Morgunblaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011 ✝ Sigríður Svan-laug Heiðberg fæddist í Reykjavík 30. mars 1938. Hún andaðist á líkn- ardeild Landakots- spítala þriðjudag- inn 22. febrúar 2011. Hún skilur eftir sig eiginmann Ein- ar Jónsson verk- taka, f. 29.6. 1940, gift 1983, og fósturson Daníel Orra Einarsson, f. 1.8. 1971. Foreldrar hennar voru hjónin Þórey Heiðberg, f. 13.11. 1895 á Stóru-Þúfu í Miklaholtshreppi, d. 19.8. 1987, og Jón Heiðberg heildsali, f. 25.10. 1889, á Heiði í Gönguskörðum, d. 12.7. 1973. Systkini Sigríðar voru Jósep Ragnar, f. 22.7. 1928, d. 14.3. 1975, Andri Örn, f. 14.4. 1930, d. 21.10. 1978, Jón Þorvalds, f. 11.11. 1932, d. 17.9. 1935 og eft- irlifandi bróðir er Eyþór, f. 23.4. 1934. Fyrrverandi eiginmaður hennar var Kjartan Hjartarson, þau slitu samvistum. Sigríður gekk í Húsmæðra- skólann í Reykjavík, lauk námi hjá Lyfjatækniskólanum og starfaði í tvo áratugi hjá Stefáni Thorarensen hf. Sigríður kynnt- ist Einari Jónssyni 1974 og gengu þau í hjónaband 1983 og bjuggu saman þar til hún lézt. Sonur hans er Daníel Orri, fædd- ur 1971. Sigríður og Einar hafa verið samstiga í AA- samtökunum í rúm 33 ár. Hún var með- stjórnandi í Fé- lagasamtökum Verndar frá 1986, varaformaður þeirra frá því 2001 og kjörin heiðursfélagi árið 2010. Hún var sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og heiðus- félagi Kattaræktarfélagsins Kynjakatta. Sigríður tók við for- mennsku Kattavinafélags Ís- lands og fann köllun sína til vel- ferðarmála katta og eigenda þeirra. Ásamt Kattavinafélag- inu vann hún ötullega að því að ljúka við fyrsta hluta Kattholts 1991, svo unnt væri að hefja líknarstarfsemina fyrir alvöru í Kattholti, bæði móttöku óskil- akatta og hótelgæslu, auk þess að vera með fjáröflun í eigin húsnæði. Sigríður verður jarðsungin í dag fimmtudaginn 3. mars 2011 frá Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 13. „Óttinn knúði dyra, trúin opn- aði þær, fyrir utan beið … ekk- ert“ hafði Sigga eftir mömmu sinni. Ég kom frá Ítalíu 1990 til að heimsækja pabba eftir að hafa búið þar í sex ár og kynnst öðrum lifnaðarháttum. Íslenskan var mér torskilin og ég upplifði mig utangarðs við jafnaldra mína. Pabbi gaf mér bílpróf í afmælis- gjöf og hún fór með mér að sækja um menntaskóla. Mér fannst spennandi að byrja nýtt líf á Ís- landi og fann fyrir kærleikanum á heimili þeirra. Nú koma upp ótal minningar sem ég vil að umheim- urinn þekki, því þær eru dýrmæt- ar af lærdómi sem öllum kemur til hjálpar. Það vita málleysingj- arnir best sem finna mest. Mamma hennar var orðin gleym- in, þegar hún var einu sinni spurð að því hvað dóttir hennar ynni við var svarið: „Hún vinnur við að hjálpa fólki.“ Sigga hafði aðdáunarvert lag á því að vekja lata upp frá legu. Það var ekkert sjónvarpsefni svo heil- agt að það mætti ekki víkja. Hve- nær hefðum við feðgarnir látið okkur detta það í hug að reisa sumarbústað og flytja hann í Skorradal? Þar varð draumur hennar að veruleika, sem gaf okkur öllum dýrmætar samveru- stundir. Það er ekki nema von að fólk spyrji sig: Hvað verður nú um Kattholt? Því hún sýndi þar mik- inn drifkraft og skar á hnúta sem voru fyrirstaða í velferð katta. Eins og hún sagði sjálf: „Ég er ekki hér til að þóknast fólki, ég er að hugsa fyrst og fremst um dýr- in.