Morgunblaðið - 19.08.2011, Page 30

Morgunblaðið - 19.08.2011, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2011 ✝ Unnur Stefáns-dóttir fæddist í Vorsabæ í Gaul- verjabæjarhreppi 18. janúar 1951. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 8. ágúst 2011. Foreldrar henn- ar voru Guðfinna Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 3.9. 1912 í Túni í Hraungerð- ishreppi, d. 8.7. 2000, og Stefán Jasonarson bóndi, f. 19.9. 1914 í Vorsabæ í Gaulverjabæj- arhreppi, d. 19.2. 2004. Systkini hennar eru: Helgi, bóndi og vörubílstjóri, f. 26.4. 1945, Ragnheiður, íþróttakennari, f. 1.7. 1946, Kristín, bóndi og handmenntakennari, f. 18.9. 1948 og Sveinbjörg, banka- starfsmaður, f. 17.8. 1956. Eiginmaður Unnar er Hákon Sigurgrímsson, fyrrv. fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands bænda og skrifstofustjóri í land- búnaðarráðuneytinu, f. 15.8. 1937 í Holti í Stokkseyrar- hreppi. Foreldrar hans voru Unnur Jónsdóttir húsmóðir, f. 6.1. 1895, d. 3.4. 1973, og Sig- urgrímur Jónsson bóndi, f. 5.6. 1896, d. 15.1. 1981. Unnur og Hákon eiga þrjú börn: 1) Finnur var frumkvöðull að Heilsu- stefnu í leikskólum á Íslandi og síðustu ár ævinnar starfaði hún sem framkvæmdastjóri Heilsu- stefnunnar hjá Skólum ehf. Unnur var mjög virk í félags- málum og var m.a. meðstjórn- andi í Árnesingafélaginu í Reykjavík 1979-85, formaður Freyju, Félags framsóknar- kvenna í Kópavogi, 1982-85 og varaformaður og síðar formað- ur Landssambands framsókn- arkvenna 1983-93. Unnur var varaþingmaður Framsóknar- flokksins á árunum 1987-99, gjaldkeri flokksins 1992-2001 og sat í miðstjórn, landsstjórn og framkvæmdastjórn flokksins 1985-2002. Hún var formaður Íþróttaráðs Kópavogs 1984-86, aðalmaður í framkvæmdastjórn ÍSÍ 1990-98 og sat í fram- kvæmdastjórn Íþrótta- og Ól- ympíusambands Íslands 1998- 2002. Unnur keppti í frjálsum íþróttum allt frá 12 ára aldri fyrir ungmennafélagið Sam- hygð og HSK og átti sæti í landsliðinu í 800 og 400 m hlaupi 1981-88. Hún keppti á landsmótum UMFÍ 1968, 1981, 1984, 1987 og 1990 og sigraði m.a. í 800 og 1500 m hlaupi á landsmótinu í Keflavík 1984. Unnur hélt áfram að keppa langt fram á fimmtugsaldur. Hún sigraði í 800 m hlaupi og vann 2. sætið í 400 m hlaupi á Evrópumóti öldunga í Noregi 1997. Útför Unnar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 19. ágúst 2011, og hefst athöfnin kl. 13. hljóðtæknimaður, f. 21.7. 1975, í sam- búð með Rósu Birg- ittu Ísfeld, f. 26.10. 1979, dóttir þeirra er Ísadóra Ísfeld Finnsdóttir, f. 17.4. 2009, 2) Grímur kvikmyndaleik- stjóri, f. 8.3. 1977, í sambúð með Höllu Björk Kristjáns- dóttur, f. 20.8. 1977, og 3) Harpa Dís nemi og rithöfundur, f. 8.4. 