Morgunblaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011
Upplifunin var slík að
það var eins og mað-
ur væri stjarna 36
»
Guðmundur
Steinn Guð-
mundsson bar
sigur úr býtum í
samkeppni Ríkis-
útvarpsins um
nýtt tónverk.
Verðlaunin hlýt-
ur hann fyrir
verkið „Mardi-
posa“. Verð-
launafé er kr.
500.000 og er greitt úr Tónskálda-
sjóði Ríkisútvarpsins en efnt var til
samkeppninnar í tilefni af 80 ára
afmæli Ríkisútvarpsins.
Í dómnefnd sátu Bjarni Rúnar
Bjarnason, Karólína Eiríksdóttir,
Una Sveinbjarnardóttir og Haukur
Tómasson.
Guðmundur Steinn nam tón-
smíðar hjá dr. Úlfari Inga Haralds-
syni og Hilmari Þórðarsyni við LHÍ
og lauk nýlega MA-gráðu í tón-
smíðum frá Mills College í Kaliforn-
íuríki í Bandaríkjunum.
„Mardi-
posa“
valið best
Guðmundur Steinn
sigraði í samkeppni
Guðmundur Steinn
Guðmundsson
Saxófónleik-
arinn góðkunni,
Sigurður Flosa-
son, stendur fyr-
ir tónleikum í
Norræna húsinu
í kvöld, fimmtu-
dag, og hefjast
þeir klukkan
20.30.
Á tónleik-
unum verða flutt
ný lög Sigurðar, flest við ljóð eftir
Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Flytj-
endur auk Sigurðar verða söng-
konan Kristjana Stefánsdóttir, Ey-
þór Gunnarsson,Valdimar K.
Sigurjónsson og Scott McLemore.
Tónleikarnir eru haldnir í
tengslum við námskeið Sigurðar
hjá Endurmenntunarstofnun Há-
skóla Íslands, „Heim jazzins“, en
eru opnir öllum.
Leika ný lög
Sigurðar
Flosasonar
Sigurður
Flosason
Fyrsta hefti ársins af Tímariti
Máls og menningar er komið
út. Stærsta greinin er eftir
Þorstein Þorsteinsson bók-
menntafræðing og þýðanda og
fjallar um „Tímann og vatnið“,
ljóðaflokk Steins Steinarr.
Haukur Ingvarsson tekur
stórt viðtal við Ófeig Sigurðs-
son sem vakti athygli fyrir
skáldsögu sína um Jón Stein-
grímsson. Tómas R. Einarsson
skrifar um kúbanska skáldið Ernesto Padilla og
Guðni Th. Jóhannesson veltir fyrir sér heimildum
sagnfræðinnar í ýmsum skilningi. Ýmsar fleiri
greinar eru í heftinu, ljóð og ritdómar.
Ritstjóri er Guðmundur Andri Thorsson.
Tímarit
Tíminn og vatnið og
Ófeigur í TMM
Þorsteinn
Þorsteinsson
Fulltrúar arkitektastofunnar
ARKÍS, sem hefur viðamikla
reynslu af verkefnum í skipu-
lagi og arkitektúr, munu kynna
verkefni stofunnar í fyrirlestri
í Listsafni Reykjavíkur,
Hafnarhúsi, í dag, fimmtudag,
klukkan 17.
Meðal verkefna ARKÍS sem
kynnt verða eru gestastofa á
Skriðuklaustri, gestastofa á
Snæfellsnesi og Náttúru-
fræðistofnun. Öll hús ARKÍS eru hönnuð út frá
hönnunarviðmiðum fyrir vistvænar byggingar.
Hefur stofan hlotið mörg verðlaun síðan hún var
stofnuð árið 1997. Verkefni hennar spanna allar
hliðar arkitektúrs og skipulags.
Arkitektúr
Fjalla um vistvæn-
ar byggingar
Náttúru-
fræðistofnun.
Þessa dagana stendur yfir í
Kubbnum, húsakynnum mynd-
listardeildar Listaháskóla Ís-
lands, sýningin Vaxandi og
uppáþrengjandi rými - gagn-
virk rafvélræn list.
Sýningin er afrakstur sam-
starfsverkefnis LHÍ og Há-
skólans í Reykjavík í nám-
skeiðinu Gagnvirkni og
hönnun. Kennarar námskeiðs-
ins eru Joseph T. Foley, sér-
fræðingur hjá HR og Sigrún Harðardóttir, um-
sjónarmaður nýmiðla og vídeóverks LHÍ.
Við verkin er notuð allskyns skynjaratækni.
Sýningin stendur til 6. mars, í Kubbnum á
Laugarnesvegi 91 og er opin daglega kl. 13-18.
Myndlist
Gagnvirk rafvélræn
list í Kubbnum
Sigrún
Harðardóttir
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Þetta er mjög krefjandi verk en það er ekki mikið um
það að segja. Þetta er eins og kröftugur rokkkonsert –
mikill kraftur,“ segir danshöfundurinn Jo Strömgren
um verk sitt Großstadtsafari. Það er eitt þriggja dans-
verka á sýningunni sem Íslenski dansflokkurinn frum-
sýnir á morgun, „Sinnum þrír“.
