Morgunblaðið - 14.09.2011, Side 15
Efni fundarins er staða atvinnulífsins í Evrópu og hagvaxtarhorfur ásamt mögulegum áhrifum á íslenskt efnahagslíf.
Aðalræðumaður verður Philippe de Buck, framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE (samtaka atvinnulífsins í Evrópu).
Þátttakendur í umræðum að loknu erindi de Buck eru Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, Árni Oddur
Þórðarson, forstjóri Eyris og stjórnarformaður Marels og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður.
Fundurinn fer fram á ensku. Allir velkomnir.
BUSINESSEUROPE eru stærstu samtök sinnar tegundar í Evrópu og málsvari yfir 20 milljón fyrirtækja sem flest eru lítil eða meðalstór.
Aðild að BUSINESSEUROPE eiga 41 atvinnurekendasamtök frá 35 löndum, þar á meðal Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins.
HVERT STEFNIR EVRÓPA?
Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins efna til opins morgunverðarfundar
föstudaginn 16. september á Hilton Reykjavík Nordica kl. 8.30-10.00.
Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á www.sa.is
EUROPEAN BUSINESS OUTLOOK
SAMTÖK IÐNAÐARINS
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2011
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Líkurnar á að gríska ríkið muni
verða ófært um að borga af lánum
sínum aukast stöðugt þrátt fyrir yf-
irlýsingar Angelu Merkel Þýska-
landskanslara og fleiri ráðamanna
um að evruríkin muni standa saman.
Ljóst er að greiðslufall í Grikklandi
myndi hafa mikil keðjuverkandi
áhrif á önnur ríki, einkum þau sem
eru mjög skuldsett.
Margir spá því að Spánn og Ítalía
gætu orðið næstu ríkin til að horfa
fram á greiðslufall ef Grikkland yrði
þeim örlögum að bráð. Ítölsk stjórn-
völd hafa síðustu vikurnar átt við-
ræður við ríkisrekinn fjárfestinga-
sjóð um kaup á ítölskum
ríkisskuldabréfum og öðrum eignum
en óvíst er hvort eitthvað verður af
þeim áformum. Sjóðurinn mun eiga
um 40 milljarða Bandaríkjadollara.
Ef hann samþykkir að kaupa myndi
það verða til þess að lækka vextina
sem Ítalir þurfa að borga fyrir lán
sem þeir verða að taka til að fleyta
áfram ríkisskuldum sínum á næstu
árum.
Kínverskir ráðamenn hafa þegar
fjárfest talsvert í Grikklandi og
segja að þeir hafi áhuga á auknum
fjárfestingum í Evrópulöndum en
nefna ekki sérstaklega Ítalíu í því
sambandi. Wu Xiaoling, háttsettur
embættismaður í Peking, sagði í gær
í samtali við Reuters-fréttastofuna
að Kínverjar vildu vinna með Evr-
ópuríkjunum að því að auka traust á
fjármálamörkuðum. „Við munum
halda áfram að styðja aðgerðir Evr-
ópulandanna til að viðhalda stöðug-
leika evrunnar,“ sagði Wu.
Þjóðverjar yfirgefa seðlabanka
Evruríkin deila um leiðir út úr
ógöngunum vegna skuldavandans og
hættulegrar stöðu öflugustu banka
álfunnar. Enn jók það á óvissuna sl.
föstudag er Jürgen Stark, þýskur
liðsmaður framkvæmdastjórnar
seðlabanka Evrópusambandsins,
sagði af sér. Er þetta í annað sinn á
árinu sem háttsettur Þjóðverji hjá
bankanum hættir.
Að sögn The New York Times
sýnir þessi þróun vel hve mikil and-
staða sé í Þýskalandi við að bankinn
skuli aðstoða skuldsett ríki með
geysilegum fjárhæðum úr vösum
skattgreiðenda í evrulöndunum 17.
Líkurnar á greiðslufalli í Grikklandi taldar aukast stöðugt þrátt fyrir lánin miklu
frá seðlabanka Evrópu og loforð þýskra ráðamanna um nýja bjarghringi
Margir biðla til Kínverja
Reuters
Kátir? Berlusconi (t.h.), forsætis-
ráðherra Ítalíu, með Barroso, for-
seta framkvæmdastjórnar ESB.
