Líf og list - 01.06.1951, Blaðsíða 9

Líf og list - 01.06.1951, Blaðsíða 9
ÚTVARPSAUGLÝSINGAR berast með hraða rafmagnsins og áhrifum hins talaða orðs til um 100 þúsund hlustenda í landmu. Afgreiðsla auglýsinga er á 4. hæð í Landsímahúsinu. — Afgreiðslu- tími kl. 9—11 og kl. 16—18 virka daga og kl. 10j/2—1 l og kl. 16—18 á sunnudögum. — Afgreiðslusími 1095. RÍKISÚTVARPIÐ MÆLIKVARÐI Á MENNINA Fólk er hvorki vont né gott. Það er annaðhvort leiðin- legt eða skemmtilegt. * (Oscar Wilde) BÓKMENNTALEG ÚTSKÝRING Mikil fjarstæða er að segja um bók, að hún sé annað- hvort siðsamleg eða ósiðsamleg. Bækur cru annaðhvort vel cða illa skrifaðar. Það er allt og sumt. (Oscar Wilde) # NOKKRAR ÞVERSAGNIR EFTIR DANSKAN MÁLARA, FREDE CHRISTOFFERSEN: Aðeins ein regla gildir í allri list — þar gildir nefnilega engin regla. * Öll byrjun er auðveld! # Allir málarar níða hver annan niður sem mest þeir mega; allir ritliöfundar lofa hvcr annan hástöfum. Sannast að segja tala báðir aðilar aðeins um eitt: sjálfan sig! # Stokkhólmi, og dr. Victor Urbancic, sem stjórn- aði hljómsveitinni. Hefur þar notið kunnáttu af- burðamanna, hvors á sínu sviði, sem með náinm samvinnu sín á milli hafa mótað flutning verks- ins í heild. Með þessari fyrstu óperusýningu okkar er brotið nýtt blað í sögu íslenzkrar tónlistarstarf- semi. Hún hefir fært okkur heim sanmnn um það, að við höfum hér afl þeirra hluta, sem gera skal. Nú ættu tónskáld okkar og rithöfundar ekki að liggja á hði sínu, en hefjast handa um samningu þjóðlegrar íslenzkrar óperu. Skilyrði til flutnings hennar eru þegar fyrir hendi, og þjóðin myndi áreiðanlega meta það starf að verðleikum. Guðmundur Matthíasson. Hafið þér nokkru sinni fyrirhitt yfirlýsta listfræðinga og opinhera listkönnuði, sem tekið hafa ástfóstri við listaverk, er þeir vita ekki, hver er höfundur að? # Aðcins hinir sefasjúku sjá hlutina skýrt. * Það, sem sprettur af eðlishvöt mannsins, er bezt, en þó er ekki þar með sagt, að allar salcrnisteikningar séu góðar. KJARVAL GERIR BÓKMENNTALEGA UPPGÖTVUN Þegar bók Thórs Vilhjálmssonar, Maðiirinn er alltaf einn, kom út í vetur, var eitt hið fyrsta verk höfundarins að gefa Jóhanncsi Kjarval bókina, áritaða mcð cigin liendi. Kjarval brá skjótt við, las bókina linnulaust og hætti ekki fyrr en hann var búinn og varð svo hrifinn, að hann á að hafa sagt við kunningja sinn: „Jæja, nú veit ég hvcrjir eru mestir andans menn í bókmenntum heimsins: Það eru séra Bjarni, Dickens — og Thór VilhjáImsson“. LÍP 0g LIST 9

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.