Morgunblaðið - 13.08.2011, Blaðsíða 46
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
sé
r
ré
tt
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
.a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
TYRKLAND
27. ágúst í 11 nætur
frá aðeins 124.900 kr.
– með öllu inniföldu
Tyrkland í ágúst
í 11 nætur
Verð frá
124.900 kr.
Heimsferðir bjóða frábær tilboð á allra síðustu sætunum í 11 nátta ferð til Tyrklands þann
27. ágúst. Í boði er m.a. frábært sértilboð á Hotel L´Ambiance ***+ með öllu inniföldu á
ótrúlegum kjörum. Einnig önnur sértilboð í boði. Aðeins örfá herbergi í boði - bókaðu strax!
Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is
m.v. tvo fullorðna og tvö börn, 2-11 ára, í herbergi á
L´Ambiance ***+ í Bodrum með allt innifalið, 27. ágúst í 11
nætur.
Verð 149.700 kr. m.v. tvo í herbergi á L´Ambiance ***+
í Bodrum með allt innifalið, 27. ágúst í 11 nætur
Beint flug með Icelandair
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2011
Hátíðastemning
Pönk á Patró
Í dag, laugardaginn 13. ágúst,
verður tónlistarhátíðin Pönk á
Patró haldin í þriðja sinn á Pat-
reksfirði. Hljómsveitin Dikta kem-
ur fram á hátíðinni og heldur
tvenna tónleika í Eldsmiðju Sjón-
ræningjahússins á Patreksfirði,
annars vegar klukkan 15:00 fyrir
börn og unglinga og hins vegar
klukkan 21:00 fyrir fullorðna.
Berjadagar í Ólafsfirði
Dagana 12.-15. ágúst standa
Ólafsfirðingar fyrir tónlistarhátíð-
inni Berjadögum. Í dag munu
listamenn bæjarins opna vinnu-
stofur sínar fyrir gesti og gang-
andi og svo í kvöld flytur kamm-
erkórinn Hymnodia íslenska
kórtónlist undir stjórn Eyþórs
Inga Jónssonar. Annað kvöld
klukkan 20:30 mun svo Guð-
mundur Ólafsson tenór halda tón-
leika í Tjarnarborg. Guðmundur
heldur svo aukatónleika á mánu-
dagskvöldið á sama stað klukkan
20:30.
Kántrídagar á Skagaströnd
Kántrídagar eru haldnir um
helgina 12.-14. ágúst á Skaga-
strönd.
Í dag klukkan 17:00 verða
haldnir óperutónleikar þar sem
Davíð Ólafsson bassi og Stefán Ís-
landi tenór fara á kostum ásamt
Þorsteini Eggertssyni. Klukkan
20:30 hefjast svo tónleikar í hátíð-
artjaldi og þar koma fram Kántrý-
sveitin Klaufar, Pollapönk, Guð-
laugur Ómar og Sara Rut og Lára
Rúnarsdóttir og hljómsveit. Eftir
tónleikana verður slegið upp balli
í Kántríbæ þar sem kántrísveitin
Klaufar skemmtir gestum.
Blómstrandi dagar
í Hveragerði.
Nú standa yfir Blómstrandi dag-
ar í Hveragerði, en hátíðinni lýkur
á sunnudaginn. Í lystigarðinum í
kvöld hefst kvöldvaka klukkan
21:00. Þar koma fram Jarli úr Eyj-
um, Magni, Guðjón Óskar, Berg-
lind Guðnadóttir og Sigurjón og
Berglind María og Dagný Sif.
Klukkan 23:30 hefst dansleikur á
Hótel Örk þar sem hljómsveitin Á
móti sól treður upp.
Það verða marg-
víslegar skemmtanir
haldnar um helgina
Morgunblaðið/Eggert
Flottur Magni og mögnuð hljóm-
sveit hans, Á móti sól, verða á
fjölskylduhátíðinni Blómstrandi
dögum í Hveragerði um helgina.
Gunnþórunn Jónsdóttir
gunnthorunn@mbl.is
Kjartan F. Ólafsson, hljómborðs-
leikari Ampop, sendi frá sér lagið
Quantum Leap í vikunni undir nafn-
inu KJARR en það er byrjunin á
sólóferli hans. Fyrstu plötu KJARR
má vænta í haust. Kjartan hefur ver-
ið að vinna að plötunni með millibil-
um undanfarin ár. Grunnarnir fyrir
plötuna voru teknir upp fyrir rúmu
ári í Hljóðrita í Hafnarfirði en söng-
ur og hvers kyns viðbótarupptökur
fóru fram á heimili Kjartans í
Reykjavík og Glasgow. „Lagið heitir
Quantum Leap, eins og sjónvarps-
þættirnir, en vísa ekkert endilega til
þeirra,“ segir Kjartan hress. „Um er
að ræða ævintýralegt popplag með
vísunum í sólskinspopp 7. og 8. ára-
tugarins, kryddað með nútíma-
áhrifum“.
Leaves meðlimir hjálpa
Eftir að Ampop lagði hljóðfærin á
hilluna hefur Kjartan verið að spila
með hljómsveitinni Leaves. „Ég
gekk í það band árið 2009 en Leaves
hafa líka verið að taka upp plötu,“
segir Kjartan. „Ég hef notið full-
tingis félaga minna þar á minni
plötu. Nói [Nói Steinn Ein-
arsson] og Arnar [Arnar Guð-
jónsson] laufagosar eru
þarna með mér á tromm-
um og bassa en ég spila á
píanó, kassagítar, þerem-
ín og fleira skemmtilegt á
plötunni,“ en Kjartan syngur einnig
sjálfur inn á plötuna.
En hvernig kom það til að hann
ákvað að fara út í sólóið? „Bara til
þess að gera eitthvað,“ segir hann og
hlær. „Það var nú þannig að mað-
ur hefur alltaf verið að gera lög
og svona. En ég fór kannski út
í þetta aðallega af því að það
var kannski einhver þreyta í
Ampop eða eitthvað svoleiðis. Ég og
Biggi [Birgir Hilmarsson, gítarleik-
ari og söngvari Ampop] vorum alltaf
að semja lögin fyrir Ampop en við
höfum ekki búið í sama landi síðan
2004, svo það var orðið svolítið erfitt
að vinna saman,“ segir Kjartan.
Hann segir verkefnið vera ögrandi
og gaman sé að gera eitthvað upp á
eigin spýtur.
Kjartan býr í Glasgow í Skotlandi.
Aðspurður um útgáfutónleika hér á
landi svarar hann því jákvætt. „Jú,
ég vona að maður geti kíkt eitthvað
aðeins, flaggað og kynnt okkur
svona fyrir jólin,“ segir Kjartan en
hann hefur komið upp grúppu með
skosku og íslensku tónlistarfólki til
að spila af plötunni og segir að eitt
skref sé tekið í einu.
Fjölhæfur Kjartan F. Ólafsson gefur út sína fyrstu sólóplötu í haust undir nafninu KJARR. Á plötunni spilar hann
meðal annars á píanó, kassagítar, þeremín og fleira skemmtilegt en hann fer einnig með sönginn.
Hljómborðsleikari Ampop, Kjartan F. Ólafsson, byrjar sólóferilinn vel Nýtt lag komið í spilun og
plata kemur út með haustinu Skemmtilegt að gera eitthvað nýtt og upp á eigin spýtur
Hljómsveitin Ampop var stofn-
uð í kringum aldamótin og var
upphaflega tveggja manna
band þangað til trommara var
bætt við árið 2004. Meðlimir
eru Birgir Hilmarsson, gít-
arleikari og söngvari, Jón Geir
Jóhannsson, trommuleikari, og
Kjartan F. Ólafsson á hljóm-
borð.
Tónlist sveitarinnar má ein-
kenna sem nokkurs konar
sveimtónlist í bland við popp-
músík. Plata þeirra My Delu-
sions naut mikilla vinsælda en
hún kom út árið 2005. Hljóm-
sveitin er nú í góðri pásu en
hefur ekki fest endurkomu
sína né afskrifað hana.
Þríeykið
vinsæla
AMPOP
Ögrandi að vera einsamall