Morgunblaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011
bergshús. Þar var einmitt hún
Sigga Heiðberg, eða Ponta eins
og hún var alltaf kölluð, uppalin
og búsett að ég held nær alla ævi.
Þar bjó hún í faðmi fjölskyldu,
foreldra og bræðra og það var
einstaklega líflegt í kringum
þetta góða fólk. Ponta var sann-
arlega prinsessan á heimilinu,
alltaf svo fín og sæt og við yngri
stelpurnar í hverfinu litum mjög
upp til hennar.
Í brekkunni við Bókhlöðustíg-
inn var dýrðarinnar „sjoppa“ sem
var kölluð Freyja og þjónaði því
sem í dag er kallað félagsmiðstöð
þrátt fyrir að hafa ekki verið
nema um 30 til 40 fermetrar að
stærð. Þarna vorum við alltaf vel-
komin og draumurinn var að eiga
fyrir kókflösku og lakkrísröri og
hápunkturinn var kókosbolla til
að láta kókið freyða í munninum.
Ekki vantaði það nú að Ponta var
til í að splæsa ef hún átti peninga.
Við Ponta vorum alla tíð góðar
nágrannakonur og nú síðast um
jólin færði hún mér forláta gaml-
an teketil enda var hún mann-
eskja sem vildi ávallt gleðja og
gefa af sér. Hún var einstakur
dýravinur og það var afskaplega
fallegt að heyra hana tala við
kisulórurnar sínar og hundinn.
Hún hringdi í mig fárveik til þess
að biðja mig að passa vel upp á
hundinn minn þar sem hún hefði
frétt að í hverfið væri kominn erf-
iður hvutti. Það má sannarlega
segja að hún hafi helgað líf sitt
dýrunum og baráttu til að efla og
bæta líðan þeirra.
Þegar ég flutti aftur heim á
Laufásveginn var svo notalegt að
hafa Pontu í gamla húsinu við
hliðina og hennar verður sárt
saknað. Við Táta kveðjum hana
með söknuði. Ég sendi Einari og
fjölskyldu mínar einlægustu sam-
úðarkveðjur.
Með kveðju frá Laufásvegi 4a,
Helga Þ. Stephensen.
Nú er skarð fyrir skildi í Katt-
holti vegna fráfalls okkar ást-
kæru Sigríðar Heiðberg. Sigríð-
ur tók við formennsku
Kattavinafélags Íslands 1989 og
hún var forstöðukona Kattholts í
tæp tuttugu ár. Alla ævi var hún
öflug baráttukona fyrir velferð
katta á Íslandi en ekki aðeins
katta, Sigríður mátti ekkert aumt
sjá, hún bar ævinlega fyrir
brjósti hag þeirra sem minna
máttu sín, bæði manna og dýra.
Sigríður talaði oft um það hversu
þakklát hún væri foreldrum sín-
um fyrir að hafa kennt sér að
þykja vænt um dýrin og virða líf-
ið. Í því fólst hennar hamingja.
Sigríður var vinnusöm og sinnti
dýrunum einstaklega vel. Hún
tók sér nánast aldrei frí og var
alltaf til taks fyrir skjólstæðinga
sína allan sólarhringinn alla daga
ársins, leysti úr vandamálum af
þeirri elju sem einkenndi hana.
Eiginmaður hennar, Einar Jóns-
son, stóð eins og klettur við hlið
konu sinnar og gerði henni kleift
að sinna köllun sinni. Auk þess
hefur hann sjálfur unnið ómetan-
legt starf í þágu Kattholts. Oft
þurfti að taka á stórum og and-
styggilegum málum þegar brotið
var á dýrum en aldrei lét hún
bugast. Sigríður hikaði ekki við
að fara ótroðnar slóðir þótt iðu-
lega mætti hún miklu and-
streymi. Aldrei missti hún sjónar
á markmiði sínu: Að búa köttum
og reyndar öllum dýrum betri
heim. Hún vildi allt gera til að
stuðla að því að fólk sýndi dýrum
sínum meiri elsku. Sigríður var
viðkvæm að eðlisfari. Starfið var
henni oft þungbært enda fann
hún sárt til með dýrum í neyð.