1993. Unnur útskrifaðist frá Hús- mæðraskóla Suðurlands 1970 og sem fóstra frá Fóstruskóla Íslands 1974. Unnur stundaði einnig íþróttanám við Idræt- højskolen í Sønderborg í Dan- mörku 1971. Unnur kom víða við á sínum starfsferli. Hún var aðstoðarkennari við Húsmæðra- skólann á Laugarvatni 1971-72, umsjónarfóstra í Kópavogi 1979-82, starfaði við umferðar- fræðslu barna 1983-85, var dag- vistarfulltrúi Ríkisspítalanna 1984-88, verkefnisstjóri í heil- brigðisráðuneytinu 1988-91, kennari í hagnýtri uppeldis- fræðslu við Fóstruskóla Íslands 1991-95, leikskólastjóri við heilsuleikskólann Skólatröð 1995-2000 og við heilsuleikskól- ann Urðarhól 2000-07. Unnur Það hefur verið höggvið skarð í systkinahóp okkar krakkanna í Vorsabæ, hún Unnur var frá okk- ur tekin allt of fljótt. Unnur var þremur árum yngri en ég og vorum við alla tíð mjög samrýmdar. Það var mjög gott að alast upp í Vorsabæjarhverfinu, mörg börn á hverjum bæ og alltaf glatt á hjalla. Samkomulag full- orðna fólksins var líka einstak- lega gott. Upp í hugann koma minningar frá sólríkum sumar- dögum. Þá komu Munda og Anný stundum gangandi yfir til okkar í rósóttum sumarkjólum, sem bærðust í golunni. Í þá daga voru húsmæðurnar ekki klæddar gallabuxum við eldhússtörfin. Eftir kaffisopa og stutt spjall var gengið út í garð og blómin skoðuð, við krakkarnir skottuðumst í kring og hlustuðum á samtal mæðranna í hverfinu. Við vorum ekki há í loftinu þeg- ar við fórum að hjálpa til eins og títt var í þá daga. Unnur varð strax dugleg og drífandi við verk- in og gekk vel undan henni allt sem hún tók sér fyrir hendur jafnt innan dyra sem utan. Þegar Unnur var komin í skóla á ung- lingsárunum sótti hún í að vinna við sveitastörfin yfir sumarið. Heimahagarnir voru henni alltaf kærir og seinna byggðu hún og Hákon sér fallegt hús í skógrækt- argirðingunni í Vorsabæ og hafa þau notið þess að dvelja þar lang- tímum. Unnur hefur alltaf verið af- skaplega hjálpsöm og ættrækin. Á hverju sumri kom hún að minnsta kosti einn dag til okkar að Hurðarbaki, eingöngu til að leggja mér hjálparhönd. Ef veður leyfði var blómagarðurinn tekinn í gegn en annars tiltekt og annað tilfallandi innan dyra. Hún bara byrjaði ákveðin og einbeitt, lét ekkert trufla sig. Eftir daginn var allt hreint og fágað hvar sem litið var. Þetta voru góðir samveru- dagar sem sárt verður saknað. Unnur fylgdist alltaf vel með systkinabörnunum og þeirra fjöl- skyldum. Afmælisdagarnir voru á hreinu og það þótti sjálfsagt að bjóða Unni og Hörpu Dísi í barna- afmælin. Eftir að Unnur varð amma tók hún aftur upp prjónana sína og prjónaði föt á barnabarnið eins og ömmum er gjarnt. Barna- börnin okkar hinna nutu líka góðs af. Margar litlar hendur og fætur ylja sér nú á vettlingum og sokk- um sem Unnur prjónaði úr lopa- hnyklunum sínum. Hún sagðist vera að vinna upp það sem til var enda var það í hennar anda að nýta hlutina vel og henda ekki því sem mætti nota. Í þrjú ár hefur Unnur barist við krabbamein. Baráttan var oft hörð, stundum hafði Unnur betur með aðstoð lækna, hjúkrunar- fólks og annarra sem hún var dugleg að leita til en að lokum hafði meinið yfirhöndina. Unnur var afskaplega dugleg í barátt- unni og gaf sig ekki fyrr en í fulla hnefana. Rúmri viku fyrir andlátið varð móðursystir okkar og nafna Unn- ar 90 ára. Þær nöfnurnar höfðu ákveðið fyrir tíu árum að halda upp á þennan afmælisdag ef Guð lofaði. Unnur systir stóð við sitt loforð og skipulagði afmælisveisl- una sem haldin var í Þingborg á