Morgunblaðið - 13.08.2011, Blaðsíða 47
MENNING 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2011
Þeim fer heldur betur aðfækka ofurhetjunum úrsmiðju Marvel sem ekkihefur verið gerð kvikmynd
um. Kapteinn Ameríka er sú nýjasta
úr þeirri smiðju og er kappinn einn
hinna svokölluðu hefnenda, Aven-
gers, hóps ofurhetja sem kvikmynd
er væntanleg um, nema hvað.
Í Kapteini Ameríku segir af
renglulegum og smávöxnum ungum
manni, Steve Rogers, sem á sér
þann draum heitastan að berjast
fyrir föðurlandið, Bandaríkin, í
seinni heimsstyrjöldinni. Hann er
hins vegar svo heilsuveill og ræf-
ilslegur að honum er ekki hleypt í
herinn, þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir. Dag einn kemur vís-
indamaður á vegum hersins auga á
hann, heillast af baráttuvilja naggs-
ins og föðurlandsást og hleypir hon-
um inn. Eftir hefðbundna herþjálfun
kemur í ljós að Rogers er öðrum
hermönnum hugrakkari og greind-
ari og fær hann þann heiður að ger-
ast ofurhermaður. Vísindamaðurinn
sprautar hinum ýmsu efnum í hann
og baðar í e-s konar geislum og Rog-
ers breytist í hávaxið vöðvabúnt með
ofurmannlega krafta. Til stendur að
breyta fleiri hermönnum í slík of-
urmenni en útsendari vonda karlsins
í myndinni, Johanns Schmidts eða
Rauðu hauskúpunnar (nasista-
ofursta sem snúið hefur baki við
Hitler og hyggst tortíma heiminum
á eigin spýtur), sprengir tilrauna-
stofuna í loft upp og gerir út um þau
áform. Og herinn vill ekki fá Rogers
á vígvöllinn, merkilegt nokk. Rogers
ákveður því að troða upp á skemmt-
unum sem Kapteinn Ameríka, í
kjánalegum búningi í bandarísku
fánalitunum með skjöld (einnig í
fánalitunum) og afla stríðsrekstr-
inum fjár. Kapteinninn getur þó
ekki lengi á sér setið og heldur óum-
beðinn á vígstöðvarnar. Honum
tekst að sjálfsögðu að sanna sig sem
ofurhermaður en óþokkinn Rauða
hauskúpan reynist honum örðugur
viðureignar enda býr hann einnig yf-
ir ofurkröftum og hefur í fórum sín-
um afar orkuríkan töfratening (!).
Eins og oft vill verða í ofur-
hetjumyndum er sagan heldur ein-
föld og svart/hvít í Kapteini Am-
eríku, enda er myndin fyrst og
fremst afþreying og líklegast að hún
höfði til karlmanna í yngri kant-
inum. Hún er áferðarfalleg og brell-
urnar og hasarinn ættu að duga
þeim sem sólgnir eru í slíkt. Myndin
fer vel af stað þegar Rauða hauskúp-
an er kynnt til sögunnar með drama-
tískum hætti og sagan af hinum
pervisna Rogers er skemmtileg,
hausinn á Chris Evans saumaður
með tölvutækni á einhvern ónefndan
rindil. Myndin verður ögn lang-
dregin um miðbikið en lifnar við
þegar kapteinninn fer að kljúfa
menn í herðar niður með skildinum
góða (sem virkar sem frisbí-diskur
og bjúgverpill í senn). Þá væri
myndin áreiðanlega síðri ef ekki
væru fínir leikarar í henni á borð við
Hugo Weaving, Tommy Lee Jones
og Stanley Tucci, að ólöstuðum kapt-
eininum sjálfum, Chris Evans, leik-
ara sem sannarlega hefur útlit og
líkamsburði til að leika ofurhetju.
Kjánaleg er myndin vissulega á köfl-
um en engu að síður hin besta
skemmtun.
Ofurhermaður
í fánalitunum
Sambíó, Laugarásbíó,
Smárabíó og Háskólabíó
Captain America: The First Avenger
bbbnn
Leikstjóri: Joe Johnston. Aðalhlutverk:
Chris Evans, Hugo Weaving, Hayley At-
well, Stanley Tucci og Tommy Lee Jon-
es. 125 mín. Bandaríkin, 2011.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
Hetjan Kapteinn Ameríka í gallanum góða, reiðubúinn að bíta í skjaldarrönd og kljúfa menn í herðar niður.
Fimmta plata drengjanna í Coldplay
mun bera nafnið Mylo Xyloto og
verður gefin út bæði á geisladisk og
vínyl. Platan kemur út 24. október,
en 12. september fer fyrsta lagið af
henni í spilun, lagið Paradise. Síð-
asta plata Coldplay, Viva la Vida,
kom út árið 2008 og hefur hún selst í
níu milljónum eintaka á heimsvísu.