Fjárfestar smeykir
» Hræddir fjárfestar hafa tek-
ið milljarða dollara af evrópsk-
um mörkuðum síðustu vik-
urnar.
» Breska stjórnin hyggst um-
bylta bankakerfinu til þess að
koma í veg fyrir að fífldirfska
banka grafi undan efnahag
venjulegra viðskiptavina.
Gerðar hafa ver-
ið tilraunir með
nýtt lyf hjá
danska risafyr-
irtækinu Novo
Nordisk með
sprautulyf gegn
offitu, að sögn
Jyllandsposten.
Lyfið kallast Li-
raglutide. Sýna
rannsóknir að áhrifin haldast í tvö
ár auk þess sem aukaverkanir eru
mjög fáar, segir blaðið sem vitnar í
vísindatímaritið International Jo-
urnal of Obesity.
Þátttakendur sem fengu lyfið
léttust um allt að 7,8 kílógrömm og
höfðu þau kíló ekki bæst við tveim
árum síðar. Lyfinu er sprautað dag-
lega í líkamann um nokkurt skeið.
Það eykur tilfinninguna fyrir því að
vera mettur en lækkar einnig blóð-
þrýsting og kólesteról-magn og
minnkar auk þess hættuna á syk-
ursýki.
Novo Nordisk hyggst gera frek-
ari tilraunir á næstunni en gangi
þær vel gæti lyfið verið komið á
markað árið 2015.
kjon@mbl.is
Geta bráðum
sprautað sig
gegn offitunni
Mittismálið kannað.
DANMÖRK
Þegar hafa fundist 75 lík í Sinai-fátækrahverfinu i Nai-
robi í Kenía eftir geysimikinn eldsvoða á mánudag. Hér
er einn íbúanna í gær með öndina sína sem bjargaðist.
Slökkviliðsmenn unnu enn að því að slökkva elda sem
kviknuðu í bensíni er runnið hafði úr lekri leiðslu út í
læk sem er að hluta til opið holræsi.
Mannskæður eldsvoði í Nairobi
Reuters
Þegar líða tók á seinni heimsstyrjöld
lét Adolf Hitler víggirða af kappi
Atlantshafsströnd Frakklands sem
Þjóðverjar höfðu hernumið, hann
óttaðist innrás bandamanna sem
varð að veruleika í júní 1944. Þetta
voru að sjálfsögðu traustlega byggð
mannvirki úr steinsteypu, þúsundir
af fallbyssuvirkjum og öðrum bygg-
ingum. Mörg hafa staðist vel tímans
tönn nema þau sem voru beinlínis í
fjöru, þau er sum horfin í sandinn.
Í frétt BBC kemur fram að hópur
áhugamanna í Frakklandi hafi á síð-
ustu árum hafið vinnu við að hreinsa
og lagfæra þessar sögulegu minjar
um styrjöld sem lauk fyrir 66 árum.
Víða annars staðar, þ.á m. í Þýska-
landi, Hollandi og Danmörku eru
vígi af þessu tagi úr stríðinu og oft
eru þau vinsæl af ferðamönnum. En
þar til nýverið hafa fáir Frakkar
haft áhuga á að rifja upp niðurlæg-
ingartíma hernámsins.
Of sársaukafullt að rifja upp
Marc Mentel, einn af frammá-
mönnum félags sem rannsakar Atl-
antshafsvegginn, eins og víggirðing-
arnar voru nefndar, segir að sjálfur
hafi hann ekki getað stofnað félagið
fyrr en afi hans hafi verið látinn.
„Hann var fangi í stríðinu,“ segir
Mentel. „Fyrir hans kynslóð var
veggurinn nokkuð sem maður vildi
helst ekki hugsa um.“
Og það sem enn síður mátti minn-
ast á: vegna samninga Vichy-
stjórnarinnar, sem studdi Þjóðverja,
voru þúsundir franskra verkamanna
neyddar til að reisa þessi vígi.
Frönsk fyrirtæki græddu stórfé á
framkvæmdunum. kjon@mbl.is
Á verði Þýskur hermaður við fall-
byssuvígi á Frakklandsströnd.
Mannvirki
Hitlers
bara saga?
Frakkar hreinsa fall-
byssuvígi úr stríðinu