Morgunblaðið - 19.08.2011, Qupperneq 27
✝
Elskulegur eiginmaður minn, fósturfaðir, afi,
langafi og langalangafi,
SVERRIR ÓLAFSSON
frá Patreksfirði,
andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 14. ágúst.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
miðvikudaginn 24. ágúst kl. 13.00.
Margretha Ryggstein,
börn og barnabörn.
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2011
Við kveðjum mæta konu með
söknuði og votta ég öllum mína
dýpstu samúð.
Dóra G. Jónsdóttir.
Stefanía eða Fanna frænka,
eins og við systur kölluðum hana
iðulega, er fallin frá. Hún var
stóra systir pabba sem hann kall-
aði Stjúu systir. Það fyrsta sem
kemur upp í hugann þegar maður
minnist Fönnu er þolinmæði og
æðruleysi. Fanna var búin að
stríða við veikindi sem gerðu það
að verkum að hún átti erfitt með
hreyfingar og gang síðastliðin ár.
Hún kvartaði aldrei svo við
heyrðum til og tók alltaf á móti
okkur með bros á vör.
Fyrstu minningarnar sem við
eigum frá Fönnu eru frá því þeg-
ar hún, ásamt fjölskyldu sinni,
bjó í Zonta-húsinu í Aðalstræti og
sá um Nonnahúsið. Þau voru ófá
skiptin sem við fengum að skot-
tast með henni í Nonnahúsið og
ekki var leiðinlegt að dröslast
með dúkkurnar upp á loft og búa
um þær þar. Hún var óþreytandi
við að fræða okkur um sögu
Nonna og eigum við nokkrar
Nonnabækur sem Fanna gaf
okkur í jólagjafir. Eftir heim-
sóknir í Nonnahúsið valhoppuð-
um við svo yfir til ömmu og afa í
„Afastrætinu“. Þegar amma féll
frá fluttu Fanna og Baldur yfir í
„Afastræti“ eða Aðalstræti 62,
eins og það heitir í raun og veru.
Mikið vorum við glaðar að það
hús hélst í fjölskyldunni og við
gátum haldið áfram að mæta
þangað og hlusta á Fönnu segja
okkur sögur frá því þegar hún
var að passa pabba okkar, sem
var mjög óþekkur, að hennar
sögn. Það þótti okkur skemmti-
legt að heyra og Fönnu ennþá
skemmtilegra að segja frá. Við
þessar frásagnir hló Fanna sín-
um smitandi hlátri, hún hló á inn-
soginu þannig að það var ekki
annað hægt en að hlæja með. Það
verður tómlegt að koma til Ak-
ureyrar í framtíðinni og fasti
punkturinn í „Afastræti“ er horf-
in á braut en við höfum minning-
arnar til að ylja okkur við og þær
eru ómetanlegar.
Við systur sendum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur til Bald-
urs, Sirru, Sigga, Balla og fjöl-
skyldna.
Sigrún, Pála og Eva
Kristjánsdætur.
Fagna þú, sál mín. Lít þú víðlend veldi
vona og drauma, er þrýtur
rökkurstíginn.
Sjá hina helgu glóð af arineldi
eilífa kærleikans á bak við skýin.
Fagna þú, sál mín, dauðans kyrra
kveldi,
kemur upp fegri sól, er þessi er
hniginn.
(J.J.Smári.)
Góð vinkona mín, Stefanía Ár-
mannsdóttir, er látin. Við hitt-
umst fyrst við skólasetningu hús-
mæðraskólans á Varmalandi í
Borgarfirði og áttum þar ógleym-
anlega dvöl í 9 mánuði ásamt öðr-
um skólasystrum.
Við héldum nemendamót á
nokkurra ára fresti, síðast í sept-
ember á liðnu ári og þá var okkur
ljóst að stór skörð voru komin í
hópinn.
