Morgunblaðið - 19.08.2011, Page 20

Morgunblaðið - 19.08.2011, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er erfittað skil-greina ást eins og Ómar Ragnarsson hefur bent á. Og margt annað er líka loft- kennt, þótt enginn efist um mikilvægið. Sálina hefur eng- inn krufningalæknir fundið svo vitað sé. Vonir og væntingar eru ekki áþreifanlegar, en hagspekingar leggja þó mikla áherslu á að þær séu mældar. Það er gert reglulega um allan heim og talnaverkið svo sett upp í línurit og gröf, jafnvel af doktorum í væntingum. Hafi hagspekingarnir hlutverk og jafnvel völd reyna þeir að með- höndla væntingarnar. Þyki þær fara úr böndum er slegið á þær. Ella gætu þær ýtt undir spennu, kaupæði eða aðra þá hegðan sem knúið gæti verð- bólguna áfram. Seðlabankastjórar reyna að tala illkynja væntingar niður með dulúðugum skilaboðum og hálfkveðnum vísum, jafnvel hótunum um vaxtahækkun í ótímasettri framtíð. Árangur af slíku er sjálfsagt ofmetinn og þá um leið mikilvægi þeirra sem vilja veikja væntingar með upplýsingum innan í umbúð- um. En seðlabankar eru ekki óvinir verðbólgunnar. Þeir telja hana raunar lífsnauðsyn- lega og óttast ekkert meira en verðbólgulaust skeið, því þeir vita að þá er stöðnunin mætt og afturför boðar komu sína. Þess vegna gefa seðlabankar með uppáskrift ríkis- stjórna sér verð- bólguviðmið, og eru þau ekki endi- lega þau sömu hjá þeim öllum. Og hegðun almenn- ings, kjarasamningar sem hann gerir, umsvif hans en um- fram allt vonir hans og vænt- ingar, tiltrú hans og traust á því efnahagsumhverfi sem hann býr við, spilar mikla rullu um hvernig til tekst með við- miðin. Sömu sögu er að segja um markaðinn, verð hlutabréfa og skuldabréfa, gengi og trú- verðugleika einstakra gjald- miðla. Leiðtogafundur forseta Frakklands og Þýskalands í síðustu viku snerist fyrst og fremst um meðhöndlun á vænt- ingum og trúnaðartrausti. Þess vegna var fyrirfram girt fyrir að fjárfestar tryðu því að sam- evrópskum skuldabréfum yrði komið á eftir þann fund. Hefðu þær væntingar byggst upp hefði áfallið getað orðið háska- legt. Ímyndarfræðingar lögðu mikið í umhverfi blaðamanna- fundar leiðtoganna. Yfirlýs- ingar þeirra virtust fyrir- sagnavænar og framsýnar. En það sem spunameistarar sáu ekki fyrir var að umhverfi blaðamannafundarins var ekki rósagarður forsetahallarinnar í París heldur var rammi hans dreginn af nýjum fréttum um að hagtölur í löndunum tveim- ur sýndu hagkerfi í hægagangi, þvert á spár. Því fór sem fór. Nú er komið í ljós að leiðtogafundurinn í París skilar engum árangri} Beislun væntinga Landhelg-isgæslan starfar undir kjör- orðinu „Við erum til taks“, sem er lýsandi fyrir þá starfsemi sem þar fer fram, ekki síst öryggisþátt- inn. Þegar alvarleg slys verða á sjó eða landi treystir fólk á Landhelgisgæsluna sem er jafnan til taks og vinnur iðu- lega ótrúleg afrek við björgun mannslífa. Í gær sagði Morgunblaðið frá því að sú staða væri komin upp að engin þyrla væri til taks og að auki væru bæði varð- skipin upptekin í öðrum verk- efnum en þeim sem almennt er gert ráð fyrir að varðskip sinni. Þyrluleysið er sem betur fer ekki viðvarandi ástand og staf- ar af bilun í annarri þyrlunni á sama tíma og hin er í skoðun. Engu að síður segir þetta sína sögu um þá stöðu sem Land- helgisgæslan er komin í vegna sérkennilegrar forgangsröð- unar stjórnvalda, sem telja í lagi að tefla á tæpasta vað í öryggismálum. Íslendingar verða að geta treyst því að hér sé nothæf þyrla og að ekki sé ver- ið að sóa fjármunum í gælu- verkefni ef ekki er til fé fyrir mikilvægum öryggisbúnaði. Þó að efnahagsástand sé erfitt er það ekki svo að Íslendingar hafi ekki efni á að búa við sjálf- sagt öryggi ef forgangsröðun fjárveitingarvaldsins er eðli- leg. Vitaskuld ætla stjórnvöld sér ekki að skilja landið eftir þyrlu- laust en þau hafa áður sýnt að þau eru reiðubúin til að taka of mikla áhættu þegar kemur að öryggi og nú hefur það aftur komið á daginn. Nauðsynlegt er að stjórnvöld fari að átta sig á því að þau verða að forgangs- raða með hagsmuni Íslendinga í huga en ekki í þágu einhverra annarra hagsmuna. Landhelgisgæslunni er gert ómögulegt að starfa í samræmi við kjörorð sitt} Öfugsnúin forgangsröðun Þ egar netið var að slíta barnsskónum fyrir síðustu aldamót var það svolít- ið eins og villta vestrið á að hafa ver- ið áður en það varð siðmenntað og leiðinlegt. Maður gat lagt af stað á netinu án þess að vita hvar ferðalagið endaði en farartækið voru „link- ar“ eða hlekkir frá einni vefsíðu yfir á aðra. Leit- arvélar voru svo skelfilega lélegar að maður þurfti oft að leita lengi og lesa margar vefsíður áður en maður fann það sem maður var að leita að og þess vegna datt maður oft inn á áhuga- verðar eða skemmtilegar vefsíður sem maður hefði annars aldrei fundið. Maður hoppaði frá einni síðu yfir á aðra í stjórnlausri en stórskemmtilegri ótemjureið um netið. Netið hefur nú siðmenntast. Vissulega er þar að finna húsasund sem maður forðast eins og pláguna, en maður lendir sjaldnar í óvissuferðum um netið en maður gerði í gamla daga. Það er helst á alfræðiorðabók almúgans, Wikipedia, sem maður getur ennþá farið í ferðalag. Ég datt í eitt slíkt um daginn þegar ég sá frétt um að átt- ræð spænsk hertogaynja ætlaði að afsala sér öllum eignum og titlum til að geta gifst ástinni sinni, sextugum opinberum starfsmanni. Þetta gerir hún í trássi við óskir barna sinna og jafnvel spænska kóngsins. Gott og vel. Ég kemst að því að hertogaynjan ber eft- irnafnið FitzJames Stuart, sem virkar eitthvað óspænskt í mín eyru, enda er konan afkomandi óskilgetins sonar Jakobs annars Englandskonungs. Frá síðu hertogaynjunnar datt ég um upplýsingar um spænska aðalinn almennt og lærði að Bask- ar voru allir, fátækustu bændur og sjómenn þar með taldir, álitnir aðalsmenn í skilningi laganna. Var það ekki vegna þess að Baskar væru allir komnir af gömlum greifum og hertogum heldur vegna þess að um fimm hundruð ára skeið var spænska þjóðin haldin þráhyggju um hreinleika blóðs. Í kjölfar sigurs hjónanna Ferdínands og Ísa- bellu á Márunum á fimmtándu öld var öllum gyðingum og múslímum skipað að skipta um trú eða yfirgefa Spán ella. Margir snerust til kristni, en spænska þjóðin virtist ekki geta fengist til að treysta því að það hefði verið gert af fullum hug. Þess vegna var þetta fólk og allir afkomendur þess talið mengað og mátti það ekki gegna ákveðnum embættum inn- an stjórnsýslunnar, hersins eða kirkjunnar og mátti ekki sækja ákveðna skóla. Allir sem stefndu á ferill innan stjórn- kerfisins þurftu að fá vottorð um að blóð þeirra væri hreint. Sóunin á hæfileikum er ótrúleg. Vegna þess að múslímskir hermenn voru ekki taldir hafa náð til Baskahéraðanna voru allir Baskar sjálfkrafa taldir hafa hreint blóð. Ekkert af þessu getur talist til bráðnauðsynlegra upplýs- inga, en óvissuferðir á netinu geta engu að síður ennþá verið stórskemmtilegar. Bjarni Ólafsson Pistill Andlegar óvissuferðir STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is F yrr í vikunni tilkynnti iðnaðarráðherra þing- flokksformönnum það í tölvupósti að breytt fyr- irkomulag yrði viðhaft við skipun stjórnar Byggðastofnunar á aðalfundi sem fram fer næstkom- andi mánudag – innan við viku frá dagsetningu tölvupóstsins. Breyt- ingin felur það í sér að iðnaðarráð- herra tekur ekki lengur við tilnefn- ingum þingflokka, líkt og tíðkast hefur, heldur skipar sjálfur stjórn stofnunarinnar. Sjálfstæðis- og Framsóknarmönnum hugnast breyt- ingarnar ekki. Sömu sögu er að segja af Vinstri grænum. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra vísar í tölvupóstinum til laga sem sett voru um Byggðastofnun ár- ið 1999, en þar er meðal annars lagt til að stofnunin og stjórn hennar beri ábyrgð gagnvart ráðherra sjálfum og ráðherra aftur ábyrgur fyrir störfum stofnunarinnar. Því fari illa á því að þingflokkarnir tilnefni stjórn- armennina. Frá árinu 2000 hætti Al- þingi að kjósa stjórnina og núverandi fyrirkomulag verið haft á síðan þá. Er þetta það sem koma skal? Gunnar Bragi Sveinsson, þing- flokksformaður Framsóknarflokks- ins, segir ekki hægt að deila um laga- skilninginn. Það kunni hins vegar að vera að nú sé þörf á lagafrumvarpi um breytingar á því hvernig ráð- herra skipar stjórnina. „Í grunninn er þetta þannig að ráðherra er að taka til sín öll völd varðandi það hverjir eru valdir í þessa stjórn. Er þetta það sem koma skal?“ spyr Gunnar. Hann furðar sig jafnframt á því að þetta skuli tilkynnt með jafn stuttum fyrirvara og raun ber vitni og á þeim tíma sem Alþingi er ekki starfandi. Því gefist ekki tækifæri til að ræða málið á þingi. „Slíkt er […] algjörlega á skjön við yfirlýsingar um samráð, samstarf [og] dreifingu valds en til þess fallið að auka á tor- tryggni. Þá má spyrja hvort það sé í anda þess sem gengið hefur yfir ís- lenskt samfélag að auka líkur á að pólitískt þóknanlegum ein- staklingum verði komið til valda í stjórnum og ráðum?“ spyr Gunnar í harðorðum tölvupósti sem hann sendi þingflokks- og flokks- formönnum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tekur í svipaðan streng. „Í lögunum segir ekkert um að það eigi að vera formlegt samráð. En þetta er venja sem hefur skapast og ég tel að það sé mikilvægt að um þessa stjórn- arskipun ríki sátt,“ segir hún. Eðli- legt hefði verið, fyrst á annað borð er verið að breyta fyrirkomulagi stjórn- arskipunar, að gera það í samráði við þá sem tilnefnt hafa í stjórn – þing- flokkana. Framkvæmdin verið ógagnsæ Katrín brást við gagnrýni Gunn- ars, einnig í tölvupósti, og sagði hana að mörgu leyti skiljanlega. Hins veg- ar hefði hið „óformlega samráð sem haft hefur verið um skipun stjórnar Byggastofnunar […] verið ógagn- sætt og framkvæmd mismunandi frá einum ráðherra til annars.“ Vinstri grænir hafi til að mynda engan stjórnarmann átt fyrstu sjö árin, og Hreyfingin eigi engan fulltrúa nú. Hún segir að sé raunverulegur vilji þingsins til þess að velja fulltrúa í stjórn eigi að breyta lögum á viðeig- andi hátt. Þuríður Backman, þing- flokksformaður Vinstri grænna, seg- ir flokksfélaga sína ósátta við áformin. Verið sé að móta framtíð- arstefnu stofnunarinnar og rétt að breytt fyrirkomulag stjórnarskip- unar fylgi þar með. Hvað sem þessu líður er ljóst að ný stjórn, skipuð af ráðherra án tilnefninga, verður kynnt til sögunnar á mánudaginn. Hættir að taka við tilnefningum í stjórn Morgunblaðið/Eggert Sauðárkrókur Byggðastofnun var upphaflega staðsett í Reykjavík og svæð- isskrifstofur víða um land. Frá árinu 2001 hefur hún verið á Sauðarkróki. Líkt og fram kom í Morg- unblaðinu í gær herma heimildir að breytingarnar séu liður í að- lögun stjórnsýslunnar að því sem tíðkast í Evrópusamband- inu. Gunnar Bragi segir ólíkar skoðanir hafa verið uppi innan stjórnar, t.d. varðandi sókn- aráætlanir og uppbyggingu styrkjakerfisins. Ráðherra geti því liðkað fyrir með því að skipa stjórn eftir eigin höfði. Þuríður Backman gefur lítið fyrir kenn- inguna og segir hundrað slíkar geta verið á lofti. Mikilvægt sé að leggja áherslu á heildar- stefnumótun í byggðamálum líkt og stjórnarsáttmálinn kveð- ur á um. Liður í aðlög- unarferli? STJÓRNARSKIPUN Blaktir Fáni ESB í Brussel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.