Morgunblaðið - 19.08.2011, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2011
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Stígamót hyggjast í byrjun septem-
ber opna athvarf fyrir vændiskonur í
Reykjavík, efnt verður til fjáröflunar
og þegar hefur verið auglýst eftir
sjálfboðaliðum til að starfa í athvarf-
inu. Guðrún Jónsdóttir, talskona
Stígamóta, segir að þegar hafi fjöldi
kvenna boðið sig fram.
„Þetta athvarf hefur verið draum-
ur okkar í mörg ár, reynslan sýnir
okkur að það er þörf fyrir sérhæfð
úrræði fyrir konur í klámiðnaði,“
segir Guðrún. „Hvorki við né nokkr-
ir aðrir vita með vissu hvað umfang
þessa markaðar er mikið. En við höf-
um gert lauslegar kannanir eins og
hverjir aðrir leikmenn. Við höfum
komist að því að það er grasserandi
markaður fyrir vændi á Íslandi. Og
það eru miklir peningar í spilinu og
um margar konur að ræða.“
Guðrún segir að lengi hafi verið
vitað um margar konur sem vildu
leggja eitthvað af mörkum við að að-
stoða konur í vændi. Sjálfboðaliðarn-
ir munu fara á ítarlegt námskeið en
þegar sé búið að finna húsnæði fyrir
athvarfið og verði haft náið samstarf
við lögregluna varðandi öryggismál
á staðnum. Samtökin verða með einn
launaðan starfsmann í athvarfinu,
Steinunni Gyðu og Guðjónsdóttur
verkefnisstjóra.
Lítið um götuvændi hér
Guðrún segir aðspurð að mjög lítið
sé um götuvændi hér á landi. Það sé
undantekningin frá meginreglunni.
„Það viðgengst ekki í svona litlu
samfélagi. Viðskiptaleyndin er lyk-
ilatriði við sölu og kaup á vændi til
þess að þeir sem kaupi geti gert það
óáreittir. Netið og ýmsar aðrar leiðir
eru miklu hentugri en götuvændið.
Ef fólk ætlar að selja vændi þarf
það að vera nógu sýnilegt til að hægt
sé að selja en líka nógu vel falið til að
kaupandinn geti verið óáreittur.
Hann vill varðveita mannorð sitt.“
Vandinn er að miklu leyti falinn
vegna þess hve mikil skömm fylgir
því að stunda vændi.
„Þessu fylgir svo mikill skömm og
sektarkennd að venjulega koma þær
hingað með hefðbundna aðgöngu-
miðann, nauðganir eða sifjaspell.
Enda eru sterk tengsl þarna á milli.
Ef þær læra að treysta okkur segja
þær okkur frá vændinu en þetta er
afskaplega vel falin hlið á lífi þeirra.
Þær lifa tvöföldu lífi, nota ekki sín
eigin nöfn og gera það sem þær geta
til að hylja slóðina, þetta er ekki mál
sem þolir dagsins ljós. En við höfum
sagt að á hverju ári séum við í sam-
bandi við 30-40 konur og einhverja
karla vegna þessara mála.“
Í fyrra leituðu 13 konur til Stíga-
móta vegna þess að þær höfðu verið í
vændi og 13 að auki vegna tengsla
sinna við klámiðnaðinn, tengsla sem
þær skilgreindu ekki nánar. En oft-
ast er fólk sem hefur verið í vændi í
löngu sambandi við samtökin.
Vændiskonur fá athvarf
Stígamót hafa þegar fundið húsnæði og munu efna til fjáröflunar í september
Árlega leita 30-40 konur til samtakanna vegna tengsla við klámiðnaðinn
Við höfum komist að
því að það er gras-
serandi markaður
fyrir vændi á Íslandi.
Guðrún Jónsdóttir
Mikil stemning var í Bíó Paradís í gær þar sem
frumsýnd var heimildarmyndin Andlit norðurs-
ins. Í myndinni er Ragnari Axelssyni ljósmynd-
ara fylgt eftir við störf sín við að festa íbúa á
norðurslóðum og lífshætti þeirra á filmu. Fjöl-
menni var á frumsýningunni og hér er Rax í fé-
lagsskap Arnars Jónssonar, Dagfinns Stef-
ánssonar og Ingu Bjarkar Dagfinnsdóttur.
Myndin er einnig sýnd í Sambíóunum, Kringlu.
Andlit norðursins frumsýnd
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
„Barnið er eins vel haldið og hægt er
að hugsa sér. Þetta reyndist eiga sér
eðlilega skýringu, það var í raun röð
atvika sem gerði það að verkum að
þetta gerðist,“ segir Sigrún Hv.
Magnúsdóttir, yfirfélagsráðgjafi Fé-
lagsmálaráðs Seltjarnarness, sem
fer með barnaverndarmál í bænum.
Barnaverndaryfirvöld ræddu í
gær við foreldra barns sem fannst
snemma í gærmorgun á gangstétt í
Reykjavík. Leigubílstjóri tilkynnti
lögreglu um kl. 5.40 að hann hefði
fundið ungbarn yfirgefið í bílstól.
Stuttu síðar, þegar lögregla var
komin á staðinn, barst tilkynning frá
foreldrum sem höfðu týnt sex mán-
aða gömlu barni sínu.
Reyndist um sama mál að ræða og
komu foreldrarnir strax á vettvang.
Þau vinna við dreifingu blaða, og
höfðu verið að hlaða bíl sinn af blöð-
um í morgunsárið þegar þau
gleymdu barninu. Barnið var með
pela og klætt í hlýjan galla. Það var
sofandi þegar leigubílstjórinn kom
að því. Að sögn Sigrúnar varð
barninu ekki meint af.