Kettlingafullar læður og læður
með kettlinga, veik dýr og varn-
arlaus áttu hjarta hennar. Lífið
var henni heilagt og hún verndaði
það af öllum mætti. Við minn-
umst Sigríðar Heiðberg með
mikilli virðingu og þökk fyrir
störf hennar og ómetanlegt fram-
lag til dýraverndunar- og mann-
úðarmála á Íslandi. Hennar skarð
verður vandfyllt. Við ættum öll að
heiðra minningu hennar með því
að styrkja Kattholt á einhvern
hátt. Það hefði henni þótt vænt
um. Við kveðjum í dag litríka og
stórbrotna konu, skemmtilegan
prakkara, félaga sem gott var að
leita til, návist sem var dýrmæt.
Það gustaði af henni. Með sorg í
hjarta kveðjum við vinkonu okk-
ar og vottum aðstandendum
hennar samúð. Hvíli hún í friði.
Og mannúð þinni mæt var þeirra
sæla,
sem mega líða, þegja’ og hugsa
sitt;
og það er víst: ef dýrin mættu
mæla,
þá mundi verða blessað nafnið þitt.
(Þorsteinn Erlingsson.)
F.h. stjórnar Kattavinafélags
Íslands,
Jóhann Páll Valdimarsson.
Kveðja frá stjórn og
húsnefnd félaga-
samtakanna Verndar
Félagasamtökin Vernd sjá
nú á bak einum dyggasta og
traustasta liðsmanni sínum,
frú Sigríði Svanlaugu Heið-
berg, sem lést 22. febrúar síð-
astliðinn. Hún hafði átt við
veikindi að stríða um nokkurt
skeið og ljóst að þau voru al-
varleg en allir vonuðu að hún
myndi endurheimta heilsu
sína en þær vonir brugðust.
Sigríður gekk til liðs við fé-
lagasamtökin Vernd fyrir
rúmum aldarfjórðungi. Strax
var ljóst að þar fór kona með
stórt hjarta og miklar hug-
sjónir. Hún sýndi samtökun-
um mikla ræktarsemi og hafði
einlægan áhuga á starfi
þeirra. Það leið ekki langur
tími þar til hún var komin í
stjórn samtakanna og hús-
nefnd áfangaheimilisins og
varaformaður Verndar varð
hún fyrir um tíu árum. Velferð
skjólstæðinga Verndar var
henni kappsmál og brýndi
hún stjórn og húsnefnd
áfangaheimilisins til dáða í
þeim efnum. Stjórn og hús-
nefnd þótti ætíð mikið til
koma um álit hennar á öllum
málum og sér í lagi þeim erf-
iðu sem upp komu. Það brást
ekki að ráð hennar voru yf-
irveguð, raunsæ og þeim
fylgdi umhyggja og hlýja í
garð skjólstæðinganna. Ætíð
fylgdi það með að velferð og
lífshamingja skjólstæðing-
anna væri undir því komin að
þeir héldu sig frá áfengi – og
fíkniefnum. Sjálf hafði hún
verið virkur félagi í AA-sam-
tökunum hátt í fjörutíu ár og
miðlaði af þekkingu sinni og
reynslu til þeirra sem glímdu
við áfengis- og fíkniefnavand-
ann.
En Sigríður var ekki aðeins
mannvinur heldur og dýravin-
ur. Hvort tveggja var samofið
persónu hennar og þar varð
eigi í sundur skilið. Hún var
formaður Kattavinafélags Ís-
lands og veitti Kattholti for-
ystu í tvo áratugi. Þar sem og
hjá félagasamtökunum Vernd
nutu félagsmálahæfileikar
hennar sín vel. Hún barðist
fyrir bættri meðferð á mál-
leysingjunum og var vakin og
sofin yfir velferð þeirra. Kis-
urnar gátu ekki eignast betri
málsvara þar sem Sigríður
var og óhætt er að fullyrða að
allir kattavinir báru virðingu
fyrir henni og dáðust að kröft-
ugu starfi hennar fyrir mál-
stað kattanna.