“ Þar steig hún mikilvæg spor þar sem varð að taka tillit til bágs fjárhags, veikra dýra, mikilla þrifa og ráðningar starfsfólks. Sjálfbærni Kattholts vakti dag- lega fyrir henni, svo að dýrin hefðu öruggt skjól til frambúðar og starfsfólkið vinnu. Það er lang- ur skóli að hlúa að dýrum, fylgj- ast með að þau nærist og hress- ist. Þessu sinnti hún af eftirfylgni, hóf daginn á því að ganga á röðina og vitja um dýrin. Mér er minnisstæð sektarkennd- in sem ég fékk eftir að hafa gleymt að gefa kisu vatn fyrir nóttina. Þegar hún vissi af hætt komnu dýri úti í bæ var hún mætt á staðinn innan fárra mínútna með burðarbúr í hendi og fólki gat brugðið við snarræðið, hvort sem það hafði tilkynnt af um- hyggju eða fyrirlitningu. „Ef Guð er með mér, hver get- ur þá verið á móti mér?“ sagði hún við þá sem stóðu í baráttu. Sigga var tilbúin að virða skoð- anir annarra og það var gaman- efni þegar minna reyndir vildu leggja henni ráðin. Þá átti hún til að segja: „Já …“ með yfirvegaðri ró, en sat ekki lengi á reynslu sinni sem kollvarpaði viðhorfum þeirra. Margur hefur minnst á heilræði hennar gefin undir fjög- ur augu sem hafa komið að gagni í erfiðleikum. Þá á ég líka við sjálfan mig. Við ræddum svo margt og hugleiddum fyrirbæri í mannlegu lífi sem ég mun sækja í viskubrunninn um ókomna tíð. Ein dýrmætasta gjöfin frá henni er að hafa kynnst AA samtökun- um, því þau bjarga mannslífum og hafa kennt mér að deila reynslu með öðrum. Mér þótti alltaf meira og meira vænt um hana með árunum og vildi að hún væri móðir mín. Þá sagði hún: „Ég er ekki mamma þín, þú átt mömmu. Þú átt að vera góður við mömmu þína.“ Daníel Orri Einarsson fóstursonur. Nú hefur hún systir mín lokið sinni jarðvist. Þegar við vorum lítil lærðum við bænir hjá pabba og mömmu. Við fórum aldrei að sofa nema að fara með bænirnar. Pabbi hafði fyrir sið að lesa fyrir okkur sögur á kvöldin, áður en við fórum að sofa. Þessar sögur voru um álfa og huldufólk, nykra í vötnum og ævintýri. Ein sagan, sem hann las var um kisubörnin kátu, Putta, Patta og Pontu. Það var köttur hjá okkur og hann fékk nafnið Putti og síðan fékk systir mín nafnið Ponta og það festist við hana. Ég man, þegar hún fæddist, þá kom Pálína ljós- móðir með ógnar stóra tösku og glaður varð ég, þegar ég sá að lítil stelpa var komin. Svo var hún skírð heima hjá séra Bjarna í Lækjargötunni, Sigríður Svan- laug eftir systrum pabba og áður en við fórum frá séra Bjarna tók hann af sér prestskragann og lét hann á mig og sagði að ég ætti að verða prestur. Seinna meir fór hún í KFUK með vinkonu sinni, en ég fór í KFUM, eins og svo margir krakkar í þá tíð. Pabbi og mamma voru bæði trúuð, en hvort á sinn hátt. Mamma var mikill aðdáandi séra Hallgríms Péturssonar en pabbi var spíritisti og fór oft á miðils- fundi. Eitt sinn spurði hann séra Bjarna hvort hann vildi ekki koma með á miðilsfund en séra Bjarni afþakkaði boðið og sagði: „Jón minn, ég hef nógar sannan- ir.