Morgunblaðið - 19.08.2011, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 19.08.2011, Qupperneq 21
Tollvernd er krafa BÍ í viðræðum við ESB Bændasamtök Íslands kynntu fyrr í sumar lágmarkskröfur sín- ar í viðræðum Íslands við ESB. Meðal þeirra er sú krafa að ís- lenskum stjórnvöldum verði áfram heimilt að leggja tolla á búvörur frá löndum ESB. ESB er tollabandalag og sambandið er einn sameiginlegur markaður. Aðildarlöndum er að meginreglu til ekki heimilt að leggja innflutn- ingstolla á vörur sem fluttar eru milli landa innan sambandsins. Málefni land- búnaðar falla undir starfsemi innri markaðarins og þar af leiðandi er meginreglan sú að reglur um hinn sameiginlega markað taki til landbún- aðarafurða. Þannig gildir reglan um frjáls vöru- viðskipti og innlend löggjöf kemur ekki frekar við sögu nema samkvæmt framseldu valdi stofnana ESB til aðildarríkjanna. Íslenskur landbúnaður er mikilvægur hlekk- ur í að tryggja fæðuöryggi þjóðar sem býr langt norður í Atlantshafi, fjarri meginlöndum Evr- ópu og Ameríku. Ísland er betur í stakk búið til þess að framleiða sínar eigin búvörur ef landið stendur utan sameiginlegrar landbún- aðarstefnu Evrópusambandsins. Ástæðan er sú að íslenskum landbúnaði stendur ógn af þessari stefnu enda mun þá t.d. kúabúum fækka hér á landi og kjötframleiðsla dragast verulega sam- an. Ísland þarf að hafa skýra stefnu um eigin matvælaframleiðslu enda geta skyndilegar truflanir á samgöngum, mengunarslys og breytt heimsmynd stefnt fæðuöryggi þjóð- arinnar í hættu. Án tollverndar verður auðvelt fyrir jað- arframleiðslu af meginlandi Evrópu að keppa við kjarnaframleiðslu hér á landi. Í þeim til- vikum sem framleiðsluferlar eru stuttir eða geymsluþol varanna mikið er veruleg hætta á því að þessari kjarnaframleiðslu verði rutt af markaði. Hagsmunir neytenda geta þannig ver- ið fyrir borð bornir enda hafa birgjar ekki sömu tengsl og ábyrgð gagnvart þeim og íslenskir bændur. Varnarlínan undirstrikar sérstöðu lít- ils matvælamarkaðar sem liggur fjarri hinum sameiginlega markaði ESB. Kostnaður við flutninga sem einnig spilar saman við geymslu- þol afurða veldur miklu um þessa sérstöðu. Undirboð geta valdið umfangsmiklum skaða á slíkum markaði, neytendum í óhag til lengri tíma litið. Slík mál eru hins vegar flókin og kerf- ið svifaseint að bregðast við þeim. Íslenski mat- vörumarkaðurinn er örmarkaður. Stærð hans má jafna við smáborg í Evrópu. Um 70% þessa markaðar eru þar að auki á afmörkuðu svæði þar sem megin-millilandahöfnin er jafnframt staðsett. Ef kemur til stórfellds innflutnings á búvörum kemur evrópsk jaðarframleiðsla til með að keppa við íslenska kjarnaframleiðslu. Afurðir með stuttan framleiðslutíma, hátt hlut- fall breytilegs kostnaðar við framleiðslu og gott geymsluþol munu fyrst finna fyrir samkeppni af þessu tagi. Þetta á við um egg, blóm, kartöflur og fleiri garðyrkjuafurðir. Sama mun gilda um osta sem hafa mikið geymslu- þol og hafa minna rúmmál en mjólk og aðrar fljótandi afurðir. Fyrir fjársterka aðila er auðvelt að ryðja innlendri framleiðslu af markaði með undirboðum á erlendri jað- arframleiðslu á tiltölulega stuttum tíma. Fleiri afurðir myndu síðan fylgja í kjölfarið. Litlar líkur eru á því að sú framleiðsla sem legðist af yrði tekin upp aftur. Fram- leiðslutækin og þekkingin myndu glatast á skömmum tíma. Fákeppni á smásölumarkaði hérlendis eykur hættuna á að það ástand sem að ofan er lýst skapist. Ólíklegt er að samkeppn- isaðstæður á smásölumarkaði breytist við aðild, einkum í ljósi þess að erlendum fyrirtækjum hefur verið frjálst að koma hingað frá því EES- samningurinn tók gildi, án þess að það hafi haft áhrif. Innlendir framleiðendur myndu á móti eiga mjög á brattann að sækja í útflutningi. Ís- land er ekki í vegasambandi við markaði í Evr- ópu og enginn grundvöllur er fyrir því að nota við flutning á afurðum til annarra ESB-landa, flutningsmáta sambærilegan þeim sem tíðkast á meginlandi Evrópu, t.d. með bílum búnum kæli- búnaði. Flutningskostnaður á gámi til útflutn- ingshafnar frá afurðastöð utan suðvesturlands er álíka mikill og kostar síðan að flytja gáminn þaðan til meginlands Evrópu. Þótt landið yrði í orði kveðnu hluti af innri markaði ESB við aðild yrði raunin hins vegar önnur af augljósum land- fræðilegum ástæðum. Útflutningur frá smáum afurðastöðvum alla leið til meginlands Evrópu er ekki samanburðarhæfur við innflutning til Ís- lands frá meginlandinu vegna þessa mikla flutn- ingskostnaðar. Afurðastöðvar á meginlandi Evrópu eru yfirleitt margfalt stærri og sér- hæfðari og samkeppnisstaða þeirra því allt önn- ur en íslenskra bænda. Að öllu framangreindu virtu þarf að taka tillit til sérstöðu landsins sem örmarkaðar sem stað- settur er langt frá meginlandi Evrópu með kröfu um undanþágur fyrir íslensk stjórnvöld til þess að styðja við landbúnað með áframhald- andi tollvernd á forsendum staðhátta, hnatt- rænnar legu, byggðasjónarmiða, fæðuöryggis og matvælaöryggis. Eftir Ernu Bjarnadóttur » Íslenskur landbúnaður er mikilvægur hlekkur í að tryggja fæðuöryggi þjóðar sem býr langt norður í Atlants- hafi, fjarri meginlöndum Evr- ópu og Ameríku. Erna Bjarnadóttir Höfundur er hagfræðingur Bændasamtaka Íslands. Öfundaraugu Þessi letilegi köttur hefði eflaust ekki neitt á móti því að geta rennt sér í rólegheitunum milli staða á hjólabretti í stað þess að þurfa að skottast á fjórum fótum. Eru „óverðtryggð“ íbúðalán til hagsbóta fyrir almenning? Hagsmunasamtök heimilanna (HH) hafa nú kynnt fyrir um- boðsmanni Alþingis lögfræðiálit og óskað álits hans á lögmæti verðtryggingar lána. Lögfræð- ingurinn hefur komizt að þeirri niðurstöðu að því er virðist af ummælum í fjölmiðlun að ein- ungis sé heimilt samkvæmt lög- um að verðtryggja greiðslurnar en ekki höfuðstólinn. Það kem- ur einnig fram í ummælum for- svarsmanna HH að með því að verðtryggja höfuðstólinn komi eins konar margfeldis- áhrif fram í greiðslunum. Hér er um hrap- allegan misskilning á virkni verðtrygging- arinnar að ræða. Það skiptir engu máli fyrir útreikning einstakra greiðslna yfir lánstíma jafngreiðsluláns hvort höfuðstóllinn er upp- færður með verðbótum eða ekki. Sérhver greiðsla er reiknuð þannig að hún breytist í réttu hlutfalli við hækkun hlutaðeigandi vísi- tölu frá grunnvísitölu til vísitölunnar á greiðsludegi. Það koma engin margfeldis- áhrif hér við sögu. Aðferðafræði HH við útreikning á heildar- fjárhæð endurgreiðslnanna er hins vegar vægt til orða tekið galin. HH bera saman tvær greiðsluraðir sem spanna 40 ára tíma- bil annars vegar þegar verðbólga er 7% á ári og hins vegar þegar verðlag er fast. Greiðsluraðir af þessum toga verður að bera saman á föstu verðlagi. Punktur, basta. (Hvað segðu menn við áætlunum um að út- gjöld heimilis mundu fimmtánfaldast á næstu 40 árum en 7% verðbólga leiðir til fimmtánföldunar á verðlagi á þessum tíma og grípa þyrfti til sértækra ráðstafana til að koma í veg fyrir það.) Verður allt annað óbreytt næstu 40 árin? En hvaða viðmið eru þá til samanburðar? Eigum við að skoða íbúðaverð? Samkvæmt vísitölu íbúðaverðs hefur það hækkað að meðaltali um 7,6% á ári frá apríl 1995 til júní 2011. Á sama tíma hækkaði lánskjaravísitala um 4,9%. Þetta þýðir einfaldlega að eftirstöðvar húsnæð- isláns (sem og upphaflegur höfuðstóll fram- reiknaður) sem tekið var í apríl 1995 hefur lækkað mjög verulega í hlutfalli við verð íbúðarinnar. Eigum við að skoða kaupmátt- arþróun? Á fyrrnefndu tímabili hækkaði vísitala launa að meðaltali um 6,9% ári og kaupmáttaraukning því um 1,9% ári. Ef hlið- stæð hækkun launa ætti sér stað næstu 40 árin mundi síðasta greiðslan vera 53% lægri sem hlutfall af launum en ef miðað er við áætlun í upphafi sem gerði ráð fyrir sömu hækkun launa og verðlags. Í sjálfu sér þjóna svona útreikningar litlum til- gangi þegar verið er að skoða þróun hagstærða 40 ár fram í tímann. Almenningur verður að átta sig á því að í dag er engin fjár- málastofnun reiðubúin til þess að veita lán án þess að tryggt sé að hún fái sem næst raun- virði lánsfjárhæðarinnar (mælt með einhverri vísitölu) til baka auk hæfilegra vaxta. Hún þarf að afla fjármagns hjá almenn- ingi með innlánum sem að verulegu leyti eru verðtryggð. Sjóðfélagi í lífeyrissjóði gerir þá kröfu, að sjóðurinn ávaxti fé sitt þannig, að hann fái verð- tryggðan lífeyri þegar þar að kemur. Stofn- un sem ætlar að lána „óverðtryggt“ verður að gera það með ofurvöxtum (vegna ríkulegs áhættuálags) til skamms tíma til að tryggja sinn hag. Þessar stofnanir verða að vera sjálfbærar. Hverfum 4 til 5 áratugi aftur í tímann en þá voru lán óverðtryggð sem og innstæður. Hverjir högnuðust og hverjir töpuðu á því fyrirkomulagi? Ekki högnuðust heimili almennra launþega á því; það er öll- um ljóst sem þessa tíma muna. Ég fullyrði að verðtrygging lána á árunum 1985 til 2005 hefur reynzt langflestum lán- tökum hagstæð, þ.e. greiðslubyrði þeirra hefur farið lækkandi í hlutfalli við laun við- komandi fjölskyldu og í hlutfalli við verð- mæti íbúðarinnar. Fyrir allnokkru skrifaði ég grein þar sem ég sagði „Guð laun fyrir verðtrygginguna“. Tel fulla ástæðu til að endurtaka það. Hinu er ekki að leyna að hrunið 2008 hefur valdið okkur öllum þung- um búsifjum og ekki sízt þeim sem höfðu ný- lega fjárfest í íbúðarhúsnæði svo og mörgum lífeyrisþegum. Verðtrygging húsnæðislána átti enga sök á hruninu. Hins vegar bendir margt til þess að okkur skorti nokkuð á hæfni til góðrar hagstjórnar. Eftir Bjarna Þórðarson »Ég fullyrði að verðtrygging lána á árunum 1985 til 2005 hefur reynzt langflestum lán- tökum hagstæð, þ.e. greiðslu- byrði þeirra hefur farið lækk- andi í hlutfalli við laun viðkomandi fjölskyldu og í hlutfalli við verðmæti íbúðar- innar. Bjarni Þórðarson Höfundur er tryggingastærðfræðingur. 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2011 Eggert

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.