Sigríður var kjörin heiðurs-
félagi Verndar þegar samtök-
in fögnuðu hálfrar aldar af-
mæli sínu fyrir um það bil
einu ári. Það var þakklætis-
vottur frá Vernd til þeirrar
konu sem hafði innt af hendi
fórnfúst starf í þágu samtak-
anna án þess að taka nokkurn
tíma eina einustu krónu fyrir.
Hún var sannur sjálfboðaliði
og hugsjónakona. Þegar
henni var tilkynnt þessi
ákvörðun Verndar varð hún
hrærð í hjarta. Hún hafði allra
síst látið sér það til hugar
koma, að hún yrði heiðurs-
félagi enda var hún kona hóg-
vær og auðmjúk í hverju því
sem hún tók sér fyrir hendur.
Félagasamtökin Vernd
kveðja með þökk, virðingu og
söknuði varaformann sinn og
heiðursfélaga. Hennar verður
ætíð minnst hvar sem góðrar
konu verður getið. Mestur er
missir þeirra feðga, Einars og
Daníels Orra, en þeim sem og
fjölskyldunni allri er vottuð
innileg samúð vegna fráfalls
Sigríðar.
Guð blessi minningu frú
Sigríðar Svanlaugar Heið-
berg.
Fh. stjórnar og húsnefndar,
Hreinn S. Hákonarson,
formaður Verndar.
Kveðja frá félaginu
Kynjaköttum, Katta-
ræktarfélagi Íslands
Frú Sigríður Heiðberg hef-
ur verið helsti talsmaður
katta á Íslandi um árabil. Hún
átti sér þá hugsjón að allir
kettir á Íslandi byggju við
gott atlæti og ættu rétt á góðu
heimili. Sigríður vann ötul-
lega við að hrinda hugsjón
sinni í framkvæmd og lét
verkin tala með því starfi sem
hún leiddi í Kattholti í tæp 20
ár.
Ekki verður komið tölu á
þann fjölda katta sem hún
hjálpaði. Kettir yfirgefnir af
eigendum sínum eða kettir
sem villst höfðu að heiman
komust í Kattholt og fengu
þar umönnun þar til þeir kom-
ust aftur heim eða á ný heim-
ili.
Sigríður gekk í raðir fé-
lagsmanna Kynjakatta við
stofnun félagsins og tók þátt í
flestum kattasýningum þess.
Hún sýndi bæði ketti sem hún
átti sjálf og heimilislausa ketti
úr Kattholti í von um að sýn-
ingargestir ættleiddu þá.
Sigríður var valin fyrsti
heiðursfélagi Kynjakatta árið
2005, á 15 ára afmæli félags-
ins, vegna óeigingjarns starfs
hennar í þágu katta á Íslandi.
Það er sorg í heimi katta-
vina vegna fráfalls Sigríðar,
hennar verður sárt saknað.
Hún var okkur öllum fyrir-
mynd og er það einlæg von
okkar að kattavinum auðnist
að halda áfram því góða starfi
í þágu katta sem Sigríður
stýrði.
Við vottum Einari og Daní-
el samúð okkar.
Fyrir hönd félagsmanna
Kynjakatta,
Marteinn T. Tausen.
Þeir sem eiga litla mjálmandi
ferfætlinga að vinum njóta
ómældrar ánægju af samvistum
við þá. En þeir litlu loðnu þurfa
líka þjónustu og stundum tíma-
bundna vistun og þá er ómetan-
legt að eiga Kattholt að.
