Morgunblaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ
Jón Pétur Jónsson
jonpetur@mbl.is
Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi
ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis-
ins, neitar því að hafa búið yfir inn-
herjaupplýsingum þegar hann seldi
öll hlutabréf sín í Landsbanka Ís-
lands í september 2008 fyrir 192
milljónir kr. Hann er ákærður fyrir
innherjasvik í opinberu starfi.
Þetta kom fram við aðalmeðferð í
máli Baldurs sem hófst í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gær, en hún stóð
yfir í um fimm klukkustundir.
Baldur svaraði spurningum
Björns Þorvaldssonar saksóknara
og Karls Axelssonar, verjanda síns, í
tæpar tvær klukkustundir, en hann
var m.a. spurður út í fundarhöld og
tilgang samráðshóps fulltrúa for-
sætis-, fjármála-, viðskiptaráðuneyt-
isins, Fjármálaeftirlitsins og Seðla-
banka Íslands um fjármála-
stöðugleika og viðbúnað, þá fundi
sem hann átti með bankastjórum
Landsbankans og fjármálaráðherra
Bretlands fyrir bankahrun.
Fram kemur í ákærunni að Bald-
ur hafi búið yfir innherjaupplýsing-
um um bankann sem hann hafi orðið
áskynja í starfi sínu sem ráðuneytis-
stjóri, einkum í tengslum við setu
sína í samráðshópnum.
Upplýsingarnar á Baldur að hafa
fengið á sex fundum samráðshópsins
frá 22. júlí 2008 til 16. september
2008 og á fundi með bankastjórum
Landsbankans 13. ágúst 2008 og
með fjármálaráðherra Bretlands 2.
september sama ár. Baldur seldi
bréfin í Landsbankanum 17. og 18.
september 2008.
Trúnaður ríkti
Jónína S. Lárusdóttir, fyrrverandi
ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneyt-
isins, Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi
forstjóri Fjármálaeftirlitsins, Bolli
Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneyt-
isstjóri forsætisráðuneytisins, og
Áslaug Árnadóttir, fyrrverandi
ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneyt-
inu, báru einnig vitni í gær.
Fram kom í máli Bolla og Jónasar
að trúnaður hefði ríkt um þær upp-
lýsingar sem komu fram á fundum
samráðshópsins árið 2008. Við
skýrslutöku í gær sagðist Baldur
gera greinarmun á trúnaðarupplýs-
ingum og innherjaupplýsingum.
Hann neitaði alfarið að hafa gerst
sekur um innherjasvik.
Bolli greindi frá því að hann hefði
ekki, stöðu sinnar vegna, selt hluta-
bréf sem hann átti í bönkunum á
sama tíma. Sagði Bolli að Baldur
hefði greint sér frá sölunni eftir að
hún var frágengin. Ef hann hefði
fengið að vita um söluna fyrirfram
þá hefði hann mælt gegn henni.
Við skýrslutöku í gær sagðist
Baldur hafa greint Bolla frá sölunni
áður en hún fór fram og að Bolli
hefði ekki gert neinar athugasemdir
við hana. Bolli kveðst hins vegar
fullviss um að hafa fengið upplýs-
ingar eftir að salan var gengin í
gegn.
Aðalmeðferð málsins heldur
áfram á morgun. Fimm munu bera
vitni. Þeirra á meðal eru Ingimund-
ur Friðriksson, fyrrverandi seðla-
bankastjóri, og Sigurjón Þ. Árnason,
fyrrverandi bankastjóri Landsbank-
ans.
Baldur vísar ásökunum á bug
Neitar að hafa búið yfir innherjaupp-
lýsingum Aðalmeðferð heldur áfram
Morgunblaðið/Jón Pétur
Svör Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyt-
inu, svaraði spurningum saksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Ákæran á hendur Baldri
» Settur ríkissaksóknari gaf
út ákæruna 13. október sl. og
er hún í sex liðum.
» Ákæruvaldið heldur því fram
að Baldur hafi búið yfir inn-
herjaupplýsingum þegar hann
seldi öll hlutabréf sín í Lands-
banka Íslands fyrir
192.658.716 krónur í sept-
ember 2008.
» Þess er krafist að Baldur
verði dæmdur til refsingar og
til greiðslu alls sakarkostn-
aðar. Þá er þess krafist að
Baldri verði gert að sæta upp-
töku á upphæðinni.
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011
MARKAÐUR FYRIRTÆKJA
OG REKSTRAREININGA
Lágmúla 7 - 108 Reykjavík - Sími 893-9855 - investis@investis.is - www.investis.is
• Miðlun fyrirtækja og rekstrareininga
• Verðmat fyrirtækja
• Greining á stöðu og verðmætum rekstrareininga
• Aðstoð við fjármögnun fyrirtækja
Í samstarf við Dahl-Sørensen & Partners A/S í Danmörku veitum við viðskiptavinum
okkar víðtæka þjónustu við öflun fjárfesta og aðra M&A þjónustu á norðurlöndunum.
• Til sölu fyrirtæki á sviði bílavöru og skildar vörur
• Til sölu vinsæll bar í miðbæ Reykjavíkur
• Til sölu nokkur öflug veitingahús í Reykjavík
• Til sölu öflugt útgáfufyrirtæki
• Leitum að heildverslun fyrir traustan kaupanda
• Leitum að fyrirtækjum fyrir öfluga kaupendur s.s.
á sviði verkfæra, tækni, þjónustu við fyrirtæki
Fram kemur á vefnum kirkjan.is
að gera megi „ráð fyrir að kosning
hefjist í byrjun apríl“.
Skilafrestur á tilnefningum renn-
ur sem fyrr segir út 22. mars og er
ferlið sem þá tekur við svona:
„Að jafnaði er miðað við að kosn-
ingu sé lokið innan tveggja vikna
frá útsendingu kjörgagna. Rétt-
kjörinn vígslubiskup er sá sem fær
meirihluta greiddra atkvæða.
Ef enginn fær þann atkvæða-
fjölda er kosið aftur milli þeirra
tveggja sem fengu flest atkvæði.
Gera má ráð fyrir að kosningunni
verði þá lokið mánuði síðar,“ segir
á vefnum kirkjan.is.
Fimm prestar gefa kost á sér í kjöri
til vígslubiskups í Skálholts-
umdæmi, en frestur til að skila til-
nefningum vegna kjörsins rennur
út 22. mars. Þeir eru í stafrófsröð:
Séra Agnes M. Sigurðardóttir,
prófastur Vestfjarðaprófastsdæmis
og sóknarprestur í Bolungarvík,
séra Jón Dalbú Hróbjartsson, prest-
ur í Hallgrímskirkju og prófastur í
Reykjavíkurprófastsdæmi vestur,
séra Karl V. Matthíasson, fv. al-
þingismaður og vímuvarnaprestur,
séra Kristján Valur Ingólfsson,
prestur á Þingvöllum o.fl., og séra
Sigrún Óskarsdóttir, prestur í Ár-
bæjarprestakalli í Reykjavík.
Kristján Valur
Ingólfsson
Karl V.
Matthíasson
Jón Dalbú
Hróbjartsson
Sigrún
Óskarsdóttir
Agnes M.
Sigurðardóttir
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Framsóknarflokkurinn tapaði tæpri
41 milljón króna árið 2009 og
skuldaði hann rúmar 252 milljónir
króna, mest allra stjórnmálaflokk-
anna. Þetta kemur fram í ársreikn-
ingi fyrir árið 2009 en flokkurinn
skilaði honum fyrir helgi, síðastur
stjórnmálaflokkanna. Jukust skuldir
flokksins þannig um 70 milljónir
króna á milli ára. Þá var eigið fé
Framsóknarflokksins neikvætt um
tæplega 120 milljónir króna árið
2009.
Allir stjórnmálaflokkarnir skiluðu
tapi kosningaárið 2009, utan Hreyf-
ingarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn
tapaði mestu eða tæpum 46 milljón-
um króna, Vinstri grænir töpuðu
tæpum 39 milljónum og Samfylking-
in tapaði rúmum 27 milljónum.
Framsókn og VG skulda mest
Skuldir Framsóknarflokksins
voru eins og áður sagði langmestar
allra flokkanna, um 252 milljónir
króna. VG skuldaði næstmest eða
122 milljónir og höfðu skuldir flokks-
ins aukist um 45 milljónir frá árinu
áður. Þá skuldaði Samfylkingin tæp-
ar 107 milljónir og var það aukning
um rúmar 34 milljónir króna.
Sjálfstæðisflokkurinn skuldaði
tæpar 78 milljónir árið 2009 en eigið
fé hans var jákvætt um tæplega 627
milljónir á sama tíma. Samfylkingin
átti rétt tæpar 30 milljónir í eigið fé
en eiginfjárstaða VG var neikvæð
um 52 milljónir króna árið 2009.
Umsvif þingflokks Hreyfingarinn-
ar voru lítil árið 2009. Skuldaði
Hreyfingin um 474 þúsund krónur
en afkoma hennar var jákvæð um
tæplega 300 þúsund krónur árið
2009. Þá var eigið fé hennar jákvætt
um rúmar 26 þúsund krónur.
Framsóknarflokkurinn skuldaði mest allra flokkanna fimm
Allir flokkar hafa loks skilað ársreikningum fyrir árið 2009
Úr ársreikningum flokkanna 2009
* Alls úr reikningum Félags þinghóps Hreyfingarinnar 15.maí - 9. okt og Þinghóps Hreyfingarinnar 9. okt-31. des
Heimild: Ríkisendurskoðun
Sjálfstæðisflokkur VG Hreyfingin* Samfylkingin Framsóknarflokkur
Framlög 242.441.664 97.454.937 2.425.493 164.900.000 86.442.003
Aðrar tekjur 63.391.569 4.068.414 0 5.100.000 18.579.475
Rekstrargjöld 357.742.304 129.272.934 2.079.538 190.400.000 123.978.125
Afkoma ársins -45.997.447 -38.631.936 297.994 -27.300.000 -40.807.392
Eigið fé 626.694.528 -52.586.209 26.475 29.900.000 -118.256.027
Skuldir 77.740.165 122.765.600 474.240 106.900.000 252.649.789
Flokkarnir töpuðu tugum
milljóna á kosningaári
„Við erum að búa okkur undir að það
verði alger sprenging í aðsókn í skip-
ið í sumar,“ segir Elliði Vignisson,
bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Hann fór á fund fulltrúa Vegagerð-
arinnar og Eimskips í gær til að
ræða gagnrýni á þjónustu Herjólfs á
meðan siglt er til Þorlákshafnar,
sumarið framundan, stöðu mála í
Landeyjahöfn og fleira.
„Við erum vön því að lifa með nátt-
úrunni. Hins vegar hefur mörgum
fundist þjónusta skipsins ekki nógu
góð, á meðan það siglir til Þorláks-
hafnar,“ segir Elliði. Í bréfi sem
hann sendi Eimskip og Vegagerðinni
og ræddi á fundinum í gær eru
nefndar biðraðir við afgreiðslu og
seinkanir á ferðum og minni þjón-
usta um borð, meðal annars í þrifum
og veitingasölu. Elliði segir að búið
sé að lagfæra sumt og Eimskip hafi
góð orð um að bæta úr öðru.
Sumaráætlun liggur enn ekki fyrir
og það segir Elliði bagalegt vegna
undirbúnings ferðaþjónustunnar.
Hann vonast til að bætt verði úr því
einhvern næstu daga. Farþegum
Herjólfs fjölgaði mjög í sumar, eftir
að Landeyjahöfn var opnuð. Elliði
telur ýmislegt benda til að mikil
fjölgun verði í sumar, jafnvel að far-
þegar verði 280-300 þúsund, á móti
127 þúsund farþegum 2009 og liðlega
200 þúsund á síðasta ári. Telur hann
að nokkuð þrengi að við svo mikla
aukningu og fjölga þurfi ferðum.
helgi@mbl.is
Reiknað með mikilli aukningu
Eyjamenn búa sig undir mikla fjölgun ferðamanna í sumar
Kvartað undan þjónustu þegar siglt er til Þorlákshafnar
Herjólfur Sjaldan í Landeyjahöfn.
Morgunblaðið/RAX
Fimm í framboði
til vígslubiskups