Morgunblaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011
Björn Gíslason
bjorngis@gmail.com
„Þetta var ljótt. Ég tel mig vera
mjög heppinn. Það var einhver
sem hélt verndarhendi yfir mér
þarna. Það er alveg á hreinu,“
segir Sigmundur Guðmundsson
flutningabílstjóri. Hann slapp
ótrúlega vel þegar fulllestaður
flutningabíll sem hann ók valt á
Norðausturvegi skammt frá bæn-
um Hraunbrún í Kelduhverfi um
hálffjögurleytið í fyrrinótt.
„Ég var að koma frá Raufar-
höfn og var að fara með þorsk inn
á Ólafsfjörð. Ég var kominn í
Kelduhverfið við Hraunbrún og þá
lenti ég í krapi á veginum, bíllinn
fór á flot og ég réð ekkert við
hann. Það var sama þótt ég reyndi
að beygja, það gerðist ekki neitt,“
segir Sigmundur og bætir við að
einnig hafi verið hvasst.
Bíllinn hafnaði utan vegar og
rann stuttan spöl á hliðinni áður
en hann stöðvaðist. Við byltuna
skekktist stýrishúsið það mikið að
Sigmundur festist undir stýri bíls-
ins og var nokkurn tíma að losa
sig. Aðspurður hvað hafi farið í
gegnum huga hans þegar hann
áttaði sig á því að hann væri fast-
ur í bílnum segir Sigmundur að
sér hafi að sjálfsögðu brugðið.
„Ég hafði mestar áhyggjur af því
að það myndi kvikna í bílnum.
Þess vegna brasaði ég við að snúa
upp á löppina á mér og reyna að
losa mig. Ég braut svo fram-
rúðuna til þess að komast út,“
segir Sigmundur.
30 spor í höndina
Sigmundur týndi símanum sín-
um í veltunni og gat því ekki
hringt á hjálp. „Ég var að tala við
félaga minn sem var líka að keyra
þegar þetta gerist og hann heyrir
bara dynkinn og hringir í Neyðar-
línuna,“ bætir Sigmundur við.
Hann gekk þó sjálfur að bænum
Hraunbrún sem er skammt frá
slysstaðnum. Þar hlúði heimilis-
fólk að honum og lét Neyðarlínuna
vita af því hvar hann væri niður-
kominn.
Sigmundur skarst illa á hendi
og var fluttur á sjúkrahúsið á
Húsavík. Þar voru saumuð 30 spor
í höndina á honum. Hann er einn-
ig nokkuð lemstraður eftir veltuna
og reiknar með að vera frá vinnu í
einhvern tíma. „Vonandi sem
styst,“ bætir hann við.
Arnar Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Nesfraktar, sem á flutninga-
bílinn sem valt í óhappinu, segir
Sigmund ótrúlega heppinn að
sleppa með minni háttar meiðsl.
„Bílstjórastóllinn brotnaði frá og
mælaborðið gekk alveg í fangið á
honum þannig að hann er ótrúlega
heppinn. Þegar maður horfir á
þetta skilur maður ekki hvernig
var pláss fyrir hann þarna,“ sagði
Arnar sem var staddur á vett-
vangi slyssins ásamt Sigmundi í
gær þegar Morgunblaðið náði tali
af honum. Björgunarsveitarmenn
frá Húsavík unnu að hreinsun á
vettvangi í gærdag.
„Það var einhver sem hélt
verndarhendi yfir mér“
Ljósmynd/Björn Gíslson.
Slys Af vettvangi veltunnar í Kelduhverfi þegar verið var að bjarga farminum úr bíl Sigmundar.
Flutningabílstjóra tókst að losa sig úr flaki bíls síns og ganga eftir hjálp
Meirihluti Samfylkingarinnar og
óháðra borgara í Sandgerði hefur
ákveðið að skipta um einn af
fulltrúum sínum í atvinnu- og
hafnarráði. Grétar Mar Jónsson,
skipstjóri og fyrrverandi alþing-
ismaður, yfirgefur þar með ráðið
eftir 29 ára samfellda setu í hafn-
arstjórn.
