Morgunblaðið - 22.02.2011, Side 25

Morgunblaðið - 22.02.2011, Side 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2011 ✝ Guðbjörg JónaGuðmunds- dóttir var fædd og uppalin á Suður- eyri við Súg- andafjörð 8. apríl 1923. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 10. febrúar 2011. Foreldrar henn- ar voru hjónin Matthildur Amalía Jónsdóttir og Guðmundur Jós- epsson. Hún átti einn bróður Samuel Kristin, f. 14. des. 1916, d. 27. okt. 1917. Hún ólst upp með tveimur fóstursystkinum sínum, þeim Rannveigu Lár- usdóttur og Willy Blumenstein. Þau eru bæði látin. Hi 11. október 1942 giftist Guðbjörg eiginmanni sínum kvæntur Lyazzat Salikova, þau eru búsett í Svíþjóð. Dóttir hans er Matthildur Amalía. 2) Hilmar, f. 1947, kvæntur Ingibjörgu Kristjánsdóttur. Þau eiga þrjú börn. a) Friðrik, kvæntur Tove Andersen, þau eiga Stein Hilm- ar, Ilvu Helene og Thor Georg, þau eru búsett í Noregi. b) Að- alheiður, gift Eric J. Liesting, þeirra synir eru Daniel Ingi og Stefán Andri. Þau eru búsett í Hollandi. c) Harpa Lind, gift Gunnari Guðmundssyni, þau eiga tvær dætur; Tinnu Lind og Guðrúnu Ingu. 3) Jón Örn, f. 1948, kvæntur Lorraine Frið- riksson. Hann á þrjú börn. a) Guðbjörg Matthildur, f. 1967, (uppeldisdóttir Guðbjargar og Friðriks afa síns og ömmu). Gift Nikos Daniel. Þau eru búsett í Grikklandi. Hún á einn son; Jón- mund Þorsteinsson. b) Jon Örn Friðriksson, yngri, kvæntur Charissu Friðriksson. Hans dóttir er Susan. c) Eric James Friðriksson. Útför Guðbjargar hefur farið fram í kyrrþey. Friðriki Þ. Jónssyni vélstjóra og verk- stjóra, f. 18. maí 1920, d. 10. maí 1996. Guðbjörg og Friðrik bjuggu fyrstu hjúskaparár sín á Suðureyri en fluttu til Akraness árið 1946 og síðan til Reykjavíkur 1964 með syni sína þrjá. Þau ólu auk þess að miklu leyti upp son- ardóttur sína Guðbjörgu Matt- hildi, dóttur Jóns. Hún kom ung að árum til þeirra afa síns og ömmu og átti hjá þeim athvarf og heimili til fullorðinsára. Synirnir eru: 1) Marvin Helgi, f. 1943, kvæntur Kolbrúnu Sig- urbjörnsdóttur. Þau eiga einn son; Marvin Arnar, hann er Nú þegar hún elsku mamma og tengdamamma (Gógó mamma) er horfin út í móðuna miklu, þyrpast að okkur minn- ingar og okkur langar að þakka henni með örfáum orðum um- hyggju hennar og ást í gegnum árin. Hún var yndisleg móðir og fjölskyldan var henni eitt og allt. Hún Gógó var lítil og nett kona, kvik í hreyfingum og dugnaðarforkur. Hún lærði snemma að gera gagn og var mjög lagin í höndum. Synir hennar ólust upp við að fata- plöggin komu að mestu úr smiðju móðurinnar. Hún var hlý kona með góða nærveru, talaði aldrei illa um nokkurn mann og einkar gestrisin. Margir ætt- ingjar utan af landi áttu hjá þeim hjónum samastað til lengri eða skemmri tíma. Þau bjuggu fyrstu hjúskapar- árin á Suðureyri og þar fæddist Marvin Helgi elsti sonurinn, en yngri synirnir, Hilmar og Jón, fæddust á Akranesi. Árið 1947 fluttu svo foreldrar hennar þau, Matthildur og Guðmundur með Willy uppeldisson sinn. Á Akra- nesi byggðu þau sér hús að Suð- urgötu og þar áttu þau sitt blómaskeið . Sönn og góð dóttir reyndist Gógó líka. Þegar faðir hennar Guðmundur lést hafði fljöl- skyldan flutt sig á Tómasarhag- ann