Morgunblaðið - 14.09.2011, Page 17

Morgunblaðið - 14.09.2011, Page 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2011 Ljósadýrð Íbúar höfuðborgarsvæðisins þurfa ekki að fara langt út fyrir ljósmengunina til að njóta norðurljósanna á kvöldin. Hér sjást norðurljósin í allri sinni dýrð yfir Straumsvík. Sigurgeir Undanfarið hafa orðið all- nokkrar um- ræður í þjóð- félaginu um áhuga Kínverj- ans Huang Nubo til þess að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum. Sitt hefur hverjum sýnst um þetta og er það vel, þar sem það bend- ir til þess að menn séu al- mennt að vakna til meðvit- undar um að það er ef til vill ekki allt sem sýnist í þessu máli. Það hefur aftur á móti lítið verið í fréttunum undanfarna áratugi um „innrás“ Kínverja í Afríku, enda var farið afar rólega af stað og alla tíð hef- ur verið haft mjög hljótt um þetta. Framan af gekk þetta vel og Kínverjarnir voru mjög vel liðnir. Þeir tóku þátt í ýmiskonar uppbyggingu og sköpuðu atvinnu í kringum sig, virtust hafa næga pen- inga og þeir óku um á dýrum bílum frá Evrópu. Sumir frumbyggjanna voru mjög ánægðir og sögðu að Kínverj- arnir hefðu gert margfalt meira fyrir þá, til þess að út- rýma fátækt, heldur en nokk- urn tímann Evrópubúar – þeir voru sem sagt hæst- ánægðir. Og Kínverjarnir lögðu vegi og járnbrautir og fóru að taka þátt í námuvinnslu, fóru að bora eftir olíu og rækta korn í stórum stíl. Og í flest- öllum Afr- íkuríkjanna reistu þeir risa- stórar sendi- ráðsbyggingar. Afríka er rík af málmum og olíu og sumir málmar finnast hvergi á jörðinni nema í Afríku, og það sem Kín- verja vantar eru hráefni af öllu tagi; málmar, ol- ía og matvara. Vörulestirnar, hlaðnar platínu, gulli, kopar, áli, gim- steinum og fleiru, enda við hafnirnar þar sem kínversk skip bíða, eftir að hafa af- fermt ódýran varning frá Kína. Fyrir tveim áratugum voru viðskiptin sáralítil, en í fyrra keyptu Kínverjar vörur fyrir 60 milljarða dala frá Afríku og seldu vörur fyrir 70 milljarða. Kína kaupir 1⁄3 af olíuútflutningi Afríku og um 70% af öllu timbri. Síðustu 10 ár hafa 750.000 Kínverjar flust til Afríku, (eða verið fluttir til Afríku). Og kínverska stjórnin hefur íhugað og get því skóna, að Kína myndi ef til vill þurfa að flytja 300 milljónir Kínverja til Afríku, til þess að létta á fólksfjöldanum heima fyrir og stórfækka íbúum í Kína. Með því myndu þeir jafn- framt skapa kínverskar ný- lendur í Afríku eða kínversk sambandsríki, sem yrðu þá eins og hluti af Kína. En kínversku innflytjend- urnir eru ekki mikið fyrir að fara eftir lögum og reglum nema þar sem þeim hentar, og þar að auki er reglum í Afríku mjög ábótavant. Skógarnir eru höggnir niður og umgengni á námasvæðum er slæm. Sumar fram- kvæmdir sem Kínverjar stjórna eru gallaðar. Vegur sem Kínverjar gerðu milli Lusaka og Chirundu í Zam- bíu (130 km) skolaðist burtu í rigningu. Og spítala sem þeir byggðu í Luanda, höfuðborg Angola, var fljótlega lokað þegar sprungur fóru að myndast í veggjum. Það eina sem Kína hugsar um eru peningar, segja innfæddir. En uppgangur innflytjend- anna heldur áfram, þúsundir bætast við í viku hverri. Um alla Afríku byggja þeir sér hús í sínum dýru hverfum, sem eru afgirt og með læst- um hliðum og kínverskum veitingahúsum þar sem engir svertingjar mega inn að koma. Þeir hafa sínar eigin verslanir og senda börnin í dýra einkaskóla. Í sumum stórborgum eru þeir með sín einka „Kínahverfi“ svo sem í Nairobi og Dar es Salaam. Andstaðan fer vaxandi Vindáttin er að breytast. Meir og meir ber á óánægju þeirra innfæddu. „Þessir Kínverjar eru alls staðar – þeir eru að arðræna okkur,“ segja menn. „Þeir eru eins og ólöglegu gullgrafararnir, – gullþjófarnir, – þeir eru að stela námunum okkar.