afmælisdaginn 30. júlí sl. Þessi dagur var þeim báðum mjög mik- ilvægur. Nú hefur Unnur kvatt sitt jarð- neska líf. Mér þykir líklegt að mamma hafi bakað pönnukökur mánudaginn 8. ágúst, hún var vön að eiga pönnukökur ef gest bæri að garði. Kristín Stefánsdóttir. Ég trúi því varla að systir mín sé farin frá okkur svo langt um aldur fram – svona heilbrigð og hraust eins og hún var allt þar til krabbinn knúði dyra fyrir þremur árum. Mig langar til að minnast Unn- ar með fáeinum orðum. Þegar ég fór fyrst að heiman 1972, sextán ára gömul, bauð hún mér að vera hjá sér og Hákoni á Kársnesinu. Ég var mjög fegin því, þar sem ég var ung og óvön að vera í stór- borginni. Hún hjálpaði mér mikið og kenndi mér margt við að koma mér áfram út í lífið og verð ég æv- inlega þakklát henni fyrir það. Árin á Kársnesbrautinni voru samtals tíu. Við áttum sameiginlegt áhuga- mál, frjálsar íþróttir, og töluðum oft mikið um þær. Hún var dugleg að stunda þær á sínum tíma og keppti m.a. fyrir landsliðið. Var ég stolt af systur minni. Ég kveð þig með söknuði, elsku systir, og þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig. Pabbi og mamma hafa örugglega tekið vel á móti þér, eftir að þú kvaddir okkur, með ilmandi pönnukökum. Þú sagðist nefnilega finna svo sterka pönnu- kökulykt rétt áður en þú kvaddir þennan heim. Þín systir, Sveinbjörg. Löngu áður en ég kynntist Unni Stefánsdóttur var nafnið Unnur sérstakt í mínum huga. Ein sterkasta sögupersóna Ís- lendingasagnanna var Unnur djúpúðga sem nam öll Dalalönd í Breiðafirði. Á ýmsu gekk áður en hún lagði af stað til Íslands. Í Laxdælu segir: „Þykjast menn varla dæmi til vita að einn kven- maður hafi komist í brott úr því- líkum ófriði með jafnmiklu fé og föruneyti. Má af því marka að hún var mikið afbragð annarra kvenna.“ Þetta las ég á yngri árum og þótti nafnið Unnur fallegt og kon- an merkileg. Seinna kynntist ég mágkonu minni, henni Unni. Hún var gáf- uð, kraftmikil og sannur há- stökkvari þegar kom að því að fara yfir einstaka hindranir á lífs- leiðinni. Allar, – nema krabbameinið sem tók hana alltof snemma frá okkur. Nú er önnur Unnur fallin fyrir sama sjúkdómnum. Unnur Stef- ánsdóttir stóð sannarlega vel undir þessu nafni. Hún var braut- ryðjandi og frumkvöðull í íþrótt- um, í umönnun leikskólabarna og í stjórnmálum. Nú að morgni dags horfi ég á mína eigin litlu Unni sem fagnar brátt 5 ára afmæli sínu. Í kvöld ætla ég að segja henni sögurnar af nöfnum hennar, af krafti þeirra og hæfni til að ryðja nýjar brautir. Hvernig þær voru afbragð annarra kvenna. Eygló Harðardóttir. Unnur Stefánsdóttir kvaddi þetta jarðlíf á einum fegursta sól- ardegi sumarsins 2011. Þá hafði hún um hríð barist vasklega við illvígan sjúkdóm en varð loks að lúta í lægra haldi. Unnur lifði mjög heilbrigðu lífi um dagana. Hún stundaði íþróttir, borðaði hollan mat og var mikil reglu- manneskja. Þetta varð eflaust til þess að hún hélt velli svo lengi enda bjó hún að heilnæmum upp- vexti sínum austur í Flóa. Unnur og systkini hennar í Vorsabæ og við systkinin á Vorsa- bæjarhóli erum bræðrabörn. Þetta var