Morgunblaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011 AF MÁLMI Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Á enga plötu hef ég hlustaðoftar um dagana en Masterof Puppets með kaliforn- íska málmbandinu Metallica, nema ef vera skyldi … And Justice for All með sömu sveit. Þetta eru tvö af öndvegisverkum málmsögunnar og fáar plötur hafa haft meiri áhrif á yngri kynslóðir flösufeykja. Þótt ótrúlegt megi virðast er aldarfjórð- ungur liðinn í dag frá útgáfu Mast- er of Puppets – skífan kom fyrst í verslanir 3. mars 1986. Hún féll undir eins í frjóa jörð, gagnrýnendur kepptust við að hlaða hana lofi og seldist platan eins og heitar lummur og sætti það tíðindum fyrir þær sakir að út- varpsstöðvar harðneituðu að spila graðhestarokk af þessu tagi. Þá tók sveitin ekki í mál að gera myndbönd á þessum tíma. Metal- lica stóð fyrir önnur gildi 1986 en 2011. Master of Puppets komst hæst í 29. sæti Billboard-listans í Banda- ríkjunum og sat á listanum samfellt í 72 vikur. Platan hefur selst í meira en 6 milljónum eintaka vestra. Það er nokkru minna en langsöluhæsta plata Metallica, Svarta platan (1991), sem selst hefur í tæplega 16 milljónum eintaka í Banda- ríkjunum. Fæst- ir harðkjarna fylgismenn sveitar- innar leggja þessar tvær plötur þó að jöfnu. Master of Puppets, sem var þriðja breiðskífa Metallica, var rökrétt framhald af fyrri plötunum tveimur, Kill ’Em All (1983) og Ride the Lightning (1984). Þær kveiktu mikið bál sem seint mun slökkna – þrass. Frumkrafturinn var beislaður og málum hvergi miðlað. Þrassarnir eru Spartverjar samtímans. Til þess að gera ný málmbönd virkuðu skyndilega gömul og lúin við hliðina. Á Master of Puppets má segja að Metallica hafi náð fullkomnu valdi á þessum nýja stíl – tamið þrassið! Keyrslan var kannski ekki eins mikil og áður (fyrir utan Battery og Damage, Inc.) en tónninn níðþungur. Te- stósterónið drýpur af vínylnum. Metallica hefur heldur aldrei legið meira á hjarta, enda þótt lögin væru að jafnaði lengri en áður þjónaði hver sekúnda tilgangi. Hvergi er snöggan blett á plöt- unni að finna og flest lögin hljóma reglulega á tónleikum Metallica, einkum titillagið, Welcome Home (Sanitarium), Battery og Leper Messiah. Ákveðin þversögn liggur í því að um leið og hljómsveitin hafði náð fullkomnu valdi á stílnum hverfðist kveðskapurinn að mestu leyti um þróttleysi. Í flestum lög- unum eiga menn við ofurefli að etja. Þeir eru ýmist í klóm fíkni- efna, geðveiki, dugleysis, ofsa eða Sáms frænda. Eiga allt sitt undir öðru eða öðrum. Að því leyti er Master of Puppets óður til áþjánar.    Oft er sagt að maðurinn sé áhátindi sköpunargetu sinnar upp úr tvítugu og Master og Pupp- ets rennir stoðum undir það. James Hetfield og Lars Ulrich voru 22 ára þegar platan kom út, Kirk Ham- mett 23 ára og Cliff Burton nýorð- inn 24. Makalaust þegar horft er til þroskans sem listaverkið býr yfir. Sem kunnugt er var Master of Puppets svanasöngur Burtons bassaleikara með Metallica, hann lést með voveiflegum hætti í rútu- slysi í Smálöndunum í Svíþjóð um haustið, þar sem hljómsveitin var á tónleikaferðalagi. Var hann málm- elskum harmdauði og sumum þykir skarð hans aldrei hafa verið fyllt. Frá og með … And Justice for All og sérstaklega Svörtu plötunni fór Metallica á sporbraut um jörðu – varð að viðskiptaveldi á heimsvísu. Það sem síðan hefur komið er um- deildara en breytir ekki því að Me- tallica hefur um árabil verið eitt stærsta tónleikaband heims. Það er alltaf jafnáhugavert að velta fyrir sér hver vegur sveit- arinnar hefði orðið hefði Burton haldið lífi en hann hafði megna skömm á hverslags sýndar- mennsku og prjáli. Því verður aldrei svarað. Þrassið tamið » Í flestum lögunumeiga menn við ofur- efli að etja. Þeir eru