Siglfirðingur


Siglfirðingur - 01.06.1935, Blaðsíða 7

Siglfirðingur - 01.06.1935, Blaðsíða 7
SIGLFIRÐINGUR Hvarmeyri. andúð gegn honum horfin og samúð komin í staðinn. Hafa líka Siglfirðingar mátt vel við una, því að betri prest og gagnmenntaðri mann í hvívetna mun tæp- lega hafa verið hægt að kjosa sér. Eg minntist áðan á gestrisnina á Hvanneyri, í sam- bandi við prestinn. En vitaskuld átti húsfreyjan á Hvanneyri, — frú Sigríður Lárusdóttir Blöndal, frá Kornsá — sitt lof skilið fyrir gestrisnina, engu síður en bóndi hennar séra Bjarni. Eg kom að Hvanneyri á öllum tímum árs — vetur, sumar, vor og haust — og ætíð var gestrisnin hin sama, ekki aðeins að góð- gjörðum, heldur og viðmóti og ánægjulegum samræð- um, um allt á milli himins og jarðar, ef svo mætti segja. Og aldiei átti frú Sigríður svo annríkt á heim- ilinu, að hún eigi sæti tímum saman hjá okkur bónda sínum og tæki þátt í samræðunum, með glaðværð, eða alvöru, efiir því hvert umræðuefnið var. Ogmáþógeta nærri, að oft muni hún hafa hafa mikið að starfa, ekki sízt á meðan öll börn þeirra hjóna voru í ómegð. A vetrum mun gestagangur hafa verið fremur lítill, en þó nokkur. A sumrin var aldrei gestalaust þar, og dvöldu ýmsir langdvölum. En það var sama hve margmennt var á Hvanneyri — húsbændurnir voru ætíð hinir sömu: glaðir og reifir. Og þrátt fyrir Iangvarandi sjúkleika.frú Sigríðar, munu ekki aðrir gestir enn gagnkunnugir hafa orðið þess varir, að hún gjörði það oft, meira af vilja en mætti að sitja á tali við gesti og' láta sem ekkert væri, hvað heilsuna snerti. Eg hygg að eg hafi verið einn þeirra óskyldra, eða lítt skyldra manna, er var frú Sigriði einnagagn- knnnugastur, enda var eg búinn að þekkja hana frá því að hún kom sem prestsfrú til Siglufjarðar 1892, þótt kunnugleiki minn á heimili hennar byrjaði fyrir alvöru 1895, þegar eg flutti að Hraunum. Og mun eg ætíð minnast samfunda okkar Hvanneyrarhjóna, svo sem með þeim allra beztu stundum æti minnar. Má og með sanni segja, að þau hjón gjörðu sér ekki upp gestrisnina við mig eða aðra gesti sína. A fyrri árum þeirra á Siglufirði fylgdi oftast gleð- skapur mikill gestrisninni. Pá var það títt, að þau hjón léku bæði á hljóðfæri — samtímis — fyrir gesti sína, hann á harmóni- um en hún á guitar og söng undir. Söng hún svo vel, að vart hefi eg heyrt kvennmann betur syngja, hvorki fyr né siðar. Annars Iék frú Sígríður piýðisvel á harmónium, og lék á það hljóð'æri við messur í Siglufuði, í marga tugi árn. Stund- um var sleg ð í L'hombre og spil- að með fjöri og ákafa. En aldrei minnist eg að frúin tæki þátt i þeim gleðskap. Oít sátum við séra Bjarni — og oflsinnis kona hans lika — tímunum saman og spjölluðum um allt mögulegt, stjórnmál, trúmál, þjóðlög, lausavísur, spiritisma, ætt- fræði o. tl. o. fl. Vorum við ekki ætíð á sama máli, og urðu oft heit- ar umræðurnar. En ef úr hófi ætl- aði að keyra, kom frúin ætíð og stillti til friðar þannig, að við báðir gátum vel við unað; og aldrei spilltu þessar kappræður vináttu okkar Hvanneyrarhjóna. Pá spillti það eigi ánægju þeirri, er eg hafði af öllum dvölum mínum á Hvanneyri, að öll börn þeirra hjóna — 5 talsins — voru á æskuárum sínum hænd að mér og eg að þeim. Hefir sú vin- átta haldizt fram á þenna dag, þólt þau hafi orðið fullorðin en eg gamall. Um bókmenntastörf séra Bjarna munu aðrir dæma, mér færari menn, en sú er mín sannfæring að lengur muni lög hans lifa meðal þjóðarinnar, en mörg laga hinha yngri tónskálda. Pjóðlagasafnið er löngu við- urkennt sem stórvirki. Eg enda svo þessar línur með þökk til séra Bjarna á Hvanneyri — með þökk fyrir allt, bæði fyr og síðar. Guðni Jónsson, magister. Ættfræðistörf séra Bjarna Porsteinssonar. íslenzk ættfræði.er ævagömul. svo að segja jafn gömul þjóðinni. í íslenzka Iýðveldinu forna hafði ætt- in stórkostlega þýðingu fyrir einstaklinginn; hún var skjól hans og skjöldur, verndaði rétt hans og rak rétt- ar hans. Pá var skyldleikinn talinn allt í sjöunda lið. Pá urðu menn að vita deili á ætt sinni, enda var það hagnýt og gagnleg þekking á þeim tímum. En þó að þessi þjóðfélagslegi grundvöllur ættvísinnar breyttist til mikilla muna síðar, þá fór því fjarri, að íslendingar vörpuðu henni frá sér. Fróðleiks- og frægðarlöngunin hélt áfram í þjóðinni, þó að lög hennar og ytri hætt- ir tækju breytingum. Og ný sjónarmið — og raunar gömul þó — koma til sögunnar. Pað er gaman að eiga þessi hreinskilnislegu og fróðleiksglöðu orð í einu af handritum Landnámabókar: „Pat er margra manna mál, at þat sé óskyldr fróðleikr at rita landnám. En vér þykkjumsk heldr svara kunna útlendum mönnum,

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.