“ Oft, þegar ég kom að heim- sækja hana systur mína, þegar hún lá banaleguna, sagði hún: „Sæll, bróðir minn“. Mér þótti svo vænt um að heyra þessi orð. Í einni fallegri sögu, sem pabbi las fyrir okkur var þessi vísa, sem okkur var mjög kær. Í garði sat engill við grafarstein, þar gréru liljur á foldu. Hann benti með pálma grænni grein, hvar Guðsson reis upp af moldu. Guð veri með þér, systir mín, og gæti þín og blessi. Eyþór. Elsku Ponta. Mér dettur margt í hug þegar ég hugsa til þess að þurfa að kveðja þig núna og hvað við eig- um margar minningar, sem gam- an er að rifja upp. Fyrst þegar ég var lítil stelpa og bjó á Laufásveginum og þú bjóst í Fellsmúlanum í litlu, fal- legu íbúðinni þinni, hvað allt var rosalega fínt hjá þér, það máttu ekki koma fingraför neins staðar. Þú varst svo myndarleg hús- móðir „enda húsmæðraskóla- gengin“ sagðirðu alltaf. Þú bak- aðir svo fínt og saumaðir út heilu stólana, myndir, dúka og hvað eina. Þú kenndir mér að sauma og eitt sinn þegar ég var að hjálpa þér að þrífa þá sagðirðu við mig: „Skildu frekar eftir óþvegið á miðju gólfinu en hafðu hornin hrein“. Ég hef alltaf haft þetta að leiðarljósi þegar ég þríf. Ég man líka þegar þú varst að vinna í Laugavegsapóteki og komst alltaf í hádeginu niður á Laufásveg til ömmu og afa í mat og þegar þú varst að fara aftur í vinnuna og varst að taka þig til þá mændi ég á þig í speglinum því mér fannst svo gaman að sjá þig mála þig, mér fannst það svo flott! Ég fékk líka oft að fara með þér í vinnuna og hjálpa til í töflu- gerðinni með því að telja pillur í glös og fékk svo að fara með þér heim til þín, þá var ég svona eins og dóttir þín. Það var líka svo stór stund þegar þú keyptir litla, rauða Fíat- inn, þá var öllum boðið í bíltúr og allir tóku þátt í þeirri gleði sem var þegar Fíatinn kom, hann er nú ennþá til og í góðu standi hjá þér inni í skúr. Við systkinin misstum foreldra okkar þegar við vorum unglingar og þar sem þú varst föðursystir okkar þá gátum við alltaf leitað til ykkar Einars. Þú passaðir alltaf að sam- bandið í fjölskyldunni skyldi haldast og við myndum hittast. Í gegnum tíðina hef ég oft búið á Laufásveginum og bjó þar þeg- ar Jósep var lítill og þú bjóst þá með ömmu og Einari þar. Þá sóttir þú alltaf Jósep fyrir mig á leikskólann og passaðir hann, þú varst honum alltaf svo góð. Ég hef alltaf getað leitað til þín og Einars. Þú kynntir mig fyrir Samtökunum og bjargaðir lífi mínu, allavega einu sinni þegar ég var veik á Laufásveginum. Við gátum verið að breyta til í stofunni hjá þér og vorum þá oft að fíflast, hlógum eins og vitleys- ingar og gerðum grín að okkur fyrir vitleysuna þegar við vorum búnar að hafa mikið fyrir því að færa til og svo passaði það kannski engan veginn og þurftum að færa allt í sama horfið aftur. Ég gat alltaf talað við þig ef mér leið illa, við vorum að gera sama prógrammið og gátum talað sama mál og skildum þá hvor aðra, enda þekktirðu mig vel og ég þig. Við gátum oft vitað hvernig hinni leið og vorum mjög líkar á sumum sviðum. Ég á eftir að sakna þess í framtíðinni að geta ekki talað við þig svona eins og við gátum. Það verður mikill missir að þér í fjölskyldunni og þín sárt saknað en það grær yfir þessi sár sem önnur eins og þú sagðir alltaf við mig, en það tekur tíma. Vertu sæl, Ponta mín, og takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Kveðja, Andrea Heiðberg (Dadda). Elsku Ponta. Enginn veit hve- nær