einum eða öðrum hætti og í lengri eða skemmri tíma átt þar næturstað og öruggt skjól. Að koma til þín á Hagamelinn var alltaf sérstaklega góð tilfinning, friðsælt og róandi og svona eins og tíminn stæði í stað. Þú hefur alltaf, elsku amma mín, verið hornsteinn þess mikla og trausta baklands sem maður hefur ávallt fundið fyrir og alist upp við. Það var okkur öllum því eðlilegt, að þegar þú varst flutt á Borgar- spítalann, þá fluttum við bara Guðrún Símonardóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.