Morgunblaðið - 22.02.2011, Síða 24

Morgunblaðið - 22.02.2011, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2011 Ég kynntist Bigga þegar hann og Heiða frænka mín fóru að rugla saman reytum á síðari hluta sinna ung- lingsára. Ég var hins vegar rétt að skríða inn á mín og þau voru mér í mörgu fyrirmynd, verndarar og spillar allt í senn. Ekkert hef ég þó eftir þeim haft fyrr eða síðar sem orðið hefur mér til tjóns og margt gott af hugmyndum mínum um lífið og tilveruna á ég þeim að þakka. Þau voru mér lengi fyrir- mynd þess hvernig tveir frábærir einstaklingar geta saman myndað enn betri fjölskyldu þar sem heildin er svo miklu sterkari en summa partanna. Því miður átti ekki fyrir þeim að liggja að feta lífsins göngu sam- an til enda. Leiðir skildu og Biggi sagði mér oftar en einu sinni hversu mjög hann harmaði að þannig hefði farið. Gerði hann hvorki lítið úr þætti sínum í þeim málalyktum né mikið úr þætti frænku minnar. Fyrir honum skipti mestu að eftir stóð ást þeirra á börnunum þremur, Bjarndísi Sjöfn, Guðgeiri Inga og Einari Degi, sem voru augastein- ar foreldra sinna og sem ég veit frá fyrstu hendi að voru föður sín- um ofar í huga en nokkuð annað á meðan hans naut við. Ég átti fjöl- mörg samtöl við Bigga eftir að hann veiktist og þau eiga það öll sammerkt að hafa varðað vænt- umþykju hans á börnum sínum og það hvernig hann gæti best borið sig að með hag þeirra og velferð í huga. Þegar mælistika er lögð við líf manns hljóta slík viðhorf að vikta þyngra en flest önnur. Á meðan Biggi og Heiða voru saman má e.t.v. segja að ég hafi fremur þekkt Bigga sem annan helming parsins en sem einstak- ling. Biggi var maðurinn sem hélt björgunarsveitum landsins gang- andi með flugeldakaupum fyrir gamlárskvöld; sá sem þeytti hrað- bátnum um Skorradalsvatn þegar stórfjölskyldan kom við; og sá Erlendur Birgir Blandon ✝ Erlendur Birg-ir Blandon flugstjóri fæddist í Reykjavík 23. febr- úar 1965. Hann lést á Landspítalanum 11. febrúar 2011. Útför Birgis fór fram frá Digra- neskirkju 21. febr- úar 2011. sem maður heim- sótti í flugstjórnar- klefann þegar flug- freyjan tilkynnti að hann sæti við stjórn- völinn. En eins und- arlega og það kann að hljóma kynntist ég Bigga í raun bet- ur sem einstaklingi eftir að sambandi hans og Heiðu lauk. Þá fyrst ræddi ég við hann um hluti sem stóðu hjarta hans nærri og sem vörðuðu hann mestu í lífinu. Þau samtöl drógu upp í huga mínum mynd af heil- steyptum manni hvers gildismat og forgangsröðun vakti mér á stundum efasemdir um mína eig- in. Elsku Bjarndís Sjöfn, Guðgeir Ingi og Einar Dagur: þið voruð lánsöm að fá að njóta þess að svo yndislegan föður sem raun bar vitni og sem þótti jafn óendanlega vænt um ykkur. Hvar sem hann er mun hann alltaf vaka yfir ykkur og vera með ykkur á góðum stundum sem erfiðum. Þið eruð að sama skapi heppin að eiga ynd- islega móður – sem faðir ykkar lýsti alltaf sem frábæru foreldri – sem mun styðja ykkur í gegnum þessa erfiðu tíma og um alla fram- tíð. Inga Helga, þér verður aldrei fullþakkað fyrir þá ást og vænt- umþykju sem þú sýndir Bigga þessa síðustu mánuði sem hann var með okkur. Ég get fullvissað þig um að sú ást var ríkulega end- urgoldin. Biggi, ég þakka fyrir að hafa fengið að eiga samleið með þér í þennan alltof stutta tíma. Heim- urinn er betri staður fyrir dvöl þína hér. Hvíl í friði kæri vinur. Einar Páll. Það er vond tilfinning og erfitt að trúa því að gamli æskuvinur minn Birgir skuli vera fallinn frá langt fyrir aldur fram. Við kynnt- umst fyrst í 6. bekk í Melaskóla, en þá var hann nýfluttur í hverfið. Hann var strax meðtekinn í vina- hópinn, enda var hann traustur fé- lagi, glaður og léttlyndur og hafði sterka útgeislun, sem einkenndi hans persónu. Við Birgir urðum fyrst nánir vinir sumarið eftir 