Morgunblaðið - 19.08.2011, Síða 26

Morgunblaðið - 19.08.2011, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2011 ✝ Stefanía Ár-mannsdóttir fæddist á Akureyri 30. desember 1932. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 13. ágúst 2011. Foreldrar hennar voru hjónin Ármann Dalmanns- son, f. 12. sept- ember 1894, d. 22. mars 1978 og Sig- rún Kristjánsdóttir, f. 9. sept- ember 1901, d. 10. ágúst 1984, búsett á Akureyri. Systkini Stef- aníu eru: Jón Dalmann, f. 15. apríl 1929, d. 28. nóvember 2003, Ingólfur, f. 22. desember 1936 og Kristján, f. 17. maí 1944. Hinn 24. desember 1952 gift- ist Stefanía eftirlifandi eig- inmanni Baldri Sigurðssyni, f. b) Andre Baldur, f. 1991. Sig- urður og Sandra skildu. 3) Bald- ur Ólafur Baldursson, f. 5. sept- ember 1966, kvæntist Kolbrúnu Ingu Jónsdóttur 1989. Dóttir þeirra er Hrafnhildur, f. 1989. Baldur Ólafur og Kolbrún skildu. Sambýliskona Baldurs Ólafs er Sarah Kruger, f. 11. júní 1982. Börn þeirra: a) Emma, f. 2005, b) Lena, f. 2007 og c) Kári, f. 2008. Barna- barnabörn eru tvö. Stefanía lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar 1949 og fór síðan í Húsmæðra- skólann á Varmalandi. Hún starfaði við skógrækt hjá Skóg- ræktarfélagi Eyfirðinga, var um árabil safnvörður í Nonnahúsi og vann á Skattstofu Norður- lands eystra síðari hluta starfs- ævi sinnar. Stefanía tók mikinn þátt í félagsstörfum, var m.a. í stjórn Slysavarnadeildar kvenna á Akureyri, og starfaði lengi í Zontaklúbb Akureyrar. Stefanía verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag, 19. ágúst 2011, og hefst athöfnin kl. 10.30. 10. nóvember 1929. Foreldrar Baldurs voru: Hulda Bald- ursdóttir, f. 25. nóv. 1909, d. 17. okt. 1995 og Sigurður Kristinn Ólafsson, f. 12. ágúst 1901, d. 18. ágúst 1955. Þau Baldur og Stefanía hófu búskap í Að- alstræti á Akureyri og bjuggu alla tíð við þá götu. Börn þeirra eru: 1) Sigrún Baldursdóttir, f. 11. júní 1953, maki Jens Christian Skytte, f. 28. nóvember 1951. Börn þeirra eru a) Jens Dal- mann, f. 1976, b) Búi, f. 1978, c) María, f. 1982, d) Davíð, f. 1989 og e) Símon, f. 1991. 2) Sigurður Baldursson, f. 17. jan. 1955, kvæntist Söndru von Amin. Börn þeirra: a) Anna, f. 1990 og Mágkona mín Stefanía Ár- mannsdóttir var fædd á Akureyri og bjó alla ævi í Fjörunni svoköll- uðu. Ég minnist hennar fyrst árið 1966 er við Ingólfur fluttum norð- ur ásamt ungum syni okkar. Hús- næðið sem okkur var ætlað var ekki tilbúið en Stefaníu fannst nú ekki mikið mál að skjóta yfir okk- ur skjólshúsi í nokkrar vikur. Ég er ævinlega þakklát fyrir þennan tíma því auk húsaskjólsins sem okkur var veitt kenndi hún mér sitt hvað varðandi heimilishald enda var hún húsmæðraskóla- gengin og vel verki farin. Fanna var félagslynd kona og kunni vel við sig í margmenni. Hún var mjög virk í Zontaklúbbi Akureyr- ar og gat komið mörgum áhuga- málum sínum á framfæri í þeim góða félagskap. Hún átti m.a. sinn þátt í því að koma Nonna- húsi á kortið með ýmsum verk- efnum eins og heimsóknum grunnskólabarna. Ég minnist þess