Morgunblaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 17
Icesave-lögin tryggja full-
komna niðurlægingu Íslands
Ef landsmenn vilja
tryggja fullkomna
niðurlægingu Íslands,
þá skulu þeir endi-
lega samþykkja Ice-
save-lögin í komandi
þjóðaratkvæði. Engin
frjáls þjóð hefur
nokkru sinni afsalað
sér lögsögu sinni, eins
og gert er með Ice-
save-samningunum.
Ekki er bara að Ice-
save-samningarnir sjálfir falli und-
ir breska eða hollenska lögsögu,
heldur öll atriði sem málinu tengj-
ast. Afsal íslenskrar lögsögu er að
finna í öllum 10 Icesave-samning-
unum og dæmigert afsalsákvæði
hljóðar svona:
»Lögsaga og réttarframkvæmd.
Þessi samningur og öll atriði,
kröfur eða deilur sem rísa kunna
vegna hans eða í tengslum við
hann, hvort sem um er að ræða
samningsbundin atriði eða ósamn-
ingsbundin, skulu lúta lögum
Bretlands og vera túlkuð sam-
kvæmt lögum Bretlands.«
Engrar undankomu er því auðið
frá ránsklóm nýlenduveldanna. Al-
menningur á Íslandi skal mjólk-
aður til síðasta blóðdropa og engin
grið gefin. Bretland og Holland
hafa í margar aldir stundað rán-
skap um allan heim, en þeim er
nýlunda að hitta fyrir þjóð sem er
jafn áköf að láta mergsjúga sig.
Íslendingar virðist vera nýr kyn-
stofn þræla og hugleysingja.
Útlendingar fordæma
heigulshátt stjórnvalda
Útlendingar sem ég hef rætt við
eru furðu lostnir yfir þeirri stöðu
mála, að valdhafar á Íslandi skuli
ganga harðar fram í að niðurlægja
þjóð sína, en hin gírugu nýlendu-
veldi. Jafnvel fólk í svörtustu Afr-
íku sem ýmsu er vant lýsir undrun
og hikar ekki við að fordæma að-
farir þjóðsvikaranna.
Frá Hollandi fékk ég
eftirfarandi boð:
ȃg get ekki
ímyndað mér að
nokkur eðlileg mann-
eskja kjósi að greiða
forsendulausar kröf-
ur, sem settar eru
fram af gömlum ný-
lenduveldum eins og
Bretlandi og Hollandi.
Ef Bretland og Hol-
land hóta að stöðva
aðlögunarferlið að
ESB, þá eru slíkar
hótanir marklausar. Eftir eitt ár
verða kröfurnar grafnar og
gleymdar. Hafið ekki áhyggjur af
ógreiddum Icesave-kröfum. Hafðu
frekar áhyggjur, ef Íslendingar
undirgangast að greiða Icesave-
kröfurnar, vegna þess að þá eruð
þið vangefin og við í Evrópu höf-
um ekki þörf fyrir fleiri hálfvita,
nóg er af þeim nú þegar.«
Frjálshuga Íslendingar munu
ekki greiða Icesave-kúguninni at-
kvæði. Sjálfstæði landsins er
meira virði en flest annað og þá er
persónulegur fjárhagur ekki und-
anskilinn. Lögsagan er helsta
tjáning sjálfstæðisins og hún tek-
ur yfir bæði lög landsins og rétt-
arframkvæmd sem byggir á þeim.
Mikilvægi lögsögu landsins er
sambærilegt við fullveldi þjóð-
arinnar, sem einnig ræður úrslit-
um í Icesave-málinu.
Forsetinn stendur vörð um
fullveldisréttinn
Forseti lýðveldisins Ólafur
Ragnar Grímsson hefur lengi haft
skilning á mikilvægi fullveldisins
og vaxandi hluti þjóðarinnar er að
öðlast sama skilning. Hugtakið
»fullveldi« er stjórnarfarslegt
grundvallaratriði. Fullveldi (full-
veldi = fullt vald) merkir end-
anlegt og ótakmarkað vald um
málefni landsins. Endanlegt er
fullveldið, vegna þess að ákvörð-
unum fullveldishafans verður ekki
vísað til annars aðila. Ótakmarkað
er fullveldið, vegna þess að það
tekur til allra þátta sem fullveld-
ishafinn ákveður.
Með beitingu 26. greinar Stjórn-
arskrárinnar er forsetinn að veita
almenningi það vald sem fólgið er
í fullveldisréttinum. Alþingi hefur
brugðist í hverju málinu á fætur
öðru, en sem betur fer búum við í
lýðveldi, þannig að landsmenn
geta stöðvað þá fullkomnu flónsku
sem stjórnvöld hafa viðhaft. Í yf-
irlýsingu forsetans frá 5. janúar
2010, kemur vel fram hverjar
staðreyndir málsins eru:
»Hornsteinn stjórnskipunar ís-
lenska lýðveldisins er að þjóðin er
æðsti dómari um gildi laga.
