Morgunblaðið - 19.08.2011, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2011
Bíldshöfða 18 | Sími 567 1466 | Opið frá kl. 8–22
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Kínverjar virðast vera byrjaðir að skoða Norðausturland
með fjárfestingar í huga. Margrét Pála Ólafsdóttir, höf-
undur Hjallastefnunnar, á ásamt systkinum sínum jörð-
ina Víðirhól á Fjöllum. Hún segir að sér sé kunnugt um
að í kringum þau og í nágrenni við þau hafi verið skoðuð
mál af hálfu Kínverja.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er málið þó
enn á athugunarstigi og ekki komnar fregnir af form-
legum viðræðum eða tilboðum.
Þegar haft var samband við Berg Elías Ágústsson,
sveitarstjóra í Norðurþingi, í gær til að athuga hvort hon-
um hefðu borist fyrirspurnir frá erlendum fjárfestum
vegna lands eða réttinda tengdra því í Norðurþingi,
tók hann fyrir það.
Morgunblaðið greindi í gær frá því að Kínverjar
hefðu verið að leita fyrir sér í júní með fjárfestingar í
tengslum við nýtingu á vatnsauðlindum í Langanes-
byggð. Ekki náðist þó í Gunnólf Lárusson sveit-
arstjóra vegna málsins.
sigrunrosa@mbl.is
Áhugi kínverskra fjárfesta
Kínverjar skoða fjárfestingar á Norðausturlandi
Hafa leitað fyrir sér í Norðurþingi og Langanesbyggð
Ríkissáttasemjari hefur boðað nýj-
an sáttafund í kjaradeilu leikskóla-
kennara og sveitarfélaga. Með fund-
inum, sem hefst kl. 10 í dag, er gerð
lokatilraun til að ná fram sáttum og
afstýra verkfalli leikskólakennara.
Enn er ágreiningur um fram-
kvæmd hugsanlegs verkfalls og rík-
ir því óvissa um hvert umfang þess
kann að verða. Ef til verkfalls kem-
ur verður málinu því vísað til úr-
skurðar Félagsdóms.
Í yfirlýsingu frá samninganefnd
Sambands íslenskra sveitarfélaga
segir að mikilvægt hafi verið talið
að ná samkomulagi við Félag leik-
skólakennara um framkvæmdina til
að koma í veg fyrir átök við leik-
skóla ef til verkfalls kemur. Samn-
inganefndin mótmælir því að stétt-
arfélag „gefi stjórnendum
sveitarfélaga bein fyrirmæli“, segir
í yfirlýsingunni.
Ekki samboðið virðingu barna
Félag leikskólakennara hefur
sagt að það sé undir þeim sjálfum
komið hvaða reglur séu settar í
verkfallinu. Félag stjórnenda leik-
skóla hvatti í gær forsvarsmenn
sveitarfélaga til að virða þær við-
miðunarreglur sem leikskólakenn-
arar hafi sett um framkvæmd verk-
fallsins.
„Það er ekki samboðið virðingu
barna að þeim sé boðið upp á að-
stæður sem hugsanlega kalla á tog-
streitu eða átök um framkvæmd
verkfalls leikskólakennara. Leik-
skólastjórnendur og foreldrar eru
hvattir til að forðast slíkar aðstæður
eins og frekast er unnt.“
Verkfall leikskólakennara hefst
að óbreyttu á mánudaginn. »6
Reynt til
þrautar
Deilan kemur til
kasta Félagsdóms
ef verkfall skellur á
Morgunblaðið/Ernir
Leikið Leikskólalóðirnar hljóðna á
mánudag ef verkfall skellur á.
Una Sighvatsdóttir
María Elísabet Pallé
Varla var liðinn sólarhringur frá því bilun kom upp í
björgunarþyrlunni TF-Líf og þar til neyðarútkall
barst, vegna ferðamanns sem slasaðist í Hveradöl-
um í Kverkfjöllum. Þar sem engin björgunarþyrla
var til taks þurfti að grípa til neyðarrástafana og úr
varð að þyrla frá Norðurflugi var fengin að láni.
Aðgerðirnar reyndust nokkuð umfangsmiklar.
Þyrlan gat ekki lent hjá ferðamanninum, sem
brotnaði á báðum fótum þegar ís féll á hann úr ís-
helli. Þurfti því að selflytja á annan tug björgunar-
sveitarmanna til hans, og báru þeir hann um 600 m
vegalengd að þyrlunni, upp torfarið fjallendi og
bratt einstigi. Hann var svo fluttur á Landspítala.
