Morgunblaðið - 14.09.2011, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.09.2011, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 4. S E P T E M B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  215. tölublað  99. árgangur  KRISTNI Í SÓKN Í KÍNA ÍSLENSK MATARHEFÐ Í ÖNDVEGI SJÖTTI OG SÁ YNGSTI Í DEILD MEISTARANNA 16 SÍÐNA AUKABLAÐ KOLBEINN ÍÞRÓTTIR FRÉTTASKÝRING EFTIR KRISTJÁN JÓNSSON 16 Morgunblaðið/Ómar BUGL Horfurnar eru ekki góðar.  Biðtími á barna- og unglingageð- deild Landspítala, BUGL, hefur lengst jafnt og þétt og er kominn í hálft ár að meðaltali. Um áttatíu börn og unglingar eru í dag á bið- lista eftir þjónustu. Þá er útlit fyrir læknaskort en afar fáir barna- og unglingageðlæknar eru á Íslandi. Guðrún B. Guðmundsdóttir, yf- irlæknir á göngudeild BUGL, segir að víða erlendis sé gert ráð fyrir að um fimm prósent barna þurfi á sér- fræðiþjónustu að halda vegna geð- ræns vanda. „Við erum að sinna einu prósenti að meðaltali þeirra 80-90 þúsund barna sem eru á Ís- landi. Þannig að á meðan við náum ekki að sinna fleirum er augljóst að margir komast ekki að.“ »7 Biðtími eftir þjón- ustu BUGL kominn í hálft ár að meðaltali Starfsmönnum fjölgar » Árið 2008 störfuðu 9 hjá umboðsmanni skuldara, en í fyrra voru starfsmenn hans 43. » Árið 2007 störfuðu 43 hjá Fjármálaeftirlitinu en þar starfa nú tæplega 100 manns. » Starfsmönnum þjóðkirkj- unnar hefur fækkað um 7 frá hruni. Egill Ólafsson egol@mbl.is Stöðugildum starfsmanna ríkisins fækkaði frá 2008 til 2010 um 888 eða 4,9%. Þar af fækkaði starfs- mönnum í heilbrigðiskerfinu um 508 eða um 7%. Ekkert ráðuneyti hefur þurft að taka á sig jafn mikla fækkun og heilbrigðisráðuneytið. Störfum fækkaði á Landspítala um 308 eða 7,9%. Fækkun starfa á spít- alanum hefur haldið áfram á þessu ári og er orðin meiri en 9% frá hruni. Fækkun starfa í menntakerfinu er mun minni en í heilbrigðiskerf- inu. Fækkun starfsmanna í fram- haldsskólunum er 3,4% og 3,6% í háskólunum. Fækkun starfa í æðstu yfirstjórn landsins er 2,6%. Starfsfólki dómstólanna hefur held- ur fjölgað, en veruleg fækkun hefur orðið hjá sýslumannsembættunum. Starfsfólki hefur fjölgað hjá stofnunum sem álag hefur verið hjá sem rekja má beint og óbeint til hrunsins. Þannig hefur starfsfólki Vinnumálastofnunar, Íbúðalána- sjóðs og umboðsmanns skuldara fjölgað. Fjöldi starfsmanna Fjár- málaeftirlitsins hefur tvöfaldast frá 2007. Starfsfólki stofnana á vegum um- hverfisráðuneytisins hefur fjölgað samtals um 39 frá hruni. Þannig hefur starfsfólki Umhverfisstofnun- ar fjölgað um 12 og Skógræktar ríkisins um 12. Einnig hefur starfs- fólki fjölgað hjá Brunamálastofnun og Veðurstofunni, Landgræðslunni, Vatnajökulsþjóðgarði og Náttúru- rannsóknarstöðinni við Mývatn. MFækkar mest »4 Mest fækkar á spítölunum  Starfsmönnum ríkisins hefur fækkað um 4,9% frá hruni, en fækkunin er mest í heilbrigðisgeiranum  Stöðugildum fækkaði um 308 á Landspítala frá 2008-2010 Morgunblaðið/Eggert Hraðakstur Frá vettvangi umferð- arslyss í Kópavogi í ágúst