Morgunblaðið - 20.06.2011, Page 29

Morgunblaðið - 20.06.2011, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2011 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Stuttmyndadagar í Reykjavík fóru fram með verðlaunaafhendingu í síðustu viku og þótti hún heppnast mjög vel þetta árið. Stutt- myndadagar í Reykjavík fóru fyrst fram árið 1992 og hafa frá upphafi notið vinsælda og þá sérstaklega á meðal ungs fólks og þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref í kvik- myndagerð. Hátíðin er keppni um bestu stuttmyndina. Hún fór fram árlega til 2002, en eftir það féll hún niður til ársins 2007. Síðan þá hef- ur hún farið árlega fram og segja aðstandendur að svo muni vera áfram. Margir af okkar þekktustu leikstjórum sýndu sín fyrstu verk á hátíðinni en þar má meðal annarra nefna Grím Hákonarson, Ragnar Bragason, Róbert Douglas og Rún- ar Rúnarsson. Að sögn Ásgríms Sverrissonar, framkvæmdastjóra hátíðarinnar, er almenn ánægja með þessa hátíð. „Þetta er jafnbesta hátíð sem ég hef upplifað,“ segir Ásgrímur. „Það sem við ákváðum að gera var að sía út það besta og ég held að það sé að skila góðum árangri. Hér áður fyrr voru allar myndirnar sýndar. Kvikmyndaskólinn er líka að vaxa mikið sem skóli, þannig að það eru farnar að koma ansi góðar myndir þaðan. Hann er á réttri leið. Svo er fólk sem er í öðrum kvikmynda- skólum að skila sér. Það sem er skemmtilegt við þessa hátíð er að þetta er grasrótarhátíð. Gefur ákveðna vísbendingu um framtíð- ina. Sigurvegarinn kemst svo með stuttmyndina sína í Short film cor- ner á Cannes. Það verður gaman fyrir sigurvegarann að fara þang- að, en ég sjálfur ætla ekki að fara þangað fyrr en þeir rúlla út rauða dreglinum fyrir mig,“ segir Ás- grímur og hlær. Haldin í Bíó Paradís Tvö kvöld voru lögð undir hátíð- ina í Bíó Paradís og voru tíu mynd- ir sýndar fyrsta kvöldið og átta myndir seinna kvöldið. Gæðin voru svo sannarlega mikil og má þar nefna fínar myndir manna eins og Gunnars Tryggvasonar, The Magnet, en hann býr í Prag og gerði mynd sína þar. Þá var María Þórdís Ólafsdóttir með stór- skemmtilega ljóðræna mynd á há- tíðinni þar sem sjónhverfingar kvikmyndavélarinnar voru notaðar til að miðla skemmtilegu sambandi karls og konu. Heimur þeirra virt- ist vera án þyngdarafls og ójafn- vægið í sambandinu kom þeim á hvolf í orðsins fyllstu merkingu. Hrollvekjandi Freyja Fyrstu verðlaun hátíðarinnar fékk Marsibil Sæmundardóttir fyr- ir mynd sína Freyja, þar sem ein- földum trikkum hrollvekjunnar er beitt með árangursríkum hætti. Sagan segir frá ungri konu, Freyju, sem er barnshafandi og komin 7 mánuði á leið. Hún og Al- bert maðurinn hennar hafa keypt stórt hús úti á landi og Freyja bíð- ur ein í húsinu eftir að Albert komi með búslóðina þeirra. Eftir nokkra daga er Freyja orðin óróleg, það er eitthvað á seyði í húsinu sem veld- ur henni áhyggjum. Það er óhætt að segja að þetta sé hnitmiðað verk hjá leikstjóranum, einfalt og lýta- laus kvikmyndataka, leikur og frá- sagnarstíllinn nettur. Öll frásögn Marsibil og frágangur er snyrti- legur. Hún Marsibil er þekktust fyrir þátttöku í pólitík en hún fékk nóg af henni fyrir nokkrum árum og segist alfarið vera hætt í henni. „Ég ætlaði alltaf að fara í eitthvað skapandi en svo fór lífið með mig annað,“ segir Marsibil. „Ég hafði alveg fyrir því að finna út úr því hvað ég ætlaði að gera og fór fyrst í verkefnastjórnun og leiðtoga- þjálfun uppi í HÍ, svo fór ég í markþjálfun, sem er nám í samtalstækni sem gengur út á að finna út hvað fólk vill gera og koma því þangað. Mér fannst þetta allt miða að því að fara í kvikmynda- nám hjá mér. Kvikmyndagerðin er verkefnamiðuð, hún er lífleg, mað- ur fær að skrifa og það eru mikil samskipti við fólk. Svo er hægt að hafa áhrif þarna rétt einsog í póli- tík,“ segir Marsibil. „En ég er bara búin með ár og þetta er bara önnur myndin mín. Svo er hún að fara til Palm Springs, sem er ein stærsta stutt- myndahátíð