Morgunblaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 18
18 | MORGUNBLAÐIÐ Vilt þú vinna í frjóu og metnaðarsömu umhverfi? > Norræna húsið leitar að markaðsstjóra > Norræna húsið leitar að bókaverði í 50% starf Sjá nánar á www.norraenahusid.is A ð þessu sinni var könn- unin gerð dagana 9. til 25. febrúar og fengust svör frá 208 markaðs- stjórum,“ segir Guðni Rafn Gunnarsson, sem ásamt Sól- eyju Valdimarsdóttur, er ráðgjafi í rannsóknum hjá Capacent Gallup. Þau Sóley og Guðni grena hér frá helstu niðurstöðum könnunar- innar en ítarlegri niðurstöður verða kynntar á Íslenska mark- aðsdeginum sem haldinn verður á morgun, 4. mars, á Hilton Reykja- vík Nordica. Áhrifamesti fjölmiðillinn „Þátttakendur voru beðnir að nefna þann fjölmiðil eða markaðs- leið sem þeir teldu áhrifamesta auglýsingamiðilinn. Mynd 1 sýnir þá miðla sem taldir eru áhrifa- mestu auglýsingamiðlarnir að mati markaðsstjóra,“ segir Guðni. „Tæplega helmingur svarenda nefnir sjónvarpið sem áhrifamesta auglýsingamiðilinn og er það svip- að hlutfall og í síðustu mælingu. Sjónvarp heldur því þeirri stöðu milli ára að vera talið áhrifamesti auglýsingamiðillinn. Ríflega fimmtungur markaðsstjóra telur dagblöð vera áhrifamesta auglýs- ingamiðilinn og er það lítil breyt- ing frá síðustu mælingu. Netið hefur verið í stöðugri sókn síðustu ár og nú er svo komið að tæplega fimmtungur markaðsstjóra telur netið áhrifaríkast en það er hækk- un um 4 prósentustig frá fyrri mælingu. Talsvert færri telja út- varp áhrifamesta auglýsingamið- ilinn eða tæplega 5% svarenda og ríflega 5% nefna aðra miðla.“ „Markaðsstjórarnir voru einnig spurðir um notkun á mismunandi auglýsingamiðlum. Mynd 2 sýnir hlutfall þeirra auglýsenda sem notuðu einstaka miðla í markaðs- starfi á árinu 2010 óháð því hve mikið þeir voru notaðir. Myndin sýnir einnig hlutfall þeirra sem ætla að nota viðkomandi miðil meira á árinu og hlutfall þeirra sem ætla að nota hann minna. Að lokum sýnir myndin mismun á hlutföllum þeirra sem ætla að auka notkun og minnka notkun og þannig má greina mögulegan vöxt eða samdrátt í notkun á mismun- andi miðlum á árinu,“ útskýrir Sóley. „Eins og sjá má notuðu flestir auglýsendur hér á landi dagblöð í sínu markaðsstarfi árið 2010 eða 93%. Um það bil 86% auglýsenda notuðu útvarp sem og netið í aug- lýsingastarfi en örlítið færri eða 79% notuðu sjónvarpsauglýsingar. Tælega 62% notuðu tímarit og helmingur svarenda notaði mark- póst. Um þriðjungur notaði kvik- myndahús, fjölpóst og umhverf- ismiðla í markaðsstarfi sínu.“ Guðni segir að þegar hlutfall þeirra sem ætla að minnka notkun á ákveðnum miðli er dregið frá hlutfalli þeirra sem ætla að auka við notkun hans megi greina mögulegan vöxt eða samdrátt á árinu. „Glögglega má sjá að netið er sá miðill sem búast má við að vaxi mest á árinu. Einnig má gera ráð fyrir aukningu á notkun útvarps, sjónvarps og markpósts þó að gera megi ráð fyrir að aukningin verði minni en á netinu. Á hinn bóginn má búast við örlitlum sam- drætti í auglýsingamagni í dag- blöðum og reikna má með nokkr- um samdrætti í notkun auglýsinga í kvikmyndahúsum, í umhverf- ismiðlum og með fjölpósti í mark- aðsstarfi. Að lokum má reikna með talsverðum samdrætti í tíma- ritaauglýsingum á árinu,“ segir Guðni. „Miðað við þann vöxt sem fyr- irsjáanlegur er í auglýsingamagni á netinu er ekki úr vegi að greina nánar notkunina á netinu sem auglýsingamiðli. Þrír af hverjum fjórum auglýsendum notuðu aug- lýsingar á netsíðum á árinu 2010 og tæp 59% notuðu auglýsingar á samskiptavefjum eins og Facebook. Rúmlega 38% notuðu auglýsingar tengdar leit- arvélum og rúmur fjórðungur not- aði annars konar auglýsingar á netinu.“ Væntingar til ársins 2011 Nokkur bjartsýni er nú ríkjandi meðal markaðsstjóra og eru það umskipti frá mælingum síðustu þriggja ára,“ segir Sóley. „Þegar markaðsstjórar eru spurðir að því hvort auglýs- ingakostnaður fyrirtækisins á árinu 2011 verði meiri, um það bil sá sami eða minni en í fyrra telja tæp 38% að hann verði meiri í ár en í fyrra. Hlutfall þeirra sem telja að auglýsingakostnaður verði minni á árinu en í fyrra mælist um helmingi minna eða 20%. Mynd 3 sýnir mismun á hlutfalli þeirra sem segja að auglýsingakostnaður muni hækka og þeirra sem segja að hann muni lækka milli ára. Mikill samdráttur hefur verið á auglýsingamarkaðnum á síðustu árum en niðurstöðurnar úr mæl- ingunni nú gefa vísbendingar um bjartari tíð. Leita þarf aftur til ársins 2007 til að finna álíka tón í markaðsstjórum og má því gera ráð fyrir nokkrum vexti á auglýs- ingamarkaðnum á árinu.“ birta@mbl.is Æ fleiri nýta sér netið til markaðs- setningar Morgunblaðið/Golli Könnun Guðni Rafn og Sóley unnu könnun um mat og væntingar markaðsstjóra til auglýsingamarkaðarins hér á landi. Árlega gerir Capacent Gallup könnun meðal mark- aðsstjóra stærstu auglýsenda landsins í samstarfi við Ímark (Félag íslensks markaðsfólks) og SÍA (Samband íslenskra auglýsingastofa). Markmiðið með könnuninni er að fá fram mat og væntingar markaðsstjóra til auglýsingamarkaðarins á Íslandi. Guðni Rafn Gunnarsson og Sóley Valdimarsdóttir eru ráðgjafar í rannsóknum hjá Capacent Gallup. Þrír af hverjum fjórum aug- lýsendum notuðu auglýs- ingar á netsíðum á árinu 2010 og tæp 59% notuðu auglýsingar á samskipta- vefjum eins og Facebook. Rúmlega 38% notuðu aug- lýsingar tengdar leit- arvélum og rúmur fjórð- ungur notaði annars konar auglýsingar á netinu. Markaðsstjórar voru sem fyrr beðnir að nefna allt að 3 fyrirtæki sem hefðu staðið sig vel í markaðsmálum á síðastliðnu ári. Þau tíu fyrirtæki sem oftast voru nefnd eru í stafsrófsröð eftirfarandi: Borgarleikhúsið, Iceland Express, Icelandair, Íslandsbanki, Hamborgarafabrikkan, N1, Nova, Síminn, TM og Vodafone. Í fyrra var Síminn oftast nefndur en röð fyrirtækjanna í ár verður kynnt á Íslenska markaðsdeginum. Fyrirtæki sem skara fram úr í markaðsmálum Áhrifamesti auglýsingamiðillinn Sjónvarp 49,3% Annað 5,4% Útvarp 4,9% Internetið 19,7% Dagblöð 20,7% Mynd 1 Fyrirhugaður auglýsingakostnaður 80% 60% 40% 20% 0% -20% -40% -60% -80% 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 10,4% 25,4% 37,5% 13,8% -8,4% -63,1% -0,5% 18,1% Mynd 3 Notkun auglýsingamiðla og áætluð breyting Notaði Nota Nota Breytingar 2010 meira 2011 minna 2011 2011 Dagblöð 92,80% 16,6% 18,1% Útvörp 86,1% 26,7% 8,9% Netið 86,1% 64,3% 6,6% Sjónvarp 78,8% 33,3% 11,6% Tímarit 61,5% 8,2% 33,2% Markpóstur 50% 24,1% 15,1% Kvikmyndahús 36,1% 16,1% 22,1% Fjölpóstur 36,1% 11,7% 23,5% Umhverfismiðlar 32,7% 16,1% 22,8% -2% 18% 58% 22% -25% 9% -6% -12% -7% Mynd 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.