Morgunblaðið - 19.08.2011, Síða 37

Morgunblaðið - 19.08.2011, Síða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2011 Nýútkominn geisladiskurIKI, níu stúlkna spuna-söngsveit, er athygl-isverð frumraun. Hérna er á ferðinni hópur stúlkna frá Norðurlöndunum, m.a. ein frá Ís- landi, Anna María Björnsdóttir, sem hafa komið saman til að spinna saman hljóð/sönggjörninga. Þessar frjóu konur eyddu þremur dögum í hljóðveri og árangurinn var sjö klukkustundir af tónlist sem tókst að skera niður í 12 laga geisladisk sem kom út hjá danskri útgáfu í sumar. Söngspuni af þessu tagi á það á hættu að verða innhverfur og lítið áhugaverður fyrir aðra en flytj- endur og fjölskyldur þeirra. IKI hópnum tekst hins vegar oftast að vekja áhuga. Það er ljóðræn og leik- ræn stemmning yfir lögunum. Flest lögin eru án texta og alls konar raddhljóð mynda hljóðveggi. Djass og þjóðlagatilbrigði eru mest ríkjandi og yfir öllu er norrænn kuldi sem er sérstæður. Það er vel til fundið að loka augunum yfir þessari plötu og láta raddirnar flytja mann á nýjan stað. Einnig mætti segja mér að það væri svellf- ínt að hlusta á tónlistina uppi á fjöll- um, einn með náttúrunni eða við innhverfa íhugun. IKI hópurinn minnir mann óneit- anlega á sönghópa spunasöngkon- unnar Meredith Monk og stundum kemur Björk upp í hugann, þó að nokkuð langt sé í að hópurinn nái dýpt þeirra. Það er hluti af karakter söng- og hljóðspunans að sleppa hljóðfærum, en fyrir minn smekk hefði það getað bætt plötuna að nota hljóðfæri til áherslu á nokkrum völdum stöðum. Á heildina litið er frumraun IKI sönghópsins eft- irtektarverð og verður spennandi að sjá á hvaða hátt stúlkurnar þróa sína gjörninga í framtíðinni. Ljóðræn og leikræn stemmn- ing og norrænn kuldi IKI - IKI bbbnn Fyrsti geisladiskur norrænu stúlkna- sveitarinnar IKI. ILK Music gefur út. ÖRN ÞÓRISSON TÓNLIST Hressar IKI hópurinn eyddi þremur dögum í hljóðveri. Óperusmiðja Garðabæjar er nú haldin þriðja sinni í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju. Að þessu sinni taka sextán söngvarar þátt í smiðjunni, allir nemendur í framhaldsnámi eða ungir atvinnu- söngvarar. Í ár komu tveir söngv- arar að utan, einn frá Þýskalandi og einn frá Suður-Kóreu. Leiðbeinendur smiðjunnar eru Martha Sharp, prófessor við Moz- arteum-tónlistarháskólann í Salz- burg, sem sér um leikstjórn, og Margareth Singer, sem sér um tón- listarstjórn. Einnig annast undirleik í atriðum tveir aðrir þýskir píanó- leikarar. Í smiðjunni verða sett upp sjö at- riði úr mismunandi óperum og lýkur námskeiðinu með tveimur sýningum í Kirkjuhvoli. Sú fyrri er í kvöld kl. 20.00 og á laugardaginn kl. 17.00. Flutt verða leikin atriði úr Brúð- kaupi Figaros, La clemenza di Tito, Cosi fan tutte og Brottnáminu úr kvennabúrinu eftir Mozart, Mikado eftir Gilbert og Sullivan, The Old Maid and the Thief eftir Menotti og Grímudansleiknum eftir Verdi. arnim@mbl.is Óperusmiðja haldin í Garðabæ í þriðja sinn  Sýningar í Kirkjuhvoli í kvöld og annað kvöld Morgunblaðið/Kristinn Óperufjör Frá æfingu Óperusmiðju Garðabæjar í Kirkjuhvoli. Á sunnudag verða næstsíðustu tón- leikarnir í tón- leikaröðinni Sum- artónleikar í Hóladómkirkju, en þá