Við Fanna eins og hún var
gjarnan kölluð áttum eftir að eiga
mjög góð samskipti meðal annars
í Zontaklúbbi Akureyrar um ald-
arfjórðungs skeið en þar var hún
ein styrkasta stoðin í þeim ágæta
félagsskap sem ég minnist gjarn-
an með þakklæti og virðingu fyrir
öllum þeim góðu konum sem þar
störfuðu. Fanna var um áratuga
skeið safnvörður í Nonnahúsi
sem Zontaklúbburinn átti og rak,
störf hennar þar voru ómetanleg
sem og öll önnur sem hún gegndi
fyrir þann félagsskap.
Fanna lét til sín taka á öðrum
sviðum mannlífsins sem aðrir
munu trúlega minnast.
Enn hún stóð ekki ein, hún átti
sinn bakhjarl sem var hann Bald-
ur Sigurðsson, hennar góði eig-
inmaður og styrkasta stoð til
hinstu stundar.
Með innilegum samúðarkveðj-
um til allrar fjölskyldunnar.
Auður Björnsdóttir.
Yndisleg kona hefur kvatt.
Stórt skarð er komið í vinahópinn
sem ekki verður fyllt. Stefanía
okkar sem öllum þótti vænt um,
átti við erfið veikindi að stríða um
langan tíma. Jákvæðni, sterk trú
og góðvild til allra sem í kring um
hana voru, var hennar styrkur.
Hlýjar minningar leita á hugann,
allar skemmtilegu stundirnar í
Aðalstræti 62 með þeim hjónum
því sjaldan var Baldur langt und-
an. Þar var mikil samheldni.
Verður því erfitt að venjast nýju
mynstri í þeirri góðu fjölskyldu.
Stefanía var mikilvirk fé-
lagskona og margfróð sem oft var
leitað til, ef rifja þurfti upp og
punkta niður það sem ekki mátti
glatast í þeim félögum sem hún
starfaði í af mikilli vandvirkni og
orku meðan heilsan leyfði.
Elsku vinkona.
Fegurðin er frá þér barst,
fullvel þótti sanna,
að yndið okkar allra varst,
engill meðal manna.
Hlutverk þitt í heimi hér,
þú hafðir leyst af hendi.
Af þeim sökum eftir þér,
Guð englahópa sendi.
Sú besta gjöf er gafst þú mér,
var gleðisólin bjarta,
sem skína skal til heiðurs þér,
skært í mínu hjarta.
(B.H.)
Margt í lífinu er okkur mik-
ilvægt, eitt af því er vináttan sem
gefur okkur hamingjuauka. Ég
þakka Stefaníu Ármannsdóttur
fyrir að hafa átt hana að vinkonu.
Ljós og friður umvefji hana og
hennar fjölskyldu.
Svana Jósepsdóttir.
Kveðja frá
Zontaklúbbi Akureyrar
Stefanía hefur kvatt þennan
heim og það hefur dregið ský fyr-
ir sólu hjá öllum, sem þekktu
þessa mætu konu. Hún var félagi
í Zontaklúbbi Akureyrar um
langt árabil og það er margs að
minnast. Ég sótti minn fyrsta
Zontafund árið 1975 og var svo
heppin að Stefanía var sessu-
nautur minn. Ég kunni svo vel við
þessa glaðlegu, notalegu konu og
leið vel í návist hennar. Síðar átt-
um við eftir að starfa náið saman
að mörgum verkefnum fyrir
Zontaklúbbinn og Nonnahús.
Stefanía var ákaflega félagslynd
og hafði alltaf tíma til að sinna því
sem henni var falið að gera. Það
voru forréttindi að starfa með
henni. Hún gegndi ýmsum emb-
ættum fyrir klúbbinn. Hún var
gjaldkeri og formaður og svæð-
isstjóri fyrir Ísland í umdæmi 13.
Síðast en ekki síst var hún lengi
safnvörður í Nonnahúsi og for-
maður Nonnanefndar.
