Morgunblaðið - 20.06.2011, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.06.2011, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2011 Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Sýrlenskir flóttamenn í norðvestur- hluta landsins eru að verða uppi- skroppa með mat, en sýrlenskar her- og öryggissveitir hafa lokað vegum sem liggja til nágrannarík- isins Tyrklands. Þúsundir hafa þeg- ar flúið til Tyrklands, en núna hefur flóttamannastraumurinn minnkað vegna aðgerða stjórnarinnar. Hersveitirnar réðust inn í bæinn Bdama á laugardag, en hann er að- eins um 13 kílómetra frá landamær- unum og voru sex skriðdrekar og að minnsta kosti tíu brynvagnar not- aðir í árásinni. Ekki er vitað hve margir féllu, en hermennirnir lok- uðu eina bakaríi bæjarins og munu hafa skotið bakarann til bana. Skiptir þetta íbúa svæðisins, flótta- mennina þar á meðal, miklu máli því án bakarans eru þeir nær mat- arlausir. Bíða þeir nú eftir því að vörubílar rauða hálfmánans komi með mat, en ekki er víst að sýrlensk yfirvöld gefi samtökunum leyfi til að fara yfir landamærin. Alþjóðasamfélagið gerir nú ráð fyrir því að ríkisstjórn Assads muni ekki lifa af mótmælin sem staðið hafa yfir frá því í mars. Reuters hefur eftir vestrænum diplómata að útlit sé fyrir að harðlínumenn í innsta hring stjórnar Sýrlands og fjölskyldu Assads hafi tekið völdin af forsetanum, en hann hefur ekki flutt sjónvarpserindi í lengri tíma. Aðrir fjölskyldumeðlimir hafa hins vegar leikið lykilhlutverk í tilraun- um stjórnvalda til að berja niður mótmælin með valdi. Má þar nefna bróður Assads, Maher, sem stýrir tveimur best vígbúnu og best þjálf- uðu hersveitum sýrlenska hersins. Diplómatinn óttast hins vegar að borgarastríð milli mismunandi trúarhópa geti brotist út að Assad föllnum. Stjórn Assads hefur, líkt og stjórn föður hans, reitt sig að stórum hluta á stuðning alavíta, en meðlimir þess trúarhóps eru aðeins ríflega 10 prósent af þegnum lands- ins. Margir alavítar eru nú þegar búnir að taka börn sín úr skóla af ótta við að á þau verði ráðist og hærra settir meðlimir trúarhópsins hafa sent börn og fjölskyldumeðlimi úr landinu. Tyrkland hugsar gang sinn Við atburðina síðustu daga hefur hrikt í stoðum þess ágæta sam- bands sem komist hafði á á milli tyrkneskra og sýrlenskra stjórn- valda síðustu ár. Sérfræðingar segja að ríkisstjórn Assads Sýr- landsforseta muni gera hvað sem er til að halda völdum, þar á meðal ýta undir vopnuð átök í nágrannaríkj- unum. Þar á meðal væru átök milli Hezbollah í Líbanon og Ísraels, milli shía og súnní múslima í Líb- anon sjálfu og milli kúrdíska verka- mannaflokksins PKK og tyrkneska ríkisins. Ákvörðun tyrknesku samtakanna IHH að hætta við þátttöku í skipa- lestinni til Gaza er til merkis um breyttar áherslur í tyrkneskri utan- ríkisstefnu. Ákvörðunin hefur reyndar gert það að verkum að alls er óvíst hvort skipalestin mun sigla yfirhöfuð. Upphaflega var gert ráð fyrir því að um þrjátíu skip myndu sigla til Gaza með um 1.000 manns um borð. Eins og staðan var í gær er lítur hins vegar út fyrir að skipin verði fimm til átta talsins og að um borð verði aðeins um 300 manns.  Sýrlenski herinn reynir nú að stöðva för flóttafólks til Tyrklands  Þúsundir hafa nú þegar sloppið yfir landamærin en fjöldamargir eru fastir í heimalandinu  Flóttafólkið er nær uppiskroppa með mat Hernum beitt gegn flóttafólki Reuters Tyrkland Úr flóttamannabúðum í Tyrklandi fyrir Sýrlendinga. Viðræðum pal- estínsku hreyf- inganna tveggja, Hamas og Fatah, um sameiginlega palestínska stjórn hefur ver- ið frestað um óákveðinn tíma. Fatah fer með stjórn á Vest- urbakkanum á meðan Hamas stjórnar Gaza. Fundi, sem halda átti í Kaíró í Egyptalandi, á þriðjudag hefur ver- ið frestað og vekur það spurningar um framtíð viðræðnanna. BBC hef- ur eftir embættismönnum Fatah að þrátt fyrir yfirlýsingar í síðasta mánuði um vilja til að sameina stjórnir svæðanna tveggja væru menn ósammála um margt og því hefði viðræðum verið frestað. Hamas hefur hafnað tillögu Fatah um að Fatah-meðlimurinn Salam Fayyad yrði forsætisráð- herra sameinaðrar stjórnar. Sameiningarvið- ræðum Palestínu- manna frestað Salam Fayyad Geimfarið Voya- ger 1 gæti yfir- gefið sólkerfi okkar á næstu vikum eða mán- uðum og væri það þá þremur árum fyrr en upphaf- legar áætlanir gerðu ráð fyrir. Geimfarið er á um 183.790 kíló- metra hraða og er nú á leið í gegnum svæði sem á ensku kallast helios- heath, en útleggja mætti sem sól- hulstur á íslensku. Þegar Voyager kemst út fyrir þetta svæði er geimfarið formlega búið að yfirgefa sólkerfið, fyrst manngerðra hluta. Vísindamenn eru ekki vissir um hve þykkt sólhulstrið er og því geta þeir ekki sagt með vissu hvenær Vo- yager yfirgefur sólkerfið. Nýjar upp- lýsingar benda til að sólhulstrið endi um 16-22,5 milljarða kílómetra frá sólinni og er líklegast að ytri mörk þess séu í 17,7 milljarða kílómetra fjarlægð. Voyager er nú 17,4 millj- arða kílómetra frá sólinni og ætti því ekki að eiga langa ferð eftir þar til markinu er náð, en geimfarið fer um 1,6 milljarða kílómetra á hverjum þremur árum. bjarni@mbl.is Nálgast endamörk sólkerfis Voyager Geimfarið er á leið á brott.  Geimfarið hefur verið 34 ár á leiðinni Tölvuhakkarar hafa stolið persónu- upplýsingum 1,3 milljóna við- skiptavina japanska tölvuleikja- framleiðandans Sega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Segir í tilkynningu frá fyrirtæk- inu að Sega Pass-vefurinn, sem ráð- ist var á og er undirvefur skrifstofu Sega í Lundúnum, hafi hins vegar ekki verið með neinar kred- itkortaupplýsingar frá við- skiptavinum. Aftur á móti var þar að finna upplýsingar um fæðing- ardag, netföng og leyniorð við- skiptavina. Hakkarahópurinn LulzSec, sem réðst fyrir skömmu á íslenska tölvu- leikinn EVE Online, hefur neitað því að standa á bak við þessa nýj- ustu árás og hefur lofað hefndum. Sega nýjasta fórnarlamb tölvuþrjóta Varnarmálaráð- herra Bandaríkj- anna, Robert Gates, hefur staðfest að Bandaríkin eigi í viðræðum við liðsmenn talib- ana í Afganist- an. Að sögn Ga- tes eru viðræðurnar á byrjunarstigi en yf- irleitt ljúki stríðum með pólitískri lausn. Er þetta í fyrsta skipti sem stjórnvöld í Bandaríkjunum stað- festa slíkar viðræður. Eiga í viðræðum við talibana Robert Gates Hinn ógleym- anlegi hvíti kjóll, sem Marilyn Monroe, klæddist í kvikmyndinni The Seven Year Itch, var seldur á 4,6 milljónir dala á uppboði í Los Angeles um helgina. Jafngildir þetta um 540 milljónum króna. Fleiri frægir kjólar voru seldir á uppboðinu, þ.m.t. rauði kjóllinn sem Monroe klæddist í Gentlemen Prefer Blondes og fór hann á 1,5 milljónir dala. bjarni@mbl.is Kjóllinn seldur á 540 milljónir króna Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja hittust í gær í Lúxemborg til að samþykkja næstu greiðslu neyðar- aðstoðar ESB, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins til gríska ríkisins. Um klukkan tíu í gær var allt útlit fyrir að þeir myndu samþykkja níu milljarða evra greiðslu til Grikkja, sem gríska ríkið þarf nauðsynlega á að halda til að forðast greiðslufall á næstu mánuðum. At- huga ber að það er lægri upphæð en þeir 12 milljarðar sem upphaflega áætlunin gerði ráð fyrir að Grikkjar fengju í þetta sinn. Jafnvel þessi greiðsla var þó ekki örugg, því Wall Street Journal hafði eftir hollenskum embættismanni að Holland myndi því aðeins samþykkja greiðsluna að AGS væri með í för. Sjóðurinn hefur verið hikandi hvað varðar næstu greiðslu nema Grikkir geti tryggt að þeir muni hafa meira fé milli handanna í fram- tíðinni. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Grikkir hafa óskað eftir öðrum björgunarpakka, jafnstórum og hinum fyrri, eða um 100 milljarðar evra að stærð. Mun meiri andstaða er meðal margra Evrópuríkja við þessi nýju fjárútlát til gríska ríkisins. Þýska stjórnin hefur farið fyrir þeim ríkjum sem vilja að lánardrottnar Grikklands taki á sig hluta af byrðunum – þ.e. að þeir gefi eftir hluta af þeim kröfum sem þeir eiga á gríska ríkið eða lengi í lánum sínum. Hver sú ráðstöfun sem skaðar lánardrottna Grikk- lands mun hins vegar líklega leiða til enn frekari lækk- unar á lánshæfiseinkunn gríska ríkisins. Fari hún undir ákveðið mark hefur Seðlabanki Evrópu lýst því yfir að hann muni ekki lengur taka við grískum ríkis- skuldabréfum í endurhverfum viðskiptum. Það gæti geng- ið af mörgum, ef ekki flestum grískum bönkum dauðum. Á föstudag virtist þýska stjórnin tilbúin að draga í land hvað þetta varðar, en er þó enn að leita leiða til að fá lánardrottnana til að taka á sig hluta kostnaðarins. Papandreou í alvarlegum vanda En það er ekki aðeins meðal evrópskra embættis- manna sem framtíð Grikklands ræðst. Bæði ESB og AGS hafa sagt að ákvörðun um frekari fjárhagsaðstoð muni ráðast af því hvort gríska þingið samþykki frekari nið- urskurð á opinberum útgjöldum. Þegar samið var um fyrri björgunarpakkann naut forsætisráðherra Grikklands, George Papandreou, nægi- legs stuðnings innan eigin flokks, Sósíalistaflokksins, til að koma í gegn einhverjum niðurskurði. Þessi stuðningur er hins vegar mun minni í þetta skipti. Umfangsmikil mót- mæli og verkföll í Aþenu gera einnig ljósa andúð stórs hluta almennings á slíkum áformum. Papandreou hefur reynt að kaupa sér tíma með því að gera breytingar á ráðherraliði stjórnarinnar og var hin- um óvinsæla fjármálaráðherra, George Papaconstaniou, skipt út fyrir Evangelos Venizelos, sem var í Lúxemborg í gær. Ríkisstjórn Papandreou hefur aðeins fimm manna meirihluta á 300 manna þingi og hefur að minnsta kosti einn þingmaður Sósíalistaflokksins lýst því yfir op- inberlega að hann muni greiða atkvæði gegn tillögum stjórnarinnar um frekari niðurskurð í opinberum út- gjöldum. Atkvæðagreiðsla um tillögurnar á að fara fram þann 30. þessa mánaðar. Grikklandi gefinn gálga- frestur en framtíð er óljós  Ósamstaða er meðal Evrópuríkja um hvort veita eigi Grikklandi annan 100 milljarða evra björgunarpakka Reuters Grikkland Ekkert lát varð á mótmælum í Aþenu í gær en hópur fólks safnaðist saman fyrir framan þinghúsið í borginni og hrópaði slagorð gegn niðurskurði á opinberum útgjöldum og gegn spillingu í stjórnkerfinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.