Morgunblaðið - 14.09.2011, Page 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2011
✝ Þorgils Jó-hannsson fædd-
ist í Ólafsvík 6. sept-
ember 1944. Hann
lést á heimili sínu að
Sóleyjarima 11. 4.
september 2011.
Þorgils var sonur
hjónanna Jennýar
Magnúsdóttur hús-
móður frá Ólafsvík,
f. 2. október 1919, d.
14. febrúar 2000 og
Jóhanns Þorgilssonar bifreiða-
stjóra frá Ólafsvík, f. 3. maí 1919,
d. 28. apríl 2006.
Systkini Þorgils eru Magnús,
f. 19. júní 1941, Brynja, f. 1. mars
1946, Viðar, f. 8. febrúar 1953 og
Guðmundur Bjarni, f. 22. október
1956.
Hinn 14. apríl
1968 kvæntist Þor-
gils Guðmundu Guð-
laugsdóttur frá
Ólafsvík, f. 14. októ-
ber 1946. Foreldrar
hennar voru hjónin
Ingibjörg Steinþórs-
dóttir húsmóðir og
Guðlaugur Guð-
mundsson útgerð-
armaður. Þorgils og
Guðmunda slitu
samvistum. Börn Þorgils og Guð-
mundu eru 1) Ingibjörg Ýr, f. 2.
janúar 1966, eiginmaður hennar
er Pétur Christiansen og eiga
þau 3 börn og 1 barnabarn. 2) Jó-
hann, f. 4. apríl 1968, kona hans
er Hrefna Ólafsdóttir og eiga þau
4 börn. 3) Guðlaugur Gauti, f. 15.
janúar 1974, unnusta hans er
Linda Sif Bragadóttir. Guðlaugur
á eitt barn. 4) Styrmir, f. 9. maí
1979, unnusta hans er María Vera
Gísladóttir. Styrmir á 2 börn.
Þorgils byrjaði ungur að
stunda sjómennsku á ýmsum bát-
um frá Ólafsvík. En bílar voru
hans áhugamál og þegar hann
var tvítugur keypti hann sinn
fyrsta vörubíl og gerði aksturinn
að sínu ævistarfi. Eftir að fjöl-
skyldan fluttist til Reykjavíkur
árið 1972 starfaði hann hjá vöru-
bílastöðinni Þrótti eða til ársins
1988 þegar hann varð að hætta
vegna heilsubrests.
Útför Þorgils fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 14. sept-
ember 2011, og hefst athöfnin kl.
13.
Í dag verður faðir okkar borinn
til grafar. Við systkinin höfum
setið undanfarið og farið yfir sög-
una, rifjað upp ævi Þorgils Jó-
hannssonar, grátið og hlegið.
Pabbi var sem ungur maður,
kátur og hress, vinamargur í
Ólafsvíkinni þar sem hann fædd-
ist og ólst upp . Þótti djarfur,
stríðinn og mikill dansari. Pabbi
eignaðist sína fjölskyldu, bjó
henni heimili og stundaði sína
vinnu sem vörubílstjóri.
En lífið er hverfult og dag einn
var heilsan frá honum tekin. Ekk-
ert varð samt aftur.
Við tók löng og erfið barátta en
seiglan var mikil og þrátt fyrir
veikindi og áföll stóð hann alltaf
upp aftur.
Enginn er þó viðbúinn þegar
ástvinur er skyndilega kallaður í
burtu, sama hver forsagan er, en
við trúum því að pabbi sé laus úr
fjötrunum sem hann sætti sig
aldrei við og honum líði betur.
Við ætlum ekki að rifja upp
sögu pabba hér í þessari grein
heldur viljum við þakka honum
fyrir samfylgdina og við minn-
umst góðu stundanna.
Far þú í friði, elsku pabbi, og
hafðu þökk fyrir allt.
Börnin,
Ingibjörg Ýr, Jóhann,
Guðlaugur Gauti og Styrmir.
Hinsta kveðja til bróður míns
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Elsku Oddi minn, Guð blessi
þig og varðveiti. Hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Brynja.
Mig langar að kveðja leikbróð-
ur minn og frænda með örfáum
minningarbrotum úr æsku okkar.
Minningin um Odda, eins og hann
var kallaður er í hjarta mínu ljúf
og góð. Hann var fallegur, góður
og skemmtilegur drengur, oftast
brosandi og glettnin skein úr aug-
unum.
