Morgunblaðið - 13.08.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.08.2011, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nýjar tölurfrá Dan-mörku sýna að innan við helmingur lands- manna er með at- vinnu, um 2,7 millj- ónir af 5,6 milljón íbúum landsins. Hluti skýringarinnar er að stórir árgangar eru að komast á eftirlaun en þeim fjölgar líka sem þiggja bætur frá hinu opinbera í stað þess að stunda vinnu. Atvinnu- málaráðherra Danmerkur bendir á að takmörk séu fyrir því hvaða byrðar velferðarsam- félagið getur borið og að það geti ekki gengið til lengdar að innan við helmingur lands- manna sé með vinnu. Atvinnuleysi er mikið böl sem brýst fram í ýmsum mynd- um. Flestir virðast til að mynda sammála um að það eigi sinn þátt í óeirðunum á Bretlandi, þó að þar komi fleira til. Þar í landi hefur atvinnuleysi þjakað sömu fjölskyldurnar mann fram af manni og við slíkar að- stæður er hætt við að afstaðan til samfélagsins verði smám saman öfugsnúin. Fólk losnar úr tengslum við það sem drífur þjóðfélagið áfram og getur orð- ið biturt og upplifað sig á annan hátt en þeir sem taka virkan þátt á vinnumarkaði. Í Bretlandi er atvinnuleysið 7,7%, sem er talsvert lægra en á evrusvæðinu, en á meðal ung- menna er atvinnuleysið umtals- vert, tæp 20%. Þetta er svo sem ekki mikið miðað við sum lönd evrusvæð- isins, til að mynda Spán, en get- ur engu að síður haft sitt að segja um að ungu fólki fer að leiðast og telur sig utanveltu. Viðhorf af því tagi er vont vega- nesti inn í framtíðina. Í allri þeirri efnahagslegu óáran sem gengur nú yfir Evr- ópu er óhætt að segja að at- vinnuleysið sé eitt mesta bölið. Atvinnuleysi hefur ekki bein skammtímaáhrif á ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa, verðsveiflur hluta- bréfa einstakra banka eða lausafé á millibankamark- aði, svo nokkuð sé nefnt af því sem áhyggjum veldur í efna- hagsmálum dagsins. Viðvar- andi og mikið atvinnuleysi grefur hins vegar undan efna- hagslífinu til lengri tíma litið og hefur á þann hátt neikvæð áhrif á efnahag landa til langs tíma og óbeint til skamms tíma með því að draga úr trúverð- ugleika efnahagslífsins. Ekki verður hjá því komist að horfa á stefnu stjórnvalda hér á landi í samhengi við allar neikvæðar afleiðingar atvinnu- leysisins, hvort sem litið er til einstaklingsins, þjóðfélagsins eða efnahagslífsins. Rík- isstjórn Íslands starfar með þeim hætti að ætla mætti að hún hefði að sérstöku mark- miði að eyða störfum og koma sem flestum á atvinnuleys- isbætur. Ýmsar hugmyndir til atvinnusköpunar hafa komið fram í tíð núverandi rík- isstjórnar en allar eru jafn- harðan skotnar niður með beinum fjandskap, endalaus- um töfum eða eitraðri blöndu af hvoru tveggja. Þegar við bætist að almennt umhverfi fyrirtækja er gert æ fjand- samlegra, nú síðast með fyr- irhuguðum aukaskatti á til- teknar atvinnugreinar, þá er lítil von um að atvinnustigið batni og efnahagslífið taki við sér. Ástandið erlendis mætti að ósekju verða stjórnvöldum hér á landi víti til varnaðar, en til að svo megi verða þurfa stjórn- völd að vera sæmilega læs á það sem er að gerast í öðrum löndum. Umsóknin í Brussel staðfestir því miður almennt ólæsi stjórnvalda í þeim efn- um. Íslensk stjórnvöld eru ekki læs á erlent atvinnuleysi frekar en annað} Almennt ólæsi MeirihlutiBesta flokksins og Sam- fylkingarinnar í borgarstjórn hefur frá því skömmu eftir að hann tók við undirbúið sérstakan 15 metra skatt á suma borg- arbúa. Tilkynnt hefur verið um skattinn í nokkur skipti og nú í vikunni kom enn ein tilkynn- ingin þar sem sagði frá því að á næstu dögum fengju Reyk- víkingar tilkynningu um