Morgunblaðið - 14.09.2011, Side 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2011
✝ Jón Guðmunds-son fæddist á
Sunnuhvoli í Sand-
gerði 6. júlí 1940.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 5. sept-
ember 2011.
Foreldrar hans
voru hjónin Guð-
mundur Jónsson,
vörubifreiðastjóri,
lengst af í Hlíð
(Tjarnargötu 12), en síðast á
Austurgötu 3 í Sandgerði, f. 5.
júlí 1897, d. 24. maí 1971, og
Guðbjörg Sigríður Þorgils-
dóttir, húsfreyja, f. 4. febrúar
1904, d. 16. október 1964. Föð-
urforeldrar voru Jón Jónsson,
smiður í Eldhúsinu í Keflavík,
f. 7. september 1861, d. 20.
febrúar 1930, og kona hans
Þóra Eyjólfsdóttir, húsfreyja, f.
10. febrúar 1864, d. 25. nóv-
ember 1918. Móðurforeldrar
Þorgils Árnason, sjómaður,
Þórshamri í Sandgerði, f. 22.
júní 1878, d. 1. apríl 1927, og
kona hans Unnur Sigurð-
ardóttir, húsfreyja, f. 16. júní
1886, d. 28. júní 1965. Alsystk-
ini Jóns: Guðrún, húsfreyja,
fyrst í Sandgerði, en síðast í
Keflavík, f. 17. ágúst 1934, d.
14. júlí 2004, gift Finni Þor-
valdssyni, bifreiðarstjóra; Ólaf-
var um tíma hjá verktökunum
á Keflavíkurflugvelli, en fór til
sjós vorið 1960. Jón var lengi
háseti á bátum frá Sandgerði,
fyrst á Jóni Gunnlaugs, síðar
Guðbjörgu og loks á Jóni
Garðari. Hann var á sjó öll síld-
arárin, þegar veitt var austur
af Íslandi, við Jan Mayen og í
Norðursjónum. Eftir síldarárin
fór Jón í land og vann hjá
Netagerð Suðurnesja. Hann afl-
aði sér réttinda bæði sem full-
gildur netagerðarmaður og
sem matsveinn á togurum. Jón
fór aftur á sjóinn og var kokk-
ur í nokkur ár á Ólafi Jónssyni
frá Sandgerði. Síðustu þrjá
áratugina var hann netamaður
í Hampiðjunni í Reykjavík. Jón
fór á eftirlaun 1. maí 2011. Á
meðal áhugamála Jóns í tóm-
stundum voru gamlir bílar, sér-
staklega bandarískir bílar, og
dráttarvélar. Hann gerðist
snemma félagi í Fornbílaklúbbi
Íslands og var þar til æviloka.
Frá 1979 átti hann alltaf gamla
bíla, Austin A90 árgerð 1955,
Rover P6 3500 1967, Ford
Capri 1969, Buick Century
1958, Buick Special 1956, svo
nokkrir séu taldir en síðast
Oldsmobile Cutlass 1969.
Haustið 1999 gerði hann upp
Massey Ferguson dráttarvél frá
árinu 1964.
Útför Jóns verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 14.
september 2011, og hefst at-
höfnin kl. 15.
ur Þorgils, mál-
arameistari í
Innri-Njarðvík, f.
23. júlí 1939,
kvæntur Guðlaugu
Fríðu Bárð-
ardóttur, hús-
freyju. Hálfbróðir:
Einar Vilhelm Guð-
mundsson, verka-
maður í Sandgerði,
f. 20. maí 1936, d.
10. mars 2003.
Dóttir Jóns Guðmundssonar
er Guðbjörg Sigríður, húsfreyja
í Hafnarfirði, f. 22. mars 1975,
gift Lofti Bjarna Gíslasyni,
sjávarútvegsfræðingi. Börn
þeirra eru: Helga Björg, f. 2.
desember 1994, Jón Bjarni, f.
21. janúar 2003, og Ísak Máni,
f. 29. október 2008. Móðir Guð-
bjargar Sigríðar er Jóhanna
Sigurbjörg Óladóttir, húsfreyja
í Keflavík, f. 11. júlí 1949. Jón
og Jóhanna Sigurbjörg bjuggu
saman í Sandgerði frá 1973 til
1979. Sambýliskona Jóns á ár-
unum 1981 til 1991 var Oddný
Sigríður Gestsdóttir frá Sand-
gerði, f. 14. september 1940,
leikskólakennari.
Jón ólst upp hjá foreldrum í
Hlíð í Sandgerði. Hann lauk
gagnfræðaprófi frá Héraðsskól-
anum í Reykholti vorið 1957.
Jón byrjaði snemma að vinna,
Elsku hjartans pabbi minn og
besti vinur. Söknuðurinn er mik-
ill hjá mér og stórt skarð í hjarta
mínu hefur myndast og tóma-
rúmið er mikið. Aldrei hefði ég
trúað því, að okkar síðasta símtal
yrði þennan örlagaríka mánu-
dagsmorgun. Mikið er ég þakk-
lát fyrir að hafa heyrt rödd þína
og get ég yljað mér við það og
margar góðar minningar um fal-
legan pabba og traustan vin.
Mínar fyrstu minningar með þér
eru þegar ég var lítil stelpa í
Sandgerði á Túngötunni úti í bíl-
skúr sitjandi í framsætinu á
Austin A90 árgerð 1955 fornbíln-
um þínum og þykjast vera að
keyra. Pabbi hafði mikið dálæti á
amerískum bílum frá árunum
1940 til 1960 og átti hann nokkra
slíka bíla gegnum ævina. Núna
síðast átti hann Oldsmobile Cut-
lass árgerð 1969 blæjubíl. Einnig
var pabbi virkur meðlimur í
Fornbílaklúbb Íslands fram til
síðasta dags.
Samvera okkar pabba byggð-
ist á trausti og mikilli vináttu. Ég
man aldrei eftir að hafa rifist við
hann, hann fann alltaf góðu hlið-
arnar á öllu enda ljúfmenni í alla
staði. 16 ára gömul fluttist ég til
pabba í Garðabæ og áttum við
feðginin farsælan búskap saman.
Í desember 1994 eignaðist ég
mitt fyrsta barn 19 ára, afa-
stelpuna þína hana Helgu Björg,
sem þú reyndist alla tíð góður
afi. Ég er þér þakklát fyrir hvað
þú hjálpaðir mér mikið frá henn-
ar fyrsta degi til þíns síðasta
dags. Ykkar vinátta var einstök,
pabbi minn. Vil ég þakka þér fyr-
ir allt, sem þú gerðir fyrir hana
og kenndir henni í lífinu og mun
hún búa að því alla tíð.
Árið 1999 um haustið lágu
leiðir okkar Lofts saman og urð-
uð þið miklir vinir, tómarúmið og
söknuðurinn er mikill núna hjá
Lofti mínum. Árið 2003 eignuð-
umst við Loftur okkar fyrsta
barn, sem fékk nafnið Jón Bjarni
(Jonni). Þú varst stoltur af nafna
þínum og afastrák. Árið 2008
kom annar sólargeisli í heiminn,
hann Ísak Máni. Pabbi, það má
með sanni segja að þú varst
stoltur af þessum þremur gull-
molum þínum. Tíminn sem þú
gafst þeim, mér og Lofti var svo
dýrmætur, elsku pabbi. Þú ferð-
aðist mikið með okkur fjölskyld-
unni til útlanda og voru það yf-
irleitt sólarlönd sem farið var til.
Þín síðasta ferð var með okkur
síðast liðna páska til Tenerife.
Það er skrítið að hafa þig ekki
hér hjá mér lengur, þú sem
hringdir og komst til okkar á
hverjum degi. Heimilið okkar
var þitt annað heimili og verður
það alltaf. Elsku pabbi minn,
þakka þér fyrir að vera mér og
afabörnunum þínum alltaf til
staðar. Minning um fallegan
pabba og afa lifir i hjörtum okk-
ar. Þín elskandi dóttir
Guðbjörg Sigríður.
Það var mikið áfall, þegar
Guðbjörg systir mín hringdi í
mig á mánudagsmorgun 5. sept.
Að Jonni hefði fengið hjarta-
stopp, fyrir helgina hafði hann
fengið hjartaáfall og lá á Land-
spítalanum. Ég ók til Reykjavík-
ur og upp á Landspítala, og kom
það þá í ljós, sem ég óttaðist
mest, Jonni var dáinn. Þvílíkt
högg og sorg, og ég sem hafði
heimsótt hann deginum áður og
þá vorum við að tala um að von-
andi gengi allt vel.
Það var 1974 að móðir mín
kynntist honum Jonna, þá var ég
átta ára. Jonni tók mér strax vel
eins og hann væri faðir minn.
Fyrstu árin bjuggum við á Hóla-
götu í Njarðvík og þaðan á Hóla-
braut 6 í Keflavík. Þar bættist
einn fjölskyldumeðlimurinn við,
Guðbjörg Sigríður. Þetta voru
yndislegir tímar, við ferðuðumst
mikið enda var Jonni mikið fyrir
að ferðast. Einnig fórum við oft í
heimsókn til systur Jonna hana
Dúu í Sandgerði og hennar fjöl-
skyldu, þar var gott að koma.
Einnig var oft farið til Óla bróð-
ur Jonna í Njarðvík, þar voru
góðar móttökur. Oft var skropp-
ið í höfuðborgina á Austin bíln-
um hans Jonna Ö-691, og var þá
farið í heimsókn til Gísla frænda
og hans fjölskyldu. Þetta voru
góðir tímar.
Móðir mín og Jonni slitu sam-
vistum 1979, það var erfitt fyrir
mig, þá minnkuðu tengslin um
tíma eins og gengur og gerist, en
samband okkar var alltaf gott og
aldrei slitnuðu þau bönd. Árið
1991 festum ég og Jóhanna unn-
usta mín kaup á hjólhýsi og sett-
um það niður vestur í Dölum við
hliðina á sumarhúsalóð pabba og
Steinu. Eins og hjá flestum sum-
arhúsaeigendum þurfti að vera
dráttarvél á staðnum til ýmissa
verka, Jonni kom stundum í
heimsókn á þeim tíma, og auðvit-
að þurfti að dytta að gamla
Ferguson og ekki stóð á hjálp-
semi Jonna að dútla með mér í
gamla Ferguson, enda handlag-
inn maður. Svo eftir að Jóhanna
mín lést árið 2002, fékk ég mik-
inn stuðning frá Jonna, þá fórum
við að fá okkur fleiri gamlar
dráttavélar að gera upp, sem er
nú kominn grunnur að vélasafni.
Einnig gerðum við upp Willis
jeppa 1947. Einnig fórum við um
landið að leita að vélum og vara-
hlutum í þær, það voru skemmti-
legar ferðir. Seinustu árin með
Jonna í sveitinni voru skemmti-
leg. Góð tengsl mynduðust á
milli Einars föður míns og Steinu
við hann.
Elsku Jonni minn, takk fyrir
öll kærleiksríku árin okkar sam-
an, megi Guð og það góða vaka
yfir minningu þinn.
Óli Arelíus Einarsson.
Elsku Jonni tengdapabbi.
Ótrúlega á ég erfitt að sætta mig
við að þú hafir verið tekinn frá
okkur svona snöggt, við sem átt-
um eftir að gera svo margt sam-
an. Það er mikil sorg, söknuður
og tómleiki í hjarta mínu núna,
en ég þarf að vera sterkur fyrir
Guðbjörgu og börnin. En það
getur enginn tekið frá okkur all-
ar þær góðu minningar sem við
eigum um þig. Þær minningar
munu hjálpa okkur í gegnum
sorgina og söknuðinn, sem þú
skilur eftir. Mér finnst ég aldrei
hafa þakkað þér nógu mikið fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir mig,
Guðbjörgu og börnin. Takk,
elsku Jonni, fyrir allt.
Þú vast yndislegur pabbi, afi
og tengdapabbi. Það voru for-
réttindi að fá að vera hluti af
þínu lífi. Ég mun halda áfram að
umvefja Guðbjörgu og börnin
hlýju og ást eins og þú gerðir alla
tíð og ég mun passa vel upp á
þau, þar til við hittumst næst.
Vertu blessaður, elsku Jonni
minn. Þinn tengdasonur,
Loftur Bjarni.
Elsku besti afi minn, ég get
ekki trúað því að þú sért farinn
frá mér. Ég gæti skrifað ótelj-
andi skemmtilegar minningar
um okkur hér, en ég vil heldur
eiga þær í hjarta mínu. Ég mun
aldrei gleyma þér, elsku afi
minn. Þú hefur verið mér allt síð-
an ég fæddist og mun minning
þín og allar þær stundir, sem við
áttum saman lifa í hjarta mínu,
þangað til að ég sé þig aftur. Þú
varst mér miklu meira en afi. Þú
varst eins og pabbi minn og hef
ég alltaf litið upp til þín, enda
hjartahlýr og góður maður. Það
var svo mikið sem við áttum eftir
að gera saman.
Ég hefði aldrei trúað því að þú
færir svona snemma frá mér, því
þú varst alltaf svo hraustur mað-
ur og við vorum langbestu vinir
sem einhver hefði getað hugsað
sér. Ég vil þakka þér fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir mig og
kennt mér á þessum 17 árum,
sem ég hef átt með þér. Orð fá
því ekki lýst hvað ég elska þig
mikið.
Þín verður sárt saknað, elsku
afi minn.
Þín afastelpa
Helga Björg.
Jón Guðmundsson – Jonni í
Hlíð – systrungur minn og mikill
vinur er allur eftir stutta sjúk-
dómslegu. Hann er harmdauði
þeim, sem þekktu hann. Á
kveðjustund langar mig til að
minnast hans með nokkrum orð-
um.
Við Jonni vorum systrasynir
frá Þórshamri í Sandgerði og
nánir félagar og vinir í áratugi –
líkt og samrýndir bræður – eins
ólíkir og við þó vorum. Öll fjöl-
skylda mín naut einnig sama við-
móts hans.
Jonni var í útliti meira í föð-
urættina en í Þórshamarsættina.
Hann var meðalmaður á hæð,
dökkhærður, vel vaxinn og léttur
í spori, svipmikill, ljúfur í um-
gengni, friðsamur, orðvar,
ávarpsgóður og seinþreyttur til
vandræða. Hann var vel gefinn,
fróðleiksfús, las sér til um margt
og mundi lengi. Jón var þrek-
mikill, sterkur með eindæmum,
vinnusamur og sérlega verklag-
inn. Hann var strákslegur fram
eftir öllum aldri og ekki grátt
hár á höfði hans fyrr en nú um
sjötugt. Alltaf var hann snyrti-
lega til fara.
Jonni var tryggur vinum sín-
um úr Sandgerði frá æsku- og
unglingsárum, og þá vandlærðu
list kunni hann vel, að taka mót-
læti með manndómi og jafnaðar-
geði.
Allir, sem kynntust Jonna á
árunum hans í Hampiðjunni,
vissu, að hann var á meðal
fremstu manna þar, þegar kom
að vinnu í netum og trollum.
Einn vinnufélagi hans sagði mér,
að troll, sem komu til viðgerðar
samansnúin, væru það ekki
lengi, eftir að hópurinn, sem
Jonni stjórnaði, kom á vaktina.
Jonni sá til þess, að alltaf var
togað í réttu spottana. Einnig
sagði mér Steingrímur Þorvalds-
son, skipstjóri á Vigra, að hann
þekkti engan jafningja Jonna við
að greiða úr trollum, sem voru
komin í einn vöndul.
Jonni var ekki síður góður
kokkur, málari, bílaviðgerðamað-
ur eða að leggja flísar. Fyrir ut-
an þessa fjölbreyttu kosti til
vinnu, var hann einstaklega góð-
viljaður maður, sem vildi hjálpa
sínu fólki, ef hann hafði nokkur
tök á. Öll vinna gekk betur, þeg-
ar Jonni var með. Ég get sjálfur
borið vitni um það, eftir alla þá
hjálp sem fjölskylda mín naut,
þegar hann var með okkur á ár-
um áður að byggja. Ég veit með
vissu, að fleiri vinir og ættingjar
nutu góðs af vinnu hans.
Þrátt fyrir mikla vinnu árum
saman náði Jonni að sinna vel
mesta áhugamáli sínu. Frá unga
aldri hafði hann dálæti á banda-
rískum bílum og gjörþekkti
kaggana frá 1940-1960. Hann
hafði ánægju af starfinu í Forn-
bílaklúbbnum – mætti manna
best og fór í flestar ferðir um
landið, sem félagið stóð fyrir.
Við Jonni fórum einstaka
sinnum í skemmtiferðir. Í minn-
ingunni ber þar hæst ferðir aust-
ur að Ystakoti í Vestur-Landeyj-
um og til Malmö og
Kaupmannahafnar í september
2008. Síðast fórum við á Odda-
stefnu austur að Skógum í maí
sem leið.
Ég er afar þakklátur Jonna
fyrir samfylgdina. Að leiðarlok-
um sendi ég og fjölskylda mín
innilegar samúðarkveðjur til fjöl-
skyldu Jonna og allra annarra
ástvina hans.
Guð blessi minningu Jonna í
Hlíð.
Þorgils Jónasson.
Kæri Jonni frændi
Það er með sorg og söknuði
sem ég skrifa nokkur kveðjuorð
til þín svo alltof snemma, við sem
ætluðum að gera svo margt þeg-
ar ég var nú komin á Hvolsvöll
en við ráðum engu. Ég er svo
þakklát fyrir allar góðu stund-
irnar sem ég og fjölskylda mín
höfum átt með þér og þinni fjöl-
skyldu en hún var þér allt.
Elsku Jonni frændi, nú kveðj-
umst við að sinni, guð geymi þig,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þín frænka,
Margrét Eyjólfsdóttir.
Ég kynntist Jonna fyrst þegar
Guðbjörg tengdadóttir mín og
Helga Björg fögnuðu aldamó-
taáramótunum 2000, með okkur
fjölskyldunni. Áður hafði ég að
sjálfsögðu heyrt mikið um kapp-
ann talað. Þetta voru fyrstu ára-
mótin, sem Guðbjörg, Helga
Björg, Jonni og Loftur héldu
saman. Jonni var alla tíð einn af
fjölskyldu okkar eftir það.
Jonni var mikill hagleiksmað-
ur í huga og hönd, enda féll hon-
um sjaldan verk úr hendi. Hann
fann ráð við flest öllu og fram-
kvæmdi lausnir á sinn hátt. Sí-
fellt var hann að rétta hjálpar-
hönd við alla skapaða hluti.
Bílaviðgerðir og að gera upp
gamla bíla, fornbíla, var honum
mjög hugleikið, enda var hann
mjög virkur félagi í Fornbíla-
klúbbnum og átti hann nokkra
slíka bíla um ævina. Einnig hafði
hann mikinn áhuga á gömlum
dráttarvélum, sem hann átti og
gerði upp í nothæft ásigkomulag.
Hann undi hag sínum vel í Döl-
unum á sumardvalarstað hjá Óla
Arelíusi fóstursyni sínum, en þar
voru dráttarvélarnar staðsettar.
Jonni starfaði í 35 ár hjá
Hampiðjunni, sem netagerðar-
maður og verkstjóri.
Það var mikill gleðidagur í lífi
Jonna, þegar hann á brúðkaups-
degi Guðbjargar og Lofts ók
Guðbjörgu dóttur sinni á gljá-
fægðum Buick Special árgerð
1956, að Hallgrímskirkju á
Saurbæ, Hvalfjarðarsveit. Einn-
ig var það stoltur faðir, sem gekk
með dóttur sinni upp að altarinu
í þessari fallegu kirkju.
Vakti birfreiðin slíka aðdáun
kirkjuvarðarins, að hann falaðist
síðar eftir gripnum og er hann
enn í Hvalfjarðarsveit.
Voru þau Guðbjörg og Helga
Björg mjög nákomnar Jonna.
Guðbjörg bjó hjá pabba sínum
frá unglingsárunum og Helga
Björg sín fyrstu æviár. Síðar
fæddust hinir sólargeislarnir Jón
Bjarni og Ísak Máni. Voru öll
afabörnin mjög hænd að afa sín-
um, sem var alltaf boðinn og bú-
inn að gera allt, sem hann gat
fyrir þau og vera í návist þeirra,
enda vitjaði hann þeirra daglega.
Jonni hafði mjög gaman af
ferðalögum, jafnt innanlands,
sem utan. Hann fór í margar
ferðir til heitra landa með fjöl-
skyldu sinni og naut hann mjög
þeirra ferða í faðmi fjölskyldunn-
ar.
Um páskana fórum við stór-
fjölskyldan til Tenerife. Þar leið
honum vel í góðu loftslagi með
fjölskyldunni. Við eigum öll mjög
góðar minningar frá þeirri ferð,
sem verða varðveittar.
Í sumar fóru Guðbjörg, Loft-
ur, Jonni og börnin til Akureyrar
og áttu góðar stundir þar í ná-
grannasveitum og byggðum. Eru
þau staðráðin í að sýna ungu
kynslóðinni landið sitt í allri sinni
dýrð.
Að leiðarlokum þakka ég þér
Jonni fyrir samfylgdina og allt
það góða, sem þú gafst af þér.
Ég bið góðan Guð að styrkja
Guðbjörgu, Loft, Helgu Björg,
Jón Bjarna og Ísak Mána, sem
sakna sárt á þessum erfiðu tím-
um.
Birna Loftsdóttir.
Okkar kæri vinur Jón Guð-
mundsson er fallinn frá. Hann
var oftast kallaður Jonni og
kenndur við Hlíð í Sandgerði þar
sem hann ólst upp. Jonni varð
strax í æsku vinmargur og rækt-
aði svo alla tíð sambandið við
þessa æskuvini. Sem unglingur
fór hann í Reykholtsskóla,
seinna stundaði hann sjó-
mennsku og keyrði einnig vöru-
bíl fyrir pabba sinn. Síðan lá leið
hans í Sjókokkaskólann. Eftir
það vann hann sem kokkur á
skipum um hríð. Ekki lét Jonni
þar við sitja heldur lærði neta-
gerð, sem var hans starfsvett-
vangur meirihluta ævinnar, þar
til hann lét af störfum síðastliðið
vor.
Við hjónin nutum þess oft hve
Jonni var greiðvikinn og ósér-
hlífinn, hann var óðara kominn
óumbeðinn til að hjálpa ef þörf
var á. Það munaði líka um hann
þegar hann tók til hendinni, því
að hann var hæfileikaríkur mað-
ur sem allt lék í höndunum á.
Það gilti einu hvort hann málaði
hús að utan eða innan, smíðaði úr
tré eða járni, gerði við bíla eða
gaf ráð um snið á kjól. En Jonni
elskaði gamla bíla og gerði þá
upp hvern af öðrum enda gat
hann breytt örgustu bíldruslu í
glæsikerru. Oftast mátti þekkja
það af bílhljóðinu hver var kom-
inn þegar Jonni renndi í hlað á
átta gata tryllitæki. Þá var sagt
„Jonni er kominn“ og farið til
dyra.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins
blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann
allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson)
Kæri vinur, líði þér vel á ljóss-
ins vegum og hafðu þökk fyrir
alla þína tryggð.
Ingibjörg og Pétur.
Jón Guðmundsson HINSTA KVEÐJA
Elsku besti afi okkar, við
söknum þín mikið. Þú varst
góður afi sem alltaf vildir
leika við okkur og faðma
okkur að þér. Góða nótt afi,
dreymi þig vel og guð
geymi þig, afi okkar. Þínir
afastrákar
Jón Bjarni og Ísak Máni.
Elsku Jonni okkar. Við
viljum þakka þér fyrir öll
þau yndislegu ár sem við
áttum með þér, alla þá
hlýju, vináttu og faðmlög
sem þú veittir okkur. Þú átt
alltaf fallegan stað í okkar
hjarta. Minning þín lifir.
Auður, Baldur, Indíana
Ýr og Gabríella Ýr.
• Mikið úrval
• Yfir 40 ára reynsla
• Sendum myndalista
MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk
sími 587 1960 www.mosaik.is
Legsteinar og fylgihlutir