Með tíð og tíma urðu orðin
Kattholt og Sigríður algjörlega
samofin. Enda hafa Sigríður og
hennar frábæra starfsfólk unnið
þrekvirki við erfiðar aðstæður,
ekki hvað síst með vaxandi fjölda
heimilislausra katta á undanförn-
um árum. Að þeirra undirlagi
hefur mörgu lífi verið þyrmt og
margar kisur eignast gott heim-
ili.
Við leiðarlok skal þakkað fyrir
skemmtileg kynni og frábæra
þjónustu. Mosi saknar vinar í
stað.
Blessuð sé minning og óeigin-
gjörn störf Sigríðar í Kattholti.
Anna og Halldór.
Elsku Ponta er fallin frá. Það
var ekki auðvelt hjá henni lífið
síðustu mánuði en hún gafst aldr-
ei upp og ætlaði sér að sigrast á
veikindunum og komast heim.
Það var alltaf gaman að fá ætt-
móðurina í heimsókn eins og hún
kallaði sig sjálf enda höfðinginn í
ætt okkar manna. Hún hugsaði
alltaf vel um mennina okkar sem
hún kallaði drengina sína og var
sem móðir þeirra þegar þeir
misstu sína foreldra. Hún kallaði
okkur tengdadætur sínar og
ítrekaði það oft undanfarið. Hún
vildi allt vita um börnin okkar og
fylgdist vel með öllum. Hún hafði
ávallt mikinn húmor og gat skellt
ýmsu fram og sagði sína mein-
ingu ófeimin.
Einar stóð eins og klettur við
hlið hennar í veikindum hennar
og sér nú á eftir eiginkonu og fé-
laga og hann á eftir að sakna
hennar sárt. Gimsteinninn henn-
ar Daníel á heiðursmerki skilið
fyrir þann stuðning og alúð sem
hann sýndi henni í veikindum
hennar og alla tíð, hann er ein-
stakur. Elsku Ponta, það væri
hægt að skrifa endalaust um af-
reks- og merkiskonu eins og þig
en hafðu þökk fyrir allt.
Árni og Rut.
Kristján og Dagrún og börn.
Fallin er frá stórmerk kona,
Sigríður Heiðberg, formaður
Kattavinafélags Íslands og for-
stöðukona Kattholts í tuttugu ár.
Þeir skipta hundruðum – ef ekki
þúsundum – sem leituðu til Sig-
ríðar í Kattholti. Hún ráðlagði um
meðferð katta, hvernig ætti að
annast þá, merkja þá og ala þá
upp. En stærsta hlutverk hennar
var þó að taka á móti kisum sem
fólk vildi ekki hafa. Henti jafnvel
fullum pokum af litlum kettling-
um fyrir framan Kattholt – fólk
sem nennti ekki að sinna kisunum
sínum. Fólk sem skammaðist sín
ekki fyrir að lauma kisum að
Kattholti eða henda þeim úr bíl-
um hvar sem það var statt.
Sigga í Kattholti kom oft til
mín í viðtöl. Við þekktumst frá
fornu fari og það var alltaf jafn
sárt að heyra hana segja frá því
þegar fólk ákvað að fara í sum-
arfrí og þá máttu kisurnar bara
eiga sig – þær voru fyrir. Enga
manneskju hef ég hitt sem var
jafn mikill mann- og dýravinur og
Sigríður Heiðberg. Að dvelja með
henni í Kattholti og upplifa þá
hlýju og nærgætni sem hún sýndi
dauðskelfdum kisum sem höfðu
orðið fyrir barðinu á mann-
vonsku. Lífsviðhorf kisanna
breyttist í Kattholti. Þar kynnt-
ust þær hlýju, fengu mat og góða
umönnun og oftar en ekki fann
Sigga þeim gott heimili þar sem
þær nutu þess ástríkis sem hver
kisa á skilið að búa við.
Sigríður Heiðberg lyfti grett-
istaki fyrir málleysingjana. En
hún skildi kisurnar og þær skildu
hana. Hún gerði allt það besta
sem hægt var að gera fyrir kis-
urnar sem annaðhvort voru týnd-
ar eða enginn vildi. Okkur sem
eftir lifum ber að halda á lofti
merki Sigríðar Heiðberg og það
getum við gert með því að efla og
styrkja Kattholt; staðinn sem var
Siggu svo kær.
