Morgunblaðið - 19.08.2011, Page 41

Morgunblaðið - 19.08.2011, Page 41
AF KOMMÚNISMA Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Ég dvaldi í um mánaðar-skeið í Berlín, þeirri mögn-uðu borg, ásamt fjölskyld- unni í sumar. Meðfram rólóheim- sóknum, „currywurst“-áti (þjóðarréttur Berlínar ef svo mætti segja) og almennum spásseringum um borgina dúkkuðu eðlilega upp vangaveltur um pólitíska sögu borg- arinnar. Hér voru heimkynni Berl- ínarmúrsins sem er líklega sterkasta – og um leið þekktasta – tákn kalda stríðsins. Múrinn deildi borginni í tvennt og á meðan hefðbundinn, vestrænn kapítalismi fékk að þrífast vestan megin var austurhliðin undir járnhæl kommúnismans.    Það hefur verið mörgum fræð-ingnum umhugsunarefni hvernig þetta sundraða samfélag borgarbúanna hóf að þróast í mis- munandi áttir, og var þá enginn þáttur mannlegrar tilvistar undan- skilinn. Saga austur-berlínskrar/ austur-þýskrar dægurtónlistar er t.a.m. athyglisverð og í raun óskilj- anleg manni sem er alinn upp í vel- ferðarríki. Á sjötta og sjöunda ára- tugnum var poppið litið miklum óvildaraugum af austurþýskum stjórnvöldum enda léttúð þess talin lítið annað en framlenging á mark- aðsdýrkun Vesturlanda og tæki til að rugla fyrir ungmennum sem skyldu alast upp við sósíalíska hug- myndafræði. Á áttunda áratugnum urðu þó tilslakanir, ákveðnar sveitir fengu að spila en þurftu að fá samþykki ríkisins til þess. Textar voru lúslesn- Byltingin étur börnin sín … Ljósmynd/Motor Austurrokk Feeling B á æfingu í árdaga ferils síns. Flake, nú meðlimur í Rammstein, fyrir miðju. Sveitin var ein vinsælasta rokksveit Austur-Þýskalands á 9. áratugnum og starfaði með samþykki stjórnvaldanna. ir og samþykktar sveitir þóttu ekki beint fínn pappír hjá listunnendum. Ein vinsælasta sveitin í landinu, The Klaus Renft Combo, var þá leyst upp af stjórnvöldum, kölluð á teppið þar sem henni var tilkynnt að hún væri „ekki lengur til“.    Pönkið skaut rótum í Austur-Þýskalandi eins og annars stað- ar en það var ekki auðvelt að vera pönkari. Þér var hent í steininn fyrir það eitt að vera með hanakamb og Stasi kom njósnurum fyrir í pönk- sveitunum. Gengu þær aðgerðir svo langt reyndar að ein sveitin sam- anstóð eingöngu af njósnurum! Upptakturinn að falli múrsins fólst m.a. í tónleikum sem haldnir voru í Vestur-Berlín árið 1987 með nokkrum af risum rokksins. Austur- Þjóðverjar reyndu að komast eins nálægt veggnum og hægt var til að heyra það sem fram fór og lenti þeim saman við lögregluna af þeim sökum. Í kjölfarið ákváðu stjórnvöld að halda eigin tónleika árið eftir, svona til að róa mannskapinn, og lék Bruce Springsteen m.a. á þeim tón- leikum. Austurþýsk stjórnvöld reyndu þannig af veikum mætti að koma til móts við vilja fólksins en í raun var löngu orðið ljóst í hvað stefndi.    