Skelfileg staða komin upp
Jónas Guðmundsson, sem stýrði aðgerðum fyrir
Landsbjörg, segir að björgunin hafi gengið mjög
vel með samstilltu átaki björgunarsveitarmanna,
landvarða og lögreglu. Hann segir björgunarsveit-
irnar vanar að vinna úr aðstæðum með því sem er
fyrir hendi. En þótt þyrla Norðurflugs hafi hlaupið í
skarðið í gær er hún ekki heppileg björgunarþyrla,
enda ekki ætluð sem slík. „Í svona landi verður að
vera björgunarþyrla til taks,“ segir Jónas. Slíkar
þyrlur séu öflug tæki sem geti skipt sköpum þegar
mannslíf er í húfi.
„Björgunarþyrlur eru náttúrlega mun kraftmeiri
og geta athafnað sig í meira niðurstreymi og upp-
streymi. Ef þyrla Landhelgisgæslunnar hefði verið
í lagi hefði hún líklega leyst málið fljótt og vel.“
Árni Bjarnason, formaður félags skipstjórnar-
manna, segir stöðuna sem komin sé upp alveg
skelfilega og alverst sé hún gagnvart sjómönnum.
„Þótt ein þyrla sé í lagi verða tvær að vera til-
tækar til að Gæslan geti brugðist við atvikum sem
verða lengra en 20 sjómílur frá landi. Það eru al-
þjóðlegar reglur um að það verði að vera tvær.“
Önnur þyrlan þurfi að vera í viðbragðsstöðu ef eitt-
hvað komi upp hjá hinni.
,,Þetta er eitthvað sem allir hljóta að vera sam-
mála um að sé óþolandi staða,“ segir Árni. „Þetta er
ekki í takti við norrænt velferðarsamfélag. Það er
ekki spurning um hvort heldur hvenær sú staða
kemur upp að ekki verður hægt að bregðast við
neyðarkalli utan af sjó. Og þá erum við að horfa á
mannslíf sem hefði verið hægt að bjarga.“ Árni seg-
ir að stjórnvöld verði að finna leið til að taka á þessu
vandamáli.
TF-Líf kemst vonandi í lag í kvöld
Landhelgisgæslan er með samning við fyrirtæki í
Noregi um útvegun þyrluvarahluta. Nýr mótor,
vegna þess sem bilaði í TF-Líf, var væntanlegur til
landsins í morgun, að sögn Páls Geirdals Elvars-
sonar, yfirstýrimanns hjá Landhelgisgæslunni.
„Við erum að vona að hún verði tilbúin um kvöld-
matarleytið,“ segir Páll.
Lífsnauðsyn í svona landi
að þyrlurnar séu til taks
Ekki spurning um hvort heldur hvenær ekki verður hægt að bregðast við útkalli
TF-Líf Á skjánum má sjá bilunina sem kom upp í
mótornum. Nýr mótor kemur í dag frá Noregi.
Margrét Pála Ólafsdóttir, höfundur Hjallastefnunnar,
á ásamt systkinum sínum jörðina Víðirhól á Fjöllum.
Víðirhóll er gamall kirkjustaður á Hólsfjöllum en
þar var vígð kirkja árið 1864. Sóknarbörn þá voru yf-
ir 100 talsins.
Samkvæmt Náttúrfræðistofnun Íslands er meg-
inhluti Hólsfjalla sandjörð sem er að mestu til
orðin úr gosösku. Á Hólsfjöllum er eitt stærsta
uppgræðslusvæði Landgræðslunnar að finna en
það nær yfir rúma 90.000 hektara lands.
Svæðið er girt af og er girðingin ríflega
46 kílómetra löng.
Gamall kirkjustaður
JÖRÐIN VÍÐIRHÓLL
Margrét P.
Ólafsdóttir
Dorrit Moussaieff forsetafrú lét ekki sitt eftir
liggja þegar hún mætti á konukvöld í Kringlunni
í gærkvöldi. Kvöldið var hluti af átakinu Á allra
vörum, sem í ár er tileinkað Neistanum, félagi
hjartveikra barna, og af því tilefni tróðu lands-
þekktir listamenn upp og verslanir buðu upp á
ýmis tilboð. Dorrit prufaði glossinn, sem seldur
er til styrktar átakinu, kynnti sér starfsemi
Neistans og spjallaði við gesti og gangandi.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Forsetafrúin á allra vörum