Samfylkingin og K-listi óháðra
borgara hafa meirihluta í bæjar-
stjórn Sandgerðisbæjar. Ólafur
Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórn-
ar, staðfestir að vilji sé til þess
innan framkvæmdaráðs listans að
skipta Grétari Mar út. Það sé þó á
valdi bæjarstjórnar og var málið
ekki á dagskrá bæjarstjórnarfund-
ar í gær. „Við teljum mikilvægt að
öll ráð séu vel starfhæf og menn
geti unnið saman. Það hefur komið
í ljós, að minnsta kosti í einu máli,
að menn eru með mismunandi
áherslur,“ segir Ólafur Þór.
Heldur áfram að skrifa
Vísar Ólafur þarna til afgreiðslu
máls í hafnarstjórn í haust þar
sem Grétar Mar studdi tillögu frá
minnihlutanum sem raunar var
ekki samþykkt í bæjarstjórn.
Grétar Mar hefur að undanförnu
skrifað greinar um fjárhag bæj-
arins á fréttavefinn 245.is og gagn-
rýnt ákvarðanir meirihlutans á síð-
asta kjörtímabili, meðal annars
sölu á eignarhlut í Hitaveitu Suð-
urnesja og samstarf við Fasteign
hf. Grétar Mar segir að þessar
greinar hafi komið við kaunin á
einhverjum sem telji sig bera
ábyrgð á þessum málum. „Ég er
hvorki sár né svekktur og mun
halda áfram að finna að því sem ég
tel aðfinnsluvert,“ segir hann.
helgi@mbl.is
Grétari Mar
skipt út í
hafnarstjórn
Grétar Mar
Jónsson
Ólafur Þór
Ólafsson
Farmur flutningabílsins, um níu
tonn af þorski, er að mestu leyti
ónýtur. Hann verður þó metinn
að sögn Arnars Ólafssonar,
framkvæmdastjóra Nesfraktar,
eiganda bílsins. Arnar segir lán í
óláni að kalt hafi verið í veðri
þannig að fiskurinn hélst kaldur
„en hann dreifðist út um móann
þarna og stórum hluta af honum
verður hent“. Aðspurður segir
Arnar erfitt að meta tjónið.
Hann viti þó að bíllinn verði ekki
notaður aftur því flutningakass-
inn og stýrishúsið séu hvor
tveggja ónýt. „Þetta eru nokkrar
milljónir ef ekki tugir,“ segir
Arnar um tjónið en bætir við að
bæði bíll og farmur hafi verið
tryggðir.
Farmurinn að mestu ónýtur
FRAMKVÆMDASTJÓRI NESFRAKTAR
Hugrún Halldórsdóttir
hugrun@mbl.is
Skýrsla og tillögur starfshóps
Reykjavíkurborgar um hagræðing-
armöguleika í skólamálum verða
kynntar í borgarráði í dag. Fjöl-
miðlar hafa nú þegar greint frá
nokkrum tillögum hópsins en inni-
haldi skýrslunnar, sem er trúnaðar-
mál, var lekið til fjölmiðla í fyrradag.
Þrjátíu leikskólar í borginni verða
sameinaðir í fjórtán, verði af tillög-
unum, og yfirstjórnir sex grunnskóla
sameinaðar í þrjár. Umræddir skól-
ar eru Álftamýrar- og Hvassaleitis-
skóli í Austurbæ borgarinnar og
Grafarvogsskólarnir Korpu- og Vík-
urskóli og Borga- og Engjaskóli.
Bíða niðurstaðna
Talsverð óvissa ríkir á meðal
stjórnenda og starfsfólks skólanna
sex vegna tillagnanna og var hljóðið
þungt í þeim viðmælendum sem
Morgunblaðið náði tali af í gær.