þegar hún var að ræða um Nonnastíginn svokallaða og hug- myndir sínar um hann. Nú er svo komið að Nonnahús er afar vin- sælt safn að heimsækja og oft hef ég gengið stíginn góða með fólki sem finnst þetta skemmtileg og fróðleg leið. Fanna var mikill Nonnavinur og sagði okkur oft frá því þegar hún kom að gröf Nonna í Köln. Sem safnvörður í Nonnahúsi tók hún á móti fjölda gesta bæði innlendra og erlendra og naut sín vel í því hlutverki. Fyrstu hjúskaparárin stundaði Baldur eiginmaður hennar sjó- mennsku. Fanna gekk þá í kvennadeild Slysavarnafélagsins og sinnti þar trúnaðarstörfum. Hafði alla tíð brennandi áhuga á slysavarnamálum. Síðustu árin reyndust Fönnu erfið þar sem heilsan fór þverrandi. Hún naut góðrar þjónustu á Vistheimilinu Hlíð nokkrar vikur í senn og dvaldist heima hjá sér þess á milli. Hún undi sér hvergi betur en í litla húsinu sínu sem var bernskuheimili hennar þar sem eiginmaður og sonur sinntu henni eftir bestu getu. Hún hélt eigin- leikanum til að gleðjast með glöð- um fram að hinsta degi. Þeir sem komu á hennar fund fengu gjarn- an með sér lítil hjörtu sem hún keypti á Hlíð fyrir vini og vanda- menn. Þannig tjáði hún þakklæti sitt. Þegar Stefanía var ungling- ur fékk hún ljóðabók Tómasar Guðmundssonar „Fagra veröld“ að gjöf frá foreldrum sínum ásamt fallegri vísu, sem hún hélt mikið uppá. Megi hún ganga inn í enn fegurri veröld laus frá þessa heims áhyggjum. Innilegar sam- úðarkveðjur til eiginmanns og fjölskyldu. Hrefna Hjálmarsdóttir. Fyrir nokkrum árum voru send inn á flest heimili póstkort sem átti eftir að skrifa á. Tilgang- urinn var að fólk gæti skrifað nokkur orð og sent til einstak- linga sem hefðu verið þeim góðar fyrirmyndir í lífinu. Stefanía föð- ursystir mín, eða Fanna frænka eins og hún hét ávallt í mínum huga, fékk annað af tveimur kort- um sem ég sendi. Það var ekki annað hægt en að dást að æðruleysinu sem hún sýndi í erfiðum veikindum. Fyrst fóru mjaðmirnar, svo axlirnar og að lokum var hún föst í hjólastól og flestar hreyfingar orðnar sársaukafullar. En það var sama hvað kom upp á, henni tókst að halda í glaðværðina og ljúfa framkomu. Hún var félagslynd og fann sér alltaf eitthvað til að hlakka til. „Fljóð líkjast föðursystrum,“ var setning sem ég heyrði oft í æsku, sennilega í tengslum við það að mörgum þótti vera svipur með mér og Fönnu frænku. Mér þótti þetta alltaf mikið hrós. Fanna var ekki bara fríð kona heldur var líka björt og falleg orka í kring um hana. Einhvern veginn er Fanna alltaf hlæjandi eða brosandi í minningunni. Þeg- ar maður kom í heimsókn var oft- ast eitthvert bras á henni, í já- kvæðri merkingu þess orðs. Hún var að stússast í hinu og þessu. Ef hún var ekki á kafi í fé- lagsstarfi með Zontakonum eða Slysavarnafélaginu, var hún að grúska í ættfræði, flokka gamlar myndir eða skrifa fjarskyldum ættingjum í útlöndum bréf. Flest af því sem hún tók sér fyrir hend- ur bar þess merki hvað hún hafði gaman af fólki. Það verður skrýtið að koma í heimsókn í Aðalstrætið og finna enga Fönnu þar. Hvíl í friði, elsku frænka. Samúðarkveðjur til Baldurs, Sirru, Sigga, Balla Óla og þeirra fjölskyldna. Auður H. Ingólfsdóttir. Hún Fanna frænka á Akureyri hefur kvatt okkur. Stefaníunafnið fékk hún eftir föðursystur sinni. Það fylgir stundum saga nafngiftum. Amma okkar Steinunn Stefánsdóttir átti þá ósk að koma upp föðurnafni sínu. Hún giftist afa, Dalmanni Ármannssyni, sem hafði verið skírður þessu nafni til að koma upp Ármanni Dalmannssyni eftir sögunni um Ármann á alþingi. Þegar hún átti von á barni eftir að Ármann fæddist átti það barn að heita Stefán, ef það yrði drengur. En það reyndist vera telpa, sem fékk því nafnið Stef- anía. Hún dó fárra mánaða gömul og Ármann hafði sagt það sem drengur að ef hann ætti eftir að eignast dóttur ætti hún að heita Stefanía. Þessar nafngiftasögur hafa lif- að með fjölskyldunni og var Fanna dugleg að varðveita það. Hún hélt til haga sögunni um Ár- mann á Alþingi og kom henni á framfæri til þeirra, sem bera það nafn í fjölskyldunni. Ung giftist hún Baldri Sig- urðssyni frá Dalvík og eignuðust þau 3 börn, Sigrúnu sem er bú- sett með sína fjölskyldu í Dan- mörku, Sigurð og svo Baldur Óla, sem er nýfluttur með sína fjöl- skyldu til Þýskalands. Þau voru lengi með ferðaþjón- ustu við Gæsavötn og fóru með ferðafólk á Vatnajökul. Þar stóð öll fjölskyldan saman og var allt það starf sem hún lagði af mörk- um ómetanlegt. Hún vann líka mikið fyrir Zontaklúbbinn og sá lengi um Nonnasafnið á Akureyri. Einnig vann hún að sögu um Sigríði móð- ur Nonna og það var sett upp mjög fróðleg og skemmtileg sýn- ing um hana í húsi Zontaklúbbs- ins. Fanna var einn vetur í hús- mæðraskólanum á Varmalandi og þar eignaðist hún góða vini, sem hún hefur haldið sambandi við enda varð henni alls staðar vel til vina og átti því marga. Hún var handavinnu og fönd- urkona og var ótrúlega hugvits- söm. Hún datt á hálku fyrir um 45 árum og meiddist í baki og hefur hún glímt við afleiðingar af því ætíð síðan. Oftar datt hún og kom í ljós seinna að hún hafði mjaðmagrindarbrotnað í einu fallinu og fékk því miður ekki rétta meðhöndlun, því brotið var ekki greint fyrr en löngu seinna og voru það ótrúleg mistök og það á 20. öldinni. Eftir lát foreldra hennar fluttu Fanna og Baldur í gamla húsið við Aðalstræti 62. Þau gerðu það upp, smíðuðu garðhús og héldu við allri ræktun í garðinum svo það er sannkallað augnayndi að koma þar. Fanna bjó yfir víðtækum fróð- leik og var gjarnan haft á orði að spyrja hana Fönnu, ef einhverjar upplýsingar vantaði. Það eiga margir eftir að sakna hennar Fönnu sem alltaf var boð- in og búin til að rétta hjálpar- hönd. Fjölskyldan er orðin ansi dreifð, í Kanada, Danmörku, Noregi, Þýskalandi og Austur- ríki. Margir komu til Akureyrar í sumar og naut hún þess að hitta ættingjana. Stefanía Ármannsdóttir ✝ Guðrún FjólaSigurbjörns- dóttir var fædd í Reykjavík 6. febr- úar 1930. Hún lést á heimili sínu 14. ágúst 2011. For- eldrar hennar voru Sigurbjörn Jós- efsson, versl- unarmaður í Reykjavík, f. 12. okt. 1896, d. 17. okt. 1977 og Guðrún Jónsdóttir, húsmóðir, f. 21. mars 1890, d. 2. apríl 1968. Systkini Fjólu voru Kristín Sigurbjörg, f. 1923, d. 1995, Jón Björgvin, f. 1925, d. 1962, Axel, f. 1926, d. 2006, og Margeir, f. 1931, d. 1979. Ung var Fjóla tekin í fóstur af föð- ursystur sinni Ragnheiði Mar- gréti Jósefsdóttur, f. 1889, d. 1966, og manni hennar Gísla Guðjónssyni, f. 1891, d. 1986, bónda í Hlíð í Garðahreppi. Þann 27. sept. 1952 giftist Fjóla eftirlifandi eiginmanni sínum, Gunnari Sveinssyni frá Góustöðum í Skutulsfirði, fv. kaupfélagsstjóra í Keflavík, f. 10. mars 1923. Þau eignuðust fimm börn: a) Magnús, f. 4. jan. María, f. 1998 og Silja Rún, f. 2002. Stjúpbörn Sigurbjörns, börn Jennýjar, eru: Hildur Sig- urðardóttir, f. 1987, sambýlis- maður Hafþór Bragason, og Skúli Sigurðsson, f. 1990. e) Gísli Benedikt, grunnskóla- kennari, f. 1962. Fjóla ólst upp í Hlíð í Garða- hverfi innan við Hafnarfjörð og gekk þar í barnaskóla. Hún tók síðan gagnfræðapróf frá Flens- borgarskóla. Eftir það tóku við ýmis störf, m.a. í Kexverk- smiðjunni Esju og gos- drykkjaverksmiðjunni Sanitas. Hún flutti til Keflavíkur árið 1952 og eftir giftingu helgaði Fjóla sig húsmóðurstarfinu og uppeldi barna sinna. Þau Gunn- ar byggðu húsið að Brekku- braut 5 í Keflavík og bjuggu þar í 40 ár, en fluttu árið 1995 að Vatnsholti 3B. Þegar börnin voru farin að heiman vann Fjóla við verslunarstörf hjá Kaupfélagi Suðurnesja um 10 ára skeið. Fjóla tók þátt í ýms- um félagsstörfum. Hún tók þátt í félagi málfreyja á Suð- urnesjum, styrktarfélagi sjúkrahússins, og einnig Inner Wheel-félaginu í Keflavík. Þá starfaði hún með félagi fram- sóknarkvenna og á efri árum var hún í Eldey, kór eldri borg- ara á Suðurnesjum. Útför Fjólu fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 19. ágúst 2011, kl. 13. 1953, d. 12. des. 1979. Hann var kvæntur Ólöfu Helgu Þór, f. 1956 og áttu þau soninn Gunnar Svein, f. 1978. Kona Gunn- ars er Inga Hrönn Kristjánsdóttir og eiga þau þrjá syni. b) Ragnheiður Guðrún, fram- haldsskólakennari, f. 9. maí 1954. Sambýlismaður hennar er Ægir Magnússon, f. 1957. Börn hennar og Jóns Baldvins Hannessonar, f. 1953, eru Halldóra Guðrún, f. 1978, gift Birgi Má Bragasyni og eiga þau þrjú börn, Magnús Sveinn, f. 1982, Fjóla Þórdís, f. 1986. Sambýlismaður hennar er Dav- íð Örn Óskarsson og eiga þau eina dóttur. Stjúpbörn Ragn- heiðar, börn Ægis eru: Hörður, f. 1982, Magnús, f. 1985 og Guð- björg, f. 1993. c) Sveinn Sig- urður, f. 7. ágúst 1955, d. 20. sept. 1975. d) Sigurbjörn Jón, framkvæmdastjóri, f. 29. ágúst 1959. Sambýliskona hans er Jenný Sandra Gunnarsdóttir, f. 1963. Börn þeirra eru Berglind Þá er nú komið að lokaferða- lagi okkar elsku Fjóla mín, þó þú sért aðeins á undan mér. Því vil ég þakka þér hin mörgu og ynd- islegu ár er við áttum saman bæði í sorg og gleði. Það var gaman að ferðast saman, ekki síst til Vest- fjarða á hverju ári og hitta vini og kunningja þar, svo og til útlanda að heimsækja Spán og önnur Evrópulönd og Brasilíu og ekki má gleyma ferðafélögunum þeg- ar rætt er um ferðalög. Ég veit að þeir hugsa allir til þín því allir er kynntust þér kveðja þig með miklum söknuði. Sorgin lét okkur ekki ósnert er við misstum drengina okkar með stuttu millibili af slysför- um. Sorgin er hluti af lífinu eins og gleðin, en þó gátum við ekki annað en spurt „Hvers vegna við svona mikið?“ en fengum ekki svar. Vegir Guðs eru órannsakanlegir og því höfum við tekið með Guðs hjálp. Þar varst þú ávallt í fararbroddi, stóðst þig best, varst alltaf já- kvæð á erfiðum stundum. Sama má segja um veikindi þín. Því- líkt æðruleysi er sérstakt. Aldr- ei kvartaðir þú, aðeins leist á það jákvæða þó þú vissir að hverju dró. Það var ekki verið að ræða um veikindin heldur um það sem gerðist í fjölskyldunni, um börnin, barnabörnin og barnabarnabörnin sem voru svo miklir sólargeislar í lífi þínu. Ég veit að þú vilt þakka börnunum þínum umhyggjusemi í þinn garð. Elsku Fjóla mín, við kveðjum þig öll með miklum söknuði og minningarnar hrúgast upp. Við biðjum algóðan Guð að umvefja þig kærleika sínum og blessa minninguna um þig. En bak við marga múra og margar læstar hurðir í hugans innsta inni býr nú alein myndin þín. Og eitt sinn var hún myndin af unnustunni minni en er nú orðin helgimynd, sem ljómar þar og skín. (Sigurður Einarsson.) Þinn, Gunnar. Ég man að ég hugsaði stund- um sem ungur drengur að það gæti enginn átt eins góða mömmu og ég. Ég er af þeirri kynslóð þegar flestar mömmur voru heimavinnandi húsmæður. Mamma var því alltaf til staðar, þegar maður fór út að leika eða í skólann á morgnana og tók svo á móti manni þegar maður kom heim. Mamma kenndi mér að lesa, spjallaði um heima og geima þegar hún var að strauja og las fyrir okkur systkinin fyrir svefn- inn. Mamma stjórnaði líka stóru heimili, við vorum fimm systkinin og um tíma bjuggu föðuramma og móðurafi einnig hjá okkur. Það var ekki fyrr en löngu seinna sem maður áttaði sig á hve mamma afkastaði miklu, hún sá um alla matseld, þvotta og þrif auk þess að sinna okkur systk- inunum því pabbi vann yfirleitt langan vinnudag. Það sem einkenndi mömmu fyrst og fremst var góðvild í garð annarra; fjölskyldunnar, ætt- ingja, vina og einnig óskyldra. Hún mátti hvergi aumt sjá, gerði aldrei mannamun og hafði ríka réttlætiskennd. Mamma og pabbi voru m.a. dugleg að sinna ein- stæðingum með heimsóknum og eins komu þeir oft á Brekku- brautina eða í Vatnsholtið. Þegar ég kom með tvö stjúpbörn inn í fjölskylduna tóku þau þeim strax eins og sínum eigin barnabörn- um. Þær dyggðir sem hún kenndi og sú fyrirmynd sem hún mamma var hefur reynst mér farsælt veganesti í lífinu. Mamma hafði yndi af því að hafa alla stórfjölskylduna í kringum sig og seinni árin bauð hún iðulega til veislu af minnsta tilefni og þá var boðið upp á rjómatertukaffi eða ekta „mömmumat“. Mamma var ekki langskólagengin en hún las mik- ið og var því fróð um marga hluti, var vel inni í þjóðmálaum- ræðunni. Hún átti auðvelt með að setja texta á blað og eitt sinn stóð hún upp á mannamóti og flutti Gunnarshólma Jónasar blaðlaust. Mamma og pabbi höfðu