samrýmdur hópur frændsystkina og við vorum eins og ein stór fjölskylda. Við hitt- umst oft því skammt er á milli bæjanna og þá var farið í fjöruga leiki úti á túni, boltaleiki, stór- fiskaleik, útilegumannaleik og marga fleiri. Á veturna renndum við okkur á skautum á ísilögðum dælum. Fljótlega komu frjáls- íþróttir til sögunnar og í moldar- flagi milli bæjanna gerðum við sandgryfju og þar var stokkið langstökk og hástökk öllum laus- um stundum í hádeginu og á kvöldin. Svo átti hver sinn reit fyrir búskaparleiki. Í minning- unni eru sumardagar æskunnar umvafðir sólskini í leik og starfi. Ættar- og vinaböndin hafa styrkst með árunum og nú hefur myndast tilfinnanlegt skarð í þennan hóp. Snemma kom í ljós að Unnur var meira en í meðallagi tápmikil á íþróttasviðinu, afar spretthörð og með mikið og gott keppnis- skap. Hún varð fljótlega mesta af- rekskona Ungmennafélagsins Samhygðar og HSK og var í landsliðinu í hlaupum um árabil. Á sínum glæsilega ferli setti hún ekki færri en 34 héraðsmet í frjálsíþróttum og átta þeirra standa enn í dag. Sigrar hennar á íþróttamótum skipta hundruðum og alltaf hélt hún tryggð við sitt gamla félag í Flóanum þótt hún ætti heimili sitt í Kópavogi. Það var gaman að vera í klappliðinu og fagna þegar Unnur vann sína glæstu sigra á hlaupabrautinni. Hún var sigursæl keppniskona í fjóra áratugi og góður félagi í liðs- hópnum. Unnur erfði í ríkum mæli bestu eðliskosti foreldra sinna: Dugnað, ákveðni og forystuhæfileika föður síns og iðni og prúðmennsku móð- ur sinnar. Hún var vinnusöm og skipulögð enda kom hún ótrúlega miklu í verk á sinni fjölbreyttu starfsævi. Á margan hátt var hún fyrirmynd okkar barnanna í hverfinu, bæði þeirra yngri og eldri. Hún var glaðlynd og hlát- urmild að eðlisfari og tók þátt í verkefnum dagsins með bros á vör. Það var einstaklega gott að leita til Unnar og hún var bæði hjálpsöm og ráðagóð. Nærandi samvera, með heimalöguðum veitingum og uppbyggilegum samræðum einkenndi heimsóknir á Kársnesbraut. Unnur var far- sæl í sínu einkalífi og eiginmað- urinn, ljúfmennið Hákon Sigur- grímsson, bar hana á höndum sér. Börn þeirra þrjú eru skapandi hæfileikafólk hvert á sínu sviði sem Unnur gat með réttu verið stolt af. Það er með djúpan sökn- uð í hjarta sem við frændsystkin hennar kveðjum Unni, alltof snemma að okkur finnst. Það er sólskin og heiðríkja yfir minningunni um Unni Stefáns- dóttur. Hákoni, börnum þeirra, tengdadætrum og sonardóttur vottum við okkar innilegustu samúð. Systkinin frá Vorsabæjarhóli, Helga, Markús, Jón, Jason, Margrét, Áslaug og Ingibjörg Ívarsbörn. Nú er Unnur frænka fallin frá og við hin sem eftir henni horfum sitjum eftir með mikla sorg í hjarta og tilvistarlegt óbragð í munni. Unnur var einhvern veg- inn manneskja sem maður sá allt- af fyrir sér að myndi njóta lang- lífis við góða heilsu. Fyrirmyndar heilbrigt líferni hennar og já- kvætt viðhorf til lífsins og verk- efna dagsins, gaf afar góð fyrir- heit um að sú yrði raunin. En því miður, þá er lífið ekki svo einfalt. Kannski náði sálmaskáldið að fanga þessa hvimleiðu lífsins staðreynd í orð