Morgunblaðið - 19.08.2011, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Eggert
Snillingar Gunnar Helgi með vini sínum Birgi Marteinssyni sem ætlar að
sýna handahlaup á Bakdyramegin, hinsegin heimboði.
er útskrifaður þaðan úr myndlist-
ardeildinni,“ segir Gunnar Helgi.
Þremenningarnir munu sýna hæfi-
leika sína á opna húsinu. „Ég sýni
sjálfur nokkrar vatnslitateikn-
ingar. Árni verður gestgjafi og
heldur þessu saman. Sigríður er
svo með brúðusýningu og tvö tón-
listaratriði.
Það eru á milli fimmtán og
tuttugu listamenn sem koma þarna
fram eða sýna verk sín. Þetta eru
listviðburðir fluttir og samdir af
hinsegin fólki. Ég man ekki eftir
að það hafi verið gerður svona list-
viðburður bara með hinsegin fólki
áður,“ segir Gunnar Helgi.
Lýkur með flugeldasýningu
Spurður hvort þau séu ekkert
kvíðin fyrir að opna heimili fyrir
almenningi á þennan hátt hlær
Gunnar Helgi. „Ég er það ekki, en
held að Árni gæti kannski verið
það enda um hans heimili að ræða.
Annars verður allt fjarlægt úr
íbúðinni og búið þannig um að það
verði auðvelt að ganga um.“
Gunnar Helgi býst við að
heimboðinu ljúki rétt fyrir flug-
eldasýninguna, sem er endapunkt-
urinn á Menningarnótt, og að síð-
ustu gestirnir rölti saman á hana.
Síðan þarf hann sjálfur að fara að
vinna.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2011
HERRAKRINGLAN /DÖMU & HERRASMÁRALIND
Nýjar flottar
haustvörur.
Peysa
14,900
Pallíettu toppur
14,900
Dansarinn og danskennarinn Áslaug
Óskarsdóttir kennir í opnum dans-
tíma í World Class í kvöld. Áslaug
mun þar leggja áherslu á jazz- og nú-
tímadans en hún kennir í tveimur
skólum vestanhafs þar sem hún hef-
ur búið frá árinu 1980.
Nútímadans í uppáhaldi
„Ég er búin að vera heima núna í
tvær vikur og er eiginlega í brúð-
kaupsferð. Ég er nýgift og er að sýna
manninum mínum landið í fyrsta
sinn. Fyrsta daginn fékk hann pylsu
og varð ástfanginn af landinu, nú
segir hann að við verðum flutt hingað
eftir þrjú ár,“ segir Áslaug og hlær
þegar blaðamaður slær á þráðinn til
hennar. Hún byrjaði að æfa dans 5
ára gömul og flutti á unglingsárunum
til New York til að helga sig dans-
inum. Áslaug hefur prófað ýmsa stíla
innan dansheimsins en heldur mest.
upp á nútímadans í dag. Hún einbeit-
ir sér nú að kennslu og kennir bæði í
dansstúdíói sem hún rekur í San
Francisco með vinkonu sinni og SO-
CAPA skólanum í New York. Þangað
koma krakkar alls staðar að úr heim-
inum og hefur hún meðal annars
fengið til sín íslenska dansara. „Ef þú
ætlar þér eingöngu að verða frægur
er erfitt að komast áfram. Margir
ungir dansarar einblína á sviðsljósið
en utan þess eru ótalmörg tækifæri.
Ég hef ferðast mikið og t.d. kennt
dans á dansstefnu á Kosta Ríka,“
segir Áslaug. Tíminn hefst klukkan
18:30 og kostar 2.000 krónur inn.
Dansheimsókn frá Bandaríkjunum
Liðug Áslaug hefur dansað í mörg ár
og einbeitir sér í dag að danskennslu.
Opinn tími í nútímadansi
Svo virðist sem kóreskar konur eigi
það sameiginlegt með kynsystrum
sínum í Japan og Kína að elska lúx-
ushönnun. Í raun elska þær tískumerki
svo mikið að nú blómstrar markaður
með notaða innkaupapoka merkta
Chanel og fleiri merkjum á netinu.
Á sérstökum vefsíðum þar sem slík-
ir pokar ganga kaupum og sölum kost-
ar pappírspoki allt að 30 dollara sem
samsvarar rétt rúmlega 3400 krón-
um. Þarna má finna poka frá Burberry,
Louis Vuitton og fleiri merkjum. Í grein
Huffington Post um málið er vitnað í
seljanda sem segist áður hafa hent
pokunum en geyma þá nú í von um að
selja þá. Pokarnir séu sérstakir að því
leyti að pappírinn sé þykkari en í öðr-
um slíkum pokum og auðvitað sé
merkið áberandi.
Tíska
Reuters
Smart Það eru ekki bara fötin frá
Gucci sem fólk sækist eftir.
Notaðir bréf-
pokar á netinu
Á Bakdyramegin mætir Sigríður
Eir Zophoníasardóttir með
brúðusýninguna Og þá sagði
amma: Reynslusaga íslenskrar
lesbíu á þrítugsaldri. Í henni
segir hún söguna þegar hún
sagði ömmu sinni frá því að hún
væri lesbísk.
Meðal annarra sem koma
fram og eiga verk á sýningunni
eru: Lesbíski dúettinn Sálin
hans Jóns míns, dúettinn
Gullbrá, Kári Emil Helgason
grafískur hönnuður, Adda Ing-
ólfs, söng- og gítarleikari, Bjarki
Bragason myndlistarmaður,
Peter Max Lawrence mynd-
listar- og kvikmyndagerð-
armaður, Oddvar Örn Hjart-
arson ljósmyndari, Egill
Guðmundsson tónsmiður, Ás-
geir Helgi Magnússon dansari
og danshöfundur, Birgir Mar-
teinsson handahlaupari og
Kviss búmm bang, flokkur
þriggja kvenna sem framleiðir
framandverk.
Hinsegin
heimboð
BAKDYRAMEGIN
urnar var ekki aftur snúið: Ég hljóp
eins og vindurinn.
Það besta við hlaupið er, ótrúlegt
en satt, að koma í mark. Sælutilfinn-
ingin sem hellist yfir mann þegar
maður nær settu markmiði og bók-
staflega svífur þessa örfáu síðustu
metra, sem virðast engan endi ætla
að taka, er ólýsanleg. Hún gerir það
jafnvel næstum þess virði að líða
eins og gamalmenni næstu daga,
með verki í mjöðmunum og bólgin
hné.
Ég er orðinn nokkuð spenntur
fyrir hlaupinu á morgun. Eiginlega
bara mjög spenntur. Ég mun mæta í
Lækjargötu, stoltur í nýju hlaupa-
sokkabuxunum mínum. Ég hef að-
eins eitt markmið og það er markið;
að koma í mark hlaupandi, eins og
vindurinn.
»Sælutilfinningin semhellist yfir mann þeg-
ar maður nær settu mark-
miði og bókstafega svífur
þessa örfáu síðustu metra,
sem virðast engan endi
ætla að taka, er ólýsanleg.
Hún gerir það jafnvel næst-
um þess virði að líða eins
og gamalmenni næstu
daga.
Róbert B. Róbertsson
robert@mbl.is