ým- ist í klóm fíkniefna, geð- veiki, dugleysis, ofsa eða Sáms frænda. Að því leyti er Master of Pupp- ets óður til áþjánar. Metallica 1986 Lars Ulrich, James Hetfield, Kirk Hammett, Cliff Burton. Um daginn fór ég í bíó aðsjá kvikmyndina How doyou know. Ég bjóst svosem ekkert við miklu. Þetta yrði líklegast ágæt afþreying í Hollywoodstíl. Sæt, bleik froða sem mætti hafa gaman af á sunnudegi. Þegar um hálftími var liðinn af myndinni var mér orðið ljóst að svo var ekki. Í hléinu langaði mig helst að ganga út af leiðindum og það ger- ist eiginlega aldrei. Yfirleitt má þrauka svona froðumyndir af Holly- woodfæribandinu en Jesús Pétur. Í þessa mynd vantar alla tilfinningu og sannfæringu. Persónusköpunin er lítil sem engin og öll samskipti fólksins svo slök að þau þyrftu helst að fara í hópmeðferð hjá sálfræð- ingi. Í örstuttu máli segir myndin frá Lisu, sem Reese Witherspoon leik- ur, en hún stendur á tímamótum þegar ferli hennar sem afreks- íþróttakonu í bandaríska minnibolt- anum lýkur. Á sama tíma byrjar hún með hafnaboltastjörnunni Matty, sem leikinn er af Owen Wilson. Hann er eiginlega orðinn of gamall í þetta hlutverk spaðans sem hlær að aulabröndurum félaganna. Hann má þó eiga það að leika í einu af örfáum fyndnum atriðum myndarinnar. Á svipuðum tíma hittir Lisa líka George, Paul Rudd. Hann þvælist um sjálfan sig í aulagangi og stressi yfir lögsókn sem aldrei er útskýrð almennilega. Á milli þeirra á að vera einhvers konar ástarþríhyrningur þar sem Lisa getur ekki ákveðið hvorn manninn hún vill. Tilfinningar hennar eru hins vegar algjörlega óáþreifanlegar og hún vöðlast um sem viljalaust verkfæri. Sama er að segja um þá félaga George og Matty sem virðast hafa álíka mikið sálarlíf og útgeislun og útstillingargínur. Bara afsakið en ég get ekki orða bundist yfir því það þessi mynd hangir illa saman. Eiginlega það eina sem bjargar henni er hvað frök- en Witherspoon er snoppufríð og í flottum fötum sem hin óskiljanlega skopparakringla Lisa. Óskiljanleg hringavitleysa Smárabíó, Borgarbíó, Háskólabíó How Do You Know bmnnn Leikstjóri: James L. Brooks. Aðalhlut- verk Reese Witherspoon, Owen Wilson, Paul Rudd og Jack Nicholson. 121 mín- úta. Bandaríkin, 2010. MARÍA ÓLAFSDÓTTIR KVIKMYND Parið Reese Witherspoon og Owen Wilson virðast alveg jafnundrandi á þessari vitleysu. How Do You Know er arfaslök kvikmynd. THE MECHANIC Sýnd kl. 6, 8 og 10:10 TRUE GRIT Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:25 BIG MOMMA’S HOUSE 3 Sýnd kl. 5:50 JUST GO WITH IT Sýnd kl. 8 og 10:25 Stundum þarf maður stelpu, til að ná stelpunni SPRENGHLÆGILEG GAMANMYND SEM ENGIN MÁ MISSA AF HHH „Myndin hin besta skemmtun sem hentar öllum aldurshópum“ -H.H. - MBL LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum MÖGNUÐ HASARSPENNUMYND SEM ENGINN MÁ MISSA AF! THE MECHANIC KL. 5.50 - 8 - 10.10 16 THE MECHANIC LÚXUS KL. 8 - 10.10 16 HOW DO YOU KNOW KL. 5.20 - 8 - 10.20 L BIG MOMMA´S HOUSE KL. 3.30 - 5.40 L THE EAGLE KL. 10.35 16 JUST GO WITH IT KL. 5.30 - 8 - 10.30 L BLACK SWAN LÚXUS KL. 5.30 16 GULLIVER´S TRAVEL 3D KL. 3.30 L ALFA OG OMEGA 3D KL. 3.30 L SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5% 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS T.V. - KVIKMYNDIR.IS -H.S.S.,MBL HOW DO YOU KNOW KL. 5.50 - 8 - 10.10 L BIG MOMMA´S HOUSE KL. 5.50 - 8 SÍÐASTA SÝNING L JUST GO WITH IT KL. 10.10 SÍÐASTA SÝNING L T.V. - KVIKMYNDIR.IS-H.H., MBL -H.V.A., FBL HOW DO YOU KNOW KL. 5.25 - 8 - 10.35 L BIG MOMMA´S HOUSE KL. 5.30 - 8 L 127 HOURS KL. 5.50 - 8 - 10.10 12 BLACK SWAN KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 THE FIGHTER KL. 10.30 14 GLERAUGU SELD SÉR FLOTTUR “STATTARI” -A.E.T., MBL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.