Líf og list - 01.06.1951, Blaðsíða 10

Líf og list - 01.06.1951, Blaðsíða 10
VXGSLUHÁTÍÐIN Smásaga eftir INDRIÐA G. ÞORSTEINSSON VIÐ HOFÐUM VF.RIÐ að dunda við að koma upp þessari brúarnefnu allt sum- arið, og þeir sögðu gömlu brúna vera svo ótrygga, að hún léki á reiðiskjálfi, ef svo mikið sem hundur hlypi yfir hana. Og það var kannske satt. Við bara gáfum þvi ekki auga og okkur kom það ekki við. Við vor- um sem sagt að byggja nýja brú, og það aleinasta voru stelpurnar í nágrenninu. Þar af leiðandi var ekki vinnugleðinni fyrir að fara hjá okkur, því við þurftum að tala um allar þessar stínur og rósur og rúnur, vega þær og meta, allt frá liæl og upp i hnakka. Og hefðu þessar stelpur heyrt stakt orð af því, sem við sögðum um sköpulag þeirra, hefðu þær sjálfar og af- komendur þeirra, allt fram í tíunda lið. aldrei gengið um brúna, sem við vorum að bvggja. Karlarnir, er bjuggu hjá Kvíslinni, sem við vorum að brúa, unnu þarna með okk- ur. I’eir voru hinir ölulustu og höfðu megna fyrirlitningu á okkur og sögðu, að við tilheyrðum einhverri nýmenningu og liefðum lært vinnubrögðin hjá Bretunum og þar fram eftir götunum. Og er við lét- um ekki hundþvætta okkur eins og skyn- leysingjum, þá kölluðu þeir okkur helvítis kommúnista. Og í staðinn sögðum við, að þeir væru hokrarar og gaddbeitarhrossa- níðingar, og til viðbótar létum við það klingja á þeim, að forfeður þeirra, í níu aldir, hefðu gert sér að góðu að drukkna i Kvíslinni, og að enn andaði af þeim undirlægjuhættinum frá tímum selstöðu- kaupmannanna, þeir væru með helvítis eymdina í blóðinu og þyrðu varla að kasta ■af sér vatni, ef verkstjórinn væri nálægur. Og við sögðum einnig, að langafar þeirra hefðu gert sér að góðu að láta kaupmann- inn leiða langömmur þeirra upp á búðar- loftið, hvar sá danski hefði gerzt fjölþreif- inn um ömmurnar, áður en þær fengu að velja úr kramvörunni, en á meðan hefðu langafamir staðið niðri og tekið í nefið og 'fengið sér brennivínsstaup og lálið sem ekkert væri. Og guð einn vissi, hvort þeir sjálfir væru ekki út af dönskum selstöðu- kaupmönnum komnir. Karlamir tóku þessu rausi okkar með stakri ró, og spurðu aðeins, hvort við liefðum engar langömmur átt. Og er við reyndum að malda i móinn og sögðum, að langömmur okkar hefðu verið í mót- spyrnuhreyfingunni, hlógu þeir bara og sögðu enga mótspyrnuhreyfingu hafa verið á Islandi, siðan Jón Arason leið. Og undir niðri jxítti okkur öllum þetta hið mesta grín. Kerlingardyrgjan, sem var ráðskona okk- ar, var hin mesta subba, og hún var alltaf að kvelja okkur og hrella. Og við máttum ekki þukla svo á stelpu, að hún skrækti ekki ójesús. Og dytti okkur í hug að fara að klæmast við matborðið, var hún vís til að skvetta vatni á okkur, nánar sagt þá, er hún kallaði djöfulóðu deildina. En á áliðnu sumri féll þessi skíri hrein- hfisengill í synd og lifði í henni farsællega, það sem eftir var. Freistingin upphófst, er verkstjórinn fékk kvefið og varð að leggj- ast í rúmið. Þar sem þetta var eljumaður, hefir honum að líkindum leiðzt aðgerða- leysið og farið að snudda utan í ójesúsinn, hvað endaði með því, að ójesúsinn álpað- ist upp í rúiriið til hans. Og enginn skyldi segja, að það hefði ekki verið hið lögu- legasta par, því samtals hefir ]iað vegið hátt á fimmta hundrað pund: Hins vegar var það okkur ráðgáta, hvernig svo gríðar- feitar manneskjur gátu þjónað hvötum sín- um, svo mynd væri á. Einu hátíðahöldin voru messumar í kirkjunni hinum megin Kvíslarinnar. Kirkj- an var ekki neitt sérstakt. Hún var síðan fyrir aldamót, og það var lykt í henni, er settist í nefið og minnti mann á kirkju- garð og litað gler og upplitaða og spningna altaristöflu og dauðar flugur í gluggakist- um. Presturinn var hins vegar síðan eftir aldamót, og hann var ágætur. Við kölluð- um hann séra Handanvatna og messurnar hjá honum voru víst hið skeleggasla guðs- orð. Ilann var einn af þeim, er menn segja skrýtnar sögur af; þegar þeir eru að bíða og þegar þeim leiðist og stundum þegar þeir eru á misheppnuðu kvennafari. Og það er enginn vafi, að sögumar af séra Hand- anvatna liafa einhvern tíma orðið lil að snúa misheppnuðu kvennafari í heppnað HÖFUNDURINN hefur nýlega veriS kynntur 1 öSru tímariti, því aS þar varS hann hluiskarpasiur í fjölmennri smá- sögukeppni og hlaut aS launum óþeypis ferS til Italiu. Lif og List ós\ar lndriSa til hamingju meS sigurinn. kvennafar, og ]>á má segja, að sá góði maður hafi ekki til einskis fæðzt. Og við fórum oft til kirkju. Langt í frá að við værum trúaðir, nema þá helzt hann Dóri, en Dóri var blessun- arlega laus við að leggja djúpan skilning í nokkurn skapaðan hlut. Og þegar hann kom í kirkju, fór hann að hlusta og ein- blína, þó hann kæmi inn í tóma kirkju. Hann Dóri hafði einlægan vilja á að vera eins og annað fólk. Við hinir vorum ekki sérstaklega gin- key]>tir fyrir guðsorðinu hjá séra Handan- vatna, en mcssuferðirnar gáfu okkur gott tækifæri til að bera víurnar í eina kaupa- konuna hans. Hún var eins og eldur, og það voru allir vitlausir í henni. Séra Handanvatna var ekki slakari í því en við. En Mósa var alls ekki að hugsa um það, og þar stóð hnífurinn í kúnni. Og við sóttum kirkjuna allt sumarið til að sjá hana og stíga í vænginn við hana. En hún Iét sig ekki við neinn okkar, og að síðustu álit- um við, að séra Handanvatna hjálpaði upp á hana. Og ]>að hlóðst í okkur ólundin út af þessu. Daginn, sem þeir vígðu nýju brúna, var mikið um dýrðir, beggja megin Kvíslar- innar. Eitthvert skáld flntti kvæffi, sem enginn hlustaði á, og nokkrir höfðingjar kássuðu sér í bílskrjóð og létu hvina yfir brúna. Og þeir slitu silkibandið, sem ójesús- 10 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.