sl. Óvenjumikið hefur borið á hraðakstri í umdæmi lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu síðustu vikur. Frá 10. ágúst sl. eru hátt í 800 hraðaksturs- brot skráð og eru mælingar á hraða- myndavélum þar undanskildar. Bif- hjól hafa verið tekin á allt að 200 km hraða og kraftmiklir bílar á 155 km hraða þar sem leyfilegur hámarks- hraði er 80 km. Hafa ökumenn verið á öllum aldri og af báðum kynjum en ungir karlmenn þó mest áberandi. Bæði lögreglan og Umferðarstofa hafa af þessu áhyggjur en binda von- ir við að um tímabundið ástand sé að ræða. Bent er á að hraðakstur komi í bylgjum og yfir lengri tíma litið hafi þessum brotum fækkað, alvarlegum umferðarslysum hafi fækkað og öku- hraði almennt farið lækkandi. Í flestum tilvikum er sektum og ökuleyfissviptingu beitt við hraðakst- ursbrotum, allt að 150 þúsund krón- um og sviptingu í þrjá mánuði, en dæmi eru um ákærur og dóma fyrir brot af þessu tagi. Meðal bílaáhugamanna er hart tekið á þeim sem koma nálægt kapp- akstri eða hvetja til slíks athæfis á götum úti. »12 Um 800 hraðakstursbrot  Tíður ofsaakstur á höfuðborgarsvæðinu veldur áhyggjum Smalamennska fer nú fram á afréttum Árnes- inga. Í blíðunni í gær ráku Hrunamenn hluta safnsins yfir Sandá. Réttað verður í Hrunarétt- um og í Skaftholtsréttum í Gnúpverjahreppi á föstudaginn. Á laugardaginn rétta Flóa- og Skeiðamenn í Reykjaréttum og þá fara Tungna- réttir einnig fram. Afréttir þessara fjárrétta í Árnessýslu liggja samsíða og því er smalað og réttað á sama tíma ár hvert. Fjallmenn reka fjársafnið til byggða Ljósmynd/Sigurður Sigmundsson  Hrein pen- ingaleg eign hins opinbera var nei- kvæð um 48,2% við árslok og versnaði hún um 144 milljarða milli ára eða sem svarar 8,3% af landsframleiðslu. Sérfræðingar Hagstofunnar leiða líkum að því að hrein pen- ingaleg eign hins opinbera hafi aldrei verið verri. Skuldir hins op- inbera, það er ríkissjóðs og sveitar- félaga og fyrirtækja í eigu þeirra umfram peningalegar eignir, námu tæplega 82% af landsframleiðslu við árslok í fyrra. »14 Staðan sjaldan mælst lakari Hrein eign hins op- inbera aldrei verri. Í svari fjármálaráðherra við fyrir- spurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um efnahagsreikning Arion banka, Ís- landsbanka og Landsbanka við stofnun þeirra, kemur fram að Landsbankinn hefur afskrifað mun meira af skuldum fyrirtækja en heimila. „Ég held að það sé óhætt að draga þá ályktun að þetta hafi verið svipað hjá hinum bönkunum tveim- ur,“ segir Guðlaugur Þór, en hann segir þá ekki hafa gefið fullnægjandi svör við fyrirspurninni. „Það virðist vera að lánin til fyr- irtækjanna hafi komið á helm- ingsafslætti og það má leiða að því líkum að það sama eigi við um hina bankana. Ég vek athygli á því að stóru fyrir- tækin, sem voru með erlenda starfsemi, urðu eftir í gömlu bönkunum, þannig að þetta á við um lítil og meðalstór fyr- irtæki.“ annalilja@mbl.is Fyrirtækin fengu lán á helmingsafslætti Guðlaugur Þór Þórðarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.