Morgunblaðið - 13.08.2011, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.08.2011, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2011 Það er eins og sólin skíni og allt verður svo hlýtt og bjart þegar þessi litla manneskja birtist, herbergið fyllist af brosi með spékoppum, augun glitra eins og tvær litlar tjarnir á sumar- degi og dillandi hláturinn kitlar eyrun okkar. Þessi verður minningin þegar ég hugsa um litlu frænkuna mína, Evu Lynn, um ókomna tíð. Mínar dýpstu samúðarkveðj- ur til Arons stóra bróður, Guð- rúnar Olgu mömmu þeirra og Keith pabba hennar, afa í Espi- gerðinu og afa og ömmu í Kali- forníu. Gæti þín nú englar og góðar vættir, elsku litla frænka. Sigrún Guðgeirsdóttir og fjölskylda. Elsku Guðrún, Keith og Ar- on, það eru engin orð til á svona stund. Guð veiti ykkur styrk og stoð á þessum miklu sorgartím- um. Sofðu nú vært, vinur minn kær, vakir á himni stjarnan þín skær. Verndar hún litla ljúflinginn minn, leiðir í draumheiminn inn. Vinurinn minn vakir ei meir, vængjuð er nótt og mildur er þeyr. Veit ég að stjarnan verndar í nótt vin minn svo hann hvíli rótt. ✝ Eva LynnFogg fæddist í Reykjavík 12. ágúst 2005. Hún lést af slysförum 3. ágúst 2011. Útför Evu Lynn fór fram frá Bú- staðakirkju 12. ágúst 2011. Þar kyssir sólin bjarta brá. burtu er nóttin grá. Gott er að lifa, leika og fá ljúfar stundir angri frá. (Höf ók.) Íris Ósk og Magnús Kári. Í dag kveðjum við Evu Lynn sem var ein af barnahópnum okkar á Garða- borg. Hún var í elsta árgangi leikskólans og átti að hefja grunnskólagöngu nú í haust. Við höfum verið svo lánsöm að hafa kynnst henni og haft hana hjá okkur sl. þrjú ár. Eva Lynn var skapandi og fannst fátt eins skemmtilegt og að teikna og mála. Margar voru stundirnar með henni í listasmiðju þar sem hún notaði hugarflug sitt á svo frumlegan og glaðlegan hátt. Þótt Eva Lynn hefði verið hlé- dræg átti hún marga vini í barnahópnum og tók virkan þátt í því sem boðið var uppá í leik og starfi skólans. Minningin um ljúfa og góða stúlku lifir í hjörtum okkar. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús þér ég sendi. Bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesú að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson) Elsku Keith, Guðrún Olga og Aron Már, við sendum ykkur og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Megi algóður Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Fyrir hönd starfsfólks leik- skólans Garðaborgar, Kristín Einarsdóttir. Elsku Guðrún, Keith og Ar- on, engin orð geta linað sárs- aukann í hjörtum ykkar né látið sárin gróa, en megi algóður guð styðja ykkur og styrkja í þess- ari miklu sorg og gefa ykkur styrk til að læra að lifa með hon- um. Megi minningar um elsku fal- legu dóttur ykkar og elsku fal- legu systur, Evu Lynn, lýsa upp myrkur sorgar ykkar. Mamma, ekki gráta mig, ég veit þú saknar mín. Mig langar að vera hjá þér og þerra tárin þín. Ég fékk aldrei að sjá þig og blíðu brosin þín, Guð vantaði lítinn engil og kallaði mig til sín. Segðu pabba að ég elsk’ann því pabbi á líka bágt, faðmaðu hann fyrir mig og hvíslaðu ofurlágt. Segð’onum frá stjörnunni sem á himnum skærast skín, kennd’onum að þekkja hana því hún er stjarnan mín. Núna áttu lítinn engil sem vakir yfir þér, ég passa líka pabba, segðu honum það frá mér. Það eru hér svo margir sem þykir vænt um mig, fjöldi fallegra engla sem gæta mín fyrir þig. Tendraðu lítið kertaljós til að lýsa þér til mín, láttu á leiðið mitt hvíta rós, það læknar sárin þín. Þegar sorgarinnar skuggi dvín, þá muntu minnast mín og tár þín verða gleðitár því ég verð ávallt þín. (Höf. ók.) Við biðjum þess stöðugt að huggunarljós guðs megi lýsa yf- ir ykkur, einnig til afa Gústa sem bjó í næsta húsi og átti allt- af eitthvað gott í gogginn og afa og ömmu í Ameríku og systkina ykkar og fjölskyldna þeirra og langömmu á nesinu og allra þeirra sem eiga bágt. Helga og Ágúst. Það var engin eins og Eva litla Lynn. Það kviknaði á sól- inni þegar hún birtist. Geislandi glókollur, sem arkaði grönnum fótleggjum upp tröðina með pabba sínum til að líta við í heimsókn í „Silfurhúsið“ eins og hún kallaði heimili okkar. Bæði hún og Keith gengu hratt enda bæði miklir hlaupagarpar. Og þau voru bestu vinir og félagar. Samband þeirra var einstakt, eitt lítið fallegt ævintýri. Keith var svo natinn við hana og hún var svo ánægð og glöð með hon- um. Hún átti til að segja honum hvenær hann átti að tala ensku og hvenær íslensku því hún vildi hafa skipulag á hlutunum í lið- inu þeirra. Hún var lítill heims- borgari, bandarísk í aðra ættina og íslensk í hina, auk þess sem hún hafði dvalið langdvölum í Svíþjóð þar sem pabbi hennar var í sérnámi í augnlækningum. Hún var eldsnögg, klár, glett- in og gersigraði alla sér eldri í „Memory“. Hún varð strax vin- kona og jós af sínum fjársjóð- um. Samræðugóð, góðlátlega stríðin og gleðigjafi. Gaman er að ganga á fund við gleði þína og láta hana á sálu sína sumarlangan daginn skína. (Jóhannes úr Kötlum). Miskunnarleysið er algert við sviplegt fráfall litla augasteins- ins. Það er ekkert sem gerir mann jafn berskjaldaðan og dauði barns. Það er ekki hægt að sigrast á sorginni eins og mótherja. Sorginni verður að- eins breytt á löngum tíma, úr sársauka í djúpan skilning á líf- inu. Hugur okkar er með Keith, foreldrum hans og bróður og móður og bróður Evu Lynn. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki – (Tómas Guðmundsson.) Magnús, Sigríður og Elísabet En hvað lífið getur verið hverfult. Eina stundina ríkir hamingja og gleði sem síðan er svipt í burtu á einu augabragði. Eftir stendur einstaklingurinn með fangið fullt af óbærilegum sársauka og sorg. Þetta er það sem við fjölskyldan höfum upp- lifað síðustu daga, ásamt vini okkar Keith, eftir sorglegt frá- fall lítils engils sem við kynnt- umst og höfðum þá ánægju að deila lífinu með. Eva Lynn var fyrir vin okkar, Keith, lífið sjálft. Við höfum not- ið nærveru þeirra feðgina og fjölskylda okkar myndað með þeim djúpa vináttu. Eva Lynn og dóttir okkar, Guðrún Edda, náðu vel saman hvort sem það var í leik inni eða úti á trampólíninu. Skemmtileg- ar eru minningarnar frá síðustu jólum þegar þær vinkonurnar skreyttu jólatréð saman. Við hjónin höfum dáðst að sambandi þeirra feðgina og Keith sem föð- ur, alltaf til staðar og tilbúinn að leika og hugsa um dóttur sína. Elsku Keith, Guðrún Olga og Aron, okkar innilegustu samúð- arkveðjur, megi kærleiksljósið umvefja ykkur. Minningin um Evu Lynn lifir að eilífu í hjört- um okkar og huga. Erla og Sigurður Óli. Í dag hefði Eva Lynn orðið sex ára og við fylgjum henni til grafar. Tilfinningum verður ekki lýst og orð verða fátækleg. Þessi fallega, lífsglaða stúlka með bláu augun og löngu augna- hárin. Ómótstæðileg. Fáar stúlkur á hennar aldri hafa ferðast eins og Eva Lynn. Alltaf jafn dugleg og aðlögunar- hæfni hennar aðdáunarverð. Eva Lynn talaði þrjú tungumál, var oft fámál í fyrstu, en síðan kom grallarinn með spékoppana í ljós. Minningin, er frænkurnar kvöddust um daginn, stífmálað- ar og skælbrosandi, er okkur af- ar kær. Ástarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. Náð þín sólin er mér eina, orð þín döggin himni frá, er mig hressir, elur, nærir, eins og foldarblómin smá. Einn þú hefur allt í höndum, öll þér kunn er þörfin mín, ó, svo veit í alnægð þinni einnig mér af ljósi þín. Anda þinn lát æ mér stjórna, auðsveipan gjör huga minn, og á þinnar elsku vegum inn mig leið í himin þinn. (Steingrímur Thorsteinsson.) Hvíl í friði, elsku Eva Lynn. Ágúst Óskar Gústafsson, Jórunn Einarsdóttir og börn. Eva Lynn Fogg Gunnar J. Friðriksson var farsæll forystumaður í ís- lensku atvinnulífi áratugum saman. Hann var í fram- kvæmdastjórn Vinnuveitenda- sambands Íslands frá árinu 1970 og formaður þess á ár- unum 1985-1989 á miklum um- brotatíma í atvinnulífinu þegar ítrekaðar tilraunir voru gerðar til þess að ná jafnvægi og stöð- ugleika í efnahagslífinu við erfið skilyrði. Forystumenn vinnuveitenda á þessum árum lögðu á sig mikið erfiði í samn- ingum og samskiptum við verkalýðshreyfinguna og ríkis- valdið og smám saman mynd- aðist jarðvegur fyrir þjóðar- sáttina sem markaði upphafið að miklum framförum í at- vinnulífinu á 10. áratug síðustu aldar. Gunnar var ósérhlífinn í störfum sínum fyrir Vinnuveit- endasambandið þrátt fyrir að vera kominn af léttasta skeiði þegar hann gegndi for- mennsku. Hann var réttsýnn og velviljaður maður, yfirveg- aður og náði með ljúfri fram- komu sinni vel til þeirra sem unnu með honum og hann þurfti að semja við. Gunnar var mikill hugsjóna- maður fyrir hönd íslensks at- Gunnar Jósef Friðriksson ✝ Gunnar JósefFriðriksson fæddist í Reykjavík 12. maí 1921. Hann lézt á Landakots- spítala 3. ágúst 2011. Sálumessa og út- för Gunnars Jósefs fór fram frá Krists- kirkju, Landakoti, 11. ágúst 2011. vinnulífs og hafði þann metnað að Íslendingar stæðu jafnfætis ná- grannaþjóðunum á sem flestum svið- um. Gunnar var einn af áhrifa- mestu hvatamönn- um inngöngu Ís- lands í EFTA, opnunar markaða og nútímavæðing- ar atvinnulífsins sem forystu- maður í Félagi íslenskra iðn- rekenda. Gunnari var iðnaðurinn og framgangur hans kær og hann vissi sem var að hvorki iðn- aðurinn né þjóðin myndu geta náð ásættanlegum árangri með því að starfa áfram í skjóli óhóflegrar tollverndar. Hann var mikill baráttumaður fyrir góðri samkeppnisstöðu ís- lensks iðnaðar og atvinnulífs- ins í heild og óþreytandi að leita að nýjum upplýsingum og rökum máli sínu til stuðnings. Fólki þótti gott að vinna fyrir Gunnar og með honum. Hann var hvetjandi og sann- gjarn og hafði ánægju af um- ræðum fram og til baka um þau málefni og viðfangsefni sem fyrir lágu. Hann var laus við hroka og setti sig aldrei á háan hest gagnvart samstarfs- mönnum eða viðsemjendum í verkalýðshreyfingunni. Oft var þó tilefni til að láta sér blöskra eins og ástandið var. Uppbygging lífeyriskerfis- ins var Gunnari mikið hug- sjónamál og hann lagði alúð og orku í störf sín að lífeyrismál- um. Þar vann hann af miklum heilindum með forystumönnum iðnverkafólks og sterk vinátta skapaðist á milli þeirra. Í for- mennskutíð Gunnars í Vinnu- veitendasambandinu var m.a. stigið það skref að greiða í líf- eyrissjóð af öllum launum. Gunnar var af þeirri kynslóð forystumanna íslensks at- vinnulífs sem þurfti að byggja upp rekstur sinn í skjóli hafta og handahófskenndra póli- tískra afskipta. Þessir atvinnu- rekendur máttu glíma við margskonar fordóma í sinn garð og fyrirtækja sinna. Gunnar var sannarlega einn af bestu fulltrúum þessarar kyn- slóðar. Hann hafði þá framsýni til að bera að sjá að grundvall- arbreytingar yrðu að verða til þess að atvinnulífið gæti dafn- að og að þjóðin nyti ávaxtanna. Íslenskt atvinnulíf stendur í mikilli þakkarskuld við Gunn- ar. Með hugsjónum sínum, áhuga, eljusemi og orku ávann hann sér almenna virðingu allra þeirra sem kynntust hon- um. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins. Mikill og einlægur vinur okkar hjóna, Gunnar J. Frið- riksson, er látinn. Hann var þjóðþekktur maður, ekki síst fyrir forystu sína meðal iðn- rekenda og sat enda á Alþingi um skeið. Kynni okkar hófust hins vegar vegna tengsla okk- ar beggja við Stokkseyri. Hann var þar mörg sumur í Vestra-Íragerði og kynntist bæði landbúskap og sjávarút- vegi. Benedikta Jónsdóttir frá Íragerði, fyrri kona móður- bróður míns, Péturs Daníels- sonar forstjóra á Hótel Borg, vann um tíma á heimili for- eldra Gunnars og kom drengn- um í sveit til foreldra sinna. Gunnar, eða Dunni eins og við kölluðum hann þá, kom oft á heimili þeirra Benediktu og Péturs og þar urðu okkar fyrstu kynni. Honum fylgdi þá þegar svo mikið gott – sterk útgeislun mildi og göfgi, að ég og börnin á heimilinu hlutum að líta upp til hans, enda var á hann bent sem fyrirmynd. Þetta var allt rifjað upp, þegar ég kom til starfa hér í Reykjavík. Og eftir að við hjónin fórum að eyða leyfum okkar á sömu suðrænu slóð- unum og þau Gunnar og Elín, þá vorum við tekin inn í „Kan- aríklúbbinn“, sem hittist æv- inlega á laugardagsmorgnum í Kaffitári í Kringlunni. Þar vor- um við stundum eins og „skuggaráðuneyti“ vikunnar og ýmislegt til málanna lagt. Gunnar var að sjálfsögðu hreinskilinn og sannur, en ætíð manna gætnastur í orð- um, talsmaður tillitssemi og umburðarlyndis. Fordóma virtist hann ekki þekkja. Ég var mörg sumur í sveit hjá móðurforeldrum mínum í Björgvin á Stokkseyri. Við höfðum því báðir mikið yndi af því að skreppa þangað austur á góðum dögum. Við rifjuðum upp nöfnin á húsunum og minntumst litríkra persónu- leika, sem höfðu sett svip á mannlífið og það skipti okkur litlu, þótt konum okkar þætti skemmtilegra að ræða um eitt- hvað allt annað í aftursætinu Heima hjá þeim hjónum nutum við Dagbjört, eiginkona mín, einnig yndis unaðsstunda, þegar Elín reiddi fram dýr- legar veitingar og Gunnar leiddi menningarlega sam- ræðu. Við hjón höfum ekki átt glaðari og hlýrri vini en þau Elínu og Gunnar. Ég hugsaði stundum um það, hve vel Gunnar var heima í hinum ýmsu greinum þjóðlífs og þekkingar. Vegna veikinda hafði hann ekki getað lokið langskólanámi. En þessum greinda og jákvæða manni hafði lífið kennt svo margt, sem engin próf geta borið vitni um. Þar koma hugtökin trú, von og kærleikur ekki síst við sögu, og ég þekki ekki marga, sem vísa Stephans G. á betur við en Gunnar J. Friðriksson: – Þitt er menntað afl og önd, eigirðu fram að bjóða hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða. Íslenskt þjóðfélag hlýtur að þakka fyrir hvern slíkan góðan dreng. Við gerum það ekki síð- ur og biðjum Elínu Kaaber, börnum þeirra og fjölskyld- unni allri styrks frá honum, sem gefur okkur lífið og opnar okkur nýjar, ómælanlegar víddir þess við ævilok. Munum öll orð sr. Matthíasar: Gott átt þú sem grætur slíkan mann. Þórir Stephensen. Við fráfall Gunnars J. Frið- rikssonar sækja á hugann minningar um mikinn heiðurs- mann. Ég var svo lánsamur að kynnast honum á vettvangi Vinnuveitendasambands Ís- lands sem hann lét lengi njóta krafta sinna, fyrst í stjórn og framkvæmdastjórn og síðast sem formaður samtakanna. Gunnar var atvinnurekandi; rak sjálfur myndarlegt iðnfyr- irtæki og sat í stjórnum margra annarra fyrirtækja. Hann var lifandi í áhuga sínum á framfaramálum hvers konar, fylgdist vel með stefnum og straumum erlendis og tók virkan þátt í því að móta starfsumhverfi íslensks at- vinnulífs. Hann lét bæði til sín taka á vettvangi iðnrekenda og vinnuveitenda og var ósínkur á tíma sinn í þeim störfum. Hann var framsýnn og jarð- bundinn, velviljaður og hlýr; raunsæismaður og ekki gefið um að heyja töpuð stríð. Þá vildi hann heldur horfa framá- við, hvernig best mætti vinna úr erfiðri stöðu. Hann var sannfærður um yfirburði frjálsra viðskipta og einn hvatamanna að aðild Íslands að EFTA og auknu alþjóða- samstarfi, ekki af því að það gagnaðist atvinnurekstri sem starfað hafði í skjóli viðskipta- hafta heldur af því að það var framtíðin, leið til bættra lífs- kjara. Og þau yrðu aðeins sótt og varin með því að fyrirtækin fengju notið hliðstæðra starfs- skilyrða og keppinautar er- lendis. Fyrir þessu talaði Gunnar alla tíð. Gunnari var tamt að horfa á viðfangsefni dagsins í sögulegu samhengi. Hann þekkti vel at- vinnusögu 20. aldarinnar og leit svo til að Íslendingar hefðu komist langt á stuttum tíma en ræturnar væru að sama skapi grunnar. Það væri því þörf á að byggja upp inn- viði, traust og sameiginlega sýn á mikilvæg úrlausnarefni. Þessi afstaða birtist í einörð- um stuðningi Gunnars við upp- byggingu lífeyrissjóðanna, sem hann taldi einn mikilvægasta lykilinn að samfélagssátt til lengri tíma. Sameiginleg ábyrgð atvinnurekenda og launþega á rekstri sjóðanna og getu þeirra til að greiða lífeyri væri líkleg til að efla almennan skilning á mikilvægi stöðug- leika og arðsemi í atvinnulíf- inu. Það þurfti í senn innsæi og framtíðarsýn til að greina þessa stöðu fyrir nær hálfri öld. Gunnar var glaðsinna, hlát- urmildur og félagslyndur og hófsamur í allri sinni fram- göngu. Hann var gæfumaður í einkalífi og naut stuðnings sinnar góðu konu, Elínar Kaaber, í öllum sínum verkum. Það stafaði birtu af sambandi þeirra, svo náið og traust sem það birtist okkur samferða- mönnum þeirra. Með Gunnari er góður maður genginn sem skildi eftir sig langt og giftu- drjúgt dagsverk. Þórarinn V. Þórarinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.