Morgunblaðið - 14.09.2011, Qupperneq 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2011
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Hljómsveitin Vax var stofnuð árið
1999 austur á fjörðum sem tríó.
Kjarni sveitarinnar samanstendur af
bræðrunum Vilhjálmi og Halldóri
Warén (Villi og Dóri). Vax spilar
hrátt bílskúrsrokk í anda sjöunda
áratugarins og voru Animals og
Kinks mikil fyrirmynd í upphafi og
eru enn reyndar. Stutt- og breið-
skífa komu út 2005 og nú hefur litið
dagsins ljós 24 laga plata hvorki
meira né minna sem heitir hinum
einfalda titli Greatest Hits. Inniheld-
ur platan tólf frumsamin lög og tólf
ábreiður yfir lög helstu áhrifavalda.
Tveir tónleikar á kvöldi
„Þetta byrjaði allt þegar Dóra
áskotnaðist farfísu-orgel,“ rifjar Villi
upp.
„Við fórum að prófa okkur áfram
með þetta og hlustuðum mikið á Ani-
mals meðfram því. Svo festumst við
þar (hlær).“
Villi segir að lagt hafi verið upp
með að hafa tónlistina hráa, eins og
gekk og gerðist á þeim árum, ekkert
óþarfa pjatt eða pjátur.
„Upphaflega ætluðum við líka að
gera eins og böndin þá útgáfulega,
gefa út þrjár plötur á ári eða hvað
það var. En það gekk nú ekki alveg
eftir. Menn fóru að vinna, færðu sig
á milli landshluta, hættu, byrjuðu
aftur o.s.frv..“
Bandið hefur þó alltaf verið starf-
andi og það er sjálfur Hallur Jóns-
son, Bloodgroup-limur og gamall
vinur Villa að austan sem ætlar að
sjá um trommuslátt á bráðkomandi
Íslandstúr sem hefst á morgun. Seg-
ir Villi kerskinn að um sé að ræða
Íslandshluta tónleikaferðalagsins.
„Við göngum svo langt að spila
tvisvar á kvöldi suma daganna – og
ekki í sama bæjarfélagi! Keyrum
frumsamið efni á fyrri tónleikum og
svo er það „djammsession“ síðar um
kvöldið.“
Smá tilgangur
„Titillinn Greatest Hits vísar svo í
það að frumsamdi hluti hennar inni-
heldur lög sem við höfum verið að
pota út í gegnum útvarp, gogoyoko,
tonlist.is o.sfrv.,“ heldur Villi áfram.
„Nokkurs konar smáskífur semsagt.
Svo verð ég að nefna öll þessi
heimatilbúnu myndbönd sem við
höfum gert en þau má öll nálgast á
netinu.“
Eins og nærri má geta étur Vax
upp megnið af frítíma Villa og er
hann vel sáttur með það.
„Þetta er náttúrulega áhugamálið
og maður er að gera þetta meðfram
fullri vinnu. Þetta gefur manni smá
tilgang. Smá tilgang í lífinu.“
Hrátt Vax sækir í hráleika sjöunda ártugarins eftir innblæstri.
Ekkert óþarfa
pjatt eða pjátur
Vax gefur út og fer í hringferð
www.vax.is
www.facebook.com/vaxmusic
www.reverbnation.com/vax
Tónlistarkonan Rihanna hefur verið beðin um að sitja í
dómnefnd hæfileikaþáttaraðarinnar X Factor USA.
Auk hennar mun sitja í dómarasæti plötuframleiðand-
inn og lagasmiðurinn L.A. Reid. Rihanna mun meta
hvaða fjögur atriði eiga skilið að keppa til úrslita síðar
á þessu ári. Simon Cowell er höfundur þáttanna og sást
til hans og Rihönnu þar sem þau sátu að snæðingi á
Barbados í desember sl, að því er fram kemur í breska
götublaðinu The Sun. Cowell mun vera mikill aðdáandi
söngkonunnar en hún kom fram í bresku X Factor-
þáttunum í fyrra. Þá segir sagan að Cowell hafi einnig
beðið Mariuh Carey um að leggja mat sitt á keppendur
í þáttunum.
Rihanna beðin um að gerast
dómari í X Factor USA
Reuters
Dæmir Tónlistarkonan Rihanna mun að öllum líkindum
bregða sér í dómarahlutverk í X Factor USA.
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ
5%NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
GLERAUGU SELD SÉR 5%
COLOMBIANA KL. 8 - 10 16
30 MINUTES OR LESS KL. 6 14
Á ANNAN VEG KL. 6 10
THE CHANGE-UP KL. 8 - 10 14
OUR IDIOT BROTHER KL. 5.50 - 8 - 10.10 7
OUR IDIOT BROTHER LÚXUS KL. 8 - 10.10 7
KNUCKLE KL. 8 - 10 16
30 MINUTES OR LESS KL. 6 - 8 - 10 14
SPY KIDS 4 4D KL. 3.30 - 5.50 - 8 L
STRUMPARNIR 3D ÍSL. TAL KL. 3.30 - 5.40 L
STRUMPARNIR 2D ÍSL. TAL KL. 3.40 L
ONE DAY KL. 3.30 - 10.10 12
COLOMBIANA KL. 8 - 10.20 16
MELANCHOLIA KL. 6 - 9 12
Á ANNAN VEG KL. 6 - 8 - 10 10
30 MINUTES OR LESS KL. 10 14
SPY KIDS 4D KL. 5.50 L
THE CHANGE UP KL. 6 - 8 - 10.30 14
ÞAÐ EIGA ALLIR EINN SVOLEIÐIS
-K.H.K., MBL
-E.E., DV
- H.V.A. - FRÉTTABLAÐIÐ
B.G.- MBL
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
COLOMBIANA Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:15 (Power)
THE DEVILS DOUBLE Sýnd kl. 8 - 10:15
THE CHANGE-UP Sýnd kl. 8 - 10:15
SPY KIDS 4 4-D Sýnd kl. 6
STRUMPARNIR 3-D ÍSL TAL Sýnd kl. 6
HEFURÐU EINHVERN TÍMANN
VILJAÐ VERA EINHVER ANNAR?
FRÁ LEIKSTJÓRA
WEDDING CRASHERS
OG HANDRITSHÖFUNDUM
THE HANGOVER
Í FYRSTA SINN
Á ÍSLANDI!
BÍÓMYND
Í FJÓRVÍDD!
BYGGÐ Á SANNRI SÖGU!
ÞRÆLMÖGNUÐ MYND UM
SON SADDAM HUSSEIN
HÖRKU SPENNUMYND FRÁ ÞEIM
SÖMU OG FÆRÐU OKKUR „TAKEN“
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú
greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum
POWE
RSÝN
ING
KL. 10
:15
Hvar í strumpanum
erum við ?
Sýnd í 3D með
íslensku tali
Morgunblaðið gefur út glæsi-
legt sérblað um hannyrðir
föndur og tómstundir
föstudaginn 30. september
MEÐAL EFNIS:
Hannyrðir
Skartgripagerð
Jólakortagerð
Útsaumur
Prjón og hekl
Málun
Bútasaumur
Módelsmíði
Rætt við fólk sem kennir föndur
Rætt við þá sem sauma og
selja föndurvörur
Föndur með börnunum og
þeim sem eldri eru
Ásamt fullt af öðru spennandi efni um
föndur og tómstundir
–– Meira fyrir lesendur
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 26. sept.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is
Sími: 569-1105
Hannyrðir, föndur
& tómstundir
SÉRBLAÐ
Hannyrðir, föndu
r & tómstundir
Þetta er tíminn til að huga að
hannyrðum og föndri fyrir jólin og sjá
hvað er í boði í tómstundum um
þessar mundir.