Morgunblaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 40
Hamar úr Hveragerði vann sinn fyrsta titil í körfubolt- anum í gærkvöld þegar liðið stóð uppi sem sigurvegari í úrvalsdeild kvenna. Það gerðist þrátt fyrir ósigur gegn KR á heimavelli því Keflavík, eina liðið sem gat komist upp fyrir Hamars- konur, tapaði á sama tíma fyrir Haukum. Hamar er því með heimaleikjarétt í allri úrslitakeppninni. »3 „Það er að sjálfsögðu rosalega gam- an að vinna eitt af sterkustu liðum heims, sérstaklega vegna þess að Svíarnir tefldu fram sínu besta liði á móti okkur,“ sagði Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvenna- landsliðsins í knattspyrnu, við Morgunblaðið í gær. Hún skoraði sigurmarkið gegn Sví- um, 2:1, í Portúgal. »1, 4 Gaman að vinna eitt sterkasta lið heims FIMMTUDAGUR 3. MARS 62. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318 1. Thor Vilhjálmsson látinn 2. Segist hafa sofið hjá kennaranum 3. Ferguson æfur út í dómgæsluna 4. Sheen missir forræði »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Í dag eru slétt tuttugu og fimm ár síðan Metallica gaf út plötuna Master of Puppets, sem margir telja vera hennar meistaraverk. Orri Páll Orm- arsson fór í þungarokksrannsóknir af tilefninu. »35 Þrekvirki þungarokksins  Skráning í Mús- íktilaunir þetta árið hófst síðasta mánudag. Hver hljómsveit eða einstaklingur skil- ar tveimur demó- upptökum á mp3- formi inn á www.musiktil- raunir.is, ásamt mynd í góðri upp- lausn og stuttri lýsingu. Skráningu lýkur 13. mars. Sigurvegari í fyrra var hljómsveitin Of monsters and men. Skráning í Músíktil- raunir yfirstandandi  Blúshátíð verður haldin 16. til 20. apríl næstkomandi og verður að vanda öllu tjaldað til hvað íslenska blúsmenningu varðar. Erlendir gest- ir munu að vanda kíkja í heimsókn og svo verður sjálfur Björgvin Halldórsson á meðal gesta í þetta sinn. Mun hann taka lagið með Blúsmafíunni á sérstöku Memphis Ten- nessee-kvöldi. Bó með Blúsmafíunni á blúshátíð Á föstudag Vestan 8-15 m/s, hvassast nyrst. Hægviðri um kvöldið. Víða dálítil él. Hiti kringum frostmark. Á laugardag Suðlæg átt, 10-18 m/s, með slyddu eða snjókomu og síðar rigningu. Hlýn- andi í bili. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Skúrir eða él, en úrkomulítið norðaustantil. Vægt frost í inn- sveitum norðaustanlands til morguns en annars hiti yfirleitt 0 til 5 stig. VEÐUR Fyrsti titillinn til Hamarskvenna Frjálsíþróttamennirnir Kristinn Torfa- son og Óðinn Björn Þorsteinsson eru tilbúnir í slaginn á Evrópumeist- aramótinu innanhúss sem hefst í París í fyrramálið. Kristinn keppir í langstökki og þrístökki og kveðst aldrei hafa verið í betra formi. Óðinn Björn keppir í kúluvarpi og setur stefnuna á að komast í úrslitakeppn- ina. »2-3 Kristinn og Óðinn eru klárir í slaginn í París ÍÞRÓTTIR Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ég brotnaði aldrei niður heldur tók þessu alltaf með ró. Ég held að þetta sé miklu erfiðara fyrir aðstand- endur. Konan mín, Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir, er hjúkrunarfræð- ingur og hún undraðist hversu ró- lega ég tók þessu öllu,“ segir Gísli Ragnar Kristjánsson, húsasmiður á Eyrarbakka, um jákvætt hugarfar