hækkað gjald fyrir þá sem hafa sorptunnur í 15 metra fjarlægð frá götu. Ekki hefur verið upplýst um hver kostnaðurinn er orðinn af löngum og viðamiklum undirbúningi þessa nýja sorp- skatts eða hversu mikill auk- inn rekstrarkostnaður mun verða af skrifræðinu sem óhjá- kvæmilega fylgir skattinum. Nýi borgarstjórnarmeiri- hlutinn sagðist í upphafi hafa á að skipa mörgu og hug- myndaríku fólki. Getur verið að allur sá góði hópur hafi ekki fundið neina betri leið til að sóa tíma borgarstarfs- manna og fé borgarbúa? Nú er líklega komið að því að sorpskatt- urinn alræmdi verði að veruleika} Besta sóunin? Ú thverfin dreymir um ofbeldi. Sof- andi í syfjuðum húsum sínum í skjóli verslunarmiðstöðva með opna arma og bíða þolinmóð þeirra martraða sem munu vekja þau af svefni inn í ástríðufyllri heim. Einhvern veginn svona hljóma fyrstu línur í skáldsögunni Kingdom Come eftir breska rit- höfundinn J.G. Ballard sem kom út árið 2006. Í sögunni logar Bretland í óeirðum þar sem blind neysluhyggja blandast ofsafenginni ástríðu fyrir íþróttum og afbakaðri öfgaþjóð- ernishyggju. Aðalsöguhetja sögunnar, sem starfar innan auglýsingageirans, rannsakar lát föður síns í úthverfunum og sér hvernig saga og hefðir samfélagsins hafa vikið fyrir neyslu- menningu sem hann hefur tekið virkan þátt í að skapa. Hápunktinum er náð þegar firrtur skríllinn brýst inn í verslunarmiðstöð og heldur henni á sínu valdi vikum sam- an. Listin hefur lag á að hafa skírskotun til raunveruleika framtíðarinnar en þó sjaldan á jafn augljósan og skýran hátt og í sögu Ballards. Þótt greining hans á samfélaginu og því hugarástandi sem þar hefur skapast sé ekki ná- kvæm í öllum smáatriðum er ástandið á Bretlandi furðu líkt því sem birtist í sögunni. Þegar ég las bókina fyrir nokkrum árum fannst mér hún virkilega góð en þar sem ég myndi líklega teljast sem frekar jarðbundinn raunsæismaður þótti mér ýmislegt vera sótt úr fjarlægri framtíð frekar en að vera lýsingar á atburðum sem ættu eftir að gerast örfáum ár- um seinna. Þær myndir sem hafa verið að berast frá Bretlandi eru óhuggulegar og berast frá sam- félagi sem við Íslendingar höfum sterk tengsl við. Þegar ég hugsa nánar út í það hefði ég ekki átt að vera svo vantrúaður á sýn Ball- ards. Eftir að hafa heimsótt nánast allar borg- ir landsins sem bjóða upp á lágmarks aðstöðu til tónleikahalds tel ég mig þekkja landið nokkuð vel. Víða er augljóst hversu stór vandamál blasa við bresku samfélagi, ekki síst hvað varðar æsku landsins þar sem unglinga- drykkja og barneignir táninga hafa lengi verið landlæg vandamál. Sérstaklega er mér minn- isstætt að sjá drukkið par unglinga ýta barna- kerru (tómri þó) á undan sér á hábjörtum sunnudegi í hinni óyndislegu borg Wolverhampton. Tækni og samfélagsmiðlar voru Ballard, sem nú er lát- inn, ofarlega í huga og hann bjóst við eldfimum tímum þar sem tæknin hefði ótakmarkaða möguleika til að koma róti á sálarlíf fólks. Samskiptamiðlar hafa leikið stórt hlutverk í óeirðunum ásamt æsku sem hefur verið alin upp á þann veg að hún sér tilgang lífsins í neyslu án þess þó að eiga raunhæfa möguleika á að eignast þá hluti sem samkvæmt tálsýninni gefa lífinu gildi. Þarna hefur skapast eldfimur kokteill. En það eru ekki bara börn úr lægri stéttum sam- félagsins sem hafa tekið þátt í óeirðunum, ungt fólk með atvinnu hefur líka verið handtekið. Við virðumst því vera að vakna í veröld sem einhver myndi kalla „Ballardian“. Hallur Már Pistill Vaknað af vondum draumi STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Ofbeldisalda skellur á flóttamannabúðum SVIÐSLJÓS Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is