Morgunblaðið - 19.08.2011, Síða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2011
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Á morgun verður haldin bók-
menntasmiðja í Þjóðarbókhlöðunni
fyrir Alzheimerssjúklinga með rit-
höfundinum Þórarni Eldjárn.
Minnismóttakan á Landakoti, fé-
lagið FAAS (Félags áhugafólks og
aðstandenda Alzheimerssjúlinga og
annarra skyldra sjúkdóma) og list-
fræðingurinn Halldóra Arnardóttir
skipuleggja bókmenntasmiðjuna í
samstarfi við Þórarin, Myndlist-
arskóla Reykjavíkur og Þjóð-
arbókhlöðuna. Fyrirmyndin að
smiðjunni er sótt til Murcia á
Spáni þar sem lista- og menning-
artengdar smiðjur hafa verið nýtt-
ar sem hluti af meðferð og er Hall-
dóra skipuleggjandi þeirra.
Markmið bókmenntasmiðjunnar
eru að bæta líf og sjálfstraust sjúk-
linga sem og fjölskyldna þeirra, að
tengja þátíð og
nútíð í gegnum
tilfinningaminn-
ið, stuðla að
frekari gildum
gegn fordómum
gagnvart Alz-
heimers-
sjúkdómnum og
kynda undir
verkefnum þar
sem mismunandi
kynslóðir vinna saman, eins og því
er lýst í tilkynningu.
Unnið út frá „Hvaðefsögu“
„Mín aðkoma að þessu er sú að
ég mæti þarna þegar þetta fer af
stað og les upp smásögu sem hefur
verið valin áður, úr mínum sagna-
bálki. Þetta er saga sem heitir
„Hvaðefsaga“ og ég les hana fyrir
þá sem taka þátt í þessu og það
eru, auk fólks sem hefur greinst
með Alzheimers, listnemar sem eru
í myndlist. Svo þegar þetta er búið
að gerast þá tekur við svona
smiðja og ég kem ekkert að því
heldur er það bara það fólk sem
vinnur með þetta, sem er þá Hall-
dóra og Jón Snædal (öldr-
unarlæknir og sérfræðingur í Alz-
heimers) og hinir og þessir sem
ýmist tengjast listageiranum eða
heilbrigðissviðinu. Og þá er mein-
ingin að út frá þessari sögu skapist
einhverjar umræður og síðan ein-
hvers konar bókmenntastarf þeirra
sem taka þátt í þessu, þ.e.a.s. fólk-
ið býr til sínar eigin sögur út frá
einhverju sem hefur kviknað við
það að fara í saumana á þessari
sögu,“ segir Þórarinn um smiðjuna.
„Það má segja að þessi saga sé
ákveðið veganesti sem gengið er út
frá og svo þróast það vonandi í
óendanlega margar áttir. Þannig
mun þetta ganga fyrir sig og síðan
er endað á einhvers konar uppske-
ruhátíð eða lokafundi þar sem er
farið í gegnum það sem hefur
sprottið upp af þessu, í þessari
bókmenntasmiðju, 30. ágúst. Þar
mæti ég þá aftur og kem inn í um-
ræður og svara fyrirspurnum og
tek þátt í því að reyna að finna út
hvernig tekist hafi til.“
Þórarinn segir söguna gerast í
íslensku umhverfi, hún sé dálítið
absúrd og því vonandi eft-
irminnileg.
Hefur gefið góða raun
Halldóra Arnardóttir hefur um-
sjón með lista- og menning-
artengdum smiðjum sem eru hluti
af Alzheimers-meðferð í Murcia á
Spáni, í samvinnu við héraðs-
sjúkrahúsið þar í borg og tauga-
sérfræðing sem þar starfar. „Í
fyrra kom ég hingað til Reykjavík-
ur og hélt fyrirlestur á ráðstefnu
hjá FAAS og kynnti þessa vinnu,
þetta verkefni. Í framhaldi af því
vildu þau fara af stað með álíka
smiðju með bókmenntasmiðjuna í
Murcia sem fyrirmynd. Þetta er
hluti af stærri rannsókn um hvern-
ig við getum m.a. bætt lífsgæði
sjúklings og fjölskyldu með því að
tengja líf manneskjunnar betur
inn í meðferðina, ekki bara með
meðulum heldur grafa upp í eigin
lífi með hjálp mismunandi lista-
ðferða og menningartengdra
þátta,“ segir Halldóra. Hún hafi
fengið heimsfræga menn til liðs
við sig, m.a. bandaríska myndlist-
armanninn Bill Viola og verkefnið
sé orðið alþjóðlegt. Halldóra segir
mikilvægt að finna aðferðir sem
tengja félagslega þætti manneskj-
unnar við meðferðina. Markmið
bókmenntasmiðjunnar sé að það
spinnist út frá sögu Þórarins um-
ræða um efnisþætti sem séu í sög-
unni. „Þessi saga fjallar um fjall
og hvað ef það væri holt að innan.