Stjórnarskráin sem samþykkt var
við lýðveldisstofnun 1944 og yfir
90% atkvæðisbærra landsmanna
studdu í þjóðaratkvæðagreiðslu
felur í sér að það vald sem áður
var hjá Alþingi og konungi er fært
þjóðinni. Forseta lýðveldisins er
svo ætlað að tryggja þjóðinni þann
rétt.«
Icesave-draugnum er unnt að
bægja burt, ef fullveldisrétturinn
er í höndum almennings og hann
er notaður til að standa vörð um
lögsöguna, mikilvægasta þátt
sjálfstæðisins. Forsetinn á miklar
þakkir skildar fyrir að sýna festu,
byggða á traustum röksemdum.
Nú er komið að okkur lands-
mönnum að mæta á kjörstað og
varpa Icesave-draugnum end-
anlega á dyr.
Eftir Loft Altice
Þorsteinsson
»Mikilvægi lögsögu
landsins er sam-
bærilegt við fullveldi
þjóðarinnar, sem einnig
ræður úrslitum í Ice-
save-málinu.
Loftur Altice
Þorsteinsson
Höfundur er verkfræðingur, vísinda-
kennari og félagi í Samstöðu þjóðar
gegn Icesave.
17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011
Hundalíf Þeir voru ekki allir af sama kyninu eða í sömu litunum en allir voru þeir heldur betur kátir hundarnir sem fengu að hlaupa á eftir bolta í snjónum á Geirsnefi í gær.
Golli
Mjög hefur verið
vegið að sjálfstætt
starfandi aðilum í fjöl-
miðlum upp á síðkast-
ið og undirritaður
ekki í aðstöðu til að
meta hvað er rétt og
hvað er rangt í þeirri
umræðu.
Sú sorglega stað-
reynd er þó fyrir
hendi að þeim stöðum
sem lent hafa í þessari orrahríð
hefur verið/verður lokað.
Það sækir vissulega að manni sú
spurning hvort jafnræðis sé gætt í
viðbrögðum gagnvart sjálfstæðum
aðilum og opinberum. Það skal ját-
ast að þegar málefni Götusmiðj-
unnar voru í hámæli, „sjúklingar“
fluttir á brott annað og staðnum
lokað sökum framkomu forstöðu-
mannsins, eins og ítrekað og ræki-
lega var fjallað um í fjölmiðlum,
var undirrituðum mjög létt að
framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Suð-
urlands sýndi ekki af sér óvandaða
framkomu, enda hefðu þá vænt-
anlega allir sjúklingar þar verið
færðir á brott og sjúkrahúsinu lok-
að.
Rekstraraðilar eru misjafnir og á
það jafnt við um opinbera sem
sjálfstætt starfandi aðila. Það að
embættismenn stígi fram og lýsi
því yfir að tími sjálfstætt starfandi
aðila í tilteknum málaflokki sé lið-
inn er í senn óábyrgt og óviðeig-
andi. Ef það fé sem veitt var til
hinna sjálfstætt starfandi aðila á
svo að veita í sambærilegan rík-
isrekstur, þá er þetta ferli orðið
miklu meira og alvarlegra en að
vera óviðeigandi.
Stjórnmála- og
embættismenn hafa
upp á síðkastið gengið
fram af fádæma
hörku gagnvart sjálf-
stætt starfandi að-
ilum. Má sem dæmi
nefna að í nýsam-
þykktum lögum um
málefni fatlaðs fólks
er hallað mjög á sjálf-
stæða rekstraraðila á
sama tíma og sveit-
arfélögunum er réttur
spegill og þeim sagt að brosa,
meira þurfi þau ekki að gera enda
hafi þau eftirlit með sjálfum sér.
Alþingi ber að tryggja Íslend-
ingum valfrelsi þar sem sjálfstætt
starfandi aðilum er gert jafn hátt
undir höfði og þeim opinberu (ríki
og sveitarfélög). Á þessu er ekki
bara skortur í dag heldur virðist
markvisst unnið að því að brjóta
niður það sem hefur áunnist.
Menn hafa líkast til gleymt því
að opinber rekstur hefur vart yfir
sér geislabaug og væru sömu mæli-
kvarðar settir á hann og settir eru
á sjálfstætt starfandi aðila – þá
væru nú ekki margar opinberar
stofnanir starfandi í dag!
Eftir Guðmund
Ármann
Pétursson
» Það sækir vissulega
að manni sú spurn-
ing hvort jafnræðis sé
gætt í viðbrögðum
gagnvart sjálfstæðum
aðilum og opinberum.
Guðmundur Ármann
Pétursson
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Blessun ríkisvæð-
ingar og bölvun
þeirra sem sjálf-
stætt starfa