Líf og list - 01.07.1950, Blaðsíða 8
Konan í kjallaranum
Smásaga eftir Svövu Jakohsdótlur
Konan í kjallaranum er búin að
missa manninn sinn. Hann dó úr
lungnatæringu á hælinu, þar sem
hann var búinn að dvelja í hálft
annað ár.
Stúdentinn sat við gluggann
sinn og reyndi að festa hugann við
lesturinn. Hann var ofan úr sveit,
en hafði tekið stúdentspróf utan-
skóla, og nú las hann verzlunar-
fræði við Háskólann. Hann hafði
verið svo heppinn að fá leigt smá-
herbergi á annarri hæð í húsi, scm
stóð vestur í bæ. Húseigandinn var
konan í kjallaranum. Já, hann
hafði verið mjög heppinn, því
margir hefðu getað borgað hærri
húsaleigu, og konan í kjallaranum
var alls ekki efnuð, þó hún hefði
erft þetta hús eftir föður sinn.
Eiginlega botnaði stúdentinn ekk-
ert í, hvers vegna hún halði leigt
honum. Hann sat við gluggann, en
honum var ógerningur að taka cft-
ir því, sem hann las, heldur ein-
blíndi hann út á götuna. Fyrir ut-
an stóð líkvagninn og fjöldi fólks.
Húskveðjan var í þann veginn að
enda. Hann vildi ekki horfa. Hann
langaði til að nota þetta síðasta
tækifæri til að sýna manni kon-
unnar í kjallaranum þá virðingu
að horfa ekki á hann, nú — þegar
þeir báru hann í hvítri kistunni út
úr húsinu. Á eftir kistunni kom
konan með drenginn sinn.
Stúdentinn stóð snögglega upp
og henti sér á grúfu ofan á legu-
bekkinn.
Hann hafði einu sinni séð eig-
inmann konunnar í kjallaranum,
þegar hann fékk leyfi til að koma
heim af hælinu. Hann hafði
verið þrjá daga heima. Stúdentinn
hafði setið við gluggann einnig þá,
þegar hann tók eftir því, að dreng-
urinn litli hljóp út á götuna og
hrópaði — „Pabbi — pabbi — pabbi
er að koma!“ — Á eftir honum
liljóp litla tátan, sem hafði rauða
lokka eins og mamma hennar.
Pabbi þeirra tók þau bæði í fang
sér, þrýsti þeim að sér og lciddi
Jiau svo heim að húsinu. í dyrun-
um stóð konan og beið. Stúdent-
inn hafði heyrt smellinn, Jjegar
hún lokaði dyrunum á eítir Jreim
öllum.
Alla þessa Jtrjá daga fór stúdent-
inn ekki út úr húsinu. Það varð
honum sjúkleg ástríða að standa
við gluggann og gæta að hverri
lireyfingu fólksins í kjallaranum.
Hann gerði sér jaf-nvel erindi nið-
ur og bað konuna að lána sér nál
og hvítan enda. Hann ætlaði að
festa tölu á skyrtuna sína. Hún
bauðst ekki til Jiess að gera það
l'yrir hann í Jtetta sinn.
Kvöldið cftir að ciginmaðurinn
fór altur á hælið, fór stúdentinn
niður til konunnar. Hann var í
Jrungu skapi og ásakaði hana, út
af hverju vissi hann ekki íyllilega,
en það var eitthvað hið innra með
honum, sem varð að fá útrás. Kon-
an í kjallaranum hló að honum,
svo skein í mjallhvítar tennur
hennar. Hún ruglaði svörtu og vel-
greiddu hári hans, þrýsti sér upp
að honum og liló — „Vertu kátur,
litli vinur“ — sagði hún.
Og nú var verið að jarða mann-
inn. Það leið vika. Stúdentinn sat
alltaf við gluggann sinn. Á hverj-
um morgni sá hann litlu börnin
hennar koma út á götuna og leika
sér. En konan í kjallaranum fór
aldrei út. Þetta var að verða ó-
bærilegt. Hann þráði að fara nið-
ur til hennar, en eitthvað hélt aft-
ur af honum. Var |>að virðing fyr-
ir dauðanum? Var Jiað hræðsla við
sorg hennar og áfallið, sem hún
Svava Jakobsdóttir er höfundur beatu
smásögunnar í smásögukeppni þeirri,
sem Líf og List efndi til í vor. Svava er
tvítug að aldri. Hún tók stúdentspróf
við Menntaskólann í Reykjavík í fyrra-
vor og próf í forspjallsvísindum viðHá-
skóla Islands í vor. Nú er hún á förum
til Bandaríkjanna til háskólanáms í sál-
fraeði.
hafði orðið fyrir? Hann vissi Jjað
ekki.
Eitt kvöld sá hann hcnni bregða
fyrir. Það kvöld fór hann niður.
Hún kom til dyra.
„— Ég — komdu sæll — ég get því
miður ckki boðið þér inn núna —
þú verður að afsaka — en það eru
gestir hjá mér. En annars var gott
að þú komst, ég Jjarí að tala við
þig. Ég er hrædd um að Jjú verðir
að leita Jtér að hcrbergi annars
staðar. Ég gct fengið leigjanda,
sem borgar helmingi hærri húsa-
leigu cn Jiú og — Jtú skilur — ég
þarf á peningum að halda. Ég
vona, að ]:>að verði ekki langt j:>ang-
að til að ])ú getur flutt."
Svo lokaði hún dyrunum og
hann stóð cinn eftir lyrir utan.
Konan í kjallaranum var orðin
ekkja.
8
LÍF og LIST