Öll höfum við minningar um fjöll
og upplifað eitthvað tengt þeim.
Þetta er mjög auðveld tenging
fyrir sjúklingana,“ segir Halldóra.
Nemendur frá Myndlistarskóla
Reykjavíkur munu myndskreyta
frásagnir sjúklinganna og þegar
smiðjunni lýkur verða sjúkling-
arnir komnir í aðalhlutverkið,
segja sögur sínar eða lýsa minn-
ingum sínum með hjálp teikning-
anna. Halldóra segir meðferðina
hafa gefið góða raun. „Það er
mjög skýrt að á þeim tíma sem
smiðjan stendur og ákveðinn tíma
þar á eftir líður sjúklingunum bet-
ur,“ segir Halldóra. Það sé mik-
ilvægt að taka fram að unnið sé út
frá tilfinningaminninu, grafið upp
í tilfinningunum til þess að komast
að minningum sem sjúklingurinn
hefði annars ekki aðgang að.
Til útskýringar á sjúkdómnum
segir Halldóra að taugarnar í heil-
anum myndi visst kerfi, séu
tengdar en hjá Alzheimerssjúkum
slitni þau tengsl. „Við erum að
reyna að búa til nýja brú á milli
þessara minninga, milli þessara
tauga, til að muna hlutina á annan
hátt. Þetta fólk hefur minninguna
en það nær henni ekki. Við erum
að reyna að fara í gegnum tilfinn-
ingakerfið til að komast að þess-
um minningum aftur.“
Morgunblaðið/Kristinn
Smiðja Þórarinn Eldjárn tekur þátt í bókmenntasmiðju í dag.
Að búa til brýr milli minninga
Bókmennta-
smiðja með Þór-
arni Eldjárn fyrir
Alzheimerssjúka
Frekari fróðleik um verkefnið má
finna á artandcultureasther-
apy.blogspot.com.
Halldóra
Arnardóttir
Pétur Gautur opnar vinnustofu sína
fyrir gestum og gangandi á Menn-
ingarnótt frá kl. 16.00 til 22.00.
Vinnustofan er á horni Snorra-
brautar og Njálsgötu. Tríó Eyjólfs
Þorleifsssonar flytur jazz og dæg-
urperlur frá kl. 20.00 til 22.00. Ný
málverk verða á veggjum.
Pétur Gautur býð-
ur til vinnustofu
Opið hús Eitt verka Péturs Gauts.
Sýningu Hrafnhildar Ingu Sigurð-
ardóttur í Ketilhúsinu á Akureyri
lýkur á sunnudaginn. Á sýningunni
eru 27 olíumálverk sem Hrafnhild-
ur hefur málað á síðastliðnum
tveimur árum, allt myndir af ís-
lenskri náttúru eins og hún birtist
Hrafnhildi.
Þetta er 11 einkasýning Hrafn-
hildar og ennfremur hefur hún tek-
ið þátt í fjölda samsýninga bæði hér
heima og erlendis.
Ketilhúsið er opið frá kl. 13.00 til
17.00 meðan á sýningu stendur.
Náttúra Málverkið Hvarvetna eftir Hrafn-
hildi Ingu Sigurðardóttur.