í Reykjavík og þá flutti móðir hennar, Matthildur Amalía inn á heimili þeirra og hjá þeim dvaldist hún í góðu yf- irlæti til æviloka. Kom þeim mæðgum ætíð einstaklega vel saman og komu mannkostir Guðbjargar vel fram við að- hlynningu móður sinnar. Hún amaðist aldei við aukaverkefn- um, heldur vann þau í hljóði. Þau hjón önnuðust að miklu leyti uppeldi sonardóttur sinni Guðbjargar Matthildar (Guggu) Þegar hún ung að árum, vegna erfiðra fjölskylduhaga óskaði eftir að fá að vera hjá ömmu sinni og afa var það auðsótt. Gógó mamma var alltaf úti- vinnandi meðfram húsmóður- starfinu og var m.a. smur- brauðsdama í mörg ár og í vinnu sem annars staðar var hún vel liðin og vandvirk. Þau hjónin höfðu mjög gaman af að ferðast, sérstaklega utanlands og ófáar ferðir fór hún með manni sínum og síðar með okkur börnum sín- um og tengdabörnum. Má segja að þeirra skemmtilegustu ferðir hafi verið fjölskylduferðir til Jóns sonar síns í Bandaríkjun- um og til Friðriks sonarsonar og fjölskyldu í Noregi og til Heiðu sonardóttur og hennar fjöl- skyldu í Hollandi. Oft síðar voru þessar ferðir rifjaðar upp til að ylja sér við endurminningar um það sem þá hafði verið upplifað. Um sjötugt fór heilsan að bila hjá Friðriki og þau hjón fluttu þá til Hafnarfjarðar. Þau voru meðal fyrstu íbúa í þjónustuíbúð sem þau höfðu fest kaup á að Höfn. Í Hafnarfirði hafði Frið- rik starfað um árabil og þar bjuggu líka synirnir Marvin og Hilmar ásamt fjölskyldum sín- um. Þar undu þau hag sínum vel. Nokkrum árum síðar lést Friðrik, en Gógó mamma bjó þar meðan heilsan leyfði og fluttist svo á Hrafnistu þar sem hún bjó síðustu fimm æviárin. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast. – Það er lífsins saga. (Páll J. Árdal.) Hafðu hjartans þakklæti fyrir allt og allt og guð geymi þig, elsku vina. Marvin Helgi og Kol- brún, Hilmar og Ingi- björg, Jón Örn og Lorraine. Elsku amma þá ertu farin frá okkur. Mér verður oft hugsað til þín og afa. Allar þær góðu og tryggu stundir sem við áttum saman, það eru meðal minna bestu minninga frá uppvextin- um. Pönnukökur og rabarbar- asulta, það var það besta sem ég fékk og það gat enginn búið til betur en þú. Pönnukökurnar þína eru heimsfrægar í fjöl- skyldunni. Sem betur fer náðum við að skrifa niður uppskriftina fyrir nokkrum árum síðan, þó að þú notaðir enga uppskrift, þínar pönnukökur voru góðgæti frá hjartanu. Á mínu heimili eru pönnukökurnar kenndar við þig. „Pönnukökurnar hennar ömmu eða Gógó ömmu“ eins og börnin kalla þig. Þín gleði fólst oft í að gleðja aðra. Þú stússaðir í kringum matarborðið á meðan gestirnir borðuðu og tókst þér ekki tíma til að setjast fyrr en þú varst viss um að allir hefðu nóg af öllu. Gestirnir þrösuðu í þér, „Fáðu þér nú sæti Gógó mín“ þú settist ekki fyrr en þú varst viss um að allir hefðu það gott. Ég minnist líka frásagna ykk- ar afa úr annarri og liðinni tíð frá hörðum og oft miskunnar- lausum uppvexti af Vestfjörðum fyrir 70-80 árum síðan. Til dæm- is þegar læknirinn kom í heim- sókn út af tannpínu, hann tók auðvitað vondu tönnina, en hann dró líka út restina af tanngarð- inum til öryggis, svo að hann þyrfti ekki að koma aftur út af næstu tönn. Þetta eru sögur sem mér fannst skrítnar en börnum mínum finnast fárán- legar. Margar af mínum bestu og hlýjustu minningum koma frá þér og afa, það eru mörg augna- blik sem koma upp í huga mér þegar ég er í eigin þönkum. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur í gengum lífið. Þú lifir áfram í huga okkar og í pönnukökunum góðu. Kveðja, Friðrik Hilmarsson og fjölskylda. „Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð.“ (Vald. Briem) Elsku amma Gógó er dáin. Okkur langar að kveðja hana með nokkrum orðum. Amma skipaði stóran sess í lífi okkar fjölskyldunnar, og var alla tíð mikið um heimsóknir. Amma var ákaflega stolt af barnabörn- unum sínum og minnumst við margra skemmtilegra stunda heima hjá okkur og á ferðalög- um innanlands og erlendis. Amma var yfirleitt glaðlynd og það var mjög stutt í húmorinn hjá henni alveg fram undir lok- in. Okkur er minnisstæð gest- risni ömmu og var hún alveg sérstaklega þekkt fyrir pönnu- kökurnar sínar. Nú verðum við systur að standa okkur sjálfar í pönnukökubakstrinum. Ýmsar hefðir tilheyrðu jólunum hjá okkur með ömmu og afa, þ.á m. jólaboð á jóladag og skötuveisla fyrir jólin. Þessar góðu minn- ingar ásamt mörgum öðrum lifa með okkur og hlýja okkur um hjartarætur. Við eigum eftir að sakna allra samverustundanna með ömmu en viljum samt trúa því að ömmu líði núna vel. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (Vald. Briem) Aðalheiður (Heiða), Er- ic, Daníel Ingi og Stef- án Andri, Harpa Lind, Gunnar, Tinna Lind og Guðrún Inga. Guðbjörg Jóna Guðmundsdóttir Elsku afi Bjössi, þá er heim- sókn þinni á Hótel Jörð lokið að þessu sinni. Er við rifjum upp stundirnar með þér, þá eru það tímarnir sem við eyddum hjá ykk- ur ömmu á Laugavöllum, sem standa hvað hæst. Við höfðum gott af því að kynnast lífinu í sveit- inni, frjálsræðinu sem og sveita- störfunum. Uppátækin voru mörg og sum hver fóru jafnvel ekkert alltof vel í ykkur ömmu. Okkur leiddist ekki að biðja þig um að standa á höfði og labba á höndum um túnin, þetta voru sko sannkall- aðir hæfileikar að mati ungviðis- Björn Jóhannesson ✝ Björn Jóhann-esson fæddist á Sturlu-Reykjum í Reykholtsdal 25. nóvember 1928. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 9. febrúar 2011. Björn var jarð- sunginn frá Reyk- holtskirkju í Reyk- holtsdal 19. febrúar 2011. ins. Við fengum að ríða um sveitirnar á honum Snara og taka þátt í hverju því sem féll til á bænum. Á Laugavöllum var heitur pottur sem við gátum baðað okkur í hvernig sem viðraði, það þótti okkur nú algjör lúx- us. Við kunnum bet- ur og betur að meta þessar stundir nú þegar frá líður. Sveitin og hestarnir þínir voru þitt líf og yndi. Þú áttir flottasta hest- inn á landinu, hann Svaða. Saman unnu þið félagarnir allt sem hægt var að vinna á hestamótum lands- ins. Toppurinn á tilverunni var að skjótast rúnt á Rússanum og geta í leiðinni gætt sér á mentólmolum sem geymdir voru á milli sætanna. Vörumerki þitt í sveitinni var ein- mitt brúni rússajeppinn; Bjössi á Laugavöllum keyrandi um sveit- irnar á Rússanum með pípuna hangandi í munnvikinu. Það er lík- lega einsdæmi að rússajeppi birt- ist í miðju Skagaralli og hafi ekki einu sinni