Hann átti góða æsku hjá for-
eldrum sínum, Jenný frænku og
Jóa í Bug, góðum manneskjum.
Hann ólst upp í Valhöllinni, húsi
fjölskyldunnar sem þau reistu yfir
sig og börnin sín fimm á einum af
fallegustu stöðum í plássinu með
útsýni yfir þorpið, svartan sand-
inn, marglita bátana í höfninni og
stóra bláa hafið eins langt og aug-
að eygði, hvað beið þar?
Hann bjó við öryggi og frjáls-
ræði eins og flest börn þessa tíma,
sem ólust upp í sjávarplásum úti á
landi. Hann fékk að drolla á
bryggjunni, synda í sjónum, heyja
hjá afa sínum bóndanum Þorgils í
Bug, sem hann var skírður í höf-
uðið á, og bara gera það sem hon-
um datt í hug. Oft tók hann okkur
Binnu systur sína með sér í æv-
intýraferðir – klifra í gilinu í Bug,
vaða í Vaðlinum, byggja kofa í
tóftum, fara til berja inn í Króka-
brekkur og í Fossárdalinn, þar
þurfti að fara einstigi meðfram
Fossánni og áin beint fyrir neðan,
til að komast í bestu brekkurnar
og er ég hrædd um að fullorðna
fólkið hefði ekki samþykkt þessar
ferðir okkar ef það hefði vitað um
þær.
Hver dagur sem rann upp þessi
sumur fyllti mig tilhlökkun við
hugsunina um að fá að vera með
Odda og Binnu og vorum við óað-
skiljanleg. Ég hljóp upp í Valhöll
hvern morgun og beint inn, því þá
voru engar dyr læstar, læddist inn
í herbergi og horfði smástund á
þennan fallega frænda minn með
krullurnar sínar sem klístruðust
smávegis á enni hans, gafst svo
upp á að bíða og potaði laust í
hann til að vekja hann og Binnu og
þá gat dagurinn hafist fyrir al-
vöru. Þegar sumardvöl minni lauk
í Ólafsvík hjá ömmu og afa okkar
og við orðin unglingar, skildi leiðir
og urðu samverustundirnar færri
og færri.
Sem ungur maður varð Oddi at-
hafnasamur og duglegur. Giftist
Mundu sinni og eignaðist fjögur
börn, Ingu, Jóa, Gauta og Styrmi,
bjó fyrst í Ólafsvík og byggði sér
hús, fór út á stóra bláa hafið og
fleira og fleira en fluttist síðan til
Reykjavíkur. Oddi veiktist á besta
aldri en lifði ávallt með reisn, sjálf-
stæður í eigin íbúð og þau fáu
skipti sem við Ómar heimsóttum
hann, sá ég enn örla á glettninni í
augunum og frjálsu fasinu sem
einkenndi hann alla tíð.
Elsku Oddi minn, nú ertu
„kominn heim“ og munt hvíla hjá
foreldrum þínum þegar þú verður
lagður til hinstu hvílu í Grafar-
vogskirkjugarði en „jökullinn og
allt“ verður þinn staður í minning-
unni.
Við Ómar sendum Mundu,
börnunum og allri fjölskyldunni
hugheilar samúðarkveðjur.
Kveðja frá frænku.
Ásdís Vignisdóttir.
Þorgils Jóhannsson
✝ Eva ShafterAdalsteinsson
var fædd í Penn-
sylvaníufylki í
Bandaríkjunum 1.
maí 1954. Hún lést
á líknardeild ná-
lægt heimili sínu í
Pennsylvaniu í
Bandaríkjunum 21.
ágúst 2011.
Eva var elst fjög-
urra systra. Hún
var dóttir hjónanna Morton
Shafter og Beverly Shafter sem
eru búsett í Connecticutfylki í
Bandaríkjunum.
Eftirlifandi eiginmaður Evu
er Örn Aðalsteinsson efnaverk-
fræðingur, f. 13.8. 1948. Þau
Starfsferill Evu var fjöl-
breyttur á vettvangi faglegra
starfa og einnig kom hún að
margvíslegum sjálfboðaliða-
verkefnum um áratugaskeið.
Hún byrjaði sem blaðaljósmynd-
ari í Boston, en síðar skrifaði
hún greinar í þekkt dagblöð og
tímarit í Bandaríkjunum, Kan-
ada og Evrópu. Hún var um
tíma framkvæmdastjóri sam-
skipta við fjárfestingafyrirtæki.
Hún kom að kennslustörfum og
kenndi m.a. spænsku og einnig
ensku fyrir útlendinga. Eva
veitti forstöðu nefnd borgara
sem er skólayfirvöldum ráðgef-
andi um námsfyrirkomulag 11
þúsund nemenda í Wilm-
ingtonborg í Delawarefylki. Eva
var meðlimur í mörgum nefnd-
um og vinnuhópum á sviði
menningarmála. Á stjór-
málasviðinu studdi hún alla tíð
Demókrataflokkinn.
Útför Evu hefur farið fram í
kyrrþey.
gengu í hjónaband
8.8. 1976. Örn og
Eva eiga 3 börn: 1)
Bryndís, f. 15.4.
1983, eiginmaður
hennar er Brian
Davis, f. 11.2. 1983.
Dóttir þeirra er
Khloe Lára Davis,
f. 11.4. 2010. 2)
Solný, f. 19.3. 1986.
3) Viktor, f. 24.8.
1988.
Eva lauk Bachelor-gráðu með
summa cum laude í fjölmiðla-
fræði og almannatengslum frá
Boston University 1976 og
meistaragráðu í alþjóða-
samskiptum frá Miami Univers-
ity í Ohio-ríki 1978.
Þótt nánasta fjölskylda væri
ávallt í fyrirrúmi þá lét Eva sig
varða mörg samfélags- og góð-
gerðarmál og gegndi trúnaðar-
störfum í fjölda félagasamtaka.
Illvígt krabbamein lagði þungar
byrðar á Evu og nánustu fjöl-
skyldu hennar síðustu 15 árin.
Lífsvilji, bjartsýni og jákvætt
skopskyn ásamt raunsæi var það
sem einkenndi baráttu Evu við
krabbamein fram að lokastundu.
Í þröngri vígstöðu til margra ára
var aðdáunarvert að fylgjast með
hversu vel henni tókst að beina
og viðhalda umræðu á jákvæðum
nótum í samskiptum með ætt-
ingjum og vinum. Það er haft eft-
ir þeim læknum sem komu að
meðferð Evu, að löng lifun henn-
ar með útbreitt brjóstakrabba-
mein sé einstakt fyrirbæri. Eva
var ötull talsmaður aukinna
rannsókna á tilurð og meðferð
krabbameina. Þekking hennar,
reynsla og viðhorf nýttust fjölda
annarra einstaklinga með
krabbamein og hundruð kvenna
með brjóstakrabbamein voru í
persónulegum samskiptum við
hana. Hún hélt fyrirlestur á veg-
um Krabbameinsfélags Íslands
fyrir nokkrum árum. Þar fjallaði
hún um brjóstakrabbamein og
hvernig hægt er að byggja sig
upp eftir meðferð og draga úr
líkum á að meinið taki sig upp á
ný með því að lifa heilbrigðu lífi
með hollu mataræði og hreyfingu
ásamt ástundun slökunar og já-
kvæðra samskipta.
Aðalsteinn Guðmundsson.
Við minnumst dagsins, sem
bróðir okkar Örn kynnti okkur
fyrir unnustu sinni Evu. Leiðir
þeirra lágu saman í háskólaborg-
inni Boston, þar sem bæði voru
við háskólanám. Hún útskrifaðist
árið 1976 sem fjölmiðlafræðingur
frá Boston University. Árið 1978
lauk hún mastersgráðu í þeim
fræðum frá Miami University í
Ohio.
Eva var mjög fjölhæf og vel
gefin og sem dæmi má nefna, að
það tók það hana ekki nema rúmt
ár, búsetta erlendis, að ná góðu
valdi á íslenskri tungu. Þannig
gat hún átt samræður við
tengdaforeldra sína og aðra ætt-
ingja Arnar á Íslandi sem ekki
töluðu ensku. Einnig hafði hún
gott vald á frönsku og spænsku
en á tímabili kenndi hún
spænsku. Hún var alla tíð mjög
virk í margskonar félagsstarf-
semi, enda einstaklega lagin í
mannlegum samskiptum. Árið
1996 greindist hún með útbreitt
brjóstakrabbamein. Í kjölfar
þess fór hún í margar og strang-
ar meðferðir. Þremur árum síðar
skrifaði hún bók byggða á
reynslu sinni undir heitinu „Le-
arning to Survive“. Bókin kom út
árið 1999 undir höfundarnafninu
V.S. Brynn.
Börn Evu og Arnar eru þrjú
og heita Bryndís, Sólný og Vikt-
or. Bryndís og hennar maður
Brian Davies eiga eina dóttur,
Khloe Láru. Það var Evu mikið
kappsmál að börn þeirra hefðu
íslenskan ríkisborgararétt ásamt
þeim bandaríska. Vann hún öt-
ullega að þeim málum og hafði í
gegn á sínum tíma.
Margra og skemmtilegra
stunda er að minnast frá heim-
sóknum okkar á heimili Evu og
Arnar, þar sem Eva fór á kostum
með skemmtilegum frásögnum
og mikilli færni í að framreiða
gómsæta rétti, en hún var mikil
áhugamanneskja um matseld.
Fyrir tæpum 30 árum var
önnur okkar systra í heimsókn
hjá Evu og Erni ásamt yngstu
dóttur sinni, þá tveggja ára.
Kvöld eitt þurfti Eva að bregða
sér eitthvað frá. Þegar sú litla
tók eftir að Eva var í burtu
spurði hún „Hvert fór Ameríka“.
Þannig var Eva ígildi Ameríku í
huga hennar.
Fjölskyldan og heimilið var
það sem alltaf stóð Evu næst.
Söknuðurinn er mikill og sár, en
eftir standa góðar og hugljúfar
minningar um einstaka konu.
Steinunn Aðalsteinsdóttir
og Sif Aðalsteinsdóttir.
Eva Shafter
Adalsteinsson
Þegar ég var átta ára smá-
stelpa með óbilandi lestrarþörf
og æðiber í rassinum var ég send
í sveit í Ærlækjarsel í Öxarfirði.
Þar bjuggu Lína og Stebbi, systk-
ini ömmu minnar Stínu, og átti
það eftir að verða mér sem annað
heimili langt fram á fullorðinsár.
Þótt mér hafi eðlilega þótt
amma óskaplega gömul alveg frá
upphafi sá ég Stebba frænda
aldrei í því ljósi. Þetta sumar, árið
Stefán Jónsson
✝ Stefán Jónssonfæddist í Ær-
lækjarseli í Öx-
arfirði 6. júní 1921.
Hann lést á sjúkra-
húsinu á Húsavík 3.
september síðast-
liðinn.
Útför Stefáns
var gerð frá
Skinnastaðakirkju
12. september
2011.
1980, var hann að
hefja síðasta þriðj-
ung ævi sinnar en
fyrir mér var hann
tímalaus. Á hverju
vori er ég sneri aftur
í Sel tók Stebbi á
móti mér með sama
hlýja brosinu, sömu
kímnina í augunum,
sama hárbrúskinn á
höfðinu sem byrjaði
ekki að grána fyrr
en um það leyti sem ég fann mín
fyrstu.
Í þrettán sumur unnum við
hlið við hlið; hann lærimeistarinn,
ég oftast auðfús nemandinn svo
fremur sem verkin voru úti við og
töldust ekki „heimilisstörf“ en
þau var mér einstaklega illa við
og er reyndar enn. Hann kenndi
mér að sitja hest og smala kind-
um. Að skipta um dekk og smyrja
vélar. Að vera ljósmóðir lamba og
þokkalegur sláttumaður. Að
þekkja grös og lesa í skýin,
marka lömb og moka skít.
Hann kenndi mér að bera virð-
ingu fyrir mönnum mér líkum og
ólíkum. Fyrir dýrum stórum og
smáum. Fyrir náttúrunnar
undraverkum og gangi lífsins.
Hann kenndi mér að hugleiða orð
mín og gæta þeirra vel í nærveru
sálar. Að vera vönd að virðingu
minni og óhrædd við að viður-
kenna eigin vankanta. Að brosa
að sjálfri mér og hlæja þegar
tækifæri gefst til. Að hlutirnir
eru aldrei svo slæmir að ekki
megi sjá á þeim einhverja lausn
þó hún sé kannski ekki alltaf sú
auðveldasta eða sú sem okkur
hugnast best.
Ef honum hefði tekist að kenna
mér að standa alltaf við orð mín
og halda mig við setta stefnu
þrátt fyrir dvínandi dug væri ég
nú líklegast bóndi í Ærlækjarseli.
En bændanámið fór á endanum
fyrir lítið. Ég skipti því út fyrir
skruddur og þótt ég gæti ekki
hugsað mér annað líf en það sem
ég hef nú, get ég ekki annað en
fundið sting í brjósti fyrir þá sök
að hafa brugðist sem bóndi. Ekki
að Stebbi léti mig nokkurn tím-
ann finna fyrir því. Þegar sumar-
langar dvalir breyttust í árlegar
vikulangar heimsóknir og í stað-
inn fyrir kassa af kandís kom ég
með karl og krakka, fyrst einn,
svo tvo, þá hélst annað við hið
sama. Sama brosið, nú nokkrum
tönnum færra, sömu kímnisfullu
augun ef eitthvað sjóndaprari,
sami brúskurinn, orðinn gráhvít-
ur en enn jafn óstýrilegur. Sama
hlýja höndin. Sami Stebbi, alveg
fram á það síðasta.
Við kvöddumst í júnímánuði,
vitandi bæði að það væri í síðasta
sinn. Þessi maður sem var sterk-
ari en allt annað, var eilífur og
óbreytilegur, sem undi sér best í
sólinni í túnfætinum og vildi helst
aldrei að heiman fara, var nú
lagstur í sjúkrasæng á Húsavík.
Hann gat aðeins séð sólina og sjó-
inn og fjöllin útum gluggann, ve-
sæl skipti það, en kvartaði þó
ekki. Hér voru allir góðir við hann
og stundum kíkti fólk í heimsókn.
Þetta fer allt einhvern veginn,
sagði hann og brosti. Ég brosti á
móti og sagði sem svo að víst væri
hægt að stóla á það. Og það gekk
eftir.
Æsa Strand Viðarsdóttir.
Með örfáum orðum langar mig
að minnast Stefáns Jónssonar
bónda í Ærlækjarseli.
Stefáni kynntist ég fyrir 40 ár-
um þegar ég fluttist til Kópaskers
og tók við starfi kaupfélagsstjóra
hjá Kaupfélagi Norður-Þingey-
inga.
Stefán varð fljótlega eftir komu
mína formaður stjórnar félagsins,
og það var mikil gæfa fyrir ungan
mann, róttækan, sem gjarnan
vildi breyta heiminum að hafa við
hlið sér slíkan mann sem ekki var
hægt annað en bera virðingu fyrir
og líða vel í návist hans.
Ýmis mál sem mér þótti til
heilla fyrir félagið og byggðina við
Öxarfjörð náðu fram að ganga, má
þar nefna jöfnun flutningskostn-
aðar á sláturfé, áburði og kjarn-
fóðri og byggingu verslunar við
Ásbyrgi.
Þetta voru allt mjög umdeild
mál innanhéraðs, en ég veit að
stuðningur og málflutningur
Stefáns á deildarfundum og aðal-
fundum réð þar miklu.
Stefán var enginn jámaður,
hann vildi rökræða málin og
hlusta á það sem aðrir höfðu fram
að færa.
Það var vissulega ekki svo að
mér einum liði vel í návist Stef-
áns, heldur held ég að svo hafi
verið um alla sem kynntust hon-
um, börn og fullorðna.
Ég minnist orða sameiginlegr-
ar vinkonu okkar sem sagði við
mig eitt sinn eitthvað á þá leið að
það væri mikill skaði fyrir þennan
heim að Stefán í Ærlækjarseli
skyldi ekki hafa eignast afkom-
endur.
Þetta, sett fram í gamni, lýsir
e.t.v. viðhorfi þeirra sem hann
þekktu.
Aðrir munu rekja æviatriði
Stefáns og lífshlaup, en ég vildi
með þessum fáu orðum aðeins
minnast einstaks manns sem mér
þótt vænt um og leit upp til.
Blessuð sé minning hans.
Kristján Ármannsson
Að skrifa minningagrein
Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina.
Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar.
Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum
dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til
birtingar á mánudag og þriðjudag.
Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins
hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt
sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000
tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum,
þar sem þær eru öllum opnar.