kallið kemur. Það eru orð að sönnu. Það er stutt síðan ég hitti þig og þá leist þú ágætlega út. Þú varst að vísu komin í hjólastól en barst þig samt vel. Þú kysstir mig á kinnina og sagðist ætla að koma fljótlega og sjá strákana mína. Það er nú meira hvað þeir eru fjörugir, hafðir þú á orði. Í þeirra huga varst þú frænkan sem átti allar kisurnar. Þú varst líka frænkan sem birtist ein jólin með risastóran jólasvein fyrir þá. Þú hafðir gaman af því að gleðja þá og sýndir þeim þolinmæði þótt þeir hoppuðu og skoppuðu um allt í kringum þig. „Svona eiga bara strákar að vera,“ sagðir þú svo oft. Ein af mínum fyrstu minning- um um þig er þegar þú komst í heimsókn á Tunguveginn á rauða bílnum, sem var sá allra minnsti bíll sem ég hef á ævinni séð. Þú bauðst okkur systkinunum stundum í bíltúr og þá var farið út í sjoppu að kaupa pylsu og kók. Ég man hvað mér þótti gaman að fara með frænku í bíltúr. Ég skil ekki enn hvernig við komumst öll fyrir í þessum pínulitla bíl, en það var ekki stóra málið. Það var allt- af pláss fyrir alla, enginn vildi missa af bíltúr með Pontu frænku. Þú varst húsmóðir af gamla skólanum, sem kunni öll verkin eftir bókinni. Hvað á að elda fyrir manninn í kvöld? spurðir þú mig oft í gamansömum tón og hafðir lúmskt gaman af því þegar ég sagði að minn maður gæti bara eldað fyrir sig sjálfur. „Svona eru þessar nútímahúsmæður,“ sagðir þú þá með bros á vör. Elsku Ponta, við vorum nú ekki alltaf sammála um ýmsa hluti, en þannig á það líka að vera. Mikið væri leiðinlegt ef allir væru alltaf sammála. Þú flaust ekki með straumnum, þú hafðir þínar skoðanir og sagðir þær tæpitungulaust. Þú vannst gott verk í Kattholti, það var þín ástríða. Það var gott að vera kött- ur í Kattholti, í faðmi Pontu frænku. Hvíl í friði. Kristrún, Andrés Ellert og strákarnir. Þegar hugurinn reikar til baka hneigjumst við til að leita uppi þær stundir sem okkur eru kær- ar og umfram allt eftirminnileg- ar. Innan um alla þá mergð atvika sem á veginum verða við slíka yf- irferð sé ég fyrir mér konu sem allar stundir sýndist óþreytandi í sínum áhugaverðu störfum á hverju sem gekk, hlaðna þeim eldmóði sem fær sumt fólk til að láta sem fjölgandi aldursár skipti í rauninni litlu sem engu máli. Þannig var einmitt Sigríður Heiðberg, sem við kveðjum í dag þakklátum huga fyrir það sem kalla mætti ofurmannlegan þátt í að hlynna að lítilmagnanum með- al heimilisdýra. Þannig stýrði hún Kattavina- félagi Íslands í meira en tuttugu ár og hinum stóra draumi þess, Kattholti, hátt á tuttugasta árið. Má raunar álíta að það gegni allri furðu að hún skyldi ekki fyrir löngu vera búin að hljóta viður- kenningu alþjóðar fyrir það ómetanlega og langvarandi líkn- arstarf. Aftur á móti unnust henni verkefnin svo vel að með af- brigðum mátti við þann árangur una vegna hugkvæmni hennar og skipulagsgáfu þó að stofnunin ætti oft við bágan fjárhag að búa. Sigga í Kattholti, eins og margir þeir kunnugustu kölluðu hana stundum, rækti hlutverk sitt af myndugleika með velferð hinna smáu vina að leiðarljósi. Og með hliðsjón af því nefndum við hana stundum kattadrottningu Ís- lands. Bar hún það auknefni að sjálfsögðu með hinum mesta sóma. Starf hennar hjá Vernd er kap- ítuli út af fyrir