Líf og list - 01.07.1950, Qupperneq 14
— Ást okkar verður öflugri með
hverjum degi, segir hún.
Og hún horfir svo hrærð á mig,
að ég verð gramur og finnst hún
vera skopleg.
Hvað var það, sem fór fram á
milli Leonide og konu hans um
lágnættið? Þau gengu fram og aft-
ur í súlnagöngunum, Leonide með
hendur fyrir aftan bak og teygði
fram álkuna. Hann segir eitt-
hvað við og við. Vadja ypptir öxl-
um. Ég gekk til þeirra. Ég hafði
sett upp vingjarnlegan, brosandi
svip, eins og sá,sem er mjög ánægð-
ur með bæði sjálfan sig og aðrar
manneskjur.
— Kæra vina, hvað hefurðu
töfrað marga sjómenn í kvöld?
Þau virðast hrökkva við eins og
sofendur, sem vaktir eru af fasta
svefni. Og ég sé, að kringum munn
Vadja eru slakir drættir, eins og
grátur sé ekki fjarri. Hún brosir
við mér, eins og sársaukinn væri
sigraður, yfirunninn. En augu
Leonides eru ekki hin sömu og áð-
ur, þessi svörtu augu, sem vanalega
eru á sífelldu ílökkti, eru nú orðin
stöð og hörkuleg. Ég sé í þeim
nýjan glampa, eins og nú væru
komnir tveir Leonidar. Sá sem við
öll þekkjum vel, og svo annar, sem
kemur okkur að óvörum, en er þess
albúinn að koma í stað hins.
Óþægileg tilfinning kæfir gleði
mína. Vadja er þegar búin að ná
sér.
— Aðeins eitt, Pierre, segir hún,
það er um hann sem bauð mér upp
þrisvar, háa Ijóshærða liðsforingj-
ann, þú sást hann, hann er grann-
ur eins og kornung stúlka, og hann
er yndislega rómantískur. Hann
heitir óendanlega löngu nafni, sem
lætur eins og Ijóð í eyrum . . .
Leonide grípur fram í fyrir
henni.
— Konan mín er lasin, Théraz.
Eigum við nú ekki að fara heim,
Vadja?
Hún þorir ekki að segja nei, en
hikar samt svolítið, brosir og rétt-
ir mér síðan hönd sína.
— Ég vona, að þú afsakir okkur,
Pierre, ég lief eiginlega ofreynt mig
núna síðustu mánuðina. Ég horfi á
hana, æstur á svip. Það er uppgerð
að nokkru leyti, og þó ekki öllu. Ég
verð að hafa stjórn á mér, og það
er erfiðara en ég hefði getað í-
myndað mér.
Hvaða klípu var ég nú kominn
í? „Ást okkarl“ Vadja hefur haft
meiri óþægindi en ánægju af þeirri
„ást“. Og Leonide féll ekki annað í
hlut en afbrýðissemi og auðmýk-
ing — og einhvern góðan veðurdag
myndi einhver hláleg slysni henda
okkur, sem allir vinir okkar myndu
slúðra um . . . Hvað sjálfan mig
áhrærir: Ég myndi ábvggilega hafa
ánægju af að vera í þingum við
einhverja aðra konu, og auk þess
losnaði ég þá við samvizkubitið og
hina viðbjóðslegu tilfinningu af
hneykslinu, sem var í aðsigi.
Þetta kvöld átti ég erfitt með að
sofna. Það var runninn nýr dagur,
þegar ég loks lenti á strönd svefns-
ins. Og mig dreymdi.
Ljóshærður liðsforingi þuldi
rómantíska þvælu yfir Vadja Vasi-
dés. Þau gengu saman eftir blóm-
bryddum stíg heim að sólglitrandi
húsi, sem ég sá, og mig langaði líka
heim að húsinu. En það var ó-
mögulegt að komast þangað. Þetta
var livíta sendiherrahúsið. Sólar-
Ijóminn breiddist yfir boghvelf-
ingu súlnaganganna og Chiraz-
blómin í stóra salnum. Liðsforing-
inn tók arm Vadja og sýndist við-
kvæmnislegur fremur en ástfang-
inn. Ég flýti mér til þess að ná
þeim, ég hleyp. Þau eru horfin. Frú
Hostier horfir á mig forvitnislega,
hún klappar saman höndunum og
hlær.
Svo sá ég hvítan bát, hvítan eins
og nýkalkaðan vegg eða eins og
jómfrúlegan klæðnað eða eins og
kjólinn hennar frú Hostier. Pierre
Théraz stóð á þilfari. Og ég? Ég
skildi við sjálfan mig til þess að
geta horft á mínar eigin gjörðir.
Sjórinn var ládauður með óhugn-
anlegum silfurgljáa. Báturinn lá
kyrr og Pierre Théraz flýtti sér
hræðilega við að komast áfram.
Hann þurfti að komast á land svo
fljótt sem auðið var, annaðhvort á
Frakklandi eða Egyptalandi. Hvað
var sjóliðsforinginn að gera? Hvað
er skipstjórinn að gera? Allir yfir-
menn og sjómenn á þessu skipi ...
Sólin gengur til viðar, og nóttin
dettur á með öllum sínum þunga.
Pierre Théraz stendur aleinn á þil-
fari við hlið óljósrar eftirmyndar
sjálfs sín, sem ég veit ekki lengur
að er ég sjálfur.
Öllu er lokið, allar leiðir á enda.
Skyndilega — eða loksins —
bregður fyrir í vonleysi næturinnar
hinum nýja augnaglampa Leonid-
es.
5. mai 1948.
Nakin blundaði Vadja, eins og
skógardís eða barn. Hálf opinn
munnur hennar brosir, líkt og vor-
blóm úr skrautgörðum E1 Fay-
oums.
Var hún með augun lokuð?
Löng augnahárin vörpuðu skugga
á augnalokin. Líkamsþungi henn-
ar myndar djúpa dæld í undirsæng-
ina, með mjúkum fellingum í
kring.
Hnígandi sólin er eldrauð, og
hörund Vadja er gljáandi eins og
perla úr undirdjúpum hafsins. í
hcrberginu er þungur reykelsisilm-
ur blómanna, staðvindurinn er
hættur að blása. Vadja kveinkar sér
í svefninum. Henni verður rórra
við einn koss.
Þetta kvöld fór hún frá mér
seinna en hún var vön. Næturblátt
rökkrið frá eyðimörkinni sveipaði
borgina. í dimmu herberginu, þar
14
LfF og LIST