Nokkrir þeirra sögðust hafa verið
búnir að heyra af tillögunum um
sameiningu skólanna áður en greint
var frá þeim í fjölmiðlum, en hug-
mynd menntaráðs um að segja upp
skólastjórnendum kom þeim í opna
skjöldu. Fæstir vildu tjá sig um mál-
ið áður en niðurstöðurnar úr borg-
arráði lægju fyrir, enda „hafi enginn
fengið rökstuðning fyrir þessum
ákvörðunum,“ eins og einn viðmæl-
andinn komst að orði.
Ólík hugmyndafræði
Guðni Kjartansson, aðstoðar-
skólastjóri Álftamýrarskóla, telur
sameiningu við Hvassaleitisskóla
ekki vænlega þar sem skólarnir tveir
séu mjög ólíkir, þrátt fyrir að vera
landfræðilega séð stutt frá
hvor öðrum. Hann segir að
með sameiningunni yrði
ólíkri hugmyndafræði
steypt saman. „Hvassaleit-
isskóli og Álftamýrarskóli
eru svo ólíkir að mér
liggur við að segja að
það eigi að fara að segja
upp skipstjóranum á
Herjólfi og Goðafossi
og láta einn mann
stjórna þessum ólíku skipum.“
18% barna í Álftamýrarskóla eru
nemendur af erlendu bergi brotnir
og margir nemendur, sem víkja frá í
þroska, fá þar stuðningsúrræði. Að
sögn Guðna eru nokkur börn við nám
í Álftamýrarskóla sem ekki geta ver-
ið í Hvassaleitisskóla eða öðrum
skólum af ákveðnum ástæðum. Hann
segir óöryggi nú ríkja meðal foreldra
þessara barna.
Skýrslan fer á netið
Oddný Sturludóttir, formaður
menntaráðs, segir trúnaðarbrestinn
hafa verið sér nokkuð áfall.
„Maður á að geta rætt hluti í
nefndum og ráðum borgarinnar og
treyst því að fólk haldi trúnað, en
hann hélst ekki,“ segir hún.
Að sögn Oddnýjar eru stjórnend-
ur skólanna sárir yfir því að hafa
frétt af tillögunum í gegnum fjöl-
miðla, enda séu mannlegar tilfinn-
ingar tengdar öllum breytingum.
„Það var búið að segja stjórnendum
að þeir myndu verða látnir vita með
öðrum hætti.“
Skýrsla starfshópsins verður gerð
aðgengileg á rafrænu formi á vef
Reykjavíkurborgar í dag.
Óvissa ríkir meðal stjórnenda
Tillögur um hagræðingu í skólum kynntar í borgarráði í dag Skólastjórnendur sárir yfir því að
hafa frétt af tillögunum í fjölmiðlum Trúnaðarbresturinn áfall, segir formaður menntaráðs
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skólabörn Yfirstjórnir sex grunnskóla verða sameinaðar í þrjár verði til-
lögur starfshóps borgarinnar samþykktar í borgarstjórn í dag.
Í kjölfar fundarins í borgarráði í
dag verða tillögurnar kynntar
borgarbúum með fundum í
hverju hverfi. Að þeim loknum
fara þær í umsagnarferli til
menntaráðs, íþrótta- og tóm-
stundasviðs, skólaráða og for-
eldrafélaga. Aðspurð hvort búið
sé að ákveða hvenær ráðist
verði í sameiningarnar, ef af
þeim verður, segir Oddný: „Við
gerum tillögur að tímasetningu,
en það er misjafnt eftir til-
lögum. Þetta eru margar mis-
munandi tillögur og breytingar
og það fer þá bara eftir eðli
breytinganna hvort það er
næsta haust eða haustið
2012.“ Að sögn Oddnýjar er
ekki um tímabundnar sam-
einingar að ræða.
Kynntar
borgarbúum
SAMEININGARTILLÖGUR
Oddný
Sturludóttir
Ljósmynd/RÚV
Bílstjóri Sigmundur Guðmundsson.