sig, en þar var hún varaformaður, og margvíslegum öðrum samskiptaþáttum gaf hún sér tíma til að sinna. Fjölmennur frændgarður á næsta leiti var ríkidæmi sem gott var að vita af sem styrkri stoð, og hún var dáð frænka meðal ættmenna. Eigin- maðurinn, Einar, og sonur hans, Daníel Orri, studdu hana í fjöl- þættum störfum hennar með ráð- um og dáð, og í fjölskyldulegu til- liti leit hún á Daníel sem væri hann hennar réttborinn sonur. Á aðalfundardegi Kattavina- félagsins fyrir um tveimur árum hóf formaðurinn upphafstölu sína með þekktum orðum og gerði þau að sínum sem orðafarslega tákn- mynd þess hugar er hún bar til starfs síns: „Hér stend ég. Ég get ekki annað.“ Svona var það. Aldr- ei hik né uppgjöf. Slíkt var ekki henni líkt. Það er vissulega erfið tilhugs- un að þurfa að viðurkenna að Sigga sé horfin að fullu og öllu, lögð á eilífðarsæinn, sem engum skilar til baka. En sjónmynd minningarinnar hlýtur að geym- ast á vísum stað sem hversdags- leikinn megnar ekki að færa í skuggann til skaða. Og svo ég noti nú hluta tilvitnaðra orða hennar segi ég af dýpstu sann- færingu að ég get ekki annað en munað hana alla daga. Vertu sæl, kæra frænka. Guð geymi þig. Bjarni Valtýr Guðjónsson. Lífsins fegurð ljómar hér af litlu dýri, þú ert indælt ævintýri, útbúinn með kló og stýri (Einkunnarorð Kattavinafélags Ísl.) Sigríður Heiðberg er fallin frá eftir stutta en hetjulega baráttu við krabbamein. Siggu kynntist ég þegar ég gerðist sjálfboðaliði í Kattholti í september 2009 en eins og flestir vita var hún for- maður Kattavinafélags Íslands og forstöðukona í Kattholti. Starfið í Kattholti hafði hún unnið síðan athvarfið var opnað og lagði hún allt sitt í að hjálpa kisunum. Meiri kattavin er vart hægt að finna en hana Siggu. Hún gerði allt sem hún mögulega gat fyrir kisurnar og barðist hetjulega fyr- ir þær allt fram á síðasta dag. Fyrir það vil ég þakka henni, því ég get ekki ímyndað mér hvar kisur Íslands væru ef Sigríðar Heiðberg hefði ekki notið við. Ég á margar góðar minningar um Siggu þar sem við sátum saman á kaffistofunni í Kattholti og spjöll- uðum saman, oftar en ekki um kisur. Alltaf skein í gegn ást hennar og umhyggja fyrir dýrun- um. Sigríður var einstök kona á all- an hátt. Bæði dýr og menn hafa misst mikið við fráfall hennar og verður hennar sárt saknað af þeim sem þekktu hana. Ég veit að það verður vel tekið á móti henni Siggu hjá Guði og efast ég ekki um að margar kisur taki á móti henni líka. Ég og kærasti minn viljum þakka Siggu fyrir stutt en ánægjuleg kynni. Hvíl í friði, kæra vinkona. Elsku Einar og Daníel megi Guð styrkja ykkur á þessum erf- iðu tímum. Til himna fer stríðsmaður mikill, eftir baráttu langa, sem hún barðist með reisn. Þar finnur hún ketti, sem umhyggju vantar. Hún fyllir tómarúm þeirra, með skilyrðislausri ást, að þér munum við alltaf dást. Ragnheiður Gunnarsdóttir og Sverrir Björn Einarsson. Það var um miðjan september árið 1958 að Hússtjórnarskólinn í Reykjavík var settur. Við náms- meyjar mættum til leiks í skólann við Sólvallagötuna, og framundan var 9 mánaða samvera með heimavist. Ég man það eins og það hefði gerst í gær þegar ég gekk inn í stofurnar þar sem skólasetningin fór fram, hvað ég var hissa að þekkja