þegar hann orti forðum daga: Dauðinn má svo með sanni samlíkjast, þykir mér, slyngum þeim sláttumanni, er slær allt, hvað fyrir er: Unnur Stefánsdóttir irrita hin ýmsu skjöl eins og vinnuskýrslur og ráðningar- samninga. Þetta kom sér oft vel þegar annríkið var mikið. Hún náði vel til barnanna og átti gott samstarf við foreldra og aðstandendur þeirra enda var Ragna ekki mikið að velta sér upp úr því sem miður fór í dagsins önn, leit frekar á já- kvæðu hliðarnar. Eftir að Ragna lét af störf- um við Melaskóla voru sam- skipti okkar með öðrum hætti en áður eins og gefur að skil- ja.Þá leyfðum við okkur að njóta sameiginlegra áhuga- mála, sækja tónleika, námskeið og fleira. Þær stundir og sam- skipti okkar núna síðustu mán- uðina eftir að Ragna veiktist hafa verið mér meira virði en svo margt annað og fyrir það vil ég ekki síður þakka nú á kveðjustundu. Börnum, barnabörnum og fjölskyldu Rögnu votta ég mína dýpstu samúð. Karen Tómasdóttir. Leiðir okkar Rögnu lágu saman fyrir 10 árum, þegar gönguhópurinn Afturgöngur var í einni af sínum fyrstu göngum árið 2001. Meðal góðra félaga í þessum hópi voru hjón- in Ragna og Ögmundur. Þau voru mjög eftirminnilegir fé- lagar og strax í þessari ferð hófust kynni sem voru dýrmæt meðan bæði lifðu. Ragna og Ögmundur höfðu mikla en ólíka kosti. Ögmundur naut þess að segja frá og miðla af miklum fróðleik og þekkingu á landi og sögu. Ragna átti til mikla glettni og gamansemi og var einkar lagið að sjá ólíkar hliðar á ýmsum málum. Það var því oft glatt á hjalla þegar við vorum saman á ferð til áfangastaðar, norður eða á Austfjörðu, heimaslóðir Rögnu. Mikil sorg sló okkur þegar Ögmundur féll óvænt frá eftir ströng en skammvinn veikindi. Fráfall hans var mikill missir fyrir litla gönguhópinn. Eftir þessa erfiðu tíma fóru leiðir okkar Rögnu að liggja oftar saman og við gerðum að venju okkar að fara í vikulegar gönguferðir enda áttum við heima mjög nálægt hvor ann- arri. Oftast gengum við með sjónum en einnig fórum við í gönguferðir á Esjuna. Ragna var mikil göngukona og létt- fætt sem hind þegar hún skokkaði upp brekkurnar. Léttleikinn var ekki minni þeg- ar hún fór upp í móti en á göngu á jafnri og sléttri grund. Segja má að þessi eðlisþáttur hafi komið vel í ljós í veikindum hennar nú síðustu vikurnar en Ragna sýndi ótrúlegan styrk og gleði og gekk hnarreist og stolt til móts við hvern dag. Þetta var öllum ljóst sem komu að heimsækja hana á líknar- deildina þar sem hún dvaldi undir það síðasta. Það var gaman að kynnast Rögnu á gönguferðum okkar. Ætíð var hún björt og glöð og hafði áhuga á svo mörgu. Hún sagði mér frá leiðsögumanna- námi sem hún var í við Háskóla Íslands. Þetta nám átti vel við hana enda svalaði það forvitni hennar og þörf til að fræðast enn meira um landið, jarðfræði þess og sögu. Hún skrifaði skemmtilegar greinar um ýmis málefni, sem ég fékk að njóta með henni. Ég var svo lánsöm að við fórum í ferðir saman auk ár- legra ferða Afturgangna. Eink- um er minnisstæð ferð í Þjórs- árver en þar óðum við yfir margar ár og vorum með tals- verðar byrðar. Ferðin var mjög