gam- an af því að ferðast. Ég minnist margra ferðalaga í æsku vítt og breitt um landið en einkum vest- ur á firði, en þangað var farið á hverju sumri. Þegar barnaupp- eldinu fór að ljúka ferðuðust þau oft til útlanda. Í yfir 30 ár hafa foreldrar mínir átt sumarbústað- inn Góuhlíð í Þrastaskógi, þar undi mamma sér vel og þangað var alltaf gaman að koma. En lífið er ekki alltaf dans á rósum. Áföll dundu yfir fjöl- skylduna þegar tveir bræðra minna, ungir og efnilegir menn, létu lífið af slysförum með nokk- urra ára millibili. Mamma og pabbi sýndu ótrúlegan styrk í þeirri raun. Þar kom trúin þeim m.a. til hjálpar, þau sóttu kirkju og tóku þátt í kirkjulegu starfi. Mamma trúði á framhaldslíf og að hún ætti eftir að hitta syni sína á ný. Síðustu vikurnar sem hún lifði las hún bókina Sumar- landið þrisvar sinnum. Ég veit að hún verður fjölmenn mót- tökunefndin, með bræður mína tvo í broddi fylkingar, sem tekur á móti henni mömmu þegar hún kveður nú dyra í Sumarlandinu. Elsku mamma, takk fyrir allt. Sigurbjörn Gunnarsson. Elsku amma mín. Alltaf svo ljúf og góð. Þá var alveg sama hver átti í hlut. Að eigin sögn hafði amma aldrei kynnst vondri manneskju um ævina. Ég tel það segja mun meira um hana sjálfa en það fólk sem hún kynntist. Á þessari kveðjustund er þakklæti mér efst í huga. Þakk- læti fyrir allar okkar samveru- stundir og allt sem amma gaf af sér. Ég var svo heppin að fá að vera mikið hjá ömmu og afa á Brekkubrautinni fyrstu grunn- skólaárin mín. Ég tel það for- réttindi að hafa fengið að vera hjá þeim fyrir eða eftir skóla í stað þess að fara á frístunda- heimili. Á þeim árum var skólinn tvískiptur og ég annað hvort fyr- ir eða eftir hádegi í skólanum. Á morgnana kúrðum við saman, drukkum morgunkaffi og spiluð- um. Eftir hádegið var einnig spilað eða saumað og oft fór ég með þeim í spilavist eða göngu- túra með eldri borgurum. Þessar minningar eru mér dýrmætar og þær mun ég varðveita um ókomna tíð. Amma Fjóla var ein gjafmild- asta manneskja sem ég hef kynnst. Hún vildi alltaf vera að gefa öðrum og passa að öllum liði vel. Þó máttfarin væri síðustu dagana sem hún lifði var hún enn að gauka pening að langömmu- börnunum og í því að ákveða hver ætti að erfa hlutina hennar eftir hennar dag. Hún skilur einnig eftir sig fallegan sauma- skap, þar á meðal púða sem hún kláraði fyrir rúmum mánuði síð- an og gaf dóttur minni í tveggja ára afmælisgjöf. Við Freyja munum passa vel upp á púðann frá langömmu. En eins gjafmild og amma var fannst henni erfitt að þiggja. Það var sama hvaða smágreiða mað- ur gerði henni, þakklætið var líkt og margra daga vinna hefði verið lögð í verkið. Amma var alltaf hógværðin uppmáluð. Á síðustu önn minni í framhaldsskóla átti ég að skrifa ritgerð um æviskeið einhverrar manneskju og datt mér í hug að skrifa um ömmu Fjólu. Þegar ég leitaði til hennar sagðist hún nú ekki hafa frá neinu merkilegu að segja. Þetta svar lýsti henni vel. En annað kom nú á daginn, Guðrún Fjóla Sigurbjörnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.