Líf og list - 01.06.1951, Page 16

Líf og list - 01.06.1951, Page 16
SIR OSBERT SITWELL: Islenzkt skáld í Bloomsbury SlTiVELL-SYSTKININ cru þrjú: Osbert, Editli og Sacheverell. Ötl cru þau heims- kunn skáld, rithöjundar og fagurkerar, i. d. er Edith talin bezta núlifandi skáldkona Englendinga. — Osbert hefir ritaS sjáljsœvisögu, jimm binda bók, seni kom út ártn 1045—1951. Þykir þe.tta frábœrt listaverk og mefiul sígildustu bólcmennta í sinni röS. Síðasta bindið nefnist NOBLE ESSENCES OR COURTEOUS REVELATIONS (}>■ «• Göfgir kjarnar eða kurteis uppljóstur), og eru það emgóngu œvisögubrot eða lýs' ingar á ýmsum málurum, skáldum, rithöfundum og tónlistarmönnum, sem liöfundur hefir kynnzt. á langri œvi. Margir þessara viva Osberts voru kenndir við RLOOMSRURi • en svo nejnist hverfi eitt í Lundúnum, sem til skamms tíma var aðsetur margra brezkra listamanna, — eins honar Montmartre cða Montpomasse þar í borg. Meðal þeirra, scni höfundurinn tékur til meðfcrðar, er flakkarinn og lárviðarskáldið W. 11. Davies, og er lýsingin eða myndin af UARALDI IIAMRI tekin úr kaflanum um liann. Ilaraldur Hamar dvaldi langdvölum í London og fékkst við leikritagerð. I'aðir hans var Steingrímur Thorsteinsson, skáld. OSBERT SITWELL „ ... Nina Hamnett sat oftast þessar kvöldveizl- ur, sem ég og Sacheverell bróðir minn héldum skáldinu W. H. Davies; auk þess ungt, íslenzkt leikritaskáld, HARALDUR HAMAR að nafni. Við kölluðum hann í s 1 a n d , andstætt viðumefni á öðrum frægari vini okkar, suður-ameríska málar- anum Alvaro Guevara, er gekk undir nafninu Chile. Hamar var mikill vinur málarans August- us John og fastur gestur á Café Royal og mörg ár áberandi persóna í bóhema-heiminum enska. Hamar var lítill maður vexti, dökkur á hár og svo rjóður í andliti, að hann svipaði til búktalara- brúðu, enda þótt eldsnör, græn augu hans afsönn- uðu svo fjarstæðulegar hugmyndir um hann. Leikrit hans voru aldrei flutt eða gefin út, og hann lifði við afar rýran efnahag, eyddi oft því fé í áfengi, er hann átti að hafa til matar. Þegar honum áskotnaðist einhverjir peningar, var hann geysilega örlátur og eyðslusamur. Ég man, að eitt sinn bárust honum óvæntir peningar upp í hend- urnar, og ákvað hann þá að kaupa sér verulega góð og falleg föt. Hann bað Sacheverell bróður minn að vísa sér á klæðskera hans, og þar völdu þeir efnið. Því næst skyldi taka mál af fötunum, og bað hann Sacheverell að vera viðstaddur at- höfnina. Bróðir minn lét ekki segja sér tvisvar og fylgdi honum til klæðskerans í Conduit Street; en skrýtið var upplitið á skraddaranum, þegar ísland fór úr gömlu fötunum til þess að prófa hin nýju, og í ljós kom, að vesti og nærbuxur hans reyndust vera eingöngu dagblöð, sem næld voru saman með títuprjónum. í hvert sinn sem honum var boðið til kvöldverð- ar, þar sem vín var veitt, komu því miður í ljós viðbrögð hins norræna manns við sterkum veig- um, og vegna þess að hinir fullkomnu, norrænu drykkjusiðir fólust í því, að brjóta glös til þess að öðlast sjálfur og flytja öðrum mönnum heill og hamingju og eins af því, að hann var svo hjartagóður og óskaði okkur gæfu og gengis, skildi hann alltaf eftir hrúgu af brotnum vín- glösum í borðstofunni eftir slíkar athafnir. Og þegar svo staðið var upp frá borðum, endurtók sig alltaf sama sagan, því að þá var hugur íslands gagntekinn af þessu sígilda, frumspækilega vanda- máli: Væri ekki unnt að festa svipmót andlits þíns að eilífu í spegli með því að bera eitthvert efni á yfirborð hans, um leið og þér væri litið framan í þína eigin ásjónu? Þetta áhugaefni Ham- ars varð síðan frjóangi að mjög fallegu og hug- þekku ljóði* eftir Sacheverell Sitwell, sem er end- urprentað aftast í þessari bók. (Ath. Líf og list *) Kvæðið heitir THE POET AND THE MIRROR (Skáldið og spegillinn) og er birt í Selected Poems eftir Sacheverell Sitwell. — Útg. Gerald Duckworth & Co., London, 1948. 16 LÍF og LIST

x

Líf og list

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.