Morgunblaðið - 13.08.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.08.2011, Blaðsíða 4
FRÉTTASKÝRING Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Það sem af er ári hafa 175 fasteignir verið seldar á lokasölu á nauðungar- uppboði hjá sýslumanninum í Reykja- vík. Embættið hefur nú til meðferðar 1.821 uppboðsmál vegna fasteigna. Þar af eru 580 mál vegna greiðsluað- lögunar. Sigríður Eysteinsdóttir, deildar- stjóri fullnustudeildar hjá sýslumann- inum í Reykjavík, segir erfitt að spá fyrir um fjölda fasteigna sem seldar verði á lokauppboði á næstu mánuð- um þar sem meirihluti uppboðsbeiðna sé afturkallaður. Hún segir um 690 mál bíða fyrstu fyrirtöku en uppboð séu að hefjast á 539 málum. Fram- haldssala hafi þó aðeins verið áveðin í 22 málum. Samkvæmt sýslumannin- um í Reykjavík eru ekki til sambæri- legar tölur um stöðuna eins og hún var á sama tíma fyrir ári. Nauðungasala er oftast sala eða ráðstöfun á eign til innlausnar á verð- mæti hennar til greiðslu á skuldum sem á henni hvíla. Erfitt er að segja til um hve stór hluti seldra fasteigna á nauðungaruppboðum eru heimili. Uppboðskerfi sýslumanna gefur ekki kost á sundurliðun eigna þ.e. hvort um sé að ræða fasteignir í eigu ein- staklinga eða lögaðila þ.e. fyrirtækja. Þá taka tölurnar bæði til íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Innanríkisráðuneytið hefur tekið saman nauðungarsölur um allt land fyrir árið 2010. Samkvæmt því voru flest nauðungarsölumál á heimilum eða alls 2.754. Þar af voru 412 heimili seld á uppboði. Algengast er að veð- hafar verði hæstbjóðendur á nauð- ungaruppboði. Þeir eru oftast bankar eða Íbúðalánasjóður. Þá hafa lífeyr- issjóðir sömuleiðis keypt talsvert af eignum. Íbúðalánasjóður er lang- stærsti kaupandi eigna á nauðungar- sölum en í fyrra var sjóðurinn hæst- bjóðandi á 1.733 nauðungar- uppboðum. Ekki er eins algengt að aðrir lög- aðilar eða einstaklingar séu hæst- bjóðendur. Íslandsbanki hefur keypt 53 íbúðir á nauðungarsölu það sem af er ári. Íbúðirnar eru oftast settar beint í sölu, en gerðarþola, þ.e. þeim sem átti eignina, gefst oft kostur á að leigja íbúðina í eitt ár frá uppboði. Ar- ion banki hefur aðeins keypt 4 íbúðir á nauðungaruppboði á árinu. Þær eru settar í söluferli um leið og fyrrum eigandi er fluttur út. Aðdragandi nauðungarsölu er sá að sá sem fer fram á nauðungarsölu vegna vanskila sendir sýslumanni beiðni um nauðungarsölu á tiltekinni eign. Algengustu uppboðsheimildir eru fjárnám og skuldabréf sem upp- fylla ákveðin skilyrði. Gerðarþola gefst kostur á að koma fram mótmæl- um gegn beiðninni við fyrirtöku hjá sýslumanni Fjöldi fasteigna sleginn á uppboði  580 uppboðsmál vegna greiðsluaðlögunar  175 í lokasölu Morgunblaðið/Ómar Reykjavík Mörg nauðungarsölumál eru til meðferðar hjá sýslumanninum í Reykjavík. Fæst þeirra enda þó með nauðungaruppboði. Sum eru felld niður og oft ná skuldarar að greiða skuldina áður en til uppboðs kemur. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2011 FRÉTTASKÝRING Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is „Ég get ekki séð annað en að þessi ríkisstjórn ætli að kollvarpa ein- yrkjunum í greininni,“ segir Þórður Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Dala-Rafns ehf. í Vestmannaeyjum. Félagið rekur einn ísfisktogara með tólf manns í áhöfn. Þórður Rafn segir að hjá þeim myndi fyrirhuguð hækkun upp í 13,30 krónur á þorskígildiskíló leiða það af sér að útgerðin greiddi um 16 milljónir í veiðigjald á fiskveiðiárinu og hækkunin myndi nema nærri ein- um árslaunum háseta. Þetta eitt og sér muni ekki koll- varpa útgerðinni, heldur þurfi að hafa í huga að allur annar kostnaður hafi nú þegar rokið upp líka og í ofanálag sé óvissan algjör. Hann tek- ur í sama streng og viðmælendur Morgunblaðsins í gær, sem sögðu veiðigjaldshækkunina koma verst við minnstu útgerðirnar. „Þetta heggur ansi nærri mörgum. Og kvótalitlar útgerðir sem eru að leigja mikið, þetta gæti riðið baggamuninn hjá þeim,“ segir Þórður. Veiðigjald á fullan rétt á sér Haukur Eiðsson, sem gerir út línubátinn Karólínu frá Húsavík hjá fyrirtækinu Doddu ehf., segir að veiðigjaldið eigi fullan rétt á sér, enda standi það ritað í lögunum að fiskurinn í sjónum sé sameign þjóð- arinnar. Hins vegar sé ekki hægt að hækka það endalaust og hækkun sem þessi myndi koma sér mjög illa. Sérstaklega þegar ekki þurfi allir sem veiða fiskinn, sameignina, að borga þetta veiðigjald. „Eins og strandveiðar þar sem menn fá þús- undir tonna upp í hendurnar og þurfa ekki að borga af því neitt gjald. Strandveiðarnar eru sérhannaðar fyrir menn sem hafa áður selt sig út úr kerfinu.“ Skipstjóri, vélstjóri og háseti Smábátasjómönnum sem rætt var við í gær bar saman um það í gær að hækkun veiðigjaldsins kæmi sér afar illa fyrir þá. „Þetta kemur náttúr- lega langverst niður á okkur litlu körlunum. Við höfum ekkert svig- rúm eins og stóru útgerðirnar sem eru með fleiri skip og vinnslu í landi og svona. Þetta kemur bara niður á útgerðarmanninum sjálfum, sem er líka skipstjóri, vélstjóri og háseti um borð í sínum eigin báti,“ sagði einn þeirra. Hærra veiði- gjald verst fyr- ir litlu karlana  Gæti kollvarpað mörgum einyrkjum Morgunblaðið/Ernir Hreint Trillukarl spúlar bátinn sinn eftir löndun í Reykjavíkurhöfn. Hækkandi gjald » Veiðigjaldið hefur verið 6,44 krónur á þorskígildiskílóið á þessu fiskveiðiári. » Í vor var ákveðið að hækka gjaldið í 9,46 krónur á kílóið, eða sem nemur 13,3% af reiknaðri framlegð. » Nú er rætt um að auka þá hækkun strax fyrir fisk- veiðiárið sem hefst 1. sept- ember upp í 13 krónur. Með því að styðja við nýsköpun og ný fyrirtæki eflum við atvinnulífið til framtíðar. Landsbankinn veitir í ár nýsköpunarstyrki í fyrsta sinn úr Sam- félagssjóði bankans. Umsóknarfrestur er til og með 16. september 2011. Nánari upplýsingar á landsbankinn.is Nýsköpunarstyrkir Landsbankans landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA 175 fasteignir hafa verið seldar á nauð- ungaruppboði í Reykjavík á árinu 1.821 uppboðsmál vegna fasteigna er nú til meðferðar 580 mál eru vegna greiðsluaðlögunar ‹ NAUÐUNGARSÖLUR › »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.