“ Og gagnrýnendur segja að Kína hafi náð eignarhaldi á ýms- um auðlindum. Þá er því haldið fram að þeir flytji fanga til Afríku til þess að vinna. Og fólkið segir að hundarnir þeirra hverfi og lendi í matarpottum einhvers staðar. Þá er flutt inn frá Kína mikið af vopnum af alls kyns tagi, sem eru notuð í stans- lausum styrjöldum og átök- um á mörgum stöðum í Afr- íku. En með þessum vopnasendingum kaupa Kín- verjar sér aðstöðu til náma- og olíuvinnslu. Og Kína notar sér hinar stanslausu óeirðir til þess að koma ár sinni enn betur fyrir borð og ná meiri ítökum. Og til þess að ná meiri viðskiptum er fyr- irmönnum í Afríku er boðið til Kína í glæsiferðir. En spennan magnast. Menn sem vinna í kop- arnámum sem reknar eru og stjórnað af Kínverjum, segja að þeir fái ekki hjálma fyrr en þeir hafa unnið í tvö ár. Aðbúnaður er lélegur og banaslys eru nær daglega. Námumenn í bænum Sina- zongwe í Suður-Zambíu mót- mæltu á síðasta ári slæmum aðbúnaði. Tveir kínverskir verkstjórar skutu þá á hóp- inn úr haglabyssum og særðu fleiri en tug manna. Sumir eru enn með högl í sér, þótt sárin hafi gróið. Innrás Kína í Afríku Eftir Tryggva Helgason » Síðustu 10 ár hafa 750.000 Kínverjar flust til Afríku. Og kín- verska stjórnin hef- ur íhugað að flytja 300 milljónir Kínverja til Afríku. Tryggvi Helgason Höfundur er flugmaður. Atlagan að stjórnarskrár- bundnum rétt- indum Íslendinga virðist engan enda ætla að taka. Nú þegar hafa eigna- réttindi tekið á sig stórkostlegt högg í gegnum skatt- kerfið. Frelsi til viðskipta er að miklu leyti háð því að skrif- finnar hjá Seðlabanka Íslands heimili viðskiptin. Þeir sem stunda heiðarleg, en „svört“ viðskipti, eru eltir uppi af eft- irlitsmönnum ríkisins og þeim stungið í steininn sem gera sig seka um að skiptast á vörum og þjónustu án þess að greiða hæsta virðisaukaskatt í heimi. Nú borgar sig ekki að ráða fólk til að þrífa, klippa hár og baka pitsur nema gera það „undir borðið“ og í fjarveru stighækk- andi skattheimtu á launa- tekjur og atvinnurekstur. Venjulegt fólk er orðið að glæpamönnum. Tillaga hins svokallaða stjórnlagaráðs að nýrri stjórn- arskrá hefur það sem meg- inþema að gera öll réttindi Ís- lendinga að skotspæni löggjafans. Hægt er að afnema öll þeirra með einfaldri löggjöf, ef stjórnlagaklúbburinn fær sínu framgengt. Engin réttindi til að fá að vera í friði fyrir rík- isvaldinu verða óhult, og þau munu því öll verða skert til muna ef uppkast að nýrri stjórnarskrá verður lögfest. Ríkisstjórnin sem nú situr tók við slæmu búi og gerir það verra með hverjum deg- inum sem líð- ur. Gegnsæi í stjórnsýslunni hefur minnkað verulega. Einkavæðing fer fram í lok- uðum bakher- bergjum op- inberra bygginga, og skal engan undra ef þar eru leyfðar reyk- ingar, enda eru sumir jafnari en aðrir á Íslandi. Ef ríkisstjórnin situr út kjörtímabilið er óhætt að gera ráð fyrir að af þeim 600 dögum sem eftir eru af því verði flest- ir þeirra nýttir til að herða tak ríkisvaldsins á íslensku sam- félagi. Ef sagan er einhver vegvísir um framtíðina má svo sennilega gera ráð fyrir að það taki 6000 daga að vinda ofan af þeim sósíalisma sem tók 600 daga að koma á. Því fyrr sem ríkisstjórnin sem nú situr vík- ur, því betra. Eftir Geir Ágústsson Geir Ágústsson »Ef ríkisstjórnin situr út kjör- tímabilið má gera ráð fyrir að hún nýti tímann vel til að herða tak ríkisvalds- ins á íslensku sam- félagi enn frekar. Höfundur er verkfræðingur. Atlaga að frjálsu samfélagi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.