Lærdómurinn? M.a. að mann-leg þörf til tjáningar og sköp- unar verður ekki hamin. Ennfremur að öfgar eru aldrei góðar … hvorum megin á skalanum sem þær eru. » Stasi kom njósn-urum fyrir í pönk- sveitunum. Gengu þær aðgerðir svo langt reyndar að ein sveitin samanstóð eingöngu af njósnurum! MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2011 Franski leikarinnn Gerard Dep- ardieu hefur beðist afsökunar á því að hafa pissað á gólfið í flugvél á leið frá París til Dyflinnar, að því er fram kemur á vef dagblaðsins Tele- graph. Depardieu reyndi að pissa í flösku án þess að tekið væri eftir en var gripinn glóðvolgur við athæfið. Atvikið átti sér stað þegar flugvélin var í flugtaki og því óleyfilegt að fara á salernið. Depardieu var rek- inn frá borði fyrir uppátækið. Reuters Mál Depardieu var rekinn frá borði. Biðst afsökunar á þvaglátum í flugi Tríóið GRM, þ.e. Gylfi Ægisson, Rúnar Þór Pétursson og Megas, fékk í gær afhenta gullplötu fyrir plötuna MS GRM sem kom út í fyrra og hefur nú selst í yfir 5.000 eintök- um. Önnur plata er væntanleg með GRM, tileinkuð Rúnari Júlíussyni sem og mynddiskur með upptökum af útgáfutónleikum GRM í fyrra. GRM Gylfi, Rúnar og Megas. Fyrsta plata GRM komin í gull FRÁBÆR FJÖLSKYLDUSKEMMTUN Þróun sem varð að byltingu „Svona á að gera þetta.“ - H.V.A. FBL SÝND Í EGILSHÖLL SÝND Í EGILSHÖLL MÖGNUÐ SPENNUHROLLVEKJA SÝND Í 3D FORSÝNING Í EGILSHÖLL MIÐASALA Á SAMBIO.IS LARRY CROWN kl. 5:50 - 8 - 10:10 7 LAST DAYS OF THE ARTIC kl. 6 - 8 L STRUMPARNIR 3D M. ísl. tali kl. 3:40 - 5:50 L STRUMPARNIR Með ísl. tali kl. 3:40 L GREEN LANTERN 3D kl. 10:30 12 HORRIBLEBOSSES kl. 10 12 HARRYPOTTER7-PART2 3D kl. 8 12 BÍLAR 2 3D Með ísl. tali kl. 3:30 L LARRY CROWN kl. 8 7 GREEN LANTERN 3D kl. 5:40 - 10:30 12 BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 5:40 L HORRIBLE BOSSES kl. 8 12 HARRY POTTER 7 - PART 2 kl. 10:10 12 LARRY CROWN kl. 8 7 CONAN THE BARBARIAN kl. 10:20 16 STRUMPARNIR 3D Með ísl. tali kl. 5:40 L BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 5:40 L HORRIBLE BOSSES kl. 8 12 BAD TEACHER kl. 10:10 14 / AKUREYRI / KEFLAVÍK CONAN THE BARBARIAN kl. 8 - 10:20 16 FRIENDS WITH BENEFITS kl. 8 12 COWBOYS & ALIENS kl. 10:20 14 BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 5:30 L GREEN LANTERN kl. 5:30 12 / SELFOSSI/ KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG SELFOSSI SÝND Í EGILSHÖLL SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI ATHUGIÐ GLÆNÝ STUTTMYND SÝND Á UNDAN CARS 2 FRÁ HÖFUNDUM "SVALARI BÍLAR OG MEIRI HASAR" - T.D. -HOLLYWOOD REPORTER H H H H - J.C. -VARIETY H H H H - P.T. -ROLLING STONES H H H H LEIFTUR MCQUEEN OG KRÓKUR ERU AFTUR MÆTTIR, BETRI EN NOKKURN TÍMANN SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI JENNFIER ANNISTON JASON BATEMAN JAMIE FOXX JASON SUDEIKIS COLIN FARRELL KEVIN SPACEY CHARLIE DAY SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK FRÁÁÁBÆ R GAMANM YND 88/100 - CHICAGO SUN-TIMES 91/100 - ENTERTAINMENT WEEKLY 100/100 - ST.PETERSBURG TIMES ÞAÐ GETUR VERIÐ ERFITT AÐ LOSA SIG VIÐ LEIÐINLEGAN YFIRMANN EN ÞEIR ÆTLA AÐ REYNA... HÖRKU SPENNUMYND FRÁ LEIKSTJÓRA IRON MAN HHH M.M.J. - KVIKMYNDIR.COM HHH „BRÁÐSKEMMTILEGUR HRÆRIGRAUTUR AF SCI-FI Í SPIELBERG-STÍL OG KLASSÍSKUM VESTRA. CRAIG OG FORD ERU EITURSVALIR!“ T.V. -KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ OG HEYRT á allar sýningar merktar með appelsínuguluSPARBÍÓ 750 kr. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND LAUGARDAG OG SUNNUDAG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.