Þá var platan valin besta rokkplata
ársins á Grammy-verðlaunahátíðinni
í Bandaríkjunum árið 2009.
Coldplay Nýjasta plata drengjanna í Coldplay, Mylo Xyloto, kemur í versl-
anir 24. október og er þetta fimmta plata sveitarinnar.
Fimmta plata Coldplay
ÞRÓUN SEM VARÐ AÐ BYLTINGU.
SÝND Í 2D OG 3D
MEÐ ÍSLENSKU TALI
OG ENSKU TALI Í 2D
HÖRKU SPENNUMYND FRÁ LEIKSTJÓRA IRON MAN
STRUMPARNIR FARA Á KOSTUM.
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ
5%NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
GLERAUGU SELD SÉR 5%
MÖGNUÐ STÓRMYND UM UPPHAFIÐ Á STRÍÐI MANNA OG APA
SEM SEINNA MEIR MUN GJÖREYÐA MANNKYNINU.
STRUMPARNIR 3D ÍSL. TAL KL. 2 (TILBOÐ) - 4 - 6 L
COWBOYS AND ALIENS KL. 8 - 10.15 14
CAPTAIN AMERICA 3D KL. 8 12
RISE OF THE PLANET OF THE APES KL. 2 (TILBOÐ) 4 - 6 - 10.15 12
STRUMPARNIR 2D ÍSL. TAL KL. 3.20 (TILBOÐ) - 5.40 L
STRUMPARNIR 3D ÍSL. TAL KL. 3.20 (TILBOÐ) - 5.40 L
THE SMURFS 2D KL. 3.20 (TILBOÐ) - 5.40 - 8 - 10.20 L
COWBOYS AND ALIENS KL. 8 - 10.35 14
PLANET OF THE APES KL. 3.20 ( TILBOÐ) - 5.40 - 8 - 10.20 12
CAPTAIN AMERICA 3D KL. 8 - 10.20 12
M.M.J. KVIKMYNDIR.COM T.V. - KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ OG HEYRT
T.V. - KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ OG HEYRT
STRUMPAR 2D ÍSL. TAL KL. 1 ( TILBOÐ) - 3.20 - 5.40 L
STRUMPAR 3D ÍSL. TAL KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 - 5.40 - 8 L
STRUMPAR 3D ÍSL. TAL LÚXUS KL. 1 L
COWBOYS AND ALIENS KL. 5.25 - 8 - 10.35 14
COWBOYS AND ALIENS LÚXUS KL. 5.25 - 8 - 10.35 14
RISE OF THE PLANET OF THE APES KL. 5.40 - 8 - 10.20 12
CAPTAIN AMERICA 3D KL. 10.20 12
FRIENDS WITH BENEFITS KL. 8 - 10.20 12
ZOOKEEPER KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 L
KUNG FU PANDA 2 ÍSLENSKT TAL 3D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.10 L
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
COWBOYS & ALIENS Sýnd kl. 5 - 7:30 - 10 (POWER)
STRUMPARNIR 3-D ÍSL TAL Sýnd kl. 2 (950kr) - 4 - 6
STRUMPARNIR ÍSL TAL Sýnd kl. 2 (700kr) - 4
CAPTAIN AMERICA 3-D Sýnd kl. 2 (950kr) - 8 - 10:30
BRIDESMAIDS Sýnd kl. 7:30 - 10
HÖRKU SPENNUMYND FRÁ LEIKSTJÓRA IRON MAN
S
t
H H H
„ÞÚ FINNUR EKKI BETRI MYND HANDA
KRÖKKUNUM ÞÍNUM UM ÞESSAR MUNDIR.
SUMIR FULLORÐNIRGÆTU JAFNVEL
FENGIÐ SMÁ NOSTALGÍUFIÐRING"
-TÓMAS VALGEIRSSON,
KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ OG HEYRT
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú
greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum
„BETRI EN THE HANGOVER”
cosmopolitan
„Svona á að gera þetta.“
- H.V.A. FBL
HHH
M.M.J. - KVIKMYNDIR.COM
HHH
„BRÁÐSKEMMTILEGUR HRÆRIGRAUTUR
AF SCI-FI Í SPIELBERG-STÍL OG
KLASSÍSKUM VESTRA. CRAIG OG FORD
ERU EITURSVALIR!“
T.V. -KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ OG HEYRT
POWE
RSÝN
ING
KL. 10
Hvar í strumpanum erum við ?
HINIR EINU SÖNNU STRUMPAR MÆTA LOKSINS Á HVÍTA TJALDIÐ
OG FARA Á KOSTUM Í STÆRSTA ÆVINTÝRI ÁRSINS
Sýnd í 2D og 3D með
íslensku tali
Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKT R MEÐ RAUÐU