Ekkert bendi til vanrækslu heldur
hafi aðeins verið um stakt atvik að
ræða vegna sérstakra aðstæðna.
„Það er bara hræðilegt að þetta
skyldi hafa komið fyrir og ef ein-
hverjir eru í áfalli þá eru það for-
eldrarnir,“ segir Sigrún. Ekki þykir
tilefni til frekari eftirmála.
Áfallið er
mest fyrir
foreldrana
Barnið sem fannst á
gangstétt vel haldið
Jón Bjarnason,
sjávarútvegs- og
landbúnaðar-
ráðherra, gaf í
gær út reglugerð
sem heimilar
bátum sem
stunda makríl-
veiðar á hand-
færi og línu að
halda þeim veið-
um áfram eftir 1.
september 2011. Áður var makríl-
veiði þessara aðila, sem hafa sam-
eiginlegt aflahámark, takmörkuð
við veiðar fram að fyrrgreindri
dagsetningu.
Makrílveiðar
leyfðar eftir
1. september
Jón
Bjarnason
Sigrún Rósa Björnsdóttir
sigrunrosa@mbl.is
„Við erum búin að bjóða rúmlega
helminginn af þeim 25,4% sem farið
var fram á. Eitthvað um 13% sem er í
raun það sem við höfum sagt að sé
það sem viðmiðunarstéttirnar fá í
sínum samningum. Eftir standa 11%
og við erum búin að reikna út að
heildin þ.e. 25,4% myndi kosta sveit-
arfélögin 1,7 milljarða,“ segir Hall-
dór Halldórsson, framkvæmdastjóri
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
um áætlaðan kostnað af því að verða
við kröfum leikskólakennara.
Halldór segir að heildarlauna-
kostnaður á leikskólum sé um 17
milljarðar og leikskólakennarar um
44% starfsfólks. Leikskólakennarar
hafi hins vegar hærri laun en ófag-
lærðir starfsmenn og því sé ekki
raunhæft að
reikna hlutfalls-
tölu launa til jafns
við hlutfall leik-
skólakennara af
heildarstarfsliði.
Heildartekjur
A-hluta sveitarfé-
laga fyrir árið
2010 voru nær
171 milljarði
króna og heildar-
gjöld námu rúmum 167 milljörðum
króna, þegar ekki er tekið tillit til
fjármagnsliða og óreglulegra liða.
Um það hvort sveitarfélögin gætu
mætt auknum launakostnaði án þess
að hækka leikskólagjöld segir Hall-
dór að það sé misjafnt eftir sveit-
arfélögum. Sum gætu brúað bilið en
önnur gætu þurft að hækka gjöldin.
Þegar spurt er hvernig sveitar-
félögin gætu þá mætt þessum kröf-
um vísar Halldór til þess að samn-
ingar Samtaka atvinnulífsins og ASÍ
í vor hafi byggt á hagvaxtarspám og
loforðum ríkisstjórnarinnar um að
örva ákveðna þætti þannig að hér
verði hagvöxtur og tekjuaukning.
Það sé óraunhæft að ætla að sveit-
arfélögin geti fjármagnað alla þessa
nýju kjarasamninga með auknum
tekjum. Það sé enginn, hvorki sveit-
arfélögin, ríkið né aðrir að fá auknar
tekjur þar sem hagvaxtarspáin og
þær forsendur sem voru gefnar fyrir
tekjuaukningu í samfélaginu séu
rangar.
Halldór segir jafnframt. „Ég vil
ítreka það sem ég hef sagt. Það er
ekki komið verkfall og það er skylda
samninganefndanna beggja, bæði
okkar og þeirra að finna leið til að
koma í veg fyrir verkfall.“
Ekki til peningar í hærri laun
Segir óraunhæft að ætla að sveitarfélögin geti fjármagnað
alla þessa nýju kjarasamninga með auknum tekjum
Halldór
Halldórsson
„Auðvitað hefur það mjög
slæm áhrif á börnin ef til
verkfalls kemur. Þá kemur
rof í þeirra leikskóladvöl,
það er slæmt fyrir börn
sem eru nýlega byrjuð og
enn í aðlögun. Við erum
núna að flytja börn yfir á
eldri deildir og sú vinna er í
fullum gangi þessa dag-
ana,“ segir Þórunn Gyða
Björnsdóttir, leikskóla-
stjóri í leikskólanum Rofaborg í
Reykjavík. Verkfall komi til með að
lama starf skólans að stærstum
hluta eins og málið hafi verið sett
fram í dag. Það séu átta leikskóla-
kennarar, af átján starfsmönnum
sem starfi á deildum, sem skipu-
leggja faglega starfið inn-
an leikskólans. Innan leik-
skólans eru fimm deildir
sem þjónusta um 110 börn.
„Verkfall kemur til með
að hafa mjög slæm áhrif á
leikskólana og valda börn-
unum og fjölskyldum
þeirra erfiðleikum. Við höf-
um einnig heyrt að margir
innan atvinnulífsins séu
áhyggjufullir um hvað ger-
ist eftir helgi,“ segir Þórunn. „Ég
óttast það að ef laun leikskóla-
kennara verði ekki leiðrétt þá geti
það haft afdrifaríkar afleiðingar
fyrir íslenska leikskóla. Þá óttast ég
frekara brottfall úr stéttinni verði
launin ekki leiðrétt.“
„Mjög slæm áhrif á börnin“
YFIRVOFANDI VERKFALL LEIKSKÓLAKENNARA
Þórunn Gyða
Björnsdóttir