Hinn norski Strömgren er þekktur sem danshöf-
undur, leikskáld og leikstjóri. Hann hefur unnið með
fjölda dansflokka og verk hans verið sýnd í yfir fimm-
tíu löndum. Hann hefur áður unnið með Íslenska dans-
flokknum, samdi Kraak 1 og Kraak 2 fyrir flokkinn ár-
ið 2001 og Grímuverðlaunaverkið Kvart árið 2008. Þá
samdi hann einnig Ræðismannsskrifstofuna fyrir Leik-
félag Reykjavíkur.
Sagt er að í Großstadtsafari sé unnið með þá streitu
og árásarhneigð sem byggist upp í fjölmenni.
„Þetta er verk sem ég samdi í Ósló í haust sem leið.
Katrín Hall, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokks-
ins, sá uppsetninguna í Noregi og taldi að verkið
myndi henta dansflokknum,“ segir Strömgren.
„Ég vinn á mörgum stöðum og með mismunandi
form og stíla. Síðustu árin hef ég unnið mikið með
stórum óperu- og battettflokkum og ég var orðinn leið-
ur á fágaðri stemningu og borgaralegu andrúmslofti.
Ég fór því aftur að rótum mínum í harðri rokktónlist
og samdi verk þar sem er mikið af hreyfingum og há-
vær tónlist og mikill reykur. Ég hef í raun ekki unnið í
þessum anda síðustu tíu árin. Hinir listrænu og vits-
munalegu eiginleikar skipta minna máli í þessu verki
en krafturinn í tónlistinni og hreyfingunum.“
Þótt verkið hafi verið flutt í Noregi í haust þá segir
Strömgren að það líti allt öðruvísi út í meðförum
ÍD.
Strömgren kemur víða við í vinnu sinni en segist
vera afskaplega mikill Íslandsvinur eftir fjölda
heimsókna hingað.
„Í haust set ég upp sýningu í fylkisleikhús-
inu í Braunschweig og ég sagði þeim að ég
vildi gera heila kvöldsýningu einungis
með tónlist Hauks Morthens. Hann
var ótrúlegur söngvari, einn af mín-
um uppáhalds,“ segir Jo Strömgren.
„Kröftugur rokkkonsert“
Íslenski dansflokkurinn frumsýnir á morgun þrjú ný dansverk í „Sinnum þrír“
„Mikið af hreyfingum og hávær tónlist og mikill reykur,“ segir Jo Stömgren
Morgunblaðið/Golli
Úr Großstadtsafari „Hinir listrænu og vitsmunalegu eiginleikar skipta minna máli í þessu
verki en krafturinn í tónlistinni og hreyfingunum,“ segir Strömgren.
Íslenski dansflokkurinn frumsýnir dans-
sýninguna „Sinnum þrír“ annað kvöld,
föstudagskvöld. Sýnd verða þrjú ólík
verk og er sagt að áhorfendur muni
upplifa kraftmikinn dans, ærslafullan
kabarett og sirkuslistir í bland við
nútímadans.
Jo Strömgren er höfundur
verksins Großstadtsafari.
Hann hefur áður unnið með
Íslenska dansflokknum og
er höfundur Kvart sem
hlaut Grímuverðlaun. Großstadtsafari er
sagt líkamlega krefjandi verk.
Heilabrot er eftir tvíeykið Brian Gerke og
Steinunni Ketilsdóttur. Verkið var sýnd á
vinnslustigi á Djammviku haustið 2009 en
hefur síðan verið þróað áfram, meðal ann-
ars til sýninga erlendis.
White for Decay er eftir Sigríði Soffíu
Níelsdóttur sem starfar nú í fyrsta sinn sem
danshöfundur fyrir dansflokkinn. Hún hefur
vakið athygli fyrir verk þar sem hún blandar
gjarnan myndlist saman við danslist.
Kraftur, kabarett og sirkuslistir
ÞRJÚ ÓLÍK DANSVERK Í SÝNINGUNNI „SINNUM ÞRÍR“
Jo Strömgren
Brúðkaupsblað
Föstudaginn 18. mars kemur út hið árlega
BrúðkaupsblaðMorgunblaðsins.
–– Meira fyrir lesendur
SÉ
R
B
LA
Ð
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 14. mars
Brúðkaupsblaðið hefur verið eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins
í gegnum árin og verður blaðið í ár sérstaklega glæsilegt.
Látið þetta glæsilega Brúðkaupsblað ekki framhjá ykkur fara ...
það verður stútfullt af spennandi efni.
Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is
Sími: 569-1105
Brú
ðka
up
MEÐAL EFNIS:
Fatnaður fyrir brúðhjónin.
Förðun og hárgreiðsla
fyrir brúðina.
Veislumatur og
veislusalir.
Brúðkaupsferðin.
Undirbúningur fyrir
brúðkaupið.
Giftingahringir.
Brúðargjafir
Brúðarvöndurinn.
Brúðarvalsinn.
Brúðkaupsmyndir.
Veislusalir.
Veislustjórnun.
Gjafalistar.
Og margt fleira skemmtilegt
og forvitnilegt.efni.