syngur Gerður Bolladótt- ir íslensk þjóðlög við undirleik Victoriu Ta- revskaiu sellóleik- ara. Flutt verða þekkt lög sem Ferd- inand Rauter útsetti en einnig þjóðlög sem Hildigunnur Rúnars- dóttir hefur nýlega útsett og hafa sjaldan heyrst. Ennfremur verður fluttur ljóðaflokkurinn „Lysting er sæt að söng“, þar sem ljóðin eru úr fornum handritum en Snorri Sigfús Birgisson hefur útsett þau fyrir sópr- an og selló. Tónleikarnir eru sér- staklega tileinkaðir Katrínu Kolka Jónsdóttur. Aðgangur er ókeypis. Sópran og selló á Hólum Gerður Bolladóttir Á Menningarnótt verður sýningin 100 andlit íslenskrar náttúru sett upp víða um miðborgina. Fimmtíu myndir verða til sýnis í húsakynn- um Crymogeu, Barónsstíg 27, í verslunum Anderson and Lauth, í Borði fyrir tvo, Circus circus, Calvi, Sigurboganum, Argentínu steikhúsi, GK Reykjavík, Kiosk, hjá Gilbert úrsmiði, í Herrafata- verslun Kormáks og Skjaldar, Ni- kita, Lólu, Gulli og silfri, Vín- berinu, Litla bóndabænum, Smekkleysu, Hringu, Joss, Kún- íkúnd, Gleraugnamiðstöðinni, Gull- kúnst Helgu, The Work Shop, Ófeigi, Útúrdúr, Karlmönnum, Kexi hosteli, Spak Design Space, Minervu, Eymundsson og Spútnik. Sýningin tengist væntanlegri ljósmyndabók, Ný náttúra – Myndir frá Íslandi, sem Crymogea sendir frá sér innan skamms, en myndirnar eru úrval þeirra mynda sem þar verður að finna. Farandljósmyndasýning um alla miðborgina Fólkið í kjallaranum (Nýja svið) Fös 2/9 kl. 20:00 1.k Mið 7/9 kl. 20:00 3.k Fös 16/9 kl. 20:00 5.k Lau 3/9 kl. 20:00 2.k Sun 11/9 kl. 20:00 4.k Sun 18/9 kl. 20:00 6.k Mannleg og hrífandi sýning sem lætur engan ósnortinn NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið) Fös 9/9 kl. 20:00 1.k Lau 17/9 kl. 20:00 3.k Lau 24/9 kl. 20:00 5.k Lau 10/9 kl. 20:00 2.k Fös 23/9 kl. 20:00 4.k Vinsælasta sýning síðasta leikárs snýr aftur Zombíljóðin (Litla sviðið) Fös 9/9 kl. 20:00 frumsýn Sun 11/9 kl. 20:00 3.k Þri 13/9 kl. 20:00 5.k Lau 10/9 kl. 20:00 2.k Mán 12/9 kl. 20:00 4.k Hábeittur og hrollvekjandi samfélagsspegill Afinn (Stóra sviðið) Fös 16/9 kl. 20:00 1.k Fim 22/9 kl. 20:00 3.k Fös 30/9 kl. 20:00 5.k Sun 18/9 kl. 20:00 2.k Sun 25/9 kl. 20:00 4.k Hlýlegt gamanverk með stórt hjarta Eldfærin (Stóra sviðið) Lau 24/9 kl. 13:00 1.k Sun 25/9 kl. 13:00 2.k Leikhústöfrar fyrir börn á öllum aldri Bjart með köflum (Stóra sviðið) Fös 2/9 kl. 19:30 Br. sýningartími Fös 9/9 kl. 19:30 Fös 16/9 kl. 19:30 Lau 3/9 kl. 19:30 Br. sýningartími Lau 10/9 kl. 19:30 Lau 17/9 kl. 19:30 Svartur hundur prestsins (Kassinn) Sun 18/9 kl. 19:30 Sun 25/9 kl. 19:30 Sun 2/10 kl. 19:30 Fös 23/9 kl. 19:30 Fös 30/9 kl. 19:30 Lau 24/9 kl. 19:30 Lau 1/10 kl. 19:30 Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Sun 28/8 kl. 14:00 Sun 11/9 kl. 14:00 Sun 25/9 kl. 14:00 Sun 4/9 kl. 14:00 Sun 18/9 kl. 14:00 Fálkaorður og fjör - sýning fyrir alla fjölskylduna! Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F Tjarnarbíó 5272100 | tjarnarbio@leikhopar.is School of Transformation (LÓKAL2011) Mið 24/8 lokaæfing kl. 19:00 Fim 25/8 frums. kl. 19:00 Lau 27/8 kl. 16:00 Sun 28/8 kl. 16:00 Mið 31/8 kl. 19:00 Fim 1/9 kl. 19:00 - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.