Morgunblaðið - 14.09.2011, Page 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2011
AF BAÐI
Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is
Það var mergjað atriði í þýskukvikmyndinni Baader-Meinhof Complex, sem RÚV
sýndi á dögunum, þegar róttækl-
ingurinn Gudrun Ensslin bauð blá-
ókunnugum manni ofan í baðið til
sín. Maðurinn var kominn til að
finna ástmann hennar, Andreas
Baader, en kom þess í stað að Enssl-
in makindalegri í baði á miðju gólfi.
Brá honum fyrst í brún en þar sem
Ensslin tók honum hreint ekki illa
fikraði hann sig nær. Maðurinn var
ungur að árum og nýsloppinn af
einhverju upptökuheimili, þar sem
menn höfðu barið hann eins og
harðfisk. Minna hefur sjálfsagt ver-
ið um baðfarir á upptökuheimilinu
og óskaði maðurinn eftir að fá að
fara í bað þegar Ensslin hefði lokið
sér af. Hann hefði eflaust gott af
því.
„Á eftir?“ spurði Ensslin agn-
dofa. „Hvers vegna kemurðu ekki
ofan í núna til að spara vatnið?“
Ungi maðurinn lét ekki segja
sér þetta tvisvar, smeygði sér úr
spjörunum og ofan í baðið. Áttu þau
gott spjall í kjölfarið.
Mér er ljóst að hippatíminnmeð öllu sínu hömlu- og hisp-
ursleysi er liðinn en þetta atriði
varð eigi að síður til þess að ég fór í
fúlustu alvöru að velta fyrir mér
hvort þessar aðstæður væru ekki
ákjósanlegar fyrir okkur blaða- og
fréttamenn, það er að bjóða við-
mælendum ofan í bað til okkar.
Í baðinu myndi skapast ákveð-
in nánd sem oft er nauðsynleg til að
miðla sjónarmiðum eða lífsreynslu
viðmælenda. Útilokað væri fyrir
viðmælendur að fela nokkurn skap-
aðan hlut. Kvikan myndi loga.
Þetta svínvirkar líka á hinn
veginn. Hvaða fréttamaður getur
haft hulið „agenda“ ofan í baðkari?
Enginn spyrill í Íslandssögunni
er innilegri í nálgun sinni en Jón
Ársæll Þórðarson. Þegar best lætur
verða hann og viðmælandinn eitt.
Ómögulegt er að átta sig á því hvar
Jón endar og viðmælandinn tekur
við. Ég er satt best að segja svolítið
hissa á því að Jón hafi ekki ennþá
smeygt sér ofan í bað með viðmæl-
anda. Eða hefur hann kannski gert
það?
Hver væri til dæmis ekki til í
að sjá Jón Ársæl baða sig með Öss-
uri Skarphéðinssyni eða Sóleyju
Tómasdóttur? Eða þá hópbaða sig
með Jónínu Ben. og Gunnari í
Krossinum? Það er engum vafa
undirorpið að hann myndi ná fram
allskonar upplýsingum sem engin
leið er að nálgast eftir öðrum leið-
um. Þetta myndi án efa hjálpa hníp-
inni þjóð í vanda en ekki síður við-
mælendunum sjálfum. Það er svo
gott að geta létt á sér. Lauga sálina.
Ef við lítum kalt á hagsmuni
áskriftarstöðvanna myndi skipti-
borð áskriftardeildar 365 örugg-
lega skíðloga ef ákveðið yrði að
Logi Bergmann Eiðsson tæki á móti
gestum sínum í baði – í þráðbeinni.
Mögulega mætti fá Gillzenegger til
að hjálpa viðmælendum ofan í og
upp úr baðinu.
Sama máli gegnir um Sölva
Tryggvason á Skjá einum og varla
þyrfti að dekstra Tobbu Marinós til
að vippa sér ofan í. Hver myndi
missa af henni baða sig með Lindu
Pé? Hún virkar í klístruðu formi.
Ekki er víst að baðnálguninvirki í hörðum fréttum en það
breytir ekki því að gaman yrði að
sjá grjótharða fréttanagla eins og
Þorbjörn Þórðarson og Helga Selj-
an baða sig með mönnum á borð við
Sigurð Einarsson og Björgólf Thor.
Kristján Már Unnarsson og
Gísli Einarsson gætu síðan tekið út
baðkörin á landsbyggðinni.
Við blasir að baðið myndi slá í
gegn í sportinu. Hugsið ykkur hvað
kæmi upp úr Ólafi Stefánssyni sæti
hann sultuslakur í búbblubaði með
Adolfi Inga!
Svalt yrði að sjá forseta lýð-
veldisins taka áskorun um viðtal í
baði en fyrirfram veðja ég á að
Dorrit yrði tilkippilegri af þeim
hjónum. Mögulega væri forsetinn
þó til í að baða sig með blaðamönn-
um Financial Times.
Ekki er gott að segja hvernig
baðviðtöl kæmu út í dagblaði en all-
tént eru tveir ljósmyndarar Morg-
unblaðsins, Ragnar Axelsson og
Kristinn Ingvarsson, sem ég bar
þetta undir yfir mánudagsýsunni,
ekki í vafa um að myndefnið hefði
burði til að verða gott.
Ef til vill hentar baðið pistla-
forminu betur, það er að blaða-
menn færðu þanka sína í letur í fun-
heitu freyðibaði. Hvernig væri að
mitt góða blað tæki upp „Bað-
þanka“ til mótvægis við „Bak-
þanka“ Fréttablaðsins?