ekki nokkra manneskju úr bænum. Ég fékk skýringuna. Reykjavíkurstúlk- urnar fóru í skólana úti á landi en stúlkur af landsbyggðinni komu til Reykjavíkur. Ég kannaðist þó við fáein andlit úr bæjarlífinu og þar á meðal Sigríði Heiðberg. Hún var Reykvíkingur eins og ég og gamli miðbærinn var í þá daga einskonar anddyri, þar sem menn fóru í gegn og mættust, sama hvert leiðin lá. Allar vorum við á þessum árum að fóta okkur frá æsku og unglingsárunum og for- vitnar héldum við inn í agað um- hverfi þar sem við urðum að standa okkur í námi og starfi. Sigga var hrókur alls fagnað- ar, glöð og góð við alla, vönduð og lét sér annt um skólann og kenn- arana. Hún gladdist alla tíð yfir skemmtilegum minningum frá þessum skóladögum og bar hlý- hug til frökenar Katrínar Magn- úsdóttur skólastjóra og kennara- liðs hennar og það gerðum við allar. Í skólanum bundumst við skólasysturnar traustum vináttu- böndum, hittumst alltaf reglu- bundið yfir vetrarmánuðina og ferðuðumst innanlands og utan ásamt eiginmönnum. Við hjálpuð- umst að ef á þurfti að halda á ár- um áður, stóðum þá vaktina eins og í skólanum forðum. Við Sigga urðum góðar vinkonur og mér fannst hún sýna mér og mínum einstaka væntumþykju og kær- leika alla tíð. Hún var ræktarsöm við fjöl- skyldu sína og vini og fann til með þeim sem misstu fótanna í lífinu. Þeir áttu hjá henni hauk í horni. Sigríður var félagsvera í eðli sínu, forkur dugleg og lét verkin tala. Hún var dýravinur sem þoldi ekki að vita af illri meðferð á dýrum og voru kisurnar hennar hjartans mál. Þar sem Sigríður blandaði sér í félagsstörf var hún sjálfsögð til forystu, þannig var skaphöfn hennar, einbeitt og fylgin sér, sanngjörn og áræðin. Sigga var snillingur í postu- línsmálun og er ótrúlegt hversu mikið safn liggur eftir hana í dag. Ég fór ekki varhluta af gjafmildi hennar í gegnum árin, ótal fallega muni horfi ég daglega á sem hún gaf mér. Jólin voru hennar tími og þá var oft gaman að líta inn á Laufásveginn og þiggja kaffisopa úr jólabollunum hennar. Tíminn líður og það sem einu sinni var kemur ekki aftur. Nú söknum við saumaklúbburinn og eiginmenn okkar elskulegrar vin- konu sem við kveðjum í dag. Við óskum henni guðsblessunar og vitum að vinir bíða í varpa. Eiginmanni Sigríðar, Einari Jónssyni, og fóstursyni, Daníel Einarssyni, sendum við innilegar samúðarkveðjur. Einnig sendum við bróður hennar Eyþóri og fjöl- skyldunni allri, samúðarkveðjur. F.h. skólasystranna, Brynhildur K. Andersen. Það var glatt á hjalla nyrst á Laufásvegi á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar – barna- mergð og iðandi mannlíf. Við yngsta kynslóðin lékum okkur úti við allan daginn og leiksvæðin voru ekki af verri endanum; „barnagarðurinn“ eins og hann var kallaður okkar í milli en heitir víst með réttu „Mæðragarður- inn“ eða „Móðurást“ eftir stytt- unni er þar stendur. Svo var það Miðbæjarskólaportið og mennta- skólareiturinn, port og húsasund af öllum stærðum og gerðum. Húsin við Laufásveg voru kölluð og kennd við eigendur þeirra og má þar nefna Jóns Leifs hús, Guðmundar og Magnþóru hús, Borgþórshús, Þrúðvang, Briems- hús, Breiðfjörðshús og Heið- Sigríður Svanlaug Heiðberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.