sitt til krabbameinsmeðferðar. Gísli Ragnar greindist með krabbamein í vinstra eista í nóv- ember 2005 og er nú að eigin sögn „algóður“. Hann dró að fara í ítar- lega skoðun hjá lækni og hvetur aðra karla til að falla ekki í sömu gildru og hann, að hugsa sér að ekk- ert geti nú verið að þeim sjálfum. En batahorfur karla sem greinast með eistnakrabbamein eru um 90%. Gat ekki gengið „Það var rétt fyrir fæðingu yngsta stráksins míns í desember 2004 sem ég fann fyrst til í eistanu. Ég var á gangi og fann þá fyrir miklum eymslum. Eitt skiptið var ég á verk- stæðinu og gat þá ekki gengið. Ég kvartaði við konuna og hún sendi mig rakleitt til heimilislæknis. Læknirinn skoðaði mig og þreifaði eistað en ómskoðaði mig ekki. Hon- um taldist til að þetta væri bólga í eistnalyppum og lét mig hafa sýkla- lyf. Það sló á einkennin um hríð. Ég fann síðan aðeins til en var ekki að velta því mikið fyrir mér,“ segir Gísli Ragnar og kveðst sjá eftir því að ekki hafa hlustað á hvatningarorð konu sinnar um að fara í ítarlega skoðun. „Síðan liðu 11 mánuðir og á þeim tíma fann ég öðru hverju til í eistanu. Það var ekki fyrr en í nóvember 2005 að ég fór að tala um þetta við konuna. Þá pantaði hún tíma án minnar vitundar og ég fór til læknis. Ég var skoðaður og fór í viðtal hjá sérfræðingi. Hann greindi mig strax og sagði að það væru 90% líkur á að þetta væri æxli í eistanu.“ Lífið er mikil gjöf Daginn eftir fór Gísli Ragnar í skurðaðgerð þar sem vinstra eistað var fjarlægt. Nokkrum vikum síðar tók svo við lyfjameðferð sem stóð fram á vor. Þá tók við frí og undir- búningur undir dagleg störf. Gísli Ragnar tók fram hamarinn á ný í ágústlok og var fljótlega kominn í fullan gang sem sjálfstætt starf- andi smiður. Reglubundnu eftirliti hjá lækni er að ljúka og við blasir heilbrigt líf á ný. Það er þakklátur maður sem kveður blaðamann. „Er lífið ekki yndislegt?“ „Er lífið ekki yndislegt?“  Smiður hvetur karla til árvekni verki þá í eistu Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson Með mottu Gísli Ragnar Kristjánsson horfir nú glaðbeittur fram á veginn eftir erfiða baráttu við krabbamein. „Þegar ég fór á bráðamóttökuna fyrst og var greindur með krabbamein í vinstra eista var ég í pínulitlu herbergi. Þar var hópur af sérfræð- ingum sem höfðu snert mig allan og rannsakað í bak og fyrir. Þá bar svo við að mér var boðið sílíkon í stað eist- ans sem átti að fjarlægja. Ég sagði bara já við því,“ segir Gísli Ragnar og hlær innilega að minn- ingunni. Hann viðurkennir þó að suma daga hafi lífið ekki verið dans á rósum. „Þetta var erfitt. Ég skal játa það. Maður var búinn að fá alls- kyns lyf og var orðinn hárlaus um allan líkamann og útblásinn af sterum og allur úr sér genginn. Fyrstu dagana eftir lyfjameðferð var ég rúmliggjandi. Ég var svo slappur að ég gat varla gengið á klósettið. Það var sigur að kom- ast þangað. Síðan gat maður að- eins farið að ganga um. Ég hélt mér að öðru leyti ótrúlega vel, hafði alltaf matarlyst. Þar var mikið af töflum sem maður þurfti að éta og harðlífið var alveg skelfilegt,“ segir Gísli Ragnar og hlær aftur dátt. Hörkutól með sílíkon LAUSN LÆKNAVÍSINDANNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.