Sýningu Hrafnhild-
ar Ingu lýkur
Gunnþórunn Jónsdóttir
gunnthorunn@mbl.is
Nýtt leikár tekur nú við hjá Þjóðleikhúsinu
og mikið úrval leiksýninga í boði. Hvergi
verður slegið af hvað varðar metnað á nýju
leikári að sögn Tinnu Gunnlaugsdóttur,
leikhússtjóra. „Við teflum fram einvala liði
listamanna og fjölbreyttu úrvali sýninga.
Við leggjum áherslu á íslensk verk og kynn-
um meðal annars til leiks nýtt leikskáld,
Auði Övu Ólafsdóttur,“ segir Tinna. „Við
sýnum ný og spennandi erlend verk og svið-
setjum nokkrar perlur leikhúsbók-
menntanna.“
Þjóðleikhúsið tekur þátt í spennandi sam-
starfsverkefnum, börnin fá veglega dagskrá
og Leikhúskjallarinn verður vettvangur ein-
leikja, uppistands, tónlistar og söngs að
sögn Tinnu. Hún segir það nýnæmi að nýta
Leikhúskjallarann með þessum hætti en ýtt
var við þessu starfi í fyrra og verður það
aukið og eflt í ár.
Þriðja Laxnesssýning Þjóðleikhússins
Stórsýning ársins verður ný sviðsetning á
hinum vinsæla söngleik Vesalingarnir. „Þar
skapar frábær saga og heillandi tónlist
listaverk sem á sér vart hliðstæðu á leik-
sviði. Í sýningunni er allur textinn sunginn
og verkið gerir miklar kröfur til flytjenda. Í
aðalhlutverkinu kynnum við til leiks Þór
Breiðfjörð, en hann er eini Íslendingurinn
sem hefur sungið þetta hlutverk á West-
End í London,“ segir Tinna.
Hápunktur leikársins er þó að vanda jóla-
sýningin að sögn Tinnu. Þá verður sett upp
ný leikgerð Kjartans Ragnarssonar af
Heimsljósi eftir Halldór Laxness en eft-
irminnilega setti hann síðast upp Sjálfstætt
fólk fyrir rúmum áratug. „Heimsljós er
þriðja stóra Laxnesssýningin sem Þjóðleik-
húsið setur upp á skömmum tíma, en það er
mikil auðlegð fólgin í þeim bókmenntaarfi
sem skáldið Halldór Laxness skildi eftir sig
og mikil og spennandi ögrun fyrir áræðið
og hæfileikaríkt leikhúslistafólk að skila
hugmyndaheimi hans til áhorfenda af leik-
sviði.“
„Hvert nýtt ár fullt af nýjungum“
„Síðasta ár í Þjóðleikhúsinu var ein-
staklega vel heppnað, bæði í listrænu tilliti
og aðsóknarlega,“ segir Tinna. „Sviðsetning
Þjóðleikhússins á Lé konungi stóð upp úr
sem ótvíræður sigurvegari á Grímuhátíðinni
og á síðasta leikári var slegið áratuga að-
sóknarmet.“
Nýjungar í ár eru fjölmargar og að sögn
Tinnu er hvert nýtt ár fullt af nýjungum.
Nú má nefna að Baltasar Kormákur stígur
aftur á leiksvið í Listaverkinu, sem er
haustsmellur Þjóðleikhússins eftir Yasminu
Reza í leikstjórn Guðjóns Pedersens.
Nýtt ár fullt af nýjungum
Áhersla á íslensk
verk á nýju leikári í
Þjóðleikhúsinu
Fjölskyldudrama Hilmir Snær Guðnason, Arnar Jónsson, Guðrún Snæfríður Gísladóttir og Atli
Rafn Sigurðarson fara með hlutverk í Dagleiðin langa í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur.
Mörg ný og spennandi leikverk má finna
í Þjóðleikhúsinu í ár en að sögn leik-
hússtjóra verður lögð áhersla á íslensk
verk. Nýju verkin eru Heimsljós,
Vesalingarnir, Lista-
verkið, Hreinsun,
Svartur hundur
prestsins, Dagleiðin
langa, Afmælisveislan,
Hlini Kóngsson –
Sögustund, Með berum
augum, Litla skrímslið
og stóra skrímslið í
leikhúsinu, Svartfugl,
Gæludýrin og Skýja-
borg.
Fjöldi verka á
fjalirnar í vetur
LEIKHÚS
Vesalingarnir