Það má fullyrða að fyrstu fé-
lagar í Zontaklúbbi Akureyrar og
Stefanía þeirra á meðal björguðu
miklum menningarverðmætum
frá glötun þegar þær fengu Páls-
hús, hálfónýtt, að gjöf og komu
þar upp safni til minningar um
rithöfundinn, Jón Sveinsson,
Nonna. Þær endurbyggðu húsið
og söfnuðu munum, sem tengjast
Nonna og tókst að opna safnið ár-
ið 1957 þegar 100 ár voru liðin frá
fæðingu hans. Margir þessara
muna eru ákaflega merkir og má
þar nefna jesúítakufl Nonna,
bænabók hans og eintök af bók-
um hans á nærri 40 tungumálum.
Klúbburinn rak Nonnahús i 50 ár
og færði þá Akureyrarbæ það að
gjöf.
Þekking Stefaníu á Nonna og
safninu var óþrjótandi og áhugi
hennar á vexti þess og viðgangi
sömuleiðis. Að hennar frum-
kvæði var hafin leit að styttu
Nínu Sæmundsson af Nonna.
Styttan fannst með dyggri aðstoð
Önnu Snorradóttur og var sett á
stall við Nonnahús og er einn af
þeim ómetanlegu safngripum,
sem tengjast Nonna.
Í safnið kom fjöldi fólks frá
Mið-Evrópu, sem hafði lesið
bækur Nonna í hörmungum
heimsstyrjaldanna, hafði flúið
hinn ljóta veruleika með því að
sökkva sér niður í bernskuævin-
týri hans. Sumir gerðu sér ferð til
Íslands af þessu tilefni og Stef-
anía minntist margra, sem táruð-
ust og fannst þeir komnir á helg-
an stað þegar þeir gengu um
Nonnahús. Ýmsir höfðu hitt hann
og heyrt fyrirlestra hans og
höfðu hrifist af persónuleikanum.
Stefanía var í hópi nokkurra
Zontakvenna, sem fóru á Nonna-
slóðir árið 1983. Þær fóru til
Þýskalands og Belgíu og víðar og
var allstaðar vel tekið, ekki síst í
Köln þar sem Nonni er vel þekkt-
ur enn í dag.
Hin síðari ár var heilsu Stef-
aníu farið að hraka en alltaf var
hún jafn áhugasöm um málefni
líðandi stundar og sótti fundi
meðan hún gat. Fyrir mánuði
heimsótti ég hana og færði henni
fundarboð á umdæmisþing
Zonta, sem verður haldið á Ak-
ureyri. Það var alltaf ánægjulegt
að hitta þau hjónin og aðdáun-
arvert að sjá hvernig þau tókust á
við erfiðleika líðandi stundar,
samhent og jákvæð og dugleg.
Litla húsið þeirra var fullt af
visku og gleði og skilningi á gang
lífsins.Við sendum Baldri og allri
fjölskyldunni innilegar samúðar-
kveðjur og yljum okkur við minn-
ingarnar.
Ragnheiður Hansdóttir.
Leiðir okkar Stefaníu lágu
fyrst saman haustið 1977 þegar
ég hóf störf á Skattstofunni á Ak-
ureyri. Þar unum við saman í um
aldarfjórðung.
Á þessum árum þróaðist gagn-
kvæm vinátta milli okkar og fjöl-
skyldna okkar sem aldrei bar
skugga á. Er þar margs að minn-
ast þótt aðeins fátt eitt sé tínt til
hér.
Minnisstæð er haustferð inn í
Gæsavatnasskála, þann eldri, en
hann var þá í eigu þeirra hjóna
Stefaníu og Baldurs. Ógleym-
anleg helgi í kyrrð öræfana.
Heimsóknir þeirra í bústaðinn
okkar þar sem allar plönturnar
sem þau gáfu okkur eru orðnar
að trjám sem umlykja húsin og
skýla.
Þau munu minna okkur um
alla framtíð á vináttu þeirra,
hjálpsemi og örlæti í garð okkar
hjóna.
Stefanía bauð mér að koma til
starfa í Slysavarnadeild kvenna
hér í bæ þar sem við unnum sam-
an að hugðarefnum okkar um
árabil. Það var dýrmætt tímabil.
