Morgunblaðið - 14.09.2011, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2011
✝ Þórdís Guð-mundsdóttir
var fædd í Reykja-
vík þann 1. janúar
1913. Hún lést 28.
ágúst sl.
Hún var dóttir
Guðmundar Magn-
ússonar sjómanns
og Jódísar Erlings-
dóttur húsmóður.
Eina systur átti
Þórdís, Kristrúnu
Guðmundsdóttur, sem var fædd
13.10. 1906. Þórdís ólst upp á
Frakkastíg 17 hér í borg. Hún
giftist þann 4. júní 1938 Guð-
mundi Þorsteinssyni bifvéla-
virkjameistara sem fæddur var
25.6. 1938 í Langholti í Flóa.
Þau bjuggu fyrst að Frakkastíg
17, síðan á Skeggjagötu 17, þar
til þau fluttust á Laugateig 9,
hús sem þau byggðu ásamt Max
Jeppesen. Þar bjuggu þau uns
þau fluttust í hjónaíbúð á Dal-
braut 21 og voru þar til Guð-
mundur lést 20. mars 1999. Þá
flutti Þórdís í einstaklingsíbúð á
Dalbraut 27 og var þar, uns hún
varð sökum veikinda að flytjast
á hjúkrunarheimilið Skógarbæ
nú í sumar. Þau hjón áttu einn
kjörson, sem kom til þeirra
þriggja vikna gamall, Guðmund
Þóri bifr.stj. f. 27.7. 1944. Kona
hans er Sigríður
Ágústsdóttir
sjúkraliði, f. 8.7.
1949. Börn þeirra
eru Ágúst Már f.
26.12. 1970 og Þór-
dís f. 23.8. 1972.
Hennar sonur er
Mikael Þór f. 19.8.
2003. Son átti Guð-
mundur Þórir áður
en þau Sigríður
giftu sig, hann
heitir Einar Sveinbjörn f. 20.2.
1964, sambýliskona hans er
Helena Frederiksen. Sonur
þeirra er Ísak Hugi f. 25.12.
2002. Þórdís vann hjá Styrkt-
arfélagi vangefinna við dag-
gæslu þroskaheftra barna og
var hún fyrsti starfsmaður þess
félags sem við það vann. Fyrst
með börnin í einu herbergi úti í
bæ, síðan í nokkur ár í Lyngási,
þegar það heimili tók til starfa.
Hún endaði svo starfsævi sína
sem forstöðukona á Læk, sem
var dagvistun fyrir eldri
þroskahefta. Hún var heiðruð
fyrir störf sín í þágu félagsins,
sem nú heitir Styrktarfélagið
Ás, á afmæli félagsins þann
20.apríl 2008.
Útför Þórdísar verður gerð
frá Laugarneskirkju 14. sept-
ember og hefst athöfnin kl 11.
Í dag kveð ég móður mína. Það
er ávallt svo, að þrátt fyrir að
maður vissi að hverju stefndi hjá
henni þegar hún veiktist, orðin
háöldruð og mátturinn að hverfa,
þá bregður manni alltaf við þegar
dauðinn ber að dyrum. Og nú þeg-
ar komið er að kveðjustund, þá
fyllist hugur manns af þakklæti og
minningum um góða móður,
ömmu og langömmu. Það er gæfa
hvers og eins að eiga góða for-
eldra. Ég var einn af þeim heppnu
hvað það varðar, móðir mín var
heimavinnandi húsmóðir alla
mína bernsku og fram á unglings-
ár mín, þar til hún hóf störf við að
gæta þroskaheftra barna í dag-
vistun. Henni líkaði það starf vel
enda hafði hún gott lag á börnum.
Börnin mín áttu góða ömmu.
Ömmu sem vildi allt fyrir þau
gera og vildi veg þeirra sem best-
an. Og ekki varð gleðin minni þeg-
ar tveir langömmustrákar bætt-
ust við. Hún sýndi mikinn dugnað
viku fyrir andlát sitt, hún kom í af-
mæli dóttursonar míns. Við dáð-
umst að því hve dugleg hún var og
töluðum um að hún virtist vera
komin til betri heilsu. Kannski
viss hún að þetta væri kveðju-
stund. Við vorum henni svo þakk-
lát fyrir að koma. Hún hitti þarna
fólk sem hún hafði ekki séð í lang-
an tíma og hafði mjög gaman af
því. Alltaf var hún hjá okkur um
jólin og við komum svo til hennar
1. janúar ár hvert og héldum upp
á afmælið hennar. Nú verður tóm-
legt hér um næstu jól. Við munum
áfram halda upp á afmælið þitt,
mamma mín, því ég veit að þú
verður með okkur. Nú þegar leiðir
skiljast um sinn, þá er margs að
minnast og þakka fyrir. Ég vil fá
að þakka henni Erlu frænku
minni, systurdóttur hennar, fyrir
hversu góð hún var við hana alla
tíð eins og besta dóttir.
Ég vil flytja starfsfólkinu á
Dalbrautinni og Skógarbæ inni-
legt þakklæti fyrir hversu vel þau
hugsuðu um hana. Ég veit að móð-
ur minni þótti óskaplega vænt um
það allt og var svo þakklát fyrir
alla þá aðstoð sem hún fékk. Hún
var kona sem aldrei kvartaði, og
var lífsglöð og félagslynd, sem
hafði gaman af að vera innan um
fólk. Hún hafði gaman af því að
taka á móti gestum og var mikil og
dugleg húsmóðir. Hún var snyrti-
leg og vildi vera vel til höfð sem
hún og var fram á síðasta dag og
mikil reisn yfir henni alla tíð.
Móðir mín sagði oft að konan mín
væri eins og besta dóttir og hún
vildi allt fyrir hana gera. Henni
þótti svo vænt um hana Siggu sína
og var það gagnkvæmt. Fyrir það
ber að þakka nú þegar komið er
að leiðarlokum. Við kveðjum þig í
dag, mamma mín, með hjartans
þökk fyrir allt.
Þú varst kona sem öllum þótti
vænt um sem kynntust þér og
vildir allt fyrir alla gera.
Við geymum í huga og hjarta
yndislegar minningar um þig.
Megi ljósið og kærleikurinn ávallt
vera með þér.
Nú sit ég hér hljóður og hugsa til þín,
þú hafðir kærleikans hjarta.
Hér þakklæti flyt ég þér móðir mín,
mild var hún ávallt lundin þín,
þú ert nú í ljósinu bjarta.
Ég sé þig í andanum svífa á braut,
beint inn í ljóssins og kærleikans heim,
burtu frá elli og erfiðri þraut,
já, gott er að vera á veginum þeim.
Blessuð og sæl vertu móðir mín kær,
minning þín mun ávallt standa mér nær.
(GÞ)
Guðmundur Þórir.
Elsku amma mín, það vissi ég
að einhvern tímann kæmi að því
að setjast niður og skrifa þessi orð
til þín, og auðvitað var þér kær-
komið að fá að fara, enda orðin
svona gömul. En samt er það sárt
að kveðja þig, því þú varst mér svo
góð. Mikið óskaplega er ég þakk-
lát að hafa fengið að hafa þig
svona lengi hjá okkur. Ég og
bróðir minn ólust upp í sama húsi
og þið afi, við bjuggum í kjallaran-
um og þið á miðhæðinni. Alltaf
gátum við hlaupið upp til ykkar,
sama hvað bjátaði á.
Þú varst alveg ótrúlega dugleg,
sterk og yndislega góð kona, gafst
svo mikið af þér til þeirra sem
þurftu. Þú hvattir mig endalaust
áfram, að teikna, skrifa ljóð eða
hvað svosem mér datt í hug að
prófa, alltaf hvattir þú mig og
gafst mér hrós. Hver einasta
teikning sem ég kom með til þín
fékk sinn stað upp á eldhúsvegg,
enda var veggurinn nærri horfinn
undir misgóðar teikningar og mál-
verk, en aldrei gerðir þú upp á
milli þeirra, í þínum augum voru
þetta fjársjóðir. Og hrósið og
brosið sem ég fékk frá þér, eru í
dag mínir fjársjóðir, mínar minn-
ingar um einstaka ömmu sem var
mér svo kær. Þú kenndir mér að
meta ljóðin, þú kenndir mér að
vera góð við aðra, og umgangast
fólk af kurteisi.
Ég á þúsundir minninga um
þig, minningar um sunnudags-
morgna, þá var alltaf morgunmat-
ur tilbúinn. Ómetanlegar stundir
áttum við saman þá. Ef ég kom
grátandi til þín, þá varstu alltaf
þarna til að faðma mig og hugga.
Ekkert vandamál var svo stórt að
þú gætir ekki leyst það. Ég mun
aldrei gleyma þér, ég veit að sú
lífsleikni, sem þú kenndir mér er
sú dýrmætasta eign sem ég á í
dag.
Ég verð að fá að minnast aðeins
á sumarbústaðinn ykkar og ferð-
irnar sem við fórum þangað, við
lékum okkar þarna endalaust og
gleymdum okkur gjörsamlega í
ævintýraheimi umhverfis litla
sumarbústaðinn við Elliðavatn.
Þið afi hugsuðuð vel um þennan
stað, gróðursettuð svo mikið af
trjám og plöntum, ég man þegar
þú leiddir mig um grundirnar og
kenndir mér nöfnin á öllum blóm-
unum sem þar uxu. Þú hafðir yndi
af lestri, og elskaðir ljóð, og þú
kunnir margar vísur.
Heimili ykkar afa var alltaf svo
hlýlegt, umvafið þinni ástúð og
umhyggju sem þú barst fyrir öll-
um. Þar voru allir velkomnir. Þú
hafðir yndi af blómum, ég man
þegar það sást varla í svalirnar
fyrir blómakerum, pottum og
garðkönnum, þið afi hugsuðuð
ótrúlega vel um garðinn á Lauga-
teignum. Þú hreifst af málverk-
um, og listmunum, á heimili ykkar
afa voru allsstaðar fallegar mynd-
ir. Þú hélst utanum fjölskylduna
þína af mikilli ástúð og hlýju, og
alla þá sem voru svo heppnir að
kynnast þér.
Þú áttir margar vinkonur,
varst traust og trygg þeim öllum.
Það veit ég að þú saknaðir þeirra
allra mikið. En nú ertu komin til
þeirra, og afi stendur hjá þér, þið
eruð öll loksins saman á ný. Með
einlægu þakklæti og djúpri virð-
ingu kveð ég þig að sinni, elsku
hjartans amma mín. Ég þakka
þér fyrir þá gjöf að hafa átt þig að.
Mikael Þór sendir langömmu
sinni einnig kveðju, með þakklæti
fyrir allt. Blessuð sé minning þín.
Þórdís og Mikael Þór.
Kæra Þórdís amma. Mig lang-
ar til þess að kveðja þig í hinsta
sinn með nokkrum orðum hér. Ég
man eftir því þegar ég var líitill og
var staddur í afmælinu þínu einu
sinni sem oftar að skrifa nafnið
mitt í gestabókina þína. Nú í dag
þegar ég fletti þessari gömlu
gestabók og rekst á skriftina mína
og dagsetninguna, sé ég hversu
ungur ég var þegar ég kom fyrst í
afmælið þitt.
Afmælin þín urðu ansi mörg og
í gegnum langa og farsæla ævi
þína á ég minningar sem ég mun
alltaf varðveita. Þrátt fyrir háan
aldur þinn og með það í huga að
einhverntíma kemur að lokastund
hér á jörð, er samt erfitt að venj-
ast þeirri tilhugsun að ég sjái þig
aldrei meir. Ég sakna þess að geta
ekki lengur heimsótt þig. En
svona er lífið og það sem eftir
stendur er góð minning um ein-
staka konu sem alltaf var glaðlynd
og hafði jákvætt og heilbrigt við-
horf til alls fólks sem og lífsins
sjálfs.
Þrátt fyrir það að þú hafir verið
orðin ansi þreytt vegna aldurs og
þig var farið að langa til þess að
leggja upp í þína hinstu för –
þangað sem þú varst viss um að
látnir ástvinir biðu þín, varstu
samt alltaf ern og með alla þína
andlegu getu. Það að heimsækja
þig undir það síðasta var í raun al-
veg eins og þegar ég var að koma
fyrst í afmælið þitt forðum. Ég
heyri með sjálfum mér þegar ég
hugsa um þetta, elskulega rödd
þína eins og hún hljómaði þegar
ég hafði verið að heimsækja þig
bæði í fortíð og nútíð.
Ég þakka þér fyrir allt, elsku
amma, og hvíl í friði.
Einar S. Guðmundsson.
Móðursystir mín Dísa fæddist
með hækkandi sól á nýársdag fyr-
ir tæpri öld. Þetta var löng ævi og
oft velti hún fyrir sér tilganginum
undir það síðasta, en sló svo á létt-
ari strengi og sagðist bara hafa
gleymst.
Það var oft glatt á hjalla á
Laugateignum á nýársdag með
stofurnar fullar af fjölskyldu, vin-
um og stelpunum úr sauma-
klúbbnum. Saumaklúbburinn
starfaði reyndar í 60 ár og Dísa
fullyrti að það væri aðeins örlítil
spurning um tíma hvenær þær
kæmu saman aftur. Svona voru öll
hennar vinatengsl, þau entust æv-
ina.
Á Laugateig 9 bjó Dísa fjöl-
skyldu sinni afar fallegt heimili
þar sem var gott að koma. Barna-
börnin voru svo lánsöm að búa í
húsinu og geta trítlað upp stigann
í spjall hjá ömmu og súkku-
laðitertu í eldhúsinu en barna-
teikningarnar fengu heiðurssess
við hliðina á Kjarval í stofunni.
Fyrir mér var Dísa aldurslaus.
Hún tengdist börnum jafnt sem
fullorðnum vináttuböndum með
jákvæðni sinni, virðingu, sjarma
og fordómaleysi.
Ein ljúfasta minning æsku
minnar er frá því að við Dísa vor-
um tvær einar í Kaupmannahöfn í
nokkra daga. Ég var nýfermdur
krakki en hún fimmtug og þá urð-
um við vinkonur. Það hellirigndi
allan tímann en lánið lék við okkur
því í borginni var kvikmyndahátíð
þar sem sýndar voru allar myndir
Grétu Garbo. Okkur munaði ekk-
ert um að sjá tvær á dag og
skemmtum okkur stórkostlega,
hún að rifja upp sína ungpíu-
drauma og ég mitt í mínum.
Rúmum áratug seinna þegar
ég var við nám í Kaupmannahöfn
heimsótti hún mig, auðvitað fór-
um við þá í bíó, borðuðum rauðar
pylsur á Ráðhústorginu og flis-
suðum yfir glingrinu í búðunum.
Á þeim árum stofnuðum við
með okkur óformlegan leshring.
Hún las gríðarlega mikið og hafði
næmt auga fyrir fallegum texta og
ekki dró úr eftir að viska ellinnar
bættist við. Við lögðum til bækur
hvor fyrir aðra, hældum þeim eða
hökkuðum í spað og nutum.
Þegar heilsan var farin og hún
sá á bak ástvinum og vinum var
henni spurn hver tilgangurinn
væri með svo langri ævi en fyrir
mér var hann skýr. Fram á síð-
asta dag var hún með elsku sinni
að kenna okkur þakklæti, um-
burðarlyndi og ekki síst auðmýkt
fyrir ellinni.
Ég og fjölskylda mín kveðjum í
dag mikla sómakonu sem átti fal-
legt líf.
Við þökkum umhyggjuna og
sólskinið sem hún gaf okkur.
Blessuð sé minning hennar.
Erla Jóhannsdóttir.
Þórdís
Guðmundsdóttir
Ýmis veður og
litbrigði geta leikið
um samskipti okkar
við annað fólk.
Fágætt er hinsvegar, þegar
horft er til einnar manneskju, að
þeir verði að samfelldu, björtu og
sólríku sumri, líkt og í náttleysi
norðursins sem við öll þekkjum.
Kristjana var einstök kona og
falleg sál. Góðhjörtuð, geðgóð og
brosmild vann hún hug og hjörtu
allra sem á vegi hennar urðu. Hún
bjó yfir þeim fágæta eiginleika að
umgangast alla af vináttu, mann-
gæsku og mikilli hlýju og að koma
eins fram við alla var henni jafn
eðlislægt og að sól rís í austri.
Augu hennar bjuggu yfir kærleika
og bliki sem var nánast ekki þessa
heims og faðmur hennar djúpur
og breiður umvafði alla hennar
samferðamenn.
Í langvinnum og erfiðum veik-
indum sjaldgæfs sjúkdóms var
hún ítrekað við dauðans dyr, bar-
Kristjana
Gísladóttir
✝ KristjanaGísladóttir
fæddist 1. október
1945. Hún lést 29.
ágúst 2011.
Kristjana var
jarðsungin 8. sept-
ember 2011.
áttu sem stóð í ríflega
35 ár með hléum, er nú
lokið. Með jákvæðni,
lífsvilja og einstöku
geðslagi vann hún
hverja orrustuna á
fætur annarri.
Alla þessa þrauta-
göngu var nánasta fjöl-
skylda aldrei langt
undan. Þó svo þyngstu
byrðarnar hafi verið
hennar, var mikið álag
á samferðamönnum. Mitt í einni
orrahríðinni veiktist dóttirin al-
varlega og var þar sami vágestur
á ferð. Það var í raun umhugsun-
arvert og öðrum til eftirbreytni að
verða vitni að því hvernig æðru-
leysi, hlýja og létt skap megna að
flytja fjöll þegar svo ber undir.
Við sólarlag þökkum við fyrir
bjartan og viðburðaríkan dag sem
í endurminningunni geymist sem
jákvæður, hlýr og fullur af góðum
verkum einstakrar konu. Í fylgd
hans óx fallegt blóm sem nú hefur
lokast.
Fjölskyldu og ættingjum vott-
um við samúð okkar.
Fallegar minningar um hana
hvíla í hjörtum okkar um ókomin
ár.
Filippía Þóra Guðbrandsdóttir
og börn.
Guðrún Sigurðar-
dóttir, „Gunna Sig.“
eins og við skóla-
systkinin í Hjúkrun-
arskóla Íslands kölluðum hana, er
látin, bráðkvödd á heimili sínu
þann 6. september sl.
Fátt gefur lífinu meira gildi en
góðir vinir og félagar. Er hjúkr-
unarnámi lauk lágu leiðir okkar
Guðrúnar saman, þegar við hófum
störf við Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri.
Nokkrar ungar stúlkur urðu
vinnufélagar og deildu einnig hús-
næði hjá öðlingskonunni, hjúkrun-
arkonunni Ástu Jósepsdóttur,
sem leigði hópnum einbýlishúsið
sitt, jafnframt því að sinna uppeld-
ishlutverkinu og vera hópnum
góður ráðgjafi innan starfsins svo
og í persónulegu lífi.
Á þessum tíma varð mér ljóst
hversu heppin ég var að vera sam-
ferða Guðrúnu. Þá kynntist ég vel
mannkostum hennar bæði í leik og
Guðrún
Sigurðardóttir
✝ Guðrún Sigurð-ardóttir fæddist
24. október 1939.
Hún lést 6. sept-
ember 2011.
Útför Guðrúnar
var gerð 13. sept-
ember 2011.
starfi. Eðlisþættir eins
og innsæi, dómgreind
og stóísk ró í erfiðum
aðstæðum voru ein-
kennandi í fari Guð-
rúnar, eiginleikar sem
eru þýðingarmiklir í
hjúkrunarstarfinu.
Enda var Guðrún eft-
irsóttur starfskraftur
á því sviði sem hún
sérhæfði sig í, hjúkrun
lyflæknissjúklinga.
Og áfram var haldið, næst lá
leiðin til Svíþjóðar. Þrjár stöllur
lögðu land undir fót; Guðrún, Sig-
rún Þorsteinsdóttir og undirrituð.
Markmiðið var að öðlast frekari
starfsreynslu og þekkingu hver á
sínu sviði, lyf-, handlækninga- og
barnahjúkrunar. Við urðum gott
þríeyki. Það var ekki auðvelt verk-
efni að taka sjálfstæðar vaktir á
sjúkradeildum á erlendri grund,
þar sem m.a. tíðkaðist minni við-
vera lækna en við höfðum kynnst
áður heima á Íslandi, reyndi þá
meir á sjálfstæði í starfi. Á þessum
tíma var gott að leita til Guðrúnar
með úrvinnslu verkefna, því mað-
ur var alltaf öruggur með hennar
aðkomu að málum.
Guðrún átti vinsældum að fagna
meðal starfsmanna spítalans. Man
ég þegar sænsku sjúkraliðarnir
sögðu við mig: „Vi är altid så säkra
när Gudrun är på vakt.“
En leiðir okkar skildi úti í Sví-
þjóð. Heim til Íslands fóru Guðrún
og Sigrún, þar sem íslenzk hjúkr-
unarþjónusta átti eftir að njóta
starfskrafta þeirra. Síðar hóf Guð-
rún störf við Fjórðungssjúkrahús-
ið í Neskaupstað, síðar Heilbrigð-
isstofnun Austurlands. Er mér vel
kunnugt að Guðrún var farsæl í
mjög ábyrgðarmiklu starfi við
þessa stofnun.
Nú hefur ein af kjölfestunum úr
litla skólahópnum okkar kvatt og
mun hennar sérstaklega verða
minnst á fimmtíu ára útskriftaraf-
mæli okkar á næsta ári.
Við fráfall Guðrúnar votta ég
fjölskyldu hennar svo og Sigrúnu,
skólasystur og mágkonu Guðrún-
ar mína innilegustu samúð.
Blessuð sé minning Guðrúnar
Sigurðardóttur.
Alda Halldórsdóttir.
„Miklir hugsuðir eru að eðlisfari stilltir
og æðrulausir.“
David Baird.
Við skyndilegt fráfall Guðrúnar
setur okkur hljóðar. Við þessi tíð-
indi lítum við til baka og sjáum í
skýrara ljósi en nokkru sinni fyrr
hve mikið er skilið eftir.
Guðrún hafði sterkan persónu-
leika, sem setti svip sinn á um-
hverfið, var yfirveguð, hafði góða
nærveru. Málfar hennar var vand-
að, þegar hún talaði var á hana
hlustað. Hún var viskubrunnur,
rík af almennri þekkingu, staðföst
og úrræðagóð.
Við minnumst þess, þegar við
vorum ungar og óreyndar í starfi,
einar með ábyrgðina á vaktinni og
allar heimsins áhyggjur á herðun-
um, þá var mikill léttir, þegar
Guðrún var komin í hús. Hún hafði
þann hæfileika að skapa ró þó að-
stæður væru krítískar en það er
mikilvægur eiginleiki í okkar
starfi.
Hún var skemmtilegur félagi í
dagsins önn eins og t.d. þegar
hlustað var á síðasta lag fyrir
fréttir; Hver samdi ljóðið? og lag-
ið? og hver söng? Hún átti oftast
rétta svarið.
Hún var söngelsk, naut þess að
hlusta og hafði góða þekkingu á
tónlist. Hattakvöldin okkar urðu
fræg. Þá tók Guðrún sig til og
pantaði hatta til leigu og um götur
bæjarins gengu hefðarfrúr, mikið
var hlegið og haft gaman af.
Einnig eru fræðslunámskeiðin
er við gistum í sumarbústað á Eið-
um okkur minnisstæð, þar áttum
við skemmtilegar samverustund-
ir. Minningar þaðan standa okkur
ljóslifandi fyrir hugskotsjónum,
þegar Guðrún söng með sinni
djúpu rödd um Siggu Geira og
tókst að lokum að kenna okkur
hinum textann.
Að leiðarlokum minnumst við
Guðrúnar með þakklæti fyrir alla
handleiðslu.
Við sendum eiginmanni, börn-
um, tengdabörnum, barnabörnum
og öðrum aðstandendum okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Ruth og Rósa Þóra.