eftirminnileg. Á kvöldin vorum við með kvöldvökur í litla tjald- inu okkar, þegar hún las greinar sem hún hafði skrifað m.a. um Fjalla-Eyvind og ferðir hans á þessum slóðum. Einnig er minn- isstæð ferð okkar síðasta sumar þegar við gengum um öræfi Öskju í hópi góðra félaga. Mér hefur oft orðið hugsað til þessara ferða okkar Rögnu og finnst eins og okkur hafi verið leiðbeint með að nýta tímann eins vel og hægt var. Og kannski var það svo. Við systurnar minnumst þess þegar Ragna sveif létt upp stig- ann hjá okkur á Ægisíðunni og við nutum ljúfra stunda við birtu af arineldi í frískum félagsskap. Við viljum báðar þakka fyrir þann tíma sem við áttum með Rögnu og vottum börnum henn- ar, barnabörnum og fjölskyld- unni allri innilega samúð. Jóhanna V. Haraldsdóttir. Ragna Ólafsdóttir, göngu- félagi okkar og vinkona, er fallin frá langt um aldur fram. Ragna og Ögmundur Helgason, maður hennar, voru bæði með í að stofna gönguklúbbinn Aftur- göngur fyrir rúmum 10 árum. Kjarni hans var úr hópi starfs- fólks grunnskólanna og Fræðslumiðstöðvarinnar í Reykjavík. Þau voru miklir nátt- úruunnendur og göngugarpar. Léttstíg leiddu þau okkur um landið og miðluðu óspart af þekkingu sinni á landinu og sögu þeirrar þjóðar sem þar hefur bú- ið um aldir. Leiðsögn þeirra um æskuslóðir sínar er okkur ógleymanleg. Fyrst leiddi Ragna okkur um Austfirðina árið 2003 og síðan Ögmundur ári síðar, um dalina sína milli Skagafjarðar og Húnavatnssýslu. Ást þeirra og þekking á landinu leyndi sér ekki. Þau hjón voru sérlega sam- hent og samhljóma og höfðu sterka nærveru sem við ferða- félagar þeirra og vinir nutum mjög á þessum gönguferðum hvort sem þær voru lengri eða skemmri. Þau voru örlát á allt en ekki síst á það sem hugann gladdi og sálina styrkti. Það var mikið áfall þegar Ög- mundur veiktist af illkynja sjúk- dómi og féll frá 2006 en Ragna hélt ótrauð áfram að ganga með okkur og oftar en ekki var það hún sem hvatti okkur og efldi til dáða. Nafn klúbbsins vakti at- hygli og var stundum gantast með það að enginn þyrfti að hætta að ganga með hópnum þótt hann kveddi þessa jarðvist. Hvað sem því líður er víst að Ragna mun fylgja okkur í hug- um okkar göngufélaganna eins og Ögmundur hefur gert frá því hann féll frá. Við sjáum þau fyrir okkur geysast upp og niður brattar fjallshíðar með bros á vör eða sitjandi á steini uppi á miðri Heljardalsheiði að segja sögur af séra Guðmundi og liði hans. Við munum líka hlýleikann í skrafi þeirra hjóna í skála á kvöldin þegar Ragna lagði lífs- reglur um klæðnað og nestimál fyrir næsta dag. Það er undar- legt að hugsa til þess að Ragna, ímynd heilbrigðis og góðs lífs- máta, skuli nú fallin fyrir sama vágesti og maður hennar. Þeirra er sárt saknað en við erum ríkari eftir samvistir við þau og nú kveðjum við Rögnu með þakk- læti og virðingu og biðjum allar góðar vættir að styðja og styrkja börn hennar og fjölskyldur þeirra. F. h. göngufélaga í Afturgöng- um, Anna Kristín, Haraldur, Ingunn og Jóhanna. Ragna Ólafsdóttir  Fleiri minningargreinar um Rögnu Ólafsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.