Eftirmanni Sigríðar, Elínu
Kristjánsdóttur, óska ég velfarn-
aðar í starfi, en sjálf sagði hún í
viðtali að erfitt yrði að fara í spor
Sigríðar Heiðberg.
Kisurnar í Kattholti geta ekki
talað. Kisurnar sem þú, Sigga
mín, útvegaðir góða eigendur og
ný heimili geta ekki talað. En kis-
ur eru gáfaðar og ég veit að þær
vita hvað þú gerðir fyrir þær.
Innra með sér gráta örugglega
margar kisur þessa dagana.
Bjargvættur þeirra er horfinn
héðan af jörðu, en ég er alveg viss
um að þegar Sigga kom í ríki ei-
lífðarinnar biðu hennar kisur í
hundraðatali og þökkuðu henni
lífgjöf og gæði. Því á himnum
verðum við öll saman, menn og
málleysingjar.
Elsku Siggu mína kveð ég með
mikilli virðingu og þökk og ég veit
ég mæli fyrir hönd allra þeirra
sem elska kisur þegar ég segi:
„Þér verða aldrei fullþökkuð þín
góðu verk.“
Hvíldu í friði í faðmi Drottins.
Anna Kristine Magnúsdóttir.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
HILDUR METÚSALEMSDÓTTIR,
Eskifirði,
verður jarðsungin frá Eskifjarðarkirkju
laugardaginn 5. mars kl. 14.00.
Svavar Kristinsson,
Ásta Stefanía Svavarsdóttir, Sigurjón Valmundsson,
Kristján Svavarsson, Eydís Ásbjörnsdóttir,
Sindri Svavarsson, Ma?gorzata Beata Libera
og barnabörn.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HALLDÓR ÞORSTEINSSON,
Staðarhvammi 21,
Hafnarfirði,
sem lést á Landspítala, Landakoti, sunnu-
daginn 20. febrúar, verður jarðsunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju sunnudaginn 6. mars
kl. 14.00.
Jarðsett verður á Höfðabrekku fyrir ofan Vik í Mýrdal mánu-
daginn 7. mars kl.15.
Guðmundur Ingi Thorsteinsson,
Þorsteinn Elí Halldórsson, Karen Lynn Thorsteinsson,
Elsa Eyrós Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
DAVÍÐ ÞJÓÐLEIFSSON,
Sundlaugavegi 35,
Reykjavík,
sem lést á líknardeild Landspítala Landa-
koti miðvikudaginn 23. febrúar, verður jarð-
sunginn frá Háteigskirkju föstudaginn
4. mars kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag
Íslands.
Guðbjörg Elín Ásgeirsdóttir,
Anna Sólveig Davíðsdóttir,
Jón Davíð Davíðsson,
Bjarki Steinar Daðason.
✝
Okkar elskulegi
FREDERICK ALAN JÓNSSON
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugar-
daginn 5. mars kl. 11.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem
vilja minnast hans er bent á endurhæfingar-
deild Landspítalans á Grensási.
Hafdís Erna Harðardóttir,
synir, stjúpbörn, tengdadætur,
barnabörn og systkini.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BERGUR SIGURPÁLSSON,
Tjarnarmýri 41,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
föstudaginn 4. mars kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Ás
styrktarfélag.
Bjarni Reynir Bergsson,
Sigurpáll Bergsson, Hjördís Harðardóttir,
Bergur Bergsson, Sigrún Ólafsdóttir
og barnabörn.
✝
Okkar ástkæra
ANNA ÞÓRKATLA PÁLSDÓTTIR
lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks
þriðjudaginn 22. febrúar.
Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugar-
daginn 5. mars kl. 11.00.
Fyrir hönd systkina, frændsystkina og
annarra aðstandenda,
Sigurlaug Pálsdóttir.