6. bekk. Snemma sumars var haldin keppni milli sportbáta (sjóralĺ78) og var ekki úr vegi að kíkja niður á höfn og fylgjast með þegar fyrstu bátarnir komu og sigruðu eftir vikuferðalag kringum landið. Þarna hittumst við Birgir og höfð- um báðir brennandi áhuga á bát- unum og öllu sem því fylgdi og fundum það að við náðum mjög vel saman. Upp frá því mynduðust sterk vináttubönd, sem héldust í mörg ár. Unglingsárin okkar í Haga- skóla voru oft litrík og skemmti- leg. Má þar nefna skíðaferðirnar og útreiðarnar að loknum skóla- degi upp í Víðidal, þar sem Birgir annaðist hesta föður síns á þess- um tíma. Ein skemmtilegasta endurminningin úr Hagaskóla er eflaust skíðaferðalag í Hamragil, þar sem við gistum tvær nætur. Þá vorum við Birgir í essinu okk- ar. Umsjónarkennaranum okkar honum Flosa fannst við stundum heldur fífldjarfir í skíðabrekkunni og spurði okkur þegar við vorum á leiðinni upp: „Á nú að fara að drepa sig svolítið?“ Skondið orða- lag hjá honum. Í kvöldmyrkrinu sáum við í fjarska ljósglætu í Vík- ingsskálanum í Sleggjubeins- skarði. Þá datt okkur í hug að laumast út og gera fólkinu þar skráveifu. Reyndar ætluðum við að hræða úr því líftóruna. Við fór- um fjórir eða fimm saman og Birgir dúðaði sig í gæruskinn, þannig að ekki sást í andlitið. Hann gekk að glugganum, þar sem fólk hafðist við inni og krafs- aði í glerið. Við hinir stóðum álengdar og rákum upp ýlfur og óhljóð. Við höfðum gaman af uppátækinu, þó svo að það mis- heppnaðist og fólkið í skálanum kippti sér ekki upp við okkur. Eft- ir útskriftina úr Hagaskóla fórum við hvor í sína sumarvinnuna að lokinni vel heppnaðri útilegu um hvítasunnuhelgi. Mér varð veru- lega brugðið þegar ég las í Morg- unblaðinu nokkrum dögum síðar að Bjarndís, móðir Birgis, væri látin. Þá hringdi ég í hann og reyndi eftir bestu getu að styðja hann í erfiðleikunum. Hann kunni vel að meta það, enda var hann lífsglaður að eðlisfari og horfði fram á veginn. Bjarndís var hjúkrunarkonan okkar í Haga- skóla og einstök manneskja. Hún var vinur okkar allra. Blessuð sé minning hennar. Á fyrsta árinu í MR var ég svo heppinn að lenda með Birgi í bekk, þar sem við sát- um saman. Hann skellti sér í flug- nám með skólanum sem varð síð- ar hans ævistarf. Okkar samband varð slitróttara eftir tvítugt eins og oft gerist, en þrátt fyrir það var alltaf kærleikurinn og vinskapur- inn. Kæri vinur. Að endingu vil ég þakka þér fyrir samfylgdina. Það var gaman að hitta þig og spjalla við þig á útskriftarafmælinu fyrir tæpu ári. Megi Almættið styrkja börnin þín og þína nánustu í sorg- inni. Blessuð sé minning þín, Jens Pétur Sigurðsson. Menntaskólaárin búa yfir þeim töfrum að virðast alltaf nýliðin og minningarnar sömuleiðis eins og gerst hefðu í gær. Og minningin um Bigga er líka alveg skýr; gegn- heill, stórskemmtilegur og hlýr. Alltaf brosandi og sérstaklega ör- látur á góða skapið. Jafnframt sannur vinur að leita til, tilbúinn að redda ef eitthvað bjátaði á. Eðli málsins samkvæmt var fé- lagslíf og skemmtanir stór hluti af samvistum okkar á menntaskóla- árunum og það gerðum við vel. Endalausar uppákomur í Cösu, bekkjarpartí, skólaböll og ógleymanleg 5. bekkjarferðin. Svo skildu leiðir flestra þegar við yfirgáfum skólann okkar til að halda út í lífið, uppfull af vonum og væntingum. Endurfundir svo til bara á stúdentsafmælum, alltaf góðar stundir og hópurinn okkar sem aldrei var einsleitur, jú alltaf sami, gamli, góði. Það var vett- vangurinn til að fylgjast með framvindu mála hjá hinum og Biggi var sæll, í draumastarfinu og með börnin sín þrjú, sem hann var svo dæmalaust stoltur af. 25 ára stúdentsafmælið okkar síðasta vor varð því kveðjustund okkar margra við Bigga sem fæst vissum af meininu, hin vonuðu og trúðu að allt færi vel. Samveru- stundir okkar í framtíðinni verða ekki samar, án Bigga. Hans verð- ur ávallt minnst og sárt saknað. Við kveðjum með eftirsjá kæran vin og góðan dreng. Börnum hans og ástvinum vott- um við innilega samúð. Fyrir hönd bekkjarsystkina úr 6. R, MR 1985, Helga Liv. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Innlegar samúðarkveðjur sendi ég börnum hins látna, unnustu, fjölskyldum og vinum. Guð geymi og varðveiti minningu yndislegs vinnufélaga og prýðispilts. Ragnheiður Guðjónsdóttir (Raggý.) „Kallið er komið, komin er nú stundin“ stundin sem ég hef kviðið fyrir, en þakka samt. Þetta eru blendnar tilfinningar að kveðja hana ömmu Boggu, hún var svo stór þáttur í lífi okk- ar. Amma Bogga var glæsileg kona og dugnaðarforkur alveg fram til síðasta dags. En mikið er ég þakklát því, að hún fekk hvíld- ina, hún var orðin svo þreytt enda búin með sitt ævistarf. Hjarta mitt er yfirfullt af góðum minningum um þessa einstöku nútímakonu sem bar höfuðið hátt og var alltaf vel tilhöfð. Blessuð Sólborg Kristín Jónsdóttir ✝ Sólborg KristínJónsdóttir fæddist 29. desem- ber 1921. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 4. febrúar 2011. Sólborg var jarð- sungin frá Graf- arvogskirkju 16. febrúar 2011. sé minning hennar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar við- kvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Guð blessi þig elsku amma mín. Kveðja, Inga Dóra Björgvinsdóttir. Mikið er það sárt að missa hana ömmu Boggu mína. En samt gott að hún fékk að hvílast og þarf ekki að vera svona veik lengur. Nú er hún með öllum sín- um ástvinum sem hafa látist og maður veit að henni líður betur þarna uppi hjá frelsara heimsins. Amma Bogga var rosa manngóð, hún var einfaldlega æðisleg. Ég bið góðan guð að varðveita hana og veita henni umhyggju og hlýju eins og hún veitti öllum meðan hún lifði. Bý ég alltaf að mörgum góðum minningum um ömmu Boggu mína Ég á vonir, ég á sorgir, ég á þig, ég á mig, þú átt þig, þú átt mig. Voða sárt er að missa þig, en samt missi ég þig ekki, því þú vakir yfir mér, og ég yfir þér. (Tre, 1998) Guð blessi þig amma Bogga mín. Þín Harpa Lind Egilsdóttir. Elsku Bogga okkar. Okkur langar til að þakka þér fyrir góð og elskuleg kynni, ég var aðeins 16 ára þegar ég kynntist þér, ég kom heim til þín með Þresti og Valla, við vorum öll að fara á Barðstrendingaball. Ég var svo- lítið kvíðin að hitta þig eða bara feimin. Valli kallaði inn: „Við er- um komin.“ Þá heyrðist: „Komið inn, ég er að verða tilbúin,“ en þú sast við saumavélina og varst að klára að sauma kjólinn á þig. Þú komst og sagðir: „Nú þetta ert þá þú, gjörðu svo vel að koma inn. Æi heyrðu, taktu nú ryksuguna þarna greyið mitt og ryksugaðu endana upp úr gólfinu fyrir mig.“ Fyrst horfði ég á hana, þá sagði hún: „Hún er þarna í horn- inu“ og benti, ég gerði eins og ég gat, svo allt í einu var hún tilbúin. Þetta voru okkar fyrstu kynni. Þú varst svo hrein og bein, það fór ekkert á milli mála þegar þú talaðir og eftir þetta varst þú allt- af gull í mínum augum. Þú varst alltaf svo glæsileg hvert sem þú fórst og hrókur alls fagnaðar þar sem þú komst. Það var okkar gæfa að kynnast þér og öllum stóra hópnum þínum. Svo finnst okkur gaman að því að eiga dóttur sem er svo lík þér að hún hefur oft verið spurð hvort hún tengist ekki örugglega Boggu og það finnst henni ekki leiðinlegt. Elsku Bogga okkar, þakka þér fyrir allar góðu stundirnar. Guð blessi allan stóra hópinn þinn. Hvíl í friði. Kveðja, Karen og Þröstur. Ég er, og hef frá fyrstu tíð verið, mjög montin af bræðrum mínum fjórum. Við systkinin erum úr Dala- sýslu í föðurætt en Rangárvalla- sýslu í móðurætt. Mamma okkar var af Bergsætt og Víkingslækj- arætt en pabbi okkar af Ormsætt. Nú er Dossi bróðir látinn aðeins 59 ára. Hann var ekki fyrir neitt vol og væl svo við sem eftir erum reyn- um að bíta á jaxlinn. Við hringd- umst oft á og reyndist hann mér hinn besti vinur. Ég sé fyrir mér litla stúlku bisa við að blása á þrjú kerti í nóvember sl. og Dossa, pabba hennar, standa hjá stoltan af Auði Ólöfu sinni. Hún er nú þegar kraftmikil og dugleg eins og hin börnin. Þeim öllum, Ragnheiði eigin- konu hans og öðrum sem sakna og syrgja góðan dreng, samhryggist ég. Það verður skrýtið að hvorki sjá Þórður Friðjónsson ✝ Þórður Frið-jónsson, for- stjóri NASDAQ OMX á Íslandi, fæddist í Reykjavík 2. janúar 1952. Hann lést í Frie- drichshafen í Þýskalandi 8. febr- úar 2011. Útför Þórðar fór fram frá Hallgríms- kirkju 21. febrúar 2011. né heyra í elsku, hjartans bróður mínum framar. Steinunn Kristín Friðjónsdóttir. Mig setti hljóða þegar sonur minn kallaði í mig og sagði mér að Þórður frændi væri látinn. Ég hafði fylgst með veikindum hans úr fjarlægð en var að vona að þetta væri snúið þar sem ég hafði séð honum bregða fyrir. Drengur góður er fallinn frá. Minningabrot flugu gegnum hugann. Þegar Stína frænka bauð mér til dvalar í Búðardal og við ærsluðumst stundum saman ég og Steina Stína og Þórður ekkert nema umburðarlyndið gagnvart okkur. Sumarið sem við pabbi bjuggum saman á Rauðalæknum og Þórður var á sjónum en kom af og til heim og ég dáðist að þessum stóra og fallega frænda mínum. Einnig þegar við systkinin leituð- um til Þórðar í tengslum við útför pabba og hann studdi okkur með ráðum og dáð. Við sendum, aðstandendum öll- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Minningin um góðan dreng lifir. Guðrún Sigríður Kristjánsdóttir og fjölskylda, Daðastöðum. Með nokkrum orðum kveð ég í hinsta sinn hana móðursystur mína Þórunni Samúelsdóttur. Einstaklega hlýja, ástríka og glaðlynda konu og um leið svo hlédræga og prúða. Sem gaf svo mikið af sér, en gerði svo litlar kröfur til annarra. Hún kunni að njóta fegurðar náttúrunnar og Þórunn Stefanía Samúelsdóttir ✝ Þórunn Stef-anía Samúels- dóttir fæddist á Kirkjubóli vestra við Kerlingafjörð í Vestur-Barða- strandarsýslu 2. apríl 1926. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir 3. febrúar 2011. Þórunn var jarð- sungin frá Áskirkju 11. febrúar 2011. lagði iðulega land undir fót og gekk á fjöll til að njóta hennar til hins ýtr- asta. Einnig hafði hún auga fyrir fal- legum hlutum og bjó til margt fallegt við hannyrðir. Seinni árin var hún dugleg í glerlistinni, sem hún náði ótrú- lega góðum tökum á, eins og fallegu myndirnar hennar bera með sér. Með ótrú- legri seiglu og æðruleysi glímdi hún við hinn erfiða Alzheim- ersjúkdóm. Alltaf jafn ljúf og góð til hinstu stundar. Ég þakka fyrir að hafa átt þessa yndislegu frænku, hún gerði líf mitt ríkara. Guð blessi hana og alla þá er sakna hennar og syrgja. Ingibjörg Anna Ólafsdóttir. Kær frænka er nú fallin frá, hún Klara hafði einstaka hæfi- leika til að geisla af hlýju og umhyggjusemi og ég var svo heppin að njóta góðs af. Alltaf fannst mér svo gott að hitta hana og njóta samveru hennar, hún hafði skemmtilega nærveru og maður fann áhuga hennar á að fylgjast með hvernig gengi hjá manni. Takk fyrir allar samverustundirnar, þín verður sárt saknað elsku Klara. Hvíldu í friði. Klara Þorleifsdóttir Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólar- ljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drjúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður, kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson) Sigrún Bjarnadóttir. ✝ Klara Þorleifs-dóttir fæddist á Gjögri í Árnes- hreppi, Stranda- sýslu, 25. júlí 1926. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 30. janúar 2011. Útför Klöru fór fram frá Fossvogs- kirkju í Reykjavík 11. febrúar 2011.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.