Líf og list - 01.06.1951, Page 5

Líf og list - 01.06.1951, Page 5
ar þær óperur, sem samdar voru í Þýzkalandi fyrst á eftir. En í lok seytjándu aldar tekur að færast nýtt líf í þýzka óperu, þegar Reinhardt Keiser hóf að semja óperur. Á fyrra helmingi átjándu aldar samdi hann mörg slík verk. Þau voru al- gerlega þjóðleg og þóttu vel sönghæf. Óperur hans hafa að vísu ekki orðið langlífar, en eigi að síður höfðu þær mikil áhrif bæði í Þýzkalandi og víðar. Keiser var fólagi Hdndels (1685—:7S9)> sem þá dvaldist í Hamborg og samdi fjórar óper- ur á þeim árum. í þeim koma að vísu í ljós hæfi- leikar tónskáldsins, en langtum fremn þeim voru þó hinar glæsilegu óperur hans, sem fluttar voru í London nokkrum árum síðar og hlutu frábærar viðtökur. Hór skai einungis nefnd ein ópera hans, Rinaldo, sem gerð var að ítalskri fyrirmynd, en aríur hennar þóttu afburða fagrar. Áhrif frá ítölskum tónskáldum, t. a. m. Scarlatti, koma fram hjá Hándel í mjúkri, unaðslegri laglínu. Um miðja átjándu öld verður til á Italíu sór- stök tegund óperu, svonefnd o-pera buffa. Hrin átti sór fyrirmyndir í Frakklandi og Þýzkalandi, en uppruna hennar er að rekja til gamansamra millileikja (íntetmezzi), sem skotið var ínn milli þátta í verkum alvarlegs efms. I ópera buffa koma fram nokkrar nýjungar, sem höfðu áhrif á óper- una í heild, beindu henm meira inn á natúralist- íska (braut og losuðu um hið hefðbundna form. Meðal verka þeirrar tegundar má nefna La Serva Padrona eftir Pergolesi, Cosi fan tutte eftir Mozart og Rak- arinn í Sevilla eftir Rossini. Þótt ópera buffa hneigðist í natúralistiska átt, var hið gamla, hefðbundna óperuform fast í sessi og gekk seint að losa um það. Aríur urðu að lúta tilteknum fyrirmyndum. Hver söngvari skyldi fá tiltekinn aríufjölda. Tríó og kvartettar voru bannvara. Vitaskuld hefti þetta frjálsa þróun dramans. Texta- smiðir og tónskáld voru vængstýfð. Söng- hlutverkin voru oft yfirborðsleg skraut- hlutverk í stað þess að tjá mannlegar til- finningar og skapgerð. Stórskáldum, svo sem Hándel, tokst að visu að nokkru leyti GuSm. Jónss. (Rigoletto), Stefanó (hertoginn) og Síg. Ól. (greifinn) LÍF og LIST að sigrast á þessari grunnfærni, en allur þorrinn lót múlbinda sig og sætti sig við að fórna dram- anu. Þanmg var umhorfs í óperunni, þegar Gluck (1714—1787) tók að semja tónsmíðar. Fyrstu tilraunir hans færðu honum heim sanninn um það, að hann mundi aldrei geta sætt sig við að lúta hinu hefðbundna formi. Árum saman leitaði hann nýs forms, er skipað gæti dramanu þann sess, sem því hafði upprunalega borið og þar sem tónlistin væri því huglátt hjú. Ávöxtur þess- ara tdrauna var Orfeus (/762), snilldarverk, sem olli straumhvörfum í óperunm. í Orfeusi varpaði hann fyrir borð íburði gömlu óperunnar. Innan- tómar aríur, ofhlaðnar skrauti, viku fynr breið- um, tignarlesum laUínum með miklum tdfinn- p o o ingaþunga. Fimm árum síðar samdi hann Alceste. í formála að því verki kynnti hann listræn við- horf sín, kvaðst vilja klæða aríuna úr úreltum búningi, gefa hlustendum til kynna, hvað í vænd- um væn í hljómsveitarforleik, draga úr misræmi milli recitativs og aríu og skapa ,,tigulegan ein- faldleik". Viðtökur þær, sem þessar tvær óperur höfðu fengið, voru honum ekki að skapi, og því róð hann af að flytjast til Frakklands. Árið 1 774 var Ifígenia í Aulis flutt í París. Hún varð þegar vinsæl, þótt nokkurrar ajndspyrnu gætti frá voldugum afturhaldsmönnum, sem voru á 5

x

Líf og list

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.