Morgunblaðið - 20.06.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.06.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Kvenréttindadagurinn var haldinn hátíðlegur á Árbæjarsafninu í gær, en þar fengu gestir og gangandi að skyggnast inn í líf 19. aldar kvenna í öllum stigum þjóðfélagsins. Þar var meðal ann- ars boðið upp á fræðslu um híbýlahætti í Reykja- vík á þessum tíma. Margt var um manninn í Ár- bæjarsafni og fengu konur frítt inn í tilefni dagsins. Saga íslenskra kvenna var höfð í forgrunni, en gestir Árbæjarsafnsins, fengu leiðsögn um svæð- ið. En kvenréttindadeginum voru gerð góð skil og rifjað var upp fyrir gestum að á sínum tíma er Danakonungur samþykkti nýja stjórnarskrá, var sú breyting gerð að konur fengu fyrst kosninga- rétt til Alþingis 19. júní 1915. janus@mbl.is Kvenréttindadeginum fagnað ákaft á Árbæjarsafni í gær Morgunblaðið/Ernir Gestir skyggndust inn í líf 19. aldar kvenna Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Í sjálfu sér flytur skýrsla hagfræð- inganna okkur engin ný tíðindi, boð- skapurinn er samtóna áliti annarra sem tjáð hafa sig um hugsanlegar breyingar á því hvernig nýta skuli auðlindina í hafinu,“ segir Björn Val- ur Gíslason, þingmaður VG. Sjávarútvegsráðherra kallaði sex hagfræðinga til að meta hagræn áhrif af frumvarpi til nýrra laga um stjórn fiskveiða. Skýrsla hagfræð- inganna var kynnt fyrir helgina og mæla þeir eindregið gegn takmörk- unum á framsali aflaheimilda og telja bann við veðsetningu óráðlegt. Nái boðaðar hugmyndir fram að ganga muni jafnframt mjög draga úr arðsemi af rekstri sjávarútvegsfyr- irtækja, auk þess sem bann við veð- setningu kvóta komi illa við bank- ana. Spurningin er pólitísk „Sú spurning er pólitísk hvort við eigum alfarið að stjórna fiskveiðum eftir hagfræðilegum sjónarmiðum eða taka fleiri þætti inn í breytuna,“ segir Björn Valur. „Vissulega þarf sjávarútvegur að bera sig og skila eðlilegri arðsemi en við getum ekki alfarið byggt á einni atvinnugrein í þeirri baráttu að tryggja byggð í landinu. Þar þarf fleira að koma til þó að enginn geti heldur vænst þess að aftur verði róið eða stunduð fiskvinnsla í hverju sjávarplássi eins og var.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, þing- maður Framsóknarflokks og fulltrúi í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis, segir skýrsluna staðfesta að stjórnarflokkarnir séu á rangri leið með breytingar á stjórn fisk- veiða. Kapp sé meira en forsjá. Eðli- legt hefði verið að doka með tillögur um víðtækar breytingar uns hag- fræðileg mælistika hefði verið lögð á þær hugmyndir sem uppi eru. „Nú hafa þessar hugmyndir fengið al- gjöra falleinkunn og hagfræðiskýrsl- an er áfellisdómur um vinnubrögð- in,“ segir Sigurður Ingi. Einar Kr. Guðfinnsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokks í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd, segir álit hag- fræðinga um áhrif kvótabreytinga rothögg á hugmyndir stjórnarflokk- anna. Nú skuli stefnan vera sú að reka sjávarútveg á félagslegum grundvelli í stað þess að hann sé arð- bær atvinnugrein. Slíkt muni eðli- lega draga úr fjárfestingum og leiða til lægri auðlindagjalda þegar fram í sækir en þau skila ríkissjóði nú um þremur milljörðum kr. í tekjur á ári. „Af hálfu VG er afstaðan augljóslega á þennan veg enda þótt ekki liggi fyrir hvort hinn stjórnarflokkurinn sé á sömu línu,“ segir Einar. Þarf fleira en hagfræði í breytuna  Skýrsla hagfræðinga um hugsanlegar breytingar á kvótalögum engin ný tíðindi, segir þingmaður VG  Kapp meira en forsjá og áfellisdómur um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar, segir framsóknarþingmaður Björn Valur Gíslason Sigurður Ingi Jóhannsson Janus Arn Guðmundsson janus@mbl.is Fundað var í húsakynnum ríkis- sáttasemjara í gær, en þar fór fram sáttafundur í kjaradeilu flugmanna og forsvarsmanna Icelandair. Til næsta fundar er boðað í dag eða á morgun. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, hefur lítið þokast í deilunni, en hann vonast til þess að ekki þurfi að komi til yf- irvinnubanns sem boðað er á föstu- daginn en eins og Björgúlfur Jó- hannsson, fostjóri Icelandair, greindi frá í síðustu viku mun það hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustuna í heild sinni. Fjöldi óleystra mála Á borði ríkissáttasemjara liggur fjöldinn allur af óleystum málum og verður líklega fundað langt fram eft- ir öllu sumri. Meðal þeirra deiluaðila sem funda í dag eru flugfreyjur hjá Icelandair og viðsemjendur þeirra en eins og áður hefur verið greint frá hefur Flugfreyjufélag Íslands vísað deilunni til ríkissáttasemjara. Ekki hefur verið greint frá neinum áform- um um verkfallaðgerðir af þeirra hálfu. Á morgun eru boðaðir fjöl- margir fundir, m.a. Starfsgreina- sambandsins, Framsýnar og Kjalar á Akranesi með viðsemjendum. Lítið þokast í deilu flug- manna hjá Icelandair  Yfirvinnubann á föstudag náist samningar ekki Morgunblaðið/Ernir Ágreiningur Reiknað er með næsta sáttafundi í dag eða á morgun. „Eftir fyrstu fjóra mánuði árs- ins er jafnvægi milli útgjalda og tekna. Sá árang- ur er góður,“ segir Stein- grímur J. Sigfús- son fjár- málaráðherra. Hann segir suma tekjustofna rík- isins hafa á fyrstu mánuðum árs skilað meiri tekjum en ráð var fyrir gert en aðrir minna. Sama megi segja um útgjöld. Steingrímur segir að þó að áætl- anir séu í stórum dráttum að ganga upp hafi ákveðnir málaflokkar og rekstur þeirra reynst kostn- aðarsamari en vænst hafi verið. Nefnir þar mál á sviði velferð- arráðuneytis, sérstaklega útgjöld vegna sjúkratrygginga sem hafi verið alvarlegasti veikleikaliður fjárlaga að undanförnu. Einnig þurfi að mæta tilfallandi verk- efnum, t.d. í rekstri einstakara stofnana. „Svo koma alltaf upp ný viðfangs- efni sem eru kostnaðarsöm, t.d. kjarasamningar, náttúruhamfarir og fleira og við því þarf að bregð- ast. Fjárlög gerðu ráð fyrir 37 millj- arða kr. halla í ár sem hefði staðist kæmu ekki breyttar forsendur til – fyrst og fremst kjarasamningar. Við erum þó óumdeilanlega á réttri leið,“ segir ráðherrann. sbs@mbl.is Forsendur breyttar en erum engu að síður á réttri leið Steingrímur J. Sigfússon „Skýrsla hagfræðinganna er vinnugagn sem verður lagt á borðið í þeirri vinnu sem er framundan. Ég tel samt að nið- urstaðan sé ekki þannig að menn þurfi að fara af hjör- unum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG. „Við breytingar á kvótakerfinu þarf að vega og meta ýmislegt, t.d. hag- fræðilega þætti, og finna rétta jafnvægið í málinu.“ Vega og meta STEINGRÍMUR J. Lögreglan handtók karlmann um hádegi í gær við Grensáskirkju við Háaleitisbraut. Hann hafði vopnaður stórum hnífi gengið inn í verslunina Nóatún í nágrenninu og veist þar að starfsmönnum og viðskiptavinum. Þegar lögreglu bar að garði rembd- ist maðurinn við að reyna að slíta niður íslenska fánann sem blakti við hún við Grensáskirkju. Hann hafði jafnframt stolið nokkr- um sálmabókum og Nýja testament- inu úr búð í nágrenninu. Ekki er vit- að hvað maðurinn ætlaðist nákvæmlega fyrir eða hvað honum gekk til. Hann var undir miklum áhrifum fíkniefna. Annar karlmaður var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu um svipað leyti í gær fyrir að veitast að starfs- manni myndbandaleigu í grennd við Hlemm. Ekki er vitað hvað kom manninum úr jafnvægi en lögreglu- menn þurftu að hlaupa hann uppi. Hann hafði jafnframt í hótunum við lögreglumenn og sýndi þeim mót- þróa. Maðurinn var undir miklum áhrifum fíkniefna. haa@mbl.is Vopnaður stórum hnífi í Nóatúni Handtökur Lögreglan handtók tvo menn undir áhrifum fíkniefna í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.