Morgunblaðið - 13.08.2011, Blaðsíða 44
44 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2011
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
VELKOMIN Í
KATTASKEMMTIÞÁTTINN
„HVAÐ DRAP SNÚÐUR?”
EN ÁÐUR EN ÞIÐ REYNIÐ AÐ SVARA
SPURNINGUNNI ÞÁ ÆTLAR SNÚÐUR
AÐ GEFA YKKUR SMÁ VÍSBENDINGU
ÞETTA
HLÝTUR AÐ
VERA STARRI
ÉG
SKIL ÞETTA
EKKI
HVERNIG FERÐU EIGINLEGA
AÐ ÞVÍ AÐ VERÐA SVONA
SKÍTUGUR?
ÉG VEIT ÞAÐ
EIGINLEGA EKKI
ÆTLI ÞAÐ SÉ EKKI
EINN AF LEYNDARDÓMUM
LÍFSINS
ÉG ER AÐ LEITA AÐ ÁHÖFN SEM HLÆR
AÐ HÆTTUM, HLÆR AÐ ÞVÍ ÞEGAR ÓVINIRNIR
ERU STERKARI EN ÞEIR, ÁHÖFN SEM HLÆR AÐ
ÞVÍ AÐ VERA ÁN MATAR EÐA DRYKKJAR SVO
DÖGUM SKIPTIR
SVO VIRÐIST SEM
ÞEIR HAFI EKKI
MIKIÐ SKOPSKYN
DAGURINN SEM
STÉTTARFÉLAG
TANNÁLFA FÉKK
NÓG
ÉG VIÐURKENNI AÐ ÉG
VAR AÐ REYKJA. RAJIV GAF
MÉR NOKKRA KÚBANSKA VINDLA EN AF HVERJUSAGÐIRÐU MÉR
ÞAÐ EKKI BARA?
VEGNA ÞESS
AÐ ÉG VEIT
HVERSU ILLA
ÞÉR ER VIÐ
VINDLA
ÉG
GLEYMDI AÐ
HUGSA ÚT Í
ÞAÐ
MÉR ER
VISSULEGA ILLA
VIÐ VINDLA EN MÉR
ER VERR VIÐ ÞAÐ AÐ
ÞÚ LJÚGIR AÐ MÉR!
LOKAÐ
Í DAG
ÉG VERÐ AÐ
BJARGA HENNI
JAFN-
VEL ÞÓ AÐ
FÓLK KOMIST
AÐ ÞVÍ HVER
ÉG ER
BÚNINGAVERSLUN,
EINMITT ÞAÐ SEM MIG
VANTAÐI
Málarinn góði
Ég þarf að ná sam-
bandi við málarann
góða sem sparslaði og
málaði fyrir okkur
alla íbúðina í Neðsta-
leiti árið 1998. Ég get
því miður ekki munað
nafnið hans. Vildi
gjarnan fá hann til að
mála aftur. Vinsam-
lega hafðu samband
við Steinar bóksala
eða Elsu í síma 893
2887.
Verðmerkingar
á kjötvörum
Eins og alkunna er datt einhverju
gáfumenninu hjá Neytendastofu það
í hug nýverið að hætta skyldi að
verðmerkja kjötvöru. Halda mætti
að starfsfólkið hjá þessari ríkis-
stofnun teldi að almenningur væri
upp til hópa einhverjir
miðlar sem gætu fund-
ið út hvað viðkomandi
kjötvara kostar.
Sú spurning vaknar
hvort þetta starfsfólk
hafi ekkert þarfara að
gera en að setja svona
fáránlegar reglur?
Það ylli almenningi
minni vandræðum með
því að naga blýanta í
vinnutímanum en að
vera með slíka ákvarð-
anatöku. Veit þetta
fólk ekki að það þiggur
laun af almannafé og
að það á að vinna í
þágu almennings en
ekki gegn honum?
Sigurður Guðjón Haraldsson.
Ást er…
… að vera á réttum stað
á réttum tíma.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Á 6. áratugnum hittumst viðmenntaskólanemendur og
stúdentar á Laugavegi 11. Þar var
mikið um unga listamenn, skáld,
málara og leikara, og þar var
Ólafur Friðriksson, sem sagði mér
að hrafninn væri greindastur
fugla af því að hann væri með
stærri heila en aðrir fuglar. Og að
grænlenski hrafninn væri greind-
ari en sá íslenski af því að heilar
fugla færu stækkandi eftir því sem
norðar drægi.