verið skráður til leiks. En það fenguð þið Ingi að upplifa þegar þið amma voruð að flytja á Skagann. Hvort svo rallökumenn- irnir hafa verið ánægðir með uppátækið skal ósagt látið. Þú varst alla tíð mikið á ferðinni hvort sem var á tveimur jafnfljótum, hjóli eða á bílnum. Þeir eru fáir sem eru á fullu í hreyfingu fram yfir áttrætt, eins og þú varst. Þó að einn og einn liður hafi verið far- inn að gefa sig undir það síðasta, þá voru þeir vel nýttir alla tíð. Þú varst mjög félagslyndur og iðinn við að mæta á mannamót. Við gerðum grín að því hvað þú værir duglegur við að sækja jarðarfarir og ætlum við að fá að kenna þér um stríðnina sem við höfum öll erft, því stríðnin var þér eðlislæg. En nú er komið að því að leggja þig til hinstu hvílu og vitum við að margir vina þinna munu koma að jarðarförinni til að fylgja þér til grafar. Þér hefði nú líklega ekki leiðst að fá að vera á meðal þeirra og taka gott spjall um daginn og veginn, en þú verður líklega að eiga það inni. Við sjáumst síðar, afi. Þú heldur kannski Snara við fyrir okkur, svo við getum rifjað upp gamla takta þegar okkar tími kemur. Þakklætis- og saknaðarkveðj- ur, Ingi Rúnar, Lára Björk og Guðrún Lind Gíslabörn. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Spádómar ÞÓRA FRÁ BREKKUKOTI – Spámiðill Spái í spil og kristalskúlu Heilunartímar Fyrirbænir Algjör trúnaður Sími 618 3525 www.engill.is Dýrahald Labrador Retriever svartir Erum orðnir 6 mánaða og húsvanir. Ættbókarfærðir HRFÍ. Sprautaðir. Örmerktir. Nótt á kr. 190 þús. og Mökkur og Nóri á kr. 160 þús. Uppl. í síma 695 9597 og 482 4010. Tölvur Tölvuviðgerðir Tölvuviðgerðir, vírushreinsun, gagna- björgun, kem í heimahús, sæki og sendi. Tuttugu ára reynsla af tölvum og netbúnaði. 20% afsláttur FEB & ÖBÍ. Stefán, sími 821 6839. Óska eftir Kaupi gamla mynt og seðla Óska eftir að kaupa gamla mynt eða seðla. Stór og smá myntsöfn. Kaupi einnig gullmynt og minnispeninga frá Seðlabankanum. Hafið samband í síma 825 1016. KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bókhald C.P. þjónusta. Veiti bókhalds-, eftirlits- og innheimtustörf. Hafið samband í síma 893 7733. Bókhaldsstofan ehf., Reykja- víkurv. 60, Hf. Færsla á bókhaldi, launaútr., vsk-uppgjör, skattframtöl, stofnun fyrirtækja. Magnús Waage, viðurkenndur bókari, s. 863 2275, www.bokhaldsstofan.is. Ýmislegt Ódýr gæðablekhylki og tonerar í prentarann þinn. Öll blekhylki framleidd af ORINK. Blekhylki.is, Fjarðargötu 11, Hafnarfirði, sími 517 0150 Nýjar vörur Vönduð föt á góðu verði Eldri vörur seldar með afslætti. Verið velkomin og fáið bækling. Opið í dag 13-19. Green-house, Rauðagerði 26. Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Nýkomið – Peysur Litir: bleikt, ljósgrænt, dökkblátt, blágrænt. Verð kr. 6.990,- heil og kr. 7.900,- hneppt peysa. St. S-XXL. Sími 588 8050. Facebook - vertu vinur. Bílaþjónusta Húsviðhald Glerjun og gluggaviðgerðir Lása- og hurðaviðgerðir ásamt öðrum smíðaverkefnum. Glugga- og hurða- þjónustan, s. 895 5511, smidi.is. Þak og utanhússklæðningar, gler og gluggaskipti. og allt húsaviðhald Ragnar V Sigurðsson ehf Sími 892 8647. finnur.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.