Nú náist almenn samstaða um
þetta viðtals- og pistlaform á prent-
miðlum mætti ósköp auðveldlega
breyta nöfnum dagblaðanna í
Morgunbaðið og Fréttabaðið. Og
svo auðvitað Dagbaðið Vísir.
Í baði er þetta helst ...
» Við blasir að baðiðmyndi slá í gegn í
sportinu. Hugsið ykkur
hvað kæmi upp úr Ólafi
Stefánssyni sæti hann
sultuslakur í búbblubaði
með Adolfi Inga!
Baðtal Enginn viðmælandi fer undan í flæmingi við þessar aðstæður.
Í tilefni tuttugu ára starfsafmælis Pearl
Jam verður glæný heimildarmynd Ósk-
arsverðlaunaleikstjórans Cameron Crowe
(Jerry Maquire, Almost Famous, Vanilla
Sky) um hljómsveitina frumsýnd í vel völd-
um kvikmyndahúsum um allan heim, þriðju-
daginn 20. september. Myndin ber nafnið
TWENTY og verður eingöngu sýnd þennan
eina dag í Háskólabíói. Miðasala er hafin og
einungis 300 miðar eru í boði. Miðasala á
Miði.is
Pearl Jam Twenty sýnd 20.
september í Háskólabíói
Raftónlistardúettinn Stereo Hypnosis,
sem samanstendur af þeim feðgum Pan
(Beatmakin Troopa) og Óskari Thorarensen
(Inferno 5) heldur til Kanada á föstudaginn
þar sem þeir spila á tónlistarhátíðinni Har-
vest Music Festival rétt fyrir utan Toronto.
Stereo Hypnosis hafa verið ötulir að ferðast
og koma fram í öðrum löndum og borgum
undanfarin þrjú ár. Sveitinni hefur þá verið
boðið á hina virtu kvikmyndahátíð í Toronto
en ferðin er styrkt af Reykjavík Loftbrú –
sem hefur aðstoðað svo marga tónlistarmenn
að kynna list sína á erlendri grundu. Nýtt
efni með sveitinni er þá væntanlegt á næstu
vikum.
Stereo Hypnosis heldur til
Kanada á tónlistarhátíð
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Hljómsveitin Hellvar, sem hóf starfsemi sína
sem dúett þeirra Ragnheiðar Eiríksdóttur og
Elvars Sævarssonar, hefur nú gefið út aðra
plötu sína undir merkjum Kimi Records en sú
fyrsta kom út fyrir fjórum árum.
„Kuldinn stendur okkur nærri,“ svarar Elv-
ar sposkur þegar hann er spurður út í tilvís-
anirnar í kaldranalega nýbylgju níunda ára-
tugarins á plötunni sem blaðamaður þykist
greina. Hljómur plötunnar er þá framúrskar-
andi og tónlistarlega er hún ekki svo ólík frum-
burðinum. Eða hvað?
„Hann Aron Arnarson á heiðurinn af
hljómnum,“ segir Elvar en þess má líka geta
að tónjöfnun var í höndum JJ Golden frá Gold-
en Mastering. JJ hefur m.a. unnið með bönd-
um eins og Primus, Sonic Youth, Calexico og
Neurosis.
„Sum laganna voru samin fyrir fyrstu plöt-
una þannig að þær eru ekki svo ólíkar kannski.
En vinnslan var mjög ólík. Við lágum yfir
fyrstu plötunni í heillangan tíma en höfðum
takmarkaðan tækjakost. Við tókum hana upp í
litlu íbúðinni okkar í Berlín. Þessi plata var
hins vegar tekin upp á þremur dögum.“
Elvar er spurður út í þann veruleika að vera
í hljómsveit með spúsu sinni. Hann segir það
fela í sér kosti jafnt sem galla.
„Það eru auðvitað aldrei árekstrar upp á það
að einn sé að fara á hljómsveitaræfingu en
hinn ætli að vera heima að horfa á vídeó. Hags-
munir okkar liggja saman að þessu leytinu til.
En svo er auðvitað hættulegt að fara beint á
æfingu eftir að vera búin að rífast um upp-
vaskið.“
Elvar segir að hann og Heiða hafi því tekið
meðvitaða ákvörðun um að vera „ekki“ saman
þegar þau eru á tónleikum eða á æfingu.
„Og það hefur gengið alveg furðuvel,“ segir
hann og kímir. „Dúettinn varð annars til á sín-
um tíma af sjálfu sér. Þegar við bjuggum í
Berlín höfðum við bara hvort annað til að
vinna með og trommuheila. En nú hafa fleiri
meðlimir bæst við og þeir koma með sitt krydd
inn í þetta.“
Platan kemur út í dag á efnislegu formi en
einnig er hægt að nálgast hana á gogoyoko-
veitunni. Hljómsveitin mun þá halda útgáfu-
og hlustunarpartí í Nýlenduvöruverzlun
Hemma og Valda, Laugavegi 21, í kvöld kl.
21.00.
Hljómsveit Hellvar byrjaði sem dúett Heiðu og Elvars en er fullburða hljómsveit núna þar sem fleiri meðlimir hafa bæst við.
Uppvaskið skilið eftir
Hellvar gefur út aðra plötu sína, Stop That Noise, í dag Kostir og
gallar fyrir par að vera saman í hljómsveit, segir Elvar Sævarsson