Ótalinn er allur sá fróðleikur
sem hún sem innfædd miðlaði
mér aðfluttri um hvaðeina sem
máli skipti varðandi bæði menn
og málefni hér á Akureyri fyrr og
síðar.
Stefanía var einstökum mann-
kostum búin. Þeir sem eignuðust
vináttu hennar munu lengi búa að
því og minnast þess sem eins af
mikilvægu hlutunum í lífinu. Fyr-
ir það þakka ég og fjölskylda mín
nú um leið og við sendum Baldri
og fjölskyldu þeirra Stefaníu
innilegar samúðarkveðjur.
Stefanía Rósa
Sigurjónsdóttir.
amma hafði sannarlega upplifað
ýmislegt um ævina og eftir stend-
ur dýrmæt frásögn af lífshlaupi
hennar sem ég mun vonandi síðar
lesa fyrir mín börn og barnabörn
og segja þeim frá þessari yndis-
legu ömmu.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem.)
Elsku amma mín. Þín verður
sárt saknað. Þangað til næst.
Þín,
Fjóla Þórdís Jónsdóttir.
Elsku amma Fjóla.
Ég er stoltur af því að kalla þig
ömmu mína og þakklátur fyrir að
hafa átt þig að. Það er óskandi að
við getum öll gert þig stolta af
okkur með því að lifa lífinu af
sama æðruleysi og með jafn mikl-
um kærleika og þú. Betri fyrir-
mynd er vart hægt að fá. Takk
fyrir samfylgdina, elsku amma.
Amma mín var kjarnakona
kærleiksrík og undurblíð.
Ef allir lærðu að lifa svona
leysast myndu öll heimsins stríð.
Ég kveð þig nú með tár á hvarmi
Fjóla kæra amma mín.
Þú lifir enn í okkar barmi,
ávallt munum sakna þín.
Magnús Sveinn.
Elsku amma. Þú varst einstök
kona, svo falleg bæði að utan sem
innan. Lítil kona með stórt
hjarta. Það eru margar hlýjar
minningar um sem ég geymi með
mér um ókomna tíð, elsku amma
mín. Ég er sannfærð um að þú
sért komin á góðan stað þar sem
tekið hefur verið vel á móti þér.
Hvíldu í friði.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Halldóra Guðrún Jónsdóttir.
Æskuvinkona mín Fjóla Sig-
urbjörnsdóttir hefur nú kvatt
þennan jarðneska heim. Minn-
ingar um hana hrannast upp og
streyma fram sem glitrandi perl-
ur. Fyrsta sinn sem ég sá Fjólu
var þegar fósturmóðir hennar,
Ragnheiður í Hlíð, kom með hana
í Krók. Ég var þá nýflutt í Krók
austan úr Biskupstungum. Mér
varð starsýnt á þessa litlu fallegu
ljóshærðu telpu. Hún var smá og
eins og falleg brúða í framan með
liðað ljósgullið hár. Mér er ákaf-
lega minnisstætt að Fjólu var
boðið upp á ábrystir. Fjóla virtist
ekki vera ýkja hrifin af þessum
veitingum, en svo var henni sagt
að á botni disksins væri mynd af
geit, sem væri að elta strák og
hún sæi hvort geitin væri að
stanga strákinn, ef hún lyki af
diskinum. Fjóla borðaði af disk-
inum og sá að strákurinn mundi
sleppa frá geitinni.
Fjóla kom í Hlíð tveggja ára og
eignaðist þar sína fósturforeldra,
sem voru henni einkar kærir alla
tíð. Foreldrar hennar og systkini
áttu heima í Reykjavík og voru
ætíð góð tengsl milli þeirra og
hennar. Okkur krökkunum
fannst hún öfundsverð að eiga
tvenna foreldra.