Þetta var litríkt samfélag. Sum-
ir voru samkynhneigðir, aðrir
ekki, eins og gengur. Góð vinátta
tókst með okkur mörgum. Sér-
staklega þykir mér vænt um minn-
ingu Elíasar Mar, rithöfundar og
skálds. Hann hafði gaman af að
leika sér að orðum og formum.
Þetta litla ljóð, Mér er í mun, lýsir
vel rómantík þessara ára:
Mér er í mun að vita
hvort einnig þið
hafið komist að raun um það
þrátt fyrir allt
hversu jörðin er fögur
hljómur tungunnar nýr
haustið jafnfagurt vori
líf og dauði í sátt
þegar maður elskar.
Auðvitað höfðu þessi ár var-
anleg áhrif á mann og maður
sleppur ekki frá þeim.
Um þetta var ég að hugsa þegar
ég hitti karlinn á Laugaveginum.
Hann fór að tala um Gleðigönguna
og borgarstjórann og Ása-Þór,
þegar hann þóttist vera Freyja, en
jötunninn Þrymur hafði stolið
hamrinum, sem ekki var falur
nema hann fengi Freyju sem eig-
inkonu:
… létu und honum
hrynja lukla
og kvenvoðir
um kné falla
en á brjósti
breiða steina,
og haglega
um höfuð typptu.
Allt þetta sagði karlinn á
Laugaveginum mér og bætti síðan
við:
Grænn var skór er fætur fól
firna stór á refla-sól
kliður fór um byggð og ból:
Borgarstjóri í nýjum kjól!
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Borgarstjórinn
í nýjum kjól
Forystumenn íslenskra sósíalista,þeir Einar Olgeirsson og
Brynjólfur Bjarnason, voru tíðir
gestir í Moskvu allt frá 1920. Þeir
tóku ekki aðeins við fyrirmælum
þaðan, heldur líka miklum fjár-
munum. Þeir sendu einnig efnilega
flokksmenn til þjálfunar í Rúss-
landi.
Að vonum kynntust Einar og
Brynjólfur vel ýmsum mönnum þar
eystra.
Kunnastur var Arne
Munch-Petersen, þingmaður
danska kommúnistaflokksins. Einar
Olgeirsson hitti hann fyrst í Moskvu
1928. Hafði Munch-Petersen ýmis
samskipti við Íslendinga síðar, eins
og rakið er í bók Þórs Whiteheads,
Sovét-Ísland. Munch-Petersen
hvarf í Moskvu í júlí 1937.
Annar góðkunningi Íslendinga í
Rússlandi var Allan Wallenius,
sænskumælandi Finni, sem starfaði
á skrifstofu Kominterns, alþjóða-
sambands kommúnista. Hann bauð
Einari Olgeirssyni heim til sín í
Moskvu 1931, kenndi nokkrum Ís-
lendingum í þjálfunarbúðum Kom-
interns, var leiðsögumaður ís-
lenskra sendinefnda um landið og
skrifaði grein um Sölku Völku eftir
Laxness í sænskt tímarit, og var ís-
lensk þýðing birt í Rétti 1935.
Wallenius hvarf í Moskvu í febr-
úar 1938.
Þriðji málvinur þeirra Einars og
Brynjólfs var þýski kommúnistinn
Willi Mielenz, sem var um skeið for-
stöðumaður Norðurlandadeildar
Kominterns. Hann hafði starfað í
sérdeild þýska kommúnistaflokks-
ins, sem sá um að falsa vegabréf og
senda leyniskýrslur, og bar þá dul-
nefnið Lorenz. Mielenz kom hingað
til lands skömmu fyrir Gúttóslaginn
í nóvember 1932 og hélt fundi.
Mielenz hvarf í Moskvu í október
1938.
Venjulega þykja skyndileg
mannshvörf dularfull, og leit hefst
að hinum horfnu. En svo virðist sem
þeir Einar Olgeirsson og Brynjólfur
Bjarnason hafi einskis spurt. Nú
vitum við, að þessir þrír góðkunn-
ingjar þeirra hurfu inn í Gúlagið og
dóu þar, Munch-Petersen 1940 og
þeir Wallenius og Mielenz 1942.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Dularfull mannshvörf