G læpahópar fara nú með ofbeldi meðal fórn- arlamba þurrkanna í Sómalíu sem flýja í þúsundavís yfir landa- mærin til Kenía. Lögregluyfirvöld í Kenía segjast ekki ráða við ástandið, til þess skorti mannskap. Nú þegar ráði lögreglan og stjórnvöld ekki við þann mikla straum flóttamanna sem komi daglega yfir landamærin. Í viðtali við breska blaðið The Independent lýsir 30 ára gömul flóttakona því að er hún hafði misst tvö ung börn sín úr hungri hafi henni verið nauðgað á leið sinni til flóttamannabúða í Kenía. „Ég spyr sjálfa mig stöðugt að því hvort þetta hefði komið fyrir mig hefði ég ekki misst börnin mín og getað verið áfram í Sómalíu,“ segir konan. „Ég náði að leysa eitt vanda- mál en lenti svo í öðrum vanda.“ Í Kenía eru nú um 500 þúsund flóttamenn frá Sómalíu. Sameinuðu þjóðirnar hrósa þarlendum yfirvöld- um stöðugt fyrir frammistöðu sína við að takast á við vandann vegna þurrkanna en nú segjast stjórnvöld í Kenía hins vegar ekki getað tekið á móti mörgum flóttamönnum til við- bótar. Forseti landsins, Mwai Ki- baki, segir flóttafólkið gríðarlega byrði og að kostnaðurinn sé stór- kostlegur. Hefur hann lagt til að nú verði settar upp flóttamannabúðir Sómalíumegin landamæranna. Í hverri viku koma þúsundir Sómala til Kenía. Í stærstu flóttamannabúð- um sem um getur í heiminum, Dada- ab búðunum, eru nú yfir 400 þúsund manns en þær voru þó aðeins reistar fyrir um 90 þúsund flóttamenn. Tug- þúsundir bíða utan búðanna, eftir að verða skráðar. Lögreglustjórinn í Dadaab- búðunum, Nelson Shilunji Taliti, segir að fólksfjöldinn sé svo mikill að ómögulegt sé að halda uppi lög- um og reglu og því fjölgi nauðg- unum og öðrum ofbeldisglæpum dag frá degi. Erfitt sé að vakta landa- mærin og stjórna flóttamanna- straumnum. Tómar flóttamannabúðir En kenísk stjórnvöld eru nú mikið gagnrýnd fyrir að opna ekki risastórar flóttamannabúðir, sem standa enn tómar, en þær voru reistar fyrir margra milljóna króna gjafafé. Í staðinn hafi þau beint flóttafólki á svæði í nágrenni búð- anna er hefur valdið þeim misskiln- ingi í fjölmiðlum að búðirnar séu opnar. „Fyrir þúsundir örvænting- arfullra flóttamanna frá Sómalíu hlýtur að vera ömurlegt að horfa upp á velútbúnar en tómar flótta- mannabúðir,“ segir Daniel Bekele, yfirmaður mannréttindasamtak- anna Human Rights Watch í Afríku. Beitarlönd þurrka út skóga Þurrkarnir í Austur-Afríku hafa kostað fjölmarga lífið og neyð- araðstoð berst frá mörgum ríkjum heims. Wangari Maathai, frið- arverðlaunahafi Nóbels og stofnandi Grænabeltis-hreyfingarinnar í Kenía segir nauðsynlegt að takast á við orsök þurrkanna, sem séu of- notkun á landi. „Við höfum talað um hnignun landgæða í áratugi,“ sagði Maathai nýverið í útvarpsviðtali. „Því miður hafa stjórnvöld á þessum svæðum ekki hlustað og ekki tekið áhyggjur okkar alvarlega.“ Matthai sagði gríðarstóra skóga fellda til að brjóta land til beitar, án alls framtíðarskipulags. Þetta hafi mjög alvarleg áhrif á árn- ar, þeim sé veitt á tún og nái því ekki til þeirra svæða sem nú hafa orðið hvað verst úti í þurrkunum. Reuters Yfirfullar búðir Flóttakona frá Sómalíu hefur fengið skjól í flótta- mannabúðunum Dadaab í Kenía, rétt handan sómölsku landamæranna. 440.000 flóttamenn frá Sómalíu eru þegar komnir yfir landamærin til Kenía. 7 milljarðar króna voru gefnir til að koma upp velútbúnum, nýjum flótta- mannabúðum í Kenía sem enn standa auðar. 73 milljarðar söfnuðust í Bretlandi í kjölfar flóð- bylgjunnar í Asíu árið 2004. 1/8 af því hefur safnast nú í Bretlandi fyrir fórnarlömb þurrkanna í Austur-Afríku. ‹ FLÓTTAFÓLKIÐ › »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.