Við hófum okkar skólagöngu í
barnaskólanum á Garðaholti. Við
vorum fimm stelpurnar í yngri
deild þennan vetur. Fjóla var 7
ára og orðin fluglæs. Ég man vel
að hún las okkur til ánægju um
spýtustrákinn Gosa. Það kom
fljótt í ljós að Fjóla var góður stíl-
isti og átti auðvelt með að semja
sögur og segja frá. Æskuár okkar
í Garðahverfi liðu í skóla, leikjum,
störfum og smá ferðalögum. Frá
þessum tíma eru ljúfar endur-
minningar og þakklæti fyrir að
hafa alist upp í Garðahverfi á
þessum fallega stað og í því
mannlífi sem þar var.
Eftir að barnaskólanum lauk
lá leið Fjólu í Flensborgarskól-
ann eins og flestra okkar í Garða-
hverfi og lauk hún þaðan gagn-
fræðaprófi. Á þessum tíma þótti
það vera góð menntun því Flens-
borgarskólinn naut mikils álits.
En það krafðist dugnaðar og
harðfylgis að hjóla hvern morgun
úr Garðahverfi inn í Hafnarfjörð í
þrjá vetur hvernig sem veður var.
Síðan hófst lífsbaráttan. Það
fór ekki hjá því að svona falleg
ung stúlka vekti athygli. Ég held
að það hafi verið á Röðli að þau
Gunnar Sveinsson og Fjóla sáust
í fyrsta sinn. Það varð ást við
fyrstu sýn og þau settu upp
hringana í jarðarberjagjótunni í
Garðahrauni á hvítasunnudag
1952 á leið sinni heim að Hlíð. Áð-
ur en við var litið var Fjóla orðin
kaupfélagsstjórafrú í Keflavík.
Þar hófst hennar meginlífsstarf.
Börnin komu brátt með sína gleði
og sorgir.
Fjóla var einstaklega dugleg
og myndarleg húsmóðir. Þrátt
fyrir að hún sem ung teldi sig
ekki vera mikið fyrir handavinnu,
skreytti hún heimilið með alls
kyns hannyrðum og ég handfjatla
litla gula peysu sem Fjóla prjón-
aði og gaf mér þegar ég eignaðist
fyrirburann minn. Nú hefur
peysan nýtt hlutverk, yljar brúðu
sem barnabörn mín leika sér að.
Þakklæti fyrir tryggð og vin-
skap er mér efst í huga á kveðju-
stund. Fjölskyldan sendir inni-
legar samúðarkveðjur.
Elín Vilmundardóttir.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
UNNUR STEFÁNSDÓTTIR
leikskólakennari,
Kársnesbraut 99,
Kópavogi,
andaðist á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi mánudaginn 8. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 19. ágúst
kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minn-
ast hinnar látnu er bent á Ljósið eða Samtök Heilsuleikskóla.
Hákon Sigurgrímsson,
Finnur Hákonarson, Rósa Birgitta Ísfeld,
Grímur Hákonarson, Halla Björk Kristjánsdóttir,
Harpa Dís Hákonardóttir,
Ísadóra Ísfeld Finnsdóttir.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýnt hafa okkur stuðning, samúð og hlýhug
við andlát og útför okkar ástkæra
JÓNS PÉTURSSONAR
eðlisfræðings,
Þinghólsbraut 27,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk gjörgæslu-
deildar og heila- og taugaskurðdeildar Landspítala í Fossvogi
fyrir alúð og fagmennsku við meðferð og hjúkrun Jóns.
Einnig sérstakar þakkir til bridgefélaga, samstarfsfólks Jóns hjá
Actavis og samstarfsfólks Önnu á Landspítala fyrir ómetanlegan
stuðning og aðstoð á erfiðum tíma.
Anna Stefánsdóttir,
Halldóra Jónsdóttir,
Halldóra Jónsdóttir, Einar Jónsson,
Dofri Jónsson, Kristrún Sigurðardóttir,
Dagbjört Jónsdóttir, Anders Bjarnason Jensen
og barnabörn.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, "Senda inn
minningargrein", valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar