Líf og list - 01.06.1951, Page 6

Líf og list - 01.06.1951, Page 6
bandi ítölsku óperunnar. En þegar næsta ópera hans, Ifigenia á Tauris var flutt, hlaut hann ein- róma viðurkennmgu. Ný öld var runnin upp í frönsku óperunni. En þótt endurbætur Glucks væru víðtækar, var óperan jafnfjarri raunverulegu lífi og áður. List hans var umfram allt „heldri- mannalist“ í þrengstu merkingu þess orðs, túlk- aði hugsanir og tilfinmngar, sem áttu litlar rætur í hversdagslegu lífi og störfum samtímans. Það féll í hlut snillingsins Mozarts (1756—’p/), að flytja lífið sjálft inn í óperuna. I fyrstu óperu sinni Idomeneo, veitti hann Gluck að vísu braut- argengi, en í Die Entfiihrung aus dem Serail birt- ust manngerðir, sem stóðu nær raunhæfu lífi, og í Brúðkaupi Figaros og Don Giovanni lýsir hann mannlegum þrám, glöpum manna og hörmum af snilldarlegu innsæi. Líkt og Gluck forðast hann óhóflegt söngskraut nema í aríum sams konar drottningararíunni í Töfraflautunni, þar sem því er beitt til þess að ná dramatískum áhrifum. Þótt ítölsk áhrif séu auðsæ í óperum hans, er hann um- fram allt þýzkur í sér. Þegar rómantíkin tók að ná fótfestu um alda- mótin 1 800, urðu til verk, sem voru á hvörfum hins gamla og nýja. Kunnasta verk frá þeim árum er Fidelio eftir Beethoven (1770—1827), sem tengir klassíkina hinum nýja uppreistaranda. Beethoven fann enga sérstaka köllun hjá sér til þess að semja fyrir leiksvið, en samdi þó óperu að beiðni. Uppistöðu í texta valdi hann skyldu- rækni konunnar, en það efm höfðu aðrir notað á undan honum. Þótt Fidelio sé ekki gallalaust verk, er hún samt bezta þýzka óperan, sem sam- in var, frá því er Mozart samdi sínar óperur, unz að Wagner kom. Ánð 1822, á blómaskeiði rómantízkunnar, var flutt í Dresden Der Freischúts eftir Weher. Um það leyti var rnjög sterk þjóðræknisalda í Þýzkalandi, og verk, sem reist var á þýzkum þjóð- sögum, féll því í góðan jarðveg. Óperunni var tek- íð með gífurlegum fögnuði og nafn höfundar, sem var glæsilegur maður af Byronsgerð, varð á allra vörum. Miklir hæfileikar hans til að móta alþýð- lega laglínu, leikm í að semja kórverk, hug- kvæmni í meðferð dulrænna fyrirbæra og náttúru- stemmningar ollu því, að Der Freischúts varð dáð- asta ópera, sem nokkru sinni hefir verið saman 1 Þýzkalandi. Því miður tókust síðan óperur hans ekki að sama skapi. Samtímis þessu veitti Rossini nýju lífi í ítölsku óperuna, en hún var á hnignunarskeiði í byrjun nítjándu aidar. Hann var ekki umbótamaður 1 sama skilmngi og Gluck, en hugðist færa óper- una í tímabært form. Hann var gæddur áfengti kímni, og Rakarinn í Sevilla er ef til vill fremsta opera buffa, sem nokkru sinni hefir venð samin. Á hinn bóginn eru óperur hans um alvarleg efm áhrifalitlar. Verdi (1813—/90 rý er mesta óperuskáld Itala á 19. öld. Fyrstu verk hans víkja að vísu ekki að verulegu leyti út af troðnum slóðum, en óperur þær, sem hann samdi um miðbik ævinnar, svo sem La T raviata, Grímudansleikur- inn og Rigoletto, náðu mestri almennings- hylli af verkum hans, þótt þær verði ekki taldar beztar þeirra. Á gamals aldri samdi hann hins vegar tvær óperur, Óthelló og Falstaff, sem eru snilldarverk. f þeim birtist bæði ný tækni og nýr andi. Sumar persónur þeirra eru gerðar af innsæi, sem minnir á Shakespeare. Jötunninn í hópi óperuskálda þessa tíma er vita- skuld Richard Wagner (1813—’8t)). Hann var gæddur snilligáfu, og verk hans ollu slíkri bylt- íngu í óperusmíðum, að enginn eftirmaður hans hefir enn komizt í námunda við hann. Sumar ó- perur hans gnæfa hátt yfir allan tónskáldskap 19- aldannnar. Af þeim skulu nefndar Niflunga- hringurinn, sem er fjórar óperur (Rínargullið, Valkyrjan, Sigurður Fáfnisbani og Ragnarök), Tristan og Isolde, sem er ef til vill mesti harm- leikur, sem enn hefir verið saminn, Meistara- söngvararnir, gamansöm ópera, og Parsifal, sem er stórfenglegt trúarlegt drama. Sérkennilegt fyrir óperur Wagners er meðal annars leiðsögustefið, en það er lagbrot, sem fylgir einstökum persón- um eða atburðum og er endurtekið hvert sinn, sem tónskáldið vill leiða hugann að tilteknu at- riði eða persónu. 6 LÍF og LIST

x

Líf og list

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.