í heiminum, á eftir Cannes og Sundance, þannig að það er gaman hvað hún fer víða,“ segir hún. Aðspurð hvort hún ætli að einbeita sér að hrollvekjum seg- ir hún svo ekki vera. „Ég hugsaði bara með mér hvað það væri sem ég gæti gert vel á tveimur dögum. Ég skrifaði handritið út frá að- stæðunum. Hafði bara eitt „loca- tion“, einn leikara og allt einfalt,“ segir Marsibil um verðlaunamynd- ina. Fleiri myndir Í öðru sæti á hátíðinni lenti myndin Shirley eftir Eilíf Örn Þrastarson sem er tragíkómedía um unga stúlku sem reynir að láta pabba sinn hætta að drekka. Í um- sögn dómnefndar segir: „Góð nálg- un á erfiðu viðfangsefni. Listræn umgjörð og fallegt myndmál. Myndin sýnir sterkan höfundarstíl leikstjóra.“ Í þriðja sæti lenti In Memoriam eftir Hauk M., drama um ungan mann sem á erfitt upp- dráttar eftir sjálfsmorð móður sinnar. Í umsögn dómnefndar seg- ir: „Persónuleg og áhrifarík mynd, fallegt myndmál í draumkenndum og tregafullum stíl.“ Þess má geta að blaðamanni Morgunblaðsins sem sá þessar myndir virtist sem þær væru gerðar annars vegar í Póllandi og hins vegar í Tékklandi. En það er vel ef íslenskir kvik- myndagerðarmenn eru farnir að sækja bestu kvikmyndaskóla þess- ara Evrópuþjóða. Stuttmyndadagarnir enduðu í hryllingi  Hrollvekjan Freyja bar sigur úr býtum á Stuttmyndadögum í Reykjavík  Fyrrverandi pólitíkus kominn yfir í kvikmyndagerðina  Sérstaklega mikil gæði á stuttmyndahátíðinni í ár Sigurvegari Fyrrverandi stjórnmálamaðurinn Marsibil Sæmundardóttir sigraði á Stuttmyndahátíðinni í Reykjavík í ár með myndinni sinni Freyju. Dómnefndin Í henni voru Guðrún Edda, Hálfdán og Lars Emil. Hrollvekja Stuttmyndin Freyja er hrollvekja sem er tekin upp í svarthvítu. JACK SPARROW ER MÆTTUR Í STÆRSTU MYND SUMARSINS! HHHH “SANNKALLAÐUR GIMSTEINN! HIN FULLKOMNA SUMARMYND Í ALLA STAÐI. JACK SPARROW ER SANNARLEGA KVIKMYNDAFJÁRSJÓÐUR” - P.H. BOXOFFICE MAGAZINE HHHH “SJÓNRÆN VEISLA” “STÓR SKAMMTUR AF HASAR” - K.H.K. - MORGUNBLAÐIÐ “BANGKOK ADVENTURE IS NOT WITHOUT ITS SHOCKING, LAUGH-OUT-LOUD MOMENTS.” - HOLLYWOOD REPORTER 80/100 ÞRÍVÍDD EINS OG HÚN GERIST BEST SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI HHHH - BOX OFFICE MAGAZINE HHHH "KUNG FU PANDA 2 ER SKOTHELD SKEMMTUN." - Þ.Þ. FRÉTTATÍMINN HHHH „Djarfasta og best skrifaða X-Men-myndin til þessa.” -T.V., Kvikmyndir.is/Séð & Heyrt HHHH „Þetta er sannarlega fyrsta flokks ofurhetjumynd!“ -Þ.Þ., Fréttatíminn “IT ACTUALLY IMPROVES ON THE JOKES” - TIME OUT NEW YORK HHHH “EIGINLEGA NAUÐSYNLEGT FYRIR MIG AÐ SJÁ MYNDINA AFTUR...” - R.M. - BÍÓFILMAN.IS HHHH EIN BESTA ÆVINTÝRA/SPENNUMYND ÁRSINS HHHHH - ENTERTAINMENT WEEKLY HHHH - QUICKFLIX HHHH - KVIKMYNDIR.IS/ SÉÐ OG HEYRT 100/100 - TIME - JIMMYO, JOBLO.COM HHHH MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS SUPER 8 kl. 5:40 - 8-10:20 -11:10 12 SUPER 8 kl. 5:40 - 8 - 10:20 VIP THE HANGOVER 2 kl.5:50 - 8 - 9 -10:20 12 KUNG FU PANDA 2 3D ísl. tal kl. 6 L KUNG FU PANDA ísl. tal kl. 6 L KUNG FU PANDA enskt tal kl. 10:20 með texta L PIRATES OF THE CARRIBEAN kl. 6 - 8 - 10:50 10 SOMETHING BORROWED kl. 8 L / ÁLFABAKKA SUPER 8 kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 THE HANGOVER 2 kl. 6 - 8 - 10:25 12 X-MEN: FIRST CLASS kl. 5:10 - 8 - 10:45 14 KUNG FU PANDA 3D ísl. tal kl. 5:30 L PIRATES OF THE CARRIBEAN 3D kl. 8:20 10 SUPER 8 kl. 5:50 - 8-10:20 12 KUNG FU PANDA 2 3D ísl. tal kl. 6 L KUNG FU PANDA 2 3D enskt tal kl. 8 (ótextuð) L THE HANGOVER 2 kl. 5:50 - 8 - 10:20 12 PIRATES OF THE CARRIBEAN 3D kl. 10 10 SUPER 8 kl. 8 - 10:20 12 THE HANGOVER 2 kl. 8 - 10:20 12 BRIDESMAIDS kl. 8 - 10:30 12 SUPER 8 kl. 8 - 10:20 12 / EGILSHÖLL / KRINGLUNNI / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI SUPER 8 kl. 8 - 10:20 12 THE HANGOVER 2 kl. 8 12 X-MEN: FIRST CLASS kl. 